Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn Stein-ar Karlsson fæddist í Reykjavík hinn 14. júlí 1954. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 3. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Bjarndís Frið- riksdóttir hús- móðir, f. 18. desem- ber 1927 í Eilífsdal í Kjós, og Karl Kristinsson bif- reiðastjóri, f. 15. febrúar 1928 í Miðkoti í Vestur- Landeyjum. Sambýliskona Kristins var Kristíana Baldursdóttir, f. 13. maí 1954 að Hólabaki í Austur- Húnavatnssýslu. Dætur þeirra eru Perla Dís, inn- anhússhönnuður og nemi í arkitektúr, f. 16. október 1982, og Birta Líf atvinnuflugmaður, f. 10. febrúar 1984. Þau slitu samvist- um. Kristinn Steinar lærði húsasmíði hjá Páli Friðrikssyni húsasmíðameist- ara. Hann vann síð- ar sem húsasmíða- meistari hjá Þak og svo við uppsetningu húsa um allt land frá Einingahúsum Siglu- fjarðar meðan heilsan leyfði. Útför Kristins verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi, minningin um þig og þína nærveru er sem ljós í skamm- deginu. Ég man mig litla seint um kvöld aftur í leigubílsæti, ljósgeislar frá götuljósum drógu bílinn áfram með þreytta fjölskyldu á leiðinni heim, heim í Mosfellssveitina. Þegar einn geislinn sleppti okkur lausum tók annar við, hann teygði sig langt og bjart í áttina að okkur og leyfði okk- ur að fljóta með, þangað til næsti tók við. Stundum svifum við á veg- inum og enginn geisli leiddi okkur áfram. Síðustu mánuði hefur einn geisli leitt okkur saman fjölskylduna en sleppti svo af honum takinu út á svífandi braut hans síðustu nótt. Það kom friður yfir hann pabba um leið, honum líður vel, og það ylj- ar mér að hugsa um hlýjuna hans og minningar um liðna tíð. Ég hugsa um sumarið síðastliðið í stígunum austur í sumarbústað þeg- ar grasið óx svo hratt og sólin skein. Dag eftir dag var það viljinn sem fékk pabba út og mig á eftir, því stígana ætluðum við að klára. Við töluðum um hversu vel þeir nýttu landið og myndu kæta marga, amma gæti nú gengið greitt um landið og afi gæti trallað um á trak- tornum nýja. Hann glotti við þegar ég nefndi að einhvern tímann yrðu litlir krógar sem hlypu um og gerðu foreldrum sínum grikk. Við teikn- uðum upp bústaðinn og veltum fyrir okkur framkvæmdum sem lágu fyr- ir, alltaf hafði hann nóg af hug- myndum og framkvæmdum fyrir stafni og margt gert nú þegar. Ef hann svífur einhvers staðar um núna þá er það á milli trjánna í sum- arbústaðnum. Ég hugsa um heimsóknirnar til mín í Madrid, þegar hann festi á filmu allt sem gat snert minningar og tilfinningu fyrir að vera þar, frá vatnsbrunnum og torgum sem hann heillaðist af til stigans langa upp í litlu þakíbúðina, sem honum þótti þó eitthvað ábótavant við, því að hann tók upp kíttissprautuna og hefilinn og lagaði hitt og þetta. Hann vandist fljótt borg og búi og kom þangað nokkrum sinnum, þó hann vildi koma oftar en ég var þá farin. Ég hugsa um stríðinn föður með nefið mitt á milli puttanna og mig skríkjandi á eftir honum og nefinu, haldandi að þetta væri það alversta sem gæti fyrir mig komið, neflaust fyrirbrigði. Ég hugsa um það sem pabbi hef- ur skilið eftir í huga okkar systr- anna sem leiðsögn í framtíðina. Hann kenndi okkur að á viljastyrkn- um einum kæmumst við hvert sem við vildum, og ekki bara með orðum og tali um alla tíð heldur sýndi hann okkur það fram á síðasta dag þegar viljinn bar hann á fætur og fram úr þó svo líkaminn gæti það illa. Hann kenndi okkur að hafa gaman af því sem við ætluðum okkur að gera að starfi og þau voru ófá símtölin seint á föstudagskvöldi þar sem hann hneykslaðist á því að ég lægi enn yf- ir lærdómi en væri ekki við gleð- skap. Hann var félagsvera mikil þó svo fjölskyldan væri alltaf mikilvæg- ust og oftast sótti hann í þær rólegu stundir heima fyrir. Elsku pabbi, ég hugsa um snert- ingu handa þinna þessa síðustu nótt og hversu erfitt það var að sleppa henni. Hversu erfitt það er að vita að ég muni aldrei sjá þig aftur en hversu gott það er að nú líður þér vel. Þín, Perla Dís. Nú er elsku pabbi minn farinn. Eftir allar þjáningarnar sem á hann voru lagðar þá er hann loksins hætt- ur að þjást. Alla tíð hef ég vitað og strítt honum á því hversu ótrúlega þrjóskur hann er og taldi mig ekki vita um neinn sem væri þrjóskari. Samt tókst honum að koma mér á óvart í veikindum sínum. Allt fram á síðasta dag þrjóskaðist hann við að gera meira en líkaminn vildi leyfa honum. Alla tíð hef ég dáðst að hon- um en þó aldrei meira en núna síð- ustu mánuðina. Annað sem ég hef dáðst að í mörg ár er þolinmæði hans og skapstill- ing. Aldrei hef ég séð hann æsa sig, ég veit ekki hvort hann hefur bara verið svona einstaklega stilltur og prúður fyrir framan okkur Perlu Dís en ég efast um það. Hann lagði alltaf áherslu á það að koma til dyr- anna eins og maður er klæddur, aldrei að þykjast vera einhver annar en maður er. Ég á svo margar góðar minningar um hann pabba minn, þegar hann var að kynna mig fyrir öllum gömlu og góðu tónlistarmönnunum sem hann hlustaði á, þegar við vorum í sumarbústaðnum sem hann elskaði svo mikið, þegar við fórum út að borða og hann keyrði marga hringi í kringum veitingastaðinn í þolin- móðri bið eftir að fá gott stæði (sem bar alltaf árangur) og auðvitað þeg- ar ég horfði á HM og EM í fótbolta og handbolta með honum. Síðast núna í sumar. Einkar vænt þykir mér um að hugsa til þess þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla. Pabbi vildi hitta mig seint kvöldið áður, en ég var þreytt en féllst þó á að hitta hann. Dyrabjallan hringir og þá stendur Perla Dís á tröppunum, óvænt kom- in frá Spáni þar sem hún var í námi. Pabbi var skælbrosandi úti í bíl og sagði mér að hann hefði flogið með hana heim fyrir mig til að við gæt- um öll verið saman á útskriftinni minni. Pabbi var nefnilega óhemju mikill fjölskyldumaður og gerði allt fyrir fjölskylduna sína. Hann talaði oft um það hvað honum fannst það ótrúlegt, fólkið í stórfjölskyldunni. Hvað það væri gott og skemmtilegt, aldrei væri það neikvætt eða leið- inlegt. Hann sagði mér líka oft hvað afi og amma væru góð og ég ætti að taka þau mér til fyrirmyndar í öllu. Eitt af því síðasta sem við gerðum saman áður en hann fór á spítalann var að fara í flugferð. Við flugum yf- ir sumarbústaðinn og sáum stígana sem pabbi stóð fyrir á landinu, fór- um yfir Gullfoss og Geysi þar sem Strokkur gaus fyrir okkur nokkrum sinnum, flugum yfir Langjökul þveran og endilangan, fórum í Borg- arfjörðinn og kíktum á nokkra sveitabæi og könnuðum Skarðsheið- ina eins nálægt og hægt er. Þetta var algjör draumur þar sem sólin skein skært og skyggnið eins og best verður á kosið. Ég mun ávallt muna eftir þessum flugtúr með pabba og er mjög þakklát fyrir að hafa átt hann með honum. Ég mun ávallt geyma pabba með mér og hugsa um allar stundirnar sem við áttum að upplifa saman, giftingu, barneignir, íbúðakaup og fyrstu alvöru vinnuna. Ég veit að hann er með mér og vona að honum líði vel, elsku kallinum mínum. Þú hefðir orðið svo góður afi. Þú sem varst ávallt svo góður við okkur systurnar. Kveðja. Birta Líf. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannske í kvöld … Þannig kvað Bólu-Hjálmar þegar honum var þungt í sinni eins og mér er núna þessa dagana, er ég sé á eftir bróðursyni mínum Kristni Steinari Karlssyni, sem bannvænn sjúkdómur hefur lagt að velli langt um aldur fram. Í hugann koma minningar um lítinn dreng í sveit- inni hjá afa sínum og ömmu í Mið- koti og okkur föðursystkinunum. Þar undi hann sér við leik og störf. Hann var mér sérstaklega hugleik- inn og ég taldi mig þurfa að gæta hans svo vel, því hann var einkabarn foreldra sinna. Ég reiddi hann oft fyrir framan mig á hesti að gá til kinda. Sat hann á þúfu og hélt í hestinn á meðan ég markaði lömbin. Hundurinn Snoddas og Steinar sungu oft saman af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. Þegar hund- urinn dró hann um túnið á peysu- ermunum var oft orðið lítið eftir af peysunni á haustin er hann fór heim, en mamma hans taldi ekki eft- ir sér að prjóna nýjar peysur á snáðann. Og árin liðu, hann varð handtakagóður við hin ýmsu störf í sveitinni, stakk út úr fjárhúsinu, staflaði böggum og margt fleira. Gaf hvergi eftir, ósérhlífinn og kapp- samur við allt. Ég man sumarið 1969 er hann söng um „litlu hjónin í lágum bæ“ og stríðnisglampinn log- aði í augunum, þetta var bara okkar á milli. Þegar hann hafði aldur til fór hann að vinna í byggingarvinnu, lærði húsasmíði og varð húsasmíða- meistari að mennt. Hann byggði einingahús út um allt land og einnig byggði hann sér einbýlishús í Mos- fellsbæ þar sem hann bjó í nokkur ár ásamt sambýliskonu sinni Krist- íönu Baldursdóttur, en þau skildu, og tveimur dætrum, Perlu Dís og Birtu Líf, sem voru sólargeislar föð- ur síns. Steinar var stoð og stytta foreldra sinna alla tíð og taldi ekki eftir sér stundirnar við að byggja upp og prýða sumarbústaðinn í Þrastaskógi, svo lengi sem heilsan leyfði og jafnvel lengur. Þeirra missir er mikill og ég vil enda þessi fátæklegu orð á sálminum sem móð- ir okkar fór með þegar eitthvað bjátaði á: Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem) Elsku Kalli og Dísa, Perla Dís og Birta Líf, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ásdís og fjölskylda, Miðkoti. Það syrti að og sjá mátti hvert stefndi. Samt var það ekki raun- verulegt fyrr en saman var komið til samverustundar við opna kistu. Lífskrafturinn var yfirbugaður af ólæknandi sjúkdómi. Stríði hans við hinn óvægna óvin var lokið. Ungur var fallinn góður drengur sem háði áralanga baráttu við öflin sem leggja okkur öll um síðir. Hann frændi okkar er burtkallaður nánast sem úr systkinahópi, eða þannig var alltaf á það litið af fjölskyldunni. Við vorum sem fimm systkin og nú var eitt tekið úr hópnum. Barnabörnin frá Miðkoti voru í raun tveir hópar. Systkinin í Miðkoti og svo við hin fimm sem dvöldum mörgum sinnum sumarlangt saman hjá afa og ömmu í Miðkoti í Landeyjunum. Þar voru spor æsku og galsa að sumarlagi þegar nóttin var björt, þegar lífið var óendanlegt, svo langt inn í hinn komandi tíma. Kristinn eða Steinar eins og við nefndum hann alltaf okk- ar á milli, tók lífsbaráttuna með harðfylgi og dugnaði árin eftir tví- tugt og á þeim árum reisti hann sér veglegt einbýlishús í Mosfellsbæ, lærði trésmíði og vann við uppsetn- ingu húsa um allt land. Seinna þeg- ar heilsan fór að bresta fór hann í Tækniskóla Íslands og lærði þar iðnfræði. Það var gaman að koma í heimsókn til Steinars og Kiddu og eiga með þeim kvöldstund með stelpunum þeirra tveimur. Þar ríkti trú á bjarta framtíð og áframhald- andi uppbyggingu fyrir komandi framtíð. Því var það svo sárt þegar allt í einu var heimilinu beint í tvær áttir. Spor sem voru frænda svo þung að vart varð undir staðið. Samt voru tvær stjörnur sem skinu skært. Dæturnar tvær sem voru eft- irlætið og það besta sem lífið gat gefið. Að eiga elsku barna sinna er stóra gjöfin í lífinu fyrir utan þau sjálf. Því hafa síðustu vikur verið þungbærar systrunum, að sjá með degi hverjum hnignandi styrk og dvínandi kraft. Hjá þeim er styrk- urinn mikli sem Steinar skildi eftir sig fyrir Kalla og Dísu, foreldra sína, sem hafa verið vakin og sofin yfir baráttu hans í því stríði sem hann háði við sjúkdóminn sterka sem sigraði að lokum. Á hugann leitar minning um kraft og elju, minning um góðan dreng sem burt- kallaður er langt fyrir aldur fram. Við sem eftir lifum skiljum ekki allt- af af hverju. Já, af hverju? Við systkinin úr ,,Bólstaðarhlíðinni“ og mamma okkar, vottum Kalla og Dísu og systrunum, Perlu Dís og Birtu Líf okkar einlægustu og dýpstu samúð. Á stundum sem þessari eru engin orð til, bara þögn- in, bara virðingin við það líf sem honum var gefið og síðan í burtu kallað. Megi guð gefa okkur styrk, og þær mörgu minningar sem við öll eigum um ánægjulegar samveru- stundir með Steinari frænda, færa okkur gleði. Guðlín Kristinsdóttir, G. Erla Kristjánsdóttir, Kristján E. Kristjánsson, Guðjóna Kristjánsdóttir, Kristinn G. Kristjánsson. Kristinn Steinar Karlsson ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og veittu okkur ómetanlegan stuðning við andlát og útför GUÐRÍÐAR ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR BOATWRIGHT, Hulduhlíð 11, Mosfellsbæ, áður búsett á Akranesi og í Bandaríkjunum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á A-deild Sjúkrahúss Akraness og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Víðinesi. Guð blessi ykkur öll. David E. Boatwright, Helen Kuszmaul, Brad Kuszmaul, Jónína Chamberlain, Jon Chamberlain, Sigrún H. Boatwright, Halldór Ingi Haraldsson, David J. Boatwright, Lenna Boatwright og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæra ÞÓRARINS ÖFJÖRÐ PÁLSSONAR, Litlu-Reykjum, Hraungerðishreppi, Flóa, sem lést miðvikudaginn 29. nóvember. Sigríður Gísladóttir, Þórir L. Þórarinsson, Ásdís Svala Guðjónsdóttir, Páll Þórarinsson, Sólrún Stefánsdóttir, Vilborg Þórarinsdóttir, Einar Axelsson, Gísli Þórarinsson, Þorvaldur Þórarinsson, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Gunnhildur Þórarinsdóttir, Haraldur Sigurmundsson, Sigþór Þórarinsson, Jóna Vigdís Evudóttir, Steinn Þórarinsson, Jónína H. Gunnlaugsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Jósef Geir Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGURÐARDÓTTIR STRANGE, Þrastahrauni 5, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 12. desember, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. desember kl. 15:00. Egill Ólafur Strange Greta Strange Young, George Hunter Young, Sæunn Strange, Brian Docherty, Victor Strange, Anna Berglind Arnardóttir, Egill Strange, Sveinbjörg Bergsdóttir, Ómar Strange, María Strange, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.