Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍRANAR ganga að kjörborðinu í dag og munu þeir ann- ars vegar kjósa hið valdamikla sérfræðingaráð og hins vegar til sveitarstjórna. Eru síðarnefndu kosningarnar taldar geta sagt mikið um stöðu Ahmadinejads forseta og harðlínumanna meðal landsmanna en frambjóð- endum hófsamra flokka hefur skipulega verið bægt frá. Myndin er af kosningaáróðri í Teheran, höfuðborg- inni, en þar var kjörsóknin aðeins 10% 2003. Reuters Mikilvægar kosningar í Íran Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is STJÓRNVÖLD í Sádi-Arabíu hafa skýrt Bandaríkjastjórn frá því, að leiði brottflutn- ingur bandarísks herliðs frá Írak til borgara- styrjaldar í landinu, muni þau koma íröskum súnnítum til hjálpar með ýmsum hætti, ekki síst fjárhagslegum. Hefur bandaríska dag- blaðið The New York Times þetta eftir hátt- settum stjórnarerindrekum í Bandaríkjunum og arabaríkjunum en talsmaður Bandaríkja- stjórnar vísar þessu á bug. Blaðið segir, að Abdullah, konungur Sádi- Arabíu, hafi gert Dick Chen ey, varaforseta Bandaríkjanna, þetta ljóst er hann var í Riyadh fyrir rúmlega hálfum mánuði. Lýsti konungur þá líka mikilli and- stöðu við hugsanlegar viðræður milli Banda- ríkjanna og Írans. Óttast uppgang sjíta og Írana Þessi afstaða Abdullahs er sögð endur- spegla miklar og vaxandi áhyggjur súnníta í arabaríkjunum af auknum áhrifum Írana í Írak og hugsanlegum áætlunum þeirra um að koma sér upp kjarnavopnum. Hefur Abdullah II, konungur Jórdaníu, látið í ljós svipaðar áhyggjur og talað í því sambandi um „sjíta- hálfmánann“, sem næði frá Íran til Líbanons. Sádi-Arabar hafa snúist hart gegn hugs- anlegum brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak af ótta við, að þá gæti komið til borg- arastyrjaldar og jafnvel eins konar þjóðar- morðs á súnnítum. Hefur NYT það eftir sádi- arabískum sendimanni í Washington, að komi til þessa, muni Sádi-Arabíustjórn ekki geta setið hjá. Turki al-Faisal prins og sendiherra Sádi- Arabíu í Washington rak nýlega einn ráðgjafa sinna, Nawaf Obaid, en hann skrifaði grein í The Washington Post og sagði, að fyrsta af- leiðing brottflutnings bandarísks hers frá Írak yrði „stórfelld afskipti Sádi-Araba til að koma í veg fyrir fjöldamorð á súnnítum“. Sagði hann einnig, að Sádi-Arabar kynnu að auka olíu- framleiðsluna um allan helming í því skyni að lækka olíuverðið. Það myndi koma sér afar illa fyrir Írani, sem ættu við mikla efnahagserfið- leika að etja þrátt fyrir hátt olíuverð. Sádi-Arabíustjórn vísaði þessu strax á bug en haft er eftir arabískum stjórnarerindrek- um, að grein Obaids hafi engu að síður endur- speglað viðhorf hennar. Það sýnir líka vel áhyggjur súnníta, að sl. mánudag skoraði hóp- ur kunnra súnníklerka í Sádi-Arabíu á súnníta um allan heim að sameinast gegn sjítum í Írak. Í yfirlýsingunni voru þeir sakaðir um að „of- sækja, pynta og myrða súnníta“. Á sveif með sjítum Áhyggjur Sádi-Araba og súnníta stafa einn- ig af því, að í Washington er orðrómur um, að sumir áhrifamiklir menn, einkanlega þó Dick Cheney varaforseti, telji, að Bandaríkin verði að taka afstöðu með sjítum, komi til borgara- stríðs í Írak. Sjítar eigi það inni hjá Banda- ríkjamönnum, sem hvöttu þá til uppreisnar gegn Saddam Hussein í Flóastríðinu fyrra án þess þó að koma þeim til hjálpar. Ekki er þó talið, að þessi skoðun eigi miklu fylgi að fagna. Sádi-Arabar hóta afskiptum af Írak Reuters Uggandi Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, ásamt nokkrum margra prinsa landsins. Óttast um súnníta komi til borgarastríðs og hafa áhyggjur af auknum áhrifum Írana UM 10.000 bandarískir vísinda- og fræðimenn hafa undirritað yfirlýs- ingu þar sem mótmælt er pólitískum afskiptum af starfi þeirra. Í þessum hópi eru 52 Nóbelsverðlaunahafar. Bandarískir vísindamenn hafa stofnað með sér sérstök samtök til að berjast gegn misnotkun stjórn- valda á vísindalegum niðurstöðum. Í yfirlýsingu frá þeim segir, að algengt sé, að alríkisstofnanir séu beðnar að breyta tölum og vísindalegum niður- stöðum svo þær passi við stefnu stjórnvalda. Þá sé ritskoðun beitt, ekki síst hvað varðar umhverfismál og kynfræðslu. Er því haldið fram, að þetta hafi gerst vegna þess, að meirihluti repúblikana á þingi hafi brugðist þeirri skyldu sinni að standa vörð um sjálfstæði vísinda- og fræðimanna. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarps- ins, í gær. Vísinda- menn mótmæla Segja Bandaríkja- stjórn óvirða vísindin Washington. AFP. | Meirihluti demó- krata á bandaríska þinginu kann að vera í uppnámi, eftir að óttast var að öldungadeildarþingmaður úr liði flokksins hefði fengið heilablóðfall í fyrradag. Þingmaðurinn, Tim John- son, er annar tveggja öldungadeild- arþingmanna Suður-Dakóta en brotthvarf hans gæti þýtt að þing- meirihluti demókrata væri í hættu. Johnson var fluttur í skyndi á George Washington-háskólasjúkra- húsið og hafði bandaríska sjónvarps- fréttastöðin CNN eftir tveimur ónafngreindum demókrötum, að hann hefði farið í heilaskurðaðgerð. Í yfirlýsingu frá skrifstofu John- sons í fyrrakvöld sagði hins vegar, að hann hefði ekki fengið heilablóðfall. Því er með öllu óljóst hvort hann getur tekið sæti sitt á Bandaríkja- þingi þegar það kemur saman á ný í janúar en skv. lögum ríkisins kæmi það í hlut ríkisstjóra Suður-Dakóta, repúblikanans Mike Rounds, að skipa mann í hans stað. Skipaði hann repúblikana hefðu þeir 50 af 100 sæt- um deildarinnar og Dick Cheney varaforseti yrði því í oddaaðstöðu. Meirihluti demókrata væri því fall- inn. Oddamaður demókrata á sjúkrahúsi Þingmeirihlutinn kann að vera í hættu Washington. AFP. | Umskurður á körl- um dregur mjög úr líkunum á að þeir smitist af HIV-veirunni, ef marka má tvær nýjar rannsóknir sem birt- ar voru í vikunni. Niðurstöðurnar sæta tíðindum, en þær eru taldar geta komið að góðum notum í barátt- unni gegn útbreiðslu veirunnar. Þannig sýndu rannsóknirnar, sem voru framkvæmdar í Kenýu og Úg- anda, að karlar sem höfðu látið um- skera sig voru mun ólíklegri til að smitast af veirunni eftir mök við að- ila af gagnstæðu kyni en aðrir karl- ar. Munurinn var verulegur, könnun á 2.784 körlum í Kenýu sýndi að um- skurður dró úr líkum á smiti um 53 prósent, samanborið við 48 prósent í könnuninni í Úganda sem náði til 4.996 karla. Segja aðstandendur rannsókn- anna, sem eru samhljóma sambæri- legri rannsókn í Suður-Afríku, að þær geti haft veruleg áhrif á stefnu- mótun í baráttunni gegn veirunni. Nýtt vopn gegn eyðni ♦♦♦ London. AFP, AP. | Dauði Díönu prinsessu af Wales, sem fórst í bílslysi í undirgöngum í París árið 1997, var „hörmulegt slys“, að því er höfundar viðamik- illar skýrslu um málið, sem birt var í gær, fullyrða. Höfundar skýrslunnar, sem byggist á þriggja ára rannsóknum, viðurkenndu samt að líklega myndu samsæriskenningar um dauða Díönu lifa góðu lífi, þótt komist sé að sömu meginniðurstöðu og í sam- bærilegri franskri rannsókn fyrir sjö árum. Áhugamenn á netinu myndu tryggja að áfram yrðu slíkar kenningar á lofti. „Niðurstaða mín er að ekki hafi verið gerð til- raun til að leyna upplýsingum og við erum vissir um að ásakanirnar sem hafa verið bornar fram eru ekki á rökum reistar,“ sagði John Stevens sem stýrði rannsókninni, í gær. „Það var ekki neitt samsæri um að myrða þá sem voru í bílnum. Þetta var hörmulegt slys.“ Slysið 1997 varð með þeim hætti að æsifrétta- ljósmyndarar eltu Mercedes-bíl Díönu og unnusta hennar þegar þau yfirgáfu hótel í París. Ökumað- urinn keyrði á steinsúlu í undirgöngum með þeim afleiðingum að allir í bílnum létu lífið að undan- skildum lífverðinum Trevor Rees-Jones. Mikil sorg ríkti í Bretlandi eftir slysið og geysilegur mannfjöldi fylgdi prinsessunni til grafar. Meðal þeirra sem telja að dauða Díönu hafi bor- ið að með óeðlilegum hætti er Mohammed Al- Fayed, faðir hins 42 ára gamla Dodis Al-Fayeds sem var unnusti Díönu þegar hún lést. Faðirinn telur niðurstöðuna vera „þvætting“. Al-Fayed hef- ur lengi fullyrt að breska leyniþjónustan hafi að skipan háttsettra aðila í Bretlandi látið myrða Díönu og Dodi vegna þess að þeir hafi talið ástar- samband þeirra vandræðalegt fyrir konungsfjöl- skylduna. „Það er algerlega öruggt að þetta er áætlun um yfirhylmingu,“ sagði Al-Fayed á blaða- mannafundi í gær. Sagði hann að Stevens hefði gengið erinda leyniþjónustunnar sem hefði þving- að hann til að komast niðurstöðu sem hentaði henni. John Stevens er fyrrverandi yfirmaður bresku lögreglunnar. Hann sagði að það væri rangt að Díana hefði verið barnshafandi og einnig rangt að hún hafi ráðgert að giftast Dodi Al-Fayed. „Hvor- ugt þeirra hafði gefið það til kynna,“ sagði Stev- ens. Díana var 36 ára þegar hún dó en hún var áður eiginkona Karls Bretaprins. Synir hennar, Vil- hjálmur og Harry, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðust þakklátir fyrir að rannsóknin skyldi vera jafn ítarleg og vönduð og raun bæri vitni. „Þeir vona að þessar afgerandi niðurstöður bindi enda á þær vangaveltur sem verið hafa um dauða móður þeirra, Díönu, prinsessu af Wales,“ sagði í tilkynningu talsmanna þeirra. Skýrslan rannsóknarmannanna er um 800 síður að lengd. Þar er staðfest niðurstaða frönsku skýrslunnar um að bílstjóri Díönu og Dodis Al- Fayeds, Henry Paul, hafi verið drukkinn og átt sök á slysinu. Áfengismagnið í blóði hans var þre- falt hærra en leyfilegt er í Bretlandi og bíllinn var langt yfir hámarkshraða. Sögusagnir höfðu verið á kreiki um að blóðsýnið sem kannað var á sínum tíma hefði ekki verið úr Paul en höfundar skýrsl- unnar segja að staðfest hafi verið með DNA-rann- sóknum að það hafi verið úr bílstjóranum. Dauði Díönu „hörmulegt slys“ AP Fræg Díana, prinsessa af Wales, naut mikillar alþýðuhylli og var nefnd „prinsessa fólksins“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.