Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 43 ara félagsins, Snæþóri Aðalsteins- syni. Við Lára minnumst Möggu og Benna með ljúfsárum söknuði og þakklæti fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Björn Björnsson. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur nærir, eins og foldarblómin smá. (Þýð. Steingr. Thorst.) Það er erfitt að minnast Mar- grétar án þess að ég nefni Benedikt föðurbróður minn. Minningar geng- inna ára renna í fallegum myndbrot- um í gegnum hugann, ein þeirra er nýársdagur og tilefnið er jólaboð á Tunguveginum hjá Möggu og Benna eins og þau voru kölluð. Það voru boð sem við hlökkuðum mikið til. Þar var spilað, spjallað, farið í leiki og dansað í kringum jólatréð, vindum vindum vefjum band fannst mér alltaf svo skemmtilegt þó sérstaklega þegar sungið var fyrir hvern við skyldum hneigja og beygja og svo snúa sér, og svo var haldið áfram þar til allir voru búnir að snúa sér. Þau okkar af Meltraðarhópnum sem ekki komust í eina bíl fjölskyld- unnar fengu að ganga með pabba úr Kópavoginum inn í Blesugróf og alla leið á Tunguveginn. Á meðan sagði hann okkur ævintýralegar sögur frá æskuárum hans og Benna sem var bróðir hans frá Stöðvarfirði. Ein var samt sú saga sem mér þótti alltaf hvað fallegust og mest spennandi, það var þegar pabbi bjó hjá Möggu og Benna í sumarbústað á svipuðum slóðum og Smárahverfið í Kópavoginum er núna. Magga var að fara að fæða tvíburana Ragnheiði og Elsu og pabbi var látinn vera hjá henni á meðan Benni frændi fór til Reykjavíkur að sækja ljósmóðurina. Fáir bílar voru og enn færri símar og aðalleiðin ekki mjög greið. Hvort sagan var alveg nákvæmlega svona þá er ég aðeins að leiða hugann rétt rúmlega 60 ár aftur í tímann. Í dag fæðast flestöll börn á hátækni- sjúkrahúsum og bílafloti og símar heimilanna eru í samræmi við fjölda heimilismanna, sem hefði þýtt a.m.k. tíu til tólf bílar á mínu stóra æsku- heimili. Það var gæfa mín að fá að vera barnið af Meltröðinni sem þau Magga og Benni tóku hvað oftast til sín. Sennilega hefur það átt að vera til að hvíla móður mína með sinn stóra barnahóp en ég fann þó aldrei að það væri ástæðan, ég var prins- essan sem fékk að sofa á hermanna- bedda hjá þeim í góðu yfirlæti. Ekki að það væri dekrað við mig með stórum gjöfum og endalausum uppá- komum heldur einstökum kærleika og hlýju. Það var talað við mann og hlustað á það sem manni lá á hjarta og svo var kannski spilað og farið í leiki. Benni frændi var líka einstak- lega skemmtilegur maður þannig að gleði og skellihlátur var það sem ein- kenndi samverustundirnar. Sögur voru sagðar af þvílíkum atburðum og ævintýrum að skáldsögur nútímans mundu roðna í samanburði við þær. Hlýja er það sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til Möggu minn- ar og einstakt lag á að aga mig til án þess að mér fyndist að verið væri að skamma mig. Þau voru glæsileg hjón Margrét og Benedikt og hvar sem þau komu var tekið eftir þeim. Þau voru ein- staklega dugleg að ferðast um landið okkar og það kom fyrir, árin sem ég bjó enn fyrir vestan, að rúta með ferðalöngum var að skoða Ólafsvík- urkirkju eða eitthvað annað að mað- ur rakst á þau þar. Þau voru líka dugleg að koma þegar eitthvað var um að vera hjá mér, þótt um langan veg væri að fara. Með virðingu og þakklæti fyrir ógleymanlegar samverustundir kveð ég Möggu mína og óska henni góðrar heimferðar og guðs blessunar, minn- ing hennar lifir með okkur um ókomna tíð. Kolbrún Þóra Björnsdóttir. ✝ Hálfdán HelgiSveinsson fædd- ist á Krossanesi í Skagafirði 13. júní 1914. Hann andaðist á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 5. desember síðastliðinn. Hálfdán fluttist tveggja ára að Þorsteinstaða- koti í Lýtingsstaða- hreppi. Hann var sonur hjónana Sveins Friðriks- sonar og Stefönu Jónatansdóttur. Systur hans eru Sólborg, f. 26. febrúar 1913 og Sigurbjörg, f. 26. mars 1919. Hálf- systkin, samfeðra, eru Kristín Sig- ríður, f. 13. janúar 1885, Sigrún Jónína, f. 1. apríl 1886, Anna Val- gerður, f. 15. apríl 1887, Indíana, f. 21. maí 1891, Friðrika Sigríður, f. 25. apríl 1893, Emilía, f. 17. sept- ember 1894, Páll, f. 6. apríl 1899 og Halldóra Petra, f. 2. júní 1897 og eru þau öll látin. Hálfdán fluttist til Sauðárkróks 1928, og hóf árið 1938 sambúð með Pálu Sigurrós Ástvaldardóttur, f. 27. september 1921, 1. júlí 2004. Dóttir þeirra er Sigurbjörg Ásta, f. 22. júlí 1939, gift Sigurjóni B. Ámundasyni, f. 12. maí 1939. Synir þeirra eru Hálfdán, f. 21. apríl 1964 og Páll, f. 26. nóvember 1969, kvæntur Cho- myong Yongngam, f. 31. desember 1979. Hálfdán og Pála fluttu til Reykjavíkur 1957, og hóf Hálfdán þá störf hjá Segli h/f þar sem hann starfaði nær óslitið til ársins 1995. Þar áður hafði hann starfað sem flutningabílstjóri, ökukennari og verslunarmaður á Sauðár- króki. Hálfdán var mjög virkur fé- lagi í Skagfirðingafélaginu í Reykjavík, og var um tíma gjald- keri þess. Útför Hálfdáns verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn! Ég er varla búin að átta mig á að þú sért horf- inn frá mér. Ég finn nálægð þína í öllu. Þessa góðu nálægð, sem stafaði ætíð frá þér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað búið og starfað með þér alla ævi mína. Aðalsmerki þín voru: heiðarleki, umburðarlyndi, þolinmæði, glað- værð og hæfileikinn til að fyrirgefa. Alls þessa nutum við í ótakmörk- uðum mæli hjá þér. Kímnigáfa þín var með ólíkind- um, og þú sást alltaf spaugilegu hliðina á hlutunum. Við munum vafalaust eiga eftir að hlæja okkur máttlaus að ýmsum uppátækjum og tilsvörum þínum. Við áttum margt sameiginlegt, til dæmis ánægju af dansi, söng og fegurð náttúrunnar. Við elskuðum að sitja í garðinum okkar meðal allra blómanna. Þú naust þess að fara í stuttar bílferðir í nágrenni Reykjavíkur, eða austur fyrir fjall í góðu veðri. Þá heyrðum við úr aftursætinu: „Þetta er nú meiri dýrðar-dagurinn og fegurðin undraverð“. Elsku pabbi, ég kveð þig með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Þín Ásta. Kæri vinur og tengdapabbi. Eftir 43 ára samveru kveð ég þig með söknuði. Við áttum margar góðar stundir saman. Glaðværð þín og rík kímni- gáfa gáfu öllum stundum fagran lit. Til dæmis fyrir tveimur árum þegar ég var að smíða lítið garðhús við heimilið, þá komstu út til mín og sagðist vera að taka út verkið. Brást þér svo inn aftur og komst eftir smá stund með kaffi. Meðan kaffið var drukkið var far- ið með skagfirskar vísur, og meðal annars kom þessi hending fyrir: Þeir voru að smíða kjaftakofa, úr klömbruhausum á Skaganum (L. Kemp.) Þetta var úr vísnabálki sem þú hafðir miklar mætur á. Tvisvar áttum við fjölskyldan þess kost að ferðast með þér til Kanada, á Íslendingaslóðir í Mani- toba. Þar hittum við hálfsystur þína Indíönu og afkomendur hennar. Þessar ferðir voru þér og okkur hinum alltaf ofarlega í huga. Vegna þessara ferða tókst mjög gott samband við frændfólkið í Kanada, öllum til mikillar ánægju. Það voru ekki síst mannkostir þínir sem gerðu alla ríka sem um- gengust þig. Vertu sæll vinur. Sigurjón. Mig langaði að setja niður nokkur orð um hann afa fyrir okkur bræður, en hvað er hægt að setja niður í fáum orðum um einhvern sem mað- ur er búinn að þekkja alla sína ævi? Þetta verður því kannski fremur fá- tæklegt en samt það sem við minn- umst helst eftir öll þau skemmtilegu ár sem afi var hjá okkur. Hann afi þjáðist af þeim „skemmtilega“ sjúkdómi sem „bíla- della“ kallast og lét það miskunn- arlaust ganga í erfðir til okkar dótt- ursonanna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Það var alveg sama hvað við komum með heim sem var á fjórum hjólum, afi átti alltaf pantaðan fyrsta bíltúrinn. Hann sagði okkur líka sögur af því þegar hann var flutningabílstjóri og keyrði á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, og líka þegar hann var að reyna að kenna móður okkar að keyra. Og þá skal þess líka getið að afi tók okkur bræður í ökutíma áður en við fórum til ökukennara, en þá var hann löngu hættur kennslunni sem hann hóf á Sauðárkróki. Það var núna síðast í sumar að við fórum með „þann gamla“ á „Krók- inn“ og þá var hann að tala um hversu mikill munur þetta væri að komast þetta á rúmum tveimur tím- um, en að þurfa að „skrönglast“ á milli á jafnvel tveimur dögum. Hann hafði mjög gaman af þess- um skottúrum á „Krókinn“, og hitti þar gamla vini sem sýndu honum all- ar breytingar sem höfðu orðið á „gamla bænum hans“ síðan hann fór þaðan fyrir tæpri hálfri öld. Afi hafði líka mjög gaman af ljóð- um og sérstaklega ef þau voru með húmor í, og að sjálfsögðu úr Skaga- firðinum sem var honum afar hjart- fólginn. Hann var mikill húmoristi, var alltaf til í að hlusta á góðan brandara og skopskynið entist alveg til síð- ustu stundar. Það var reyndar alveg sama hvaða vitleysu við bræður tókum upp á, afi skellihló að þessu öllu saman og minnti okkur oft á ým- islegt sem við höfðum gert og hon- um þótti óskaplega fyndið. Bíladellan var ekki það eina sem afi hefur látið ganga í erfðir. Hann var með algera tækjadellu, og hann elskaði núna síðustu árin að geta tekið myndir á gsm-símann sem við gáfum honum í jólagjöf. Þá get ég ekki látið þessu lokið nema að minnast á hvað hann hafði gaman af sjónvarpi og kvikmyndum. Það voru sérstaklega spennumyndir og þá helst stríðsmyndir úr seinni heimstyrjöldinni, en styrjaldarárin voru honum í fersku minni og hann talaði mikið um þau og ferðirnar á vörubílunum sínum milli Reykjavík- ur og Sauðárkróks á þessum árum. En uppáhalds myndirnar hans voru án efa myndir Charles Chaplin. Það var í ófá skiptin sem við bræðurnir fórum með afa í gamla Hafnarbíó til að sjá Chaplin-myndir. Og yfirleitt endaði það þannig að all- ir í kvikmyndahúsinu voru farnir að horfa á afa því að hann hló svo mikið allan tímann. En svona var afi, hann átti góða og langa ævi og það voru forréttindi að fá að eyða hluta hennar með hon- um, þessum einstaka manni. Við bræður eigum eftir að sakna þín mikið, afi minn, en við vitum að þú varst hvíldinni feginn og fékkst að fara eins og þú vildir sjálfur, glað- ur fram á síðasta andartak. Vertu blessaður afi, þangað til næst. Þínir dóttursynir. Hálfdán og Páll. Okkur bræðurna langar til minn- ast Hálfdáns Sveinssonar. Við mun- um fyrst eftir Hálfdáni þegar við vorum litlir drengir og hann kom í heimsókn og gisti hjá foreldrum okkar í Sörlaskjólinu. Hann var þá vöruflutningabíl- stjóri og keyrði milli Sauðárkróks og Reykjavíkur á sínum góða bíl K-17. Hálfdán og Pála frænka okkar bjuggu á Sauðárkróki ásamt Ástu dóttur sinni fyrstu búskaparár sín. Það voru ekki fá skiptin sem við fórum á sumrin með foreldrum okk- ar norður og hittum allt frændfólkið okkar á Króknum, þar á meðal Hálf- dán og Pálu. Þegar við vorum orðnir fullorðnir fórum við oft í ferðalög um landið og var þá oftast komið við á Krókum. Foreldrar okkar voru með sum- arhús og aðstöðu á bænum Fossi norður á Skaga og fóru þangað á hverju sumri. Þangað komu Hálfdán og Pála oft í heimsókn. Okkur er sérstaklega minnistætt eitt sumarið þegar Hálf- dán setti í risalax í hylnum fyrir neð- an gömlu brú. Laxinn þaut upp og niður ána sínhvorum megin við brú- arstólpann og Hálfdán hljóp og nán- ast synti eftir þessari svaka skepnu. Allir hrópuðu og gáfu leiðbeiningar og ráðleggingar í allar áttir svo kom pabbi í rólegheitum og aðstoðaði vin sinn við að koma skepnunni á land. Þegar Hálfdán flutti með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur hóf hann störf hjá pabba okkar sem var með raftækjaverkstæðið Segul hf. Það var lán fyrir okkur og fyr- irtækið að fá þenna góða mann til starfa. Hálfdán var hvers manns hugljúfi og frábær starfkraftur. Hann var skemmtilegur, dillaði af gamansemi og fór með kvæði og stökur við ýmis tækifæri og tilefni. Hann gat verið mjög stríðinn, sérstaklega þegar hann og Björn Steffensen tóku sig saman um að leika á okkur. Allir sem unnu með Hálfdáni í Segli nutu þess að kynnast og starfa með hon- um og hafði hann lag á að láta ung- um sem eldri starfsmönnum líða vel í návist sinni. Margri eldri Reykvíkingar muna eftir honum í litlu rafmagnsbúðinni við Mýrargötu, þar sem hann vann við afgreiðslu, sérstaklega á þessum árstíma þegar allir þurftu ný jólaljós eða láta gera við gömlu jólaseríuna. Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdags kveðja, Öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Við þökkum Hálfdáni samfylgdina og kveðjum hann með þakklæti. Við sendum Ástu, Sigurjóni, son- um þeirra og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Jóhannes, Vilberg og Sigurður Vilbergssynir. Hálfdán Helgi Sveinsson ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir og frændi, VALTÝR GUÐMUNDSSON trésmíðanemi, Árnatúni 5, Stykkishólmi, sem lést aðfaranótt föstudagsins 8. desember, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 16. desember kl. 14.00. Guðmundur Valur Valtýsson, Steinunn Dóra Garðarsdóttir, Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir, Haukur Páll Kristinsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Sólvangsvegi 2, áður Öldugötu 10, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þriðjudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag- inn 20. desember kl. 13.00. Jóhanna Kristjánsdóttir, Þórarinn Óskarsson, Sigurrós Kristjánsdóttir, Stefán Árnason, Salómon Kristjánsson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Fjóla Kristjánsdóttir, Stefán Vilhjálmsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Ingvi Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA BJÖRG HELGADÓTTIR, Vesturvangi 38, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 18. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minn- ast hennar láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Magnús Gunnþórsson, Steinn Ármann Magnússon, Jenný Rúnarsdóttir, Halldór Magnússon, Tumi Steinsson og Hugi Steinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.