Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðfinna Ólafs-dóttir fæddist á Álftanesi 25. febr- úar 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarna- son, f. 1870, d. 1955 og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 1899, d. 1971, frá Gesthús- um á Álftanesi. Systkini samfeðra voru Sigríður, f. 1895, d. 1986, Guðfinna, f. 1897, d. 1924, Snæbjörn Tryggvi, f. 1899, d. 1984 og Oddný Jenný, f. 1902 , d. 1964. Systkini sammæðra voru Óskar Sigurbjarni Ketilsson, f. 1920, d. 1969, Hjördís Fjóla Ketils- dóttir, f. 1921, d. 2004 og Hildur Jóna Ketilsdóttir, f. 1924, d. 2000. Albræður hennar eru Óli Björn, f. 1929, d. 1947 og Einar, f. 1936. Guðfinna giftist 5. júlí 1947 Karli Viggó Þorsteinssyni, f. 2.7. 1919, d. 27.8. 1997. Börn Karls og Guðfinnu eru: 1) Drengur, and- vana fæddur 1947. 2) Sigríður f. 1996. c) Sigríður Björg, f. 1977, d. 1977. d) Rakel Björg, f. 1978, unnusti Andrew Lord, f. 1973. Börn þeirra Emma Frances, f. 1998 og Aron Thomas, f. 2006. e) Sigrún Harpa, f. 1980. Börn henn- ar og Sigurjóns Ragnars Jóns- sonar eru Máney Natalie, f. 2003 og Rakel Tanja Rós, f. 2003 Þau slitu samvistum. 5) Ingveldur, f. 1952, var gift Júníusi Björgvins- syni. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Björgvin, f. 1974, unnusta Rúna Lísa Þráinsdóttir, f. 1976, dætur þeirra María Rún, f. 1998 og Sara Lind, f. 2005. b) Sigurður, f. 1980. 6) Ólafur, f. 1954, kvæntur Krist- ínu Bjarnadóttur, f. 1952. Börn þeirra: a) Steinþóra, f. 1972, dóttir hennar Kristín Sunna, f. 1992. b) Bjarni Leó, f. 1976. Börn Ólafs og Sólveigar Manfreðsdóttur eru: a) Rakel, f. 1972. Synir hennar og Stefáns Gunnlaugssonar eru Dani- val Guðjón, f. 1990, og Eysteinn Örn, f. 1993. Þau skildu. Sonur hennar og eiginmanns, Darren Michael Braithwaite, er Michael Ólafur, f. 2002. b) Sigurjón Örn, f. 1973, unnusta Freyja Kjartans- dóttir, f. 1977. 7) Þorsteinn Helgi, f. 1956. Útför Guðfinnu verður gerð frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Rakel, f. 1948, d. 1950. 3) Sigríður Guðfinna, f. 1950, gift Sigurði G. Thor- oddsen, f. 1944. Börn þeirra eru: a) Karl, f. 1969, maki Kristín Vala Erlendsdóttir, f. 1970, börn þeirra Kristín Ósk, f. 2002 og Gunnar Karl, f. 2004. b) Vala, f. 1971, maki Skúli Bruce Barker, börn þeirra Daníel Sigurður, f. 1995, Sigríður Ruth, f. 1997 og Hanna Rakel, f. 1999. c) Gunnar, f. 1978. 4) Ólöf Björg, f. 1951, gift Jósep Guðmundssyni, f. 1945. Börn þeirra eru: a) Guð- mundur Bjarni, f. 1969, synir hans og Rósu Steingrímsdóttur, f. 1968, eru Andri, f. 1993, d. 1993 og Ket- ill, f. 1995. Þau slitu samvistum. Synir Guðmundar og konu hans Fríðu Drafnar Kristjánsdóttur eru Bjarni Þór, f. 2001 og Anton Karl, f. 2006. b) Kristinn Þór, f. 1972, maki Ragnhildur Gunn- laugsdóttir, f. 1972. Börn þeirra Bragi Þór, f. 1994 og Ólöf María, Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðin er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson.) Hljómar nokkuð fegurra í eyrum okkar en þegar við heyrum lítið barn í vöggu segja sitt fyrsta orð, sem er oftast „mamma“. Í orðinu felst traust og öryggi sem hverju barni er nauð- syn. Takk elsku mamma, fyrir það að við systkinin gátum alltaf sagt mamma við þig og um þig í þessu sama trausti og öryggi til þíns hinsta dags. Þú varst skjól okkar, uppfræð- ari, vinur. Þú varst okkur allt. Takk fyrir kærkeika þinn, takk fyrir að vera öllum góð sem til þín leituðu. Takk fyrir að kenna okkur að biðja og fyrirgefa. Á þessari stundu kemur svo ótal margt fram í hugann, allt er það gott og fallegt sem leiðir hann að þér. Ekkert máttir þú aumt sjá og þótt veraldlegur auður þinn væri ekki stór, þá voru auðæfin í hjartanu þínu. Efst er alltaf þakklætið til þín. Það er efitt að vita að þú komir ekki aftur til okkar, og líka sárt fyrir barnabörnin og barnabarnabörnin að sjá á eftir þér. Öll munum við sakna þín í litla húsinu, ljóss í glugga, ilms af nýsteiktum kleinum eða flat- kökum, sem var þín listgrein. Einnig söknum við harmónikkunnar hans pabba sem hann lék svo listilega á, og ekki er hægt að gleyma dansspor- unum á litla stofugólfinu á laugar- dagskvöldum, kvöldvökunum og jól- unum, þar sem við systkinin fimm lágum á einni flatsæng við jólatréð um nætur og lásum upphátt hvert fyrir annað úr nýju jólabókunum okkar. Það er líka til svo fallegt orð sem er pabbi. Elsku pabbi. Takk fyrir allt. Við systkinin ætlum áfram að láta ljósin lýsa upp litla, örugga og hlýja gamla heimilið okkar allra. Guð veri með ykkur mamma og pabbi. Takk fyrir allt og allt. Börnin. Tengdamóðir mín Guðfinna Ólafs- dóttir í Gerðakoti lést sl. sunnudag á Landspítalanum. Þar hafði hún legið um nokkurt skeið. Hjartað stóra orð- ið þreytt og hún sátt við að fá að fara. Finna bjó öll sín æviár á Álftanesi. Fædd í Gesthúsum, giftist ung Karli Þorsteinssyni úr Hafnarfirði og áttu þau síðan heimili í Gerðakoti, sem er næsta hús við Gesthús. Þau eignuð- ust sjö börn, hið fyrsta fæddist and- vana, hið næsta var falleg stúlka sem lést af slysförum á öðru ári. Síðan komu fimm börn á nokkru fleiri ár- um. Karl var verkamaður ýmist til sjós eða lands, glæsimenni og höfð- ingi með listræna hæfileika, en aflaði ekki mikils fjár frekar en annað al- þýðufólk á þessum tíma. Er hann fékk útborgað setti hann vikulaunin í kassa fyrir Finnu, sem urðu að duga til að fæða og klæða þessa stóru fjöl- skyldu. Finna var einstaklega hag- sýn og ráðsnjöll í því að gera mikið úr litlu fé. Aldrei skorti mat í kotið hvort sem var fyrir börnin eða gesti sem að garði bar. Heimilisbragur var einstakur. Karl lék á nikkuna eða málaði á striga og tré. Finna stjanaði við eiginmann sinn og börnin lærðu að bera virðingu fyrir lífinu og öðru fólki, og finna gleði í hinum smæstu hversdagslegu hlutum. Karl lést fyrir um níu árum. Þó að Finna byggi síðan ein í Gerðakoti dvaldi oft hjá henni sonur hennar, Þorsteinn, auk þess sem þrjár dætur þeirra Karls byggðu í túnfætinum. Hafði hún þannig stóran hóp barna og barnabarna í kringum sig. Í Gest- húsum býr bróðir Finnu, og var hann og hans fjölskylda Finnu mikil hjálp- arhella alla tíð. Finna var mjög félagslynd. Karl var aftur með eindæmum heimakær. En það var aðdáunarvert hve mikinn skilning þau sýndu hvort öðru að þessu leyti. Finna lét ekkert aftra sér ef hún vildi heimsækja einhvern, fór hjólandi vítt um sveitina, nokkuð bugðótt aksturslag seinni árin, þar til dæturnar tóku hjólið úr umferð. Samskipti við fólk voru hennar lífs- næring. Á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún dvaldi á daginn síðustu árin, eignaðist hún marga kæra vini sem auðguðu líf hennar. Hún þreytt- ist lítt á að tala um Böðvar sem stjórnaði söng og dansi og dreif hana m.a. í Hrafnistukórinn. Slíkir menn eru sannkölluð auðlind. Á seinni árum fékk hún af og til þunglyndi sem hún þó náði sér yf- irleitt vel upp úr á nokkrum vikum. Finna var einlæg og hrekklaus í öllu sínu þannig að ekki duldist neinum hvernig Finnu leið. Það er rétt að þakka hér einstaka hlýju og velvild samsveitunga og fólks á Hrafnistu í hennar garð, enda vissu þeir sem hana þekktu hvern mann hún hafði að geyma. Hún var svo rík af kær- leika sjálf. Allt frá því ég kynntist Finnu fyrst fyrir allmörgum áratugum og til þessa dags hef ég engan þekkt svo einlægan í umhyggju fyrir öllu lif- andi. Hún gat ekki á heilli sér tekið ef hún vissi af einhverjum sem leið illa. Þá hringdi hún, bakaði kleinur eða sendi bréf, oft með fallegum blómum sem hún teiknaði á. Sterkasti þátt- urinn í fari hennar og sá sem yfir- gnæfði allt annað var kærleikurinn. Við sem þekktum hana og umgeng- umst daglega erum þakklát fyrir að hafa haft hana meðal okkar þennan tíma, umvefjandi alla fjölskyldumeð- limi, okkur hina eldri, og ungviðið allt eftir því sem það kom í heiminn. Sigurður G. Thoroddsen. Mig langar til að minnast ömmu Finnu í fáeinum orðum. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um ömmu eru öll þau skipti sem við sátum í eldhúsinu hjá henni í Gerðakoti og spiluðum á spil. Svarti-Pétur var í sérstöku uppáhaldi því að amma átti á þessum tíma gamla viðareldavél og ef maður tapaði voru skammarverðlaunin þau að fá svarta ösku úr henni á nefið. Ekki skemmdi fyrir að fá nýsteiktar kleinur eða flatkökur þegar við tók- um okkur pásu en mér finnst amma stöðugt hafa verið að baka eitthvað. Amma var alltaf jákvæð og vildi sjá ljósu punktana í lífinu. Í síðasta póstkortinu sem hún sendi mér, sagði hún mér frá því að hún hefði þurft að leggjast inn á spítala en aldrei minntist hún á nein veikindi heldur hrósaði þjónustunni og sagð- ist hafa fengið nóg að borða. Hún var alltaf þakklát fyrir allt sem var gert fyrir hana og lagði sig fram um að hjálpa öðrum. Ég man aldrei eftir því að hafa séð hana skipta skapi, ekki einu sinni þegar ungum knatt- spyrnumanni voru mislagðir fætur og boltinn flaug í gegnum rúðuna í stofuglugganum hjá henni. Í sunnudagaskólanum fann amma stundum hjá sér þörf fyrir að sitja annað hvort hjá mér eða bróður mín- um og halda blíðlega en ákveðið um handlegginn á okkur. Það hafa ef- laust verið góðar og gildar ástæður fyrir því og líklega hefur þetta stuðl- að að því að við fengum límmiða fyrir mætingu og góða hegðun eins og aðr- ir. Amma bjó á Álftanesi lengst af og ég held að allir sem til hennar þekktu þar hugsi vart til hennar öðruvísi en að hugsa einnig um reiðhjólið henn- ar. Hún hjólaði út um allt og hún hjólaði stöðugt. Hún keyrði aldrei bíl en þegar hún eignaðist þriggja gíra hjól með körfu framan á var svo sem engin þörf fyrir bíl. Það verður eflaust einkennilegt að líta niður í kot úr eldhúsglugganum hjá foreldrum mínum næst þegar við komum til Íslands. Við vorum vön að líta niður eftir á kvöldin og þegar við sáum að einungis logaði ljós í suð- urglugganum á efri hæðinni vissum við að allt var í lagi. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að alast upp í kringum ömmu og að hafa fengið að þekkja hana eins lengi og ég gerði. Vertu sæl, amma mín. Vonandi get ég kennt mínum barnabörnum eins vel og þú kenndir mér. Guðmundur Bjarni og fjölskylda í Texas. Elsku amma mín. Mig langar í nokkrum orðum að þakka fyrir að hafa fengið að vera hluti af þínu lífi. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem ég get rifjað upp um þig elsku amma. Alltaf vildir þú gefa og gleðja. Hvort sem það var með því að fylla lófa mína af smápeningum þegar ég var lítil stelpa, prjóna vettlinga á krakkana mína, skrifa bréf til einhvers og skreyta það með blómum, og ýmis- legt annað. Ekki voru þær fáar stundirnar sem ég fór með fjölskyldu mína til mömmu og pabba í mat og þar varst þú alltaf velkomin. Ég mun sakna þess að þú og amma Vala sitjið hlið við hlið við matarborðið. En ég veit að nú eruð þið báðar í góðra vina hópi hjá Jesú. Þú hafðir stórt hjarta fyrir fjöl- skyldunni. Alltaf reyndir þú að fylgj- ast með þínum stóra hópi. Gleðjast yfir því þegar vel gekk og þakka, en biðja ef eitthvað bjátaði á. Elsku amma ég er þakklát fyrir bænir þín- ar sem ég veit að hafa fylgt okkur öll- um. Í öllu því sem þú gekkst í gegn- um í lífi þínu elsku amma, hvort sem það var sorg eða gleði, þá hafðir þú alltaf Jesú þér við hlið. Það huggar mig að vita að þú ert núna hjá Drottni, því að í Orði Guðs segir: Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drott- inn – og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi upp- vakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. (Rómverjabréfið 10:9–10) Takk fyrir allt. Þín Vala. Þegar við vorum litlir pattar þá var alltaf fagnaðarefni ef sterk steik- ingarlykt barst um húsið okkar, því þá var amma Finna að fara að baka kleinur. Amma hnoðaði og slétti deigið hraðar en við gátum borðað það, og fyllti öll borð af ljúffengum, dásamlegum kleinum. Við bræðurnir borðuðum og borðuðum án þess að á okkur sæi, því kleinurnar hennar ömmu Finnu fituðu aldrei. Síðan settum við á okkur vettlingana og lopasokkana sem amma hafði prjón- að og hlupum út að leita að leikfanga- byssunum sem hún var búin að fela fyrir okkur. Við vorum nefnilega það heppnir að amma bjó í næsta húsi og hún varð því órjúfanlegur hluti af lífi okk- ar. Amma Finna elskaði að hjóla um nesið sitt og þrátt fyrir að við bræð- urnir gætum fljótlega hjólað hraðar en hún vorum við aldrei jafn fagur- lega skreyttir eða með jafn fallega hatta. Amma var mikill fagurkeri og sá fegurðina í litlu hlutunum. Þegar hún sendi kort eða bréf voru þau yfirleitt fagurlega skreytt, enda Guðfinna Ólafsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR FANNÝ ÁSGEIRSDÓTTIR frá Lækjarbakka, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi mánudag- inn 11. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Ása Jóhannsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Guðrún Víglundsdóttir, Gissur Rafn Jóhannsson, Gyða Þórðardóttir, Gylfi Njáll Jóhannsson, Guðrún Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, HÁLFDÁN H. SVEINSSON frá Sauðárkróki, (Hálfdán í Segli), verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.00. Ásta Hálfdánardóttir, Sigurjón Ámundason, Hálfdán Sigurjónsson, Páll Sigurjónsson, Chomyong Yongngam. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur, ÁSTMAR ÖRN ARNARSON húsasmíðameistari, Bröndukvísl 15, Reykjavík, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi laugardaginn 9. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 18. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi, sími 543 1159. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Ástmarsson, Ingólfur Ástmarsson, Sólbjört S. Gestsdóttir, Svavar F. Torfason. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis í Víðilundi 6H, lést sunnudaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Höfðakapellu þriðjudaginn 19. desember kl. 13:00. Kolbrún Matthíasdóttir, Guðný Matthíasdóttir, Jóhann Sigvaldason, Jón Matthíasson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Halldór Matthíasson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.