Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Gróskan í íslenskri plötuútgáfuer hreint út sagt ótrúleg –svo fjölbreytileg og spenn- andi að hana verður aldrei hægt að smætta niður í nokkra verðlauna- gripi, þó að slík viðleitni sé góðra gjalda verð. Sannleikurinn er sá að stór hluti frábærrar tónlistar fer framhjá almenningi – skv. nýjum töl- um skila ekki nema fimm prósent út- gefinna laga á Íslandi sér í útvarp. Framúrstefnudjass á ekki greiða leið í útvarp og hefur ekki selst í bíl- förmum hingað til, en spennandi verður að sjá hversu margar eft- irfarandi skífna munu rata í jóla- pakka landsmanna í ár. Eins og sjá má á eftirfarandi umfjöllun er engin ástæða til að halda að amma og afi séu ekki fyrir tilraunadjass, enda fjölbreytnin í fyrirrúmi hér sem ann- ars staðar. Led Tyftelin Hér er að rétt að benda lesendum á að merkimiðanum „framúrstefnu- eða tilraunadjass“ er fremur klínt á af gömlum vana heldur en að tillit sé tekið til tónlistarinnar sjálfrar. Gott dæmi um þetta er platan Meg Nem Sa með sveitinni Tyft sem gítarleik- arinn Hilmar Jensson leiðir. Hilmar hefur verið virkur djassgítarleikari í áraraðir (hann kemur við sögu á öll- um plötunum sem hér eru til umfjöll- unar) en ný plata Tyftar á lítið skylt við Stan Getz eða Herbie Hancock. Meg Nem Sa er rokkuð plata þar sem rafmagnsgítarleikur Hilmars er í aðalhlutverki, en trommarinn Jim Black – að margra mati einn færasti starfandi trommuleikari í heimi – og saxófónleikarinn Andrew D’Angelo hjálpa til við að framreiða allsér- staka blöndu. Ég segi að platan sé rokkuð (upphafslagið heitir „Led Tyftelin“), en innan um vel hannað rokkið má heyra frjálsan spuna og undir lokin fá hlustendur meira að segja eina gullfallega ballöðu. Tilrauna-barokk Bassaleikarinn Skúli Sverrisson stendur enn fjær öllu því sem í dag- legu tali nefnist djass nær algjörlega á plötunni Sería sem 12 tónar gefa út. Skúli leikur á gítar og bassa en honum til fulltingis eru tíu aðrir hljóðfæraleikarar, hér- og erlendir. Plata Skúla stendur nærri barokk- tónlist en hann klæðir hana í búning sem er saumaður saman úr jað- arrokki og tilraunatónlist. Sveitin Blonde Redhead var á svipuðum slóðum í nokkrum lögum á síðustu plötu sinni, en einnig gætir áhrifa frá Jim O’Rourke o.fl. Spuninn er víðs- fjarri á Seríu, en í stað hans beitir Skúli endurtekningu markvisst til að ná fram hæglátri fegurð sem dansar á mörkum hins tregafulla. Landsliðið Jóel Pálsson stendur næst eigin- legum djassi af ofangreindum, og saxófónninn á umslagi plötunnar Varp gefur það kannski til kynna. Lagasmíðarnar á Varpi eru marg- slungnar en gefa alltaf rými til spuna. Jóel er með hálfgert „dream- team“ með sér – landsliðið í ungum djassi – svo hér er fátt sem getur farið úrskeiðis á spunasviðinu. Þetta er þó engin sveifla út í gegn, rokk- taktur kemur víða fyrir og oft er sótt í byggingu rokktónlistar. Þá er Hammond-orgelið oft í óvenjulegu hlutverki óhljóðagjafa. Suðrænir rytmar láta á sér kræla hér og þar og þegar hressast lætur snarar hljómsveitin fönkuðum stefjum út. Þrátt fyrir að vera djössuðust í hefð- bundnum skilningi er Varp líklegast fjölbreytilegust platnanna. Eins og sjá má hafa íslenskir djassarar nóg að gera þótt tónlistin hljómi ekki alltaf eins og djass og áhrifin séu ekki sýnileg á Tónlistan- um alræmda. Verðandi jólagjafa- kaupendur með metnað geta vel komið á óvart með því að vera fram- úrstefnulegir – og til þess er til- raunadjassinn kjörinn. Fjölbreytt framúrstefna Innan um flóð af poppi og rokki kemur líka út tilraunakenndari tón- list. Atli Bollason kynnti sér dæmi um framúrstefnulega tónlist. Morgunblaðið/Eyþór Tyft Hilmar Jensson gítarleikari er í forsvari fyrir Tyft sem hefur verið starfandi síðan 2002. Í GALLERÍI 101 má sjá um þessar mundir veggi þakta stórum teikn- ingum eftir listamanninn Jón Óskar. Jón Óskar er vel þekktur í íslensk- um myndlistarheimi en hann hefur verið iðinn við listsköpun og sýning- arhald heima sem erlendis allt frá því hann kom frá námi í New York og tengdi sig „nýja málverkinu“ á ní- unda áratugnum. Jón Óskar var til- nefndur til Carnegie-verðlaunanna á síðasta ári fyrir málverk sín, sem einkennast af dimmri og margslung- inni myndsýn, útfærðri með ein- stöku næmi í efnismeðferð, sem gæða verkin lífrænni áferð. Teikningarnar í 101 eru gerðar annars vegar í Kína árið 2005 og hins vegar í Bandaríkjunum árið 2004. Kínamyndirnar eru blekteikn- ingar og þrykk unnin á örþunnan pappír sem í daglegu tali er kallaður japans- eða kínapappír. Jón Óskar sýnir í mörgum myndanna sína bestu takta þar sem tilvistin er túlk- uð á grófan og óheflaðan hátt, ekki ósvipað og tíðkaðist í nýja málverk- inu á sínum tíma. Myndirnar eru málaðar hratt eins og kínverskt myndletur þar sem áherslan er lögð á tjáningu umfram formfeguð. Jón Óskar grípur til vel þekktrar tækni, sem er að klæða myndefnið í búning kaldhæðni, lífsþreytu, fjarlægðar og óreiðu. Slíkur búningur getur auð- veldlega orðið að klisju en hér tekst Jóni Óskari að túlka þær tilfinningar sem við öll þekkjum og lúta að óend- anlegri smæð einstaklingsins gagn- vart tölfræði menningarheima og al- þjóðapólitík samtímans. Í myndun- um bregður fyrir minnum og tákn- um úr sögu jafnt sem samtíma. Írónískt trúðsgervið er ekki langt undan, dýrið dúkkar upp reglulega, maðurinn sem hluti af heild og heim- urinn annaðhvort bjagaður eða hreinlega sýndur sem tveir heimar. Meðvituð flaustursleg útfærslan þar sem svörtu blekinu er spreðað á pappírinn og látið mynda ópersónu- legar talnaraðir sem sýna milljónir eða innantóm orð á borð við „every- thing is fine“ í bland við einfaldar út- færslur á perlufestum tilgreindra kvenna eða merki alþjóðafyrirtækja á borð við McDonald segja þó ekki alla söguna. Örþunnur pappírinn og blekið liggja í lögum í myndunum sem gerir það að verkum að hluti teikningarinnar þar sem blekið nær ekki í gegnum yfirlagið verður grá- tóna og kallar á hreina fagurfræði- lega upplifun. Þetta snýst ekki um að fagurgera ljótleika heldur frekar að grafa undan eða afbyggja ákveðið tilfinningaleysi eða tilvistarlegt svartnætti sem annars mætti lesa úr myndunum. Myndirnar frá Banda- ríkjunum eru ekki eins ríkar í efn- islegri útfærslu og Kínamyndirnar. Þar eru á ferðinni kaótískar túss- myndir, teiknaðar á ódýrar sýrurík- ar pappírsarkir af þeirri sort sem maður tengir helst við fiskbúðir for- tíðar eða dagblaðapappír. Hvort listamaðurinn felur einhver hugmyndafræðileg skilaboð í mis- munandi efnistökum verka sinna ef- ir því hvar í heiminum hann er staddur er ekki gott að segja. Verkin á kínapappírnum eru þó umtalsvert áhugaverðari en vesturheimsverkin og hefðu getað orðið enn áhugaverð- ari ef vandað hefði verið betur til framsetningarinnar. Á sýningunni er engar upplýs- ingar að finna um verkin en ítarleg ferilskrá listamannsins liggur frammi fjölfölduð fyrir áhugasama. Titill sýningarinnar, DAQITOTOU # 39, er ekki útskýrður og virðist óskiljanlegur þótt fastlega megi gera ráð fyrir að hann þýði eitthvað. Verk Jóns Óskars á sýningunni í 101 galleríi eru óvenju áhugaverð í sjálfu sér en framsetning þeirra og eftir- fylgni á sýningunni ber vott um ákveðið hirðuleysi eða tómlæti, sem er miður, hvort sem hér er við lista- manninn eða galleríið að sakast. Tveggja heima tal MYNDLIST 101 gallerí Til 19. desember. Opið þriðjudaga til laug- ardaga frá kl. 14–17. Aðgangur ókeypis. Teikningar og þrykk – Jón Óskar Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/ÞÖK Áhugaverð Gagnrýnandi segir verk Jóns Óskars óvenju áhugaverð en framsetningu þeirra bera vott um ákveðið hirðuleysi eða tómlæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.