Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 39

Morgunblaðið - 15.12.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 39 ÞAÐ eru spennandi tímar fram undan hjá Landmælingum Íslands á Akranesi. Stofnunin, sem fagnaði 50 ára afmæli á árinu, hefur lengst af ver- ið leiðandi í útgáfu prent- aðra landakorta á Íslandi. Um áramótin mun starf- semi Landmælinga taka þó nokkrum breytingum. Síðustu árin hafa orðið miklar fram- farir í allri tækni í kortagerð og landmælingum og ýmis fyrirtæki og félagasamtök hafið margs konar út- gáfur landakorta enda kröfurnar miklar og þörfin fjölbreyttari en áð- ur. Því hefur að undanförnu verið unnið að því hjá Landmælingum Ís- lands og í umhverfisráðuneytinu að laga starfsemi stofnunarinnar að nýjum aðstæðum. Í tengslum við það samþykkti Alþingi síðasta vor ný lög um starfsemi Landmælinga Íslands sem taka gildi strax í byrjun nýs árs. Nýju lögin byggjast að mestu á tillögum starfshóps um- hverfisráðherra. Formaður hópsins var Hugi Ólafsson frá umhverf- isráðuneyti en auk hans áttu sæti Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur, um- hverfisráðuneyti, Magnús Guð- mundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, og Reimar Pétursson, lög- fræðingur, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og Verslunarráði. Með nýju lögunum er hlutverki og verkefnum stofnunarinnar breytt og er lögð aukin áhersla á grunnverk- efni og öfluga miðlun upplýsinga til samfélagsins. Stærsta breytingin felst í því að stofnunin dregur sig úr samkeppni á markaði og hættir að gefa út prentuð kort nú um áramót- in. Hlutverk og verkefni Landmæl- inga Íslands eru ágætlega skilgreind í nýju lögunum en þau eru í stórum dráttum eftirfarandi: – Vera umhverfisráðuneytinu til ráðuneytis á fagsviðum stofn- unarinnar – Uppbygging og viðhald lands- hnita- og hæðarkerfis – Gerð, viðhald og miðlun á staf- rænum þekjum í mælikvarða 1:50 000 – Skráning og miðlun upplýsinga um landfræðileg gagnasöfn – Gerð og notkun staðla á sviði landupplýsinga – Að veita aðgang að gögnum sem stofnunin varðveitir – Faglegt samstarf við háskóla, fyrirtæki og alþjóðleg samtök Hjá Landmælingum Íslands á Akranesi starfa nú 28 manns, flestir með sérhæft háskólanám á þeim fagsviðum sem stofnunin starfar á. Framtíð stofnunarinnar er björt og framundan er mikið átak í að sam- ræma vinnubrögð allra sem á þessu sviði starfa, ekki síst því samvinna opinberra aðila þarf að aukast veru- lega til að ná meiri árangri og til að koma í veg fyrir tvíverknað. Mark- mið Landmælinga Íslands er að tryggja að ávallt séu aðgengilegar áreið- anlegar land- fræðilegar grunn- upplýsingar um allt Ísland. Til þess að svo megi verða stefnir stofnunin að því að vera áfram leiðandi varðandi þekkingu og fræðslu á sviði landupplýs- inga, landmælinga og fjarkönnunar. Landmælingar Íslands vísa veginn áfram Magnús Guðmundsson skrifar um starfsemi Landmælinga Íslands »Markmið Landmæl-inga Íslands er að tryggja að ávallt séu að- gengilegar áreiðanlegar landfræðilegar grunn- upplýsingar um allt Ís- land. Magnús Guðmundsson Höfundur er forstjóri Landmælinga Íslands.                        Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.