Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 54
|föstudagur|15. 12. 2006| mbl.is staðurstund Íslenskur framúrstefnudjass er athyglisverður þótt hann eigi ekki greiða leið í útvarp og selj- ist ekki í bílförmum. » 56 tónlist Gagnrýnandinn Þóra Þóris- dóttir heimsótti Gallerí 101 til að sjá sýningu Jóns Óskars, DAQITOTOU #39. » 56 myndlist Plata með flutningi Megasar á eigin lögum við Passíusálmana er fimm stjörnu virði að mati gagnrýnanda. » 58 plötudómur Heiða Jónsdóttir segir nálgun myndarinnar Bandaríkin gegn John Lennon athyglisverða. » 59 kvikmyndir Tilkynnt hefur verið um tilnefn- ingar til Golden Globe-verð- launanna sem verða afhent í janúar á næsta ári. » 67 fólk Mikill fjöldi tónleika verður umhelgina víða um borgina og úti álandi. Þar kennir ýmissa grasa ogverður hér stiklað á því helsta. Föstudagur Jólatónleikar Vox academica verða í Grafar- vogskirkju. Flutt verður Magnificat eftir Bach og þættir úr Messíasi eftir Händel. Lilja Egg- ertsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson og Ágúst Ólafsson eru í einsöngshlutverkum. Jón Leifs Camerata leikur. Hákon Leifsson stjórnar. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Jólasöngvar Langholtskirkju er yfirskriftin á tónleikum í Langholtskirkju kl. 23. Eivör Pálsdóttir, Bragi Bergþórsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Gradualekórinn syngja með Kór Langholtskirkju og hljóðfæraleikurum. Frumflutt verður nýtt jólalag eftir Eivöru. Jón Stefánsson stjórnar. Aðrir tónleikar verða haldnir á laugardag og sunnudag. Útgáfutónleikar Betu Eyþórs verða í Iðnó kl. 20 í tilefni af útkomu geisladisksins Þriðju leiðarinnar. Þriðja leiðin er samstarfsverkefni Barkar Hrafns Birgissonar gítarleikara, El- ísabetar Eyþórsdóttur söngkonu og Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Lögin á diskinum eru öll eftir Börk. Auk Elísabetar og Barkar koma fram á tónleikunum Ellen Krist- jánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Þorgrímur Jónsson bassi, Scott McLemore trommur, Sig- urður Flosason saxófónn, Kjartan Hákonarson trompet og Ómar Guðjónsson gítar. Aðrir útgáfutónleikar verða í Tjarnarbíói kl. 21. Þar verður á ferðinni Benni Hemm Hemm en hljómsveitin ætlar að fagna útkomu annarr- ar breiðskífu sinnar. Hljómsveitin er að koma frá tónleikahaldi í Japan og Englandi. Ásamt Benna Hemm Hemm koma fram hljómsveit- irnar Skakkamanage, Retro Stefson og Hjaltalín. Laugardagur Pétur Ben. ásamt hljómsveit heldur tónleika í Tjarnarbíói. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Pétur hlaut nýlega þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Vinir Dóra verða með blústónleika á Domo í Þingholtsstræti kl. 21. Gestir hljómsveitarinnar verða Andrea Gylfa- dóttir söngkona, Björgvin Gíslason gítarleikari og Davíð Þór Jónsson Hammondleikari. Vini Dóra skipa Halldór Bragason gítar, Guðmund- ur Pétursson gítar, Ásgeir Óskarsson tromm- ur og Jón Ólafsson bassi. Kristjana Skúladóttir og hljómsveit halda útgáfutónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur kl. 16. Kynntur verður geisladiskurinn OBBOSÍ, sem hefur að geyma frumsamda tónlist fyrir yngstu hlustendurna. Ásamt Kristjönu koma fram Agnar Már Magnússon píanó og harmonikka, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Einar Schev- ing trommur og krakkakór. Fimm söngvarar og tónlistarmenn, þau Gísli Magnason, Þorvaldur Þorvaldsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, koma fram í Fríkirkjunni kl. 20 og flytja jólatónlist við undirleik Eyþórs Gunnarssonar, Gunnars Hrafnssonar og Scott McLemores. Jólagrauturinn 2006 á Nasa er heiti á tón- leikum sem haldnir verða á samefndum stað og hefjast kl. 23. Fram koma hljómsveitirnar Trabant, Helmus & Dalli, FM Belfast og Steed Lord. Miðaverð er 1.000 kr. 80 manna Kór Flensborgarskólans heldur hátíðartónleika sína í sal Flensborgarskólans kl. 16. Gestir verða Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og hörpuleikarinn Monika Abend- roth. Flutt verða ný og gömul jóla- og aðventu- lög. Óperukórinn í Reykjavík heldur jólatónleika sína, Dagamunur í desember, í Aðventkirkj- unni í Reykjavík kl. 16. Dagskráin hefst með söng undir berum himni fyrir gangandi veg- farendur á horni Bankastrætis og Skólavörðu- stígs. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga og stjórnandi kórs og fjöldasöngs er Garðar Cortes. Nýstárlegur jólasöngur verður í Seltjarnar- neskirkju þegar tvöfaldur söngkvartett Tre- tyakov-listasafnsins í Moskvu flytur rússneska kirkjutónlist og jólasöngva eftir Bortnjansky, Tsjaíkovskí og Rakhmaninov undir stjórn Alexeis Puzakovs. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og eru haldnir á vegum Listvinafélags Sel- tjarnarneskirkju. Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir kl. 14 og 17. Á efnisskránni er Jólaforleikur eftir Leroy Anderson, Polonaise brillante op. 4 eftir Henryk Wieniawski, Jóla- syrpa eftir Hrafnkel Orra Egilsson, sex þættir úr Hnotubrjótnum eftir Pjotr Tsajkovskíj, Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar og Heims um ból eftir Franz Xaver Gruber. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinsson og einleikari Hulda Jónsdóttir. Árlegir aðventutónleikar Karlakórs Reykja- víkur fara fram kl. 16 og 22 og ennfremur verða einir tónleikar á sunnudag kl. 20. Ein- söngvari verður Gissur Páll Gissurarson. Lenka Matéóva leikur á orgel og trompetleik- arnir Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson koma fram með kórnum. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Sunnudagur Þórunn Guðmundsdóttir söngkona flytur eigin jólalög í Norræna húsinu kl. 15.15. Með henni verða Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari. Félagar úr leikfélag- inu Hugleik koma fram og flytja leikþáttinn Ein lítil jólasaga og jólasöngleikinn Mikið fyrir börn, en Þórunn er einmitt höfundur þeirra. Djasstrommarinn Erik Qvick og Jazzsendi- boðarnir flytja tónlist eftir goðsögnina Art Blakey á Café Rosenberg kl. 22. Auk Eriks koma fram Snorri Sigurðarson trompet, Ólaf- ur Jónsson tenórsaxófónn, Agnar Már Magnússon píanó og Þorgrímur Jónsson bassi. Aragrúi tónleika um helgina Blúsað Söngkonan Andrea Gylfadóttir verð- ur gestur á tónleikum Vina Dóra. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is H vernig leit hún út, íslenska skáldaklíkan árið 1939, eða 1882? Ég hef ekki hugmynd… Mikill léttir er það nú fyrir komandi kynslóðir að geta um aldur og ævi svalað hnýsnifýsn sinni um skáldaklíku Íslands árið 2006. Það er Björn M. Sigurjónsson sem hefur séð til þess. En áður en vitnisburðurinn um skáldakynslóð- ina 2006 verður settur á Disneyskt frost í opinberum skjalaskápum fáum við í núinu líka að sjá. Með öðrum orðum: Í dag kl. 17 verður opnuð sýning í Borgarbókarsafninu, Gróf- inni, á ljósmyndum Björns M. Sigurjónssar af skáldunum í Nýhil, en sýninguna kallar Björn: Skrásetningu kynslóðar. „Ég var í Þjóðleikhúskjallaranum að hlusta á upplestur, þekkti þessa krakka ekki neitt og vissi ekkert hver þau voru. Þá varð mér allt í einu ljóst að það var heil kynslóð í þessum félagsskap, Nýhil. Þetta er samleitur hópur, öll á svipuðum aldri, þótt hvert þeirra hafi sín einkenni, standa saman í þessu og öll á svipuðum slóðum í sinni list. Þetta er kynslóð skálda,“ segir skrásetjarinn um fæðingu hugmyndarinnar og nafn sýn- ingarinnar, og bætir við að honum hafi þótt þessi kynslóðaruppgötvun afar merkileg. En hvernig fór skrásetningin fram? Hæð, þyngd, litur, tennur, skóstærð, lífsviðhorf? „Ég fór heim til þeirra með eina myndavél og nokkrar filmur, þrífót og ljós og smellti af. Kannski ekki alveg svona einfalt, en í grundvallaratriðum er þetta það sem ég gerði,“ segir Björn. „Svo reyndi ég að smíða eitthvað úr því sem ég sá, þannig að hver mynd yrði þekkileg. Þetta er þó tiltölulega óuppstillt. Þetta eru þau, eins og þau eru.“ Og Nýhil-kynslóðin þarf ekki að óttast að verða föl og pólaroid-græn þegar framtíð- arkynslóðirnar vilja skoða gömlu skáldin. „Ég tók myndirnar á svarthvíta filmu sem endist von úr viti, prentaði þær á fíberpapp- ír, þær eru seleníum-tónaðar, þannig að öll umgjörð og stemmning í vinnslunni sjálfri miðast að því að myndirnar endist vel og lifi lengi. Svo er það auðvitað Borgarbókasafnið sem setur þær upp – og þar er ákveðin skjalavarsla í gangi og skráning, og bóka- safn hefur auðvitað tengsl við ljóðlistina líka.“ Þannig fellur verk Björns allt að þeirri hugmynd að skrásetja kynslóð listamanna sem er að ryðja sér til rúms. En hvað svo? „Þegar við erum búin að horfa núna, þá fara myndirnar væntanlega í geymslu, og eftir fimmtíu ár getum við skoðað þær aftur og hlegið að því hvað þetta fólk er fyndið og sniðugt. Þetta er eins og hlerunarmálið. Ég fór og hleraði þau með myndavél og verks- ins bíður að verða sett í skúffu þar til næst,“ segir Björn. Hann segir að þægilegt hafi verið að vinna með hópnum. Þetta séu lista- menn vanir því að annað fólk geti þurft að vera hráefni í þeirra eigin listsköpun og því hafi þau vel skilið bón hans um að verða hráefni í hans listsköpun. „Þess vegna brugðust þau vel við og voru hin blíðustu. Þau komu til dyranna eins og þau voru klædd.“ Þetta eru þau, eins og þau eru Skrásetjarinn „… eftir fimmtíu ár getum við skoðað þær aftur og hlegið …“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.