Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 19 Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur í Bretlandi sigridurv@mbl.is „RÆNDAR, drepnar og fleygt í burtu,“ blasti við mér þegar ég sett- ist niður til að borða hádegismat í skólanum mínum í Norwich í Eng- landi. Fimm stúlkur horfðu á mig af forsíðu dagblaðsins sem lá á borð- inu. Þær höfðu allar verið myrtar. „5 lík á 10 dögum“ sagði í öðru blaði. „Náðu mér ef þú getur!“ Raðmorðin í Ipswich voru meira en lítið dularfull og allt svæðið stóð á öndinni. Þriðja vændiskonan hafði fundist myrt á sunnudag og tvær aðrar á þriðjudag. Hvað var eig- inlega í gangi? Þú illa upplýsti útlendingur Eftir hádegismatinn heyrði ég bekkjarsystur mína fullyrða að hún hafi komið á bíl í skólann og ætlaði sko ekki að ganga heim. „Nei, það getur verið hættulegt,“ sagði önnur. Ég horfði á þær sljóum augum: „Við skulum nú ekki alveg missa okkur, við erum í Norwich, þetta er að ger- ast í Ipswich.“ Þær horfðu þreytulega á mig. „Gerirðu þér grein fyrir því að Ips- wich er aðeins klukkustund í burtu?“ Síðan bentu þær mér á að búið væri að gefa út viðvörun bæði til kvenna í kringum Ipswich og til kvenna í Norfolk-sýslu. Konum var ráðið frá því að ferðast einar um og sagt að ganga alls ekki um illa upplýstar götur. Þær voru af svæðinu, ekki ég, og ég ákvað að sleppa því að benda þeim á að ofbeldið beindist að vænd- iskonum. Á netinu sá ég að sérfræðingur sagðist halda að morðinginn myndi reyna að drepa fleiri konur og ekki endilega þær sem stunduðu vændi. Þegar hann gæti ekki lengur nálgast vændiskonur myndi hann sjá hvaða konu sem væri á ferli seint um kvöld sem vændiskonu og sem mögulegt fórnarlamb. Ég ranghvolfdi í mér augunum. Eilífur hræðsluáróður. Ha, er vændi hérna? Það húmaði að kveldi og ég pakk- aði saman dótinu mínu. Myrkur var skollið á. Ég var kona, ég var í Nor- folk, fjöldamorðingi gekk laus í næstu sýslu og ég var um það bil á leiðinni ein heim. Allt í einu fór um mig. „Umm, er ég að fara að láta ein- hverjar móðursýkislegar fréttir af morðingja sem drepur vændiskonur í næstu borg hafa áhrif á mig hérna?“ tautaði ég andartaki síðar. Síðan kyngdi ég stoltinu, hringdi í kærastann og bað hann að ganga að strætóskýlinu og bíða eftir mér þar. Um kvöldið benti BBC réttilega á að óhugnaðurinn hefði að minnsta kosti beint sjónum fólks að þeim veruleika sem vændiskonur búa við: Barsmíðum, hótunum, nauðgunum – og drápum. Í ljósi þess að við höfð- um einmitt í skólanum rætt um hversu útbreidd kynbundið ofbeldi væri, gat mér ekki annað en fundist þetta allt sérlega athyglisvert. Sjálf varð ég sömuleiðis að viðurkenna að hryllingurinn opnaði augu mín fyrir því að á þessu svæði væri vænlegur markaður fyrir vændi. Eastern Daily Press fullyrti að þótt vændiskonur utan Ipswich yrðu æ hræddari um að fjöldamorðinginn neyddist til að færa sig annað til að drepa, hefði þetta ekki enn haft áhrif á vændismarkaðinn í Norwich. „It is business as usual in Norwich. (Allt gengur sinn vanagang í Norwich.)“ Ég vissi ekki hvort mér ætti að finn- ast það gott eða vont, hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Var vændis- hverfi í Norwich, þessari einstaklega rólegu borg með sínar kirkjur og sinn kastala, miðstétt og harla lítið næturlíf? Morðingjar sem aldrei fundust Og viti menn. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem stúlkur voru myrtar á svæðinu. 16 ára vændiskona var kyrkt í útjaðri Norwich fyrir fjórtán árum og morðinginn fannst aldrei. Önnur var kyrkt fyrir fjórum árum eftir að hafa horfið úr umræddu „rauðu hverfi“ í Norwich og þrjár aðrar stúlkur höfðu horfið eða verið drepnar. Var möguleiki á að eitthvað af þessu tengdist? Í fréttaskýringaþætti sá ég að ein- hver velti fyrir sér hvort morðin á sínum tíma hefðu verið rannsökuð ítarlegar ef ekki hefði verið um vændiskonur að ræða. Lögreglan veit enn ekki hver er að verki og spennan magnast einungis. Hvar í ósköpunum felur morðinginn sig eiginlega? Reuters Ógn Lögreglumaður fylgist með við lögreglustöð sem sett var upp í rauða hverfinu í Ipswich eftir að ljóst varð að raðmorðingi gengi laus í austurhluta Englands. Lögreglan hefur beðið vændiskonur að fara að öllu með gát. Hvar felur þú þig, raðmorðingi? Í HNOTSKURN »Breska lögreglan leitar aðdularfullum manni sem ek- ur um á bláum BMW-bíl og er talinn geta veitt mikilvægar upplýsingar um morðin í Ips- wich. »Konur í Ipswich og Nor-folk-sýslu hafa verið var- aðar við að vera einar á gangi á illa upplýstum götum. Stað- fest hefur verið að fjórar vændiskonur hafa verið myrtar. fiegar íslensku ostarnir eru bornir fram, einir sér, á ostabakka e›a til a› kóróna matarger›ina – flá er hátí›! Engin jól án fleirra! Dala-Yrja Sígildur veisluostur sem fer vel á ostabakka. Höf›ingi Brag›mildur hvítmygluostur sem hefur slegi› í gegn. Jóla-Brie Á ostabakkann og me› kexi og ávöxtum. Jóla-Yrja Brag›mild og gó› eins og hún kemur fyrir e›a í matarger›. Camembert Einn og sér, á ostabakkann og í matarger›. Blár kastali Me› ferskum ávöxtum e›a einn og sér. Stóri-Dímon Ómissandi flegar vanda á til veislunnar. Gullostur Brag›mikill hvítmygluostur, glæsilegur á veislubor›i›. Jólaostakaka með skógarberjafyllingu Kætir bragðlaukana svo um munar. Jólaosturinn 2006 Ákveðinn karakter – ljúffeng spariútgáfa af brauðosti! Grá›aostur Tilvalinn til matarger›ar. Gó›ur einn og sér. Rjómaostur Á kexi›, brau›i›, í sósur og íd‡fur. Hrókur Ljúffengur hvítmygluostur með gati í miðjunni. Nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.