Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 15.12.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 21 ANNAÐ kvöld klukkan 20 heldur Sönghópurinn Reykja- vík 5 jólatónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík. Sönghópinn, sem var stofn- aður á haustmánuðum 2003, skipa söngvararnir Hera Björk Þórhallsdóttir, Kristjana Stef- ánsdóttir, Aðalheiður Þor- steinsdóttir, Gísli Magnason og Þorvaldur Þorvaldsson. Þau hafa sérhæft sig í þéttradda- söng í anda sönghópanna Manhattan Transfer og New York Voices. Hópurinn mun, ásamt hljómsveit, flytja íslensk og erlend jólalög við allra hæfi. Jólatónleikar Reykjavík 5 í Fríkirkjunni Hera Björk Þórhallsdóttir MYNDLISTARKONAN Hye Joung Park hefur opnað sýn- inguna Einskismannsland í gallerí Bananananas á Lauga- vegi 80. Hye er frá Suður- Kóreu en býr og starfar í Reykjavík og London. Und- anfarið hefur hún í verkum sín- um fengist við skynjun á tíma, rými og upplifun einstaklings- ins á hlutskipti sínu. Verkið sem hún sýnir að þessu sinni er unnið sérstaklega með íslenska skammdegið og vetrarhörkur í huga. Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 16–18 fram að jólum, síðasti sýningardagur er 23. des. Myndlist Einskismannsland í Bananananas Hye Joung Park Á MORGUN klukkan 13 munu Haraldur Jónsson listamaður og Jón Proppé gagnrýnandi spjalla um listakonuna Huldu Vilhjálmsdóttur og mál- verkaheim hennar við áhorf- endur og Huldu sjálfa í Ný- listasafninu. Málverk Huldu eru til sýnis í safninu og geta safngestir í kjölfar spjallsins skoðað sýningu hennar við tón- listarflutning Lay Low og Sig- tryggs Baldurssonar sem byrja að spila klukkan 14. Léttar veitingar eru í boði og allir velkomnir sem endranær. Myndlist Listamannaspjall í Nýlistasafninu Hulda Vilhjálmsdóttir ÍTALSKA lögreglan hefur komið upp um alþjóðlegan listaverka- glæpahring með höfuðstöðvar í Róm. Hefur afhjúpunin leitt í ljós örlög um eitt hundrað stolinna list- muna. Rannsókn á málinu hefur staðið í yfir tvö ár en á þessu stigi málsins hefur enginn verið handtekinn í tengslum við það. Alls eru 35 manns hins vegar grunaðir um að- ild að glæpahringnum; meðal þeirra arkitekt og fornmunasalar. Margt dýrmætra muna Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur mununum verið stolið á síðustu tuttugu árum og hafa ein- hverjir þeirra verið seldir til út- landa. Má þar nefna mynd frá sautjándu öld eftir ítalska mál- arann Pietro Paolo Bonzi sem var stolið úr einkasafni en smyglað yfir til Frakklands. Eins fannst 300 kílóa altaristafla frá tólftu öld sem var stolið í nágrenni Napólí árið 2003, auk fleiri verka. Að sögn lögreglunnar eru sumir hinna stolnu listmuna nú í safneign lista- og fornminjasafna sem munu hafa beitt óleyfilegum starfs- aðferðum til að komast yfir þá. Er unnið að því að fá munina til baka. Helstu starfsstöðvar listaverka- þjófanna eru þrjár ítalskar borgir; Róm, Napólí og Palermo, en jafn- framt liggja þræðir þeirra til Bandaríkjanna, Spánar og fleiri ríkja. Afhjúpun listaverka- þjófa Höfuðstöðvar í Róm en starfsemin alþjóðleg FINNBOGI Pétursson, Ragnar Kjartansson og Steingrímur Ey- fjörð eru í hópi um fimmtíu nor- rænna listamanna sem taka þátt í nútímalistasýningunni Dreamlands Burn í listasafninu Mucsarnok í höfuðborg Ungverjalands, Búda- pest. Sýningin er söguleg að því leyti að árið 1906 gafst listamönn- um frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð tækifæri á að kynna verk sín á vetrarsýningu sem var einmitt haldin á sama stað. Eins og gefur að skilja einkenn- ist sýningin í ár hins vegar af öðr- um áherslum en fyrir hundrað ár- um og er unnið í fjölbreytta miðla sjónlistar. Þá eru hliðarviðburðir sýningarinnar fjölmargir, s.s. kvik- myndasýningar, fyrirlestrar, um- ræður og tónleikar. Sýningarstjórn er í höndum Edit Molnár og Líviu Páldi. Styrkt af norrænu ráðherranefndinni Ragnar og Steingrímur eiga verk í Mucsarnok en Finnbogi kemur fram með alþjóðlega tón- listarhópnum freq_out þegar nokk- uð er liðið á sýninguna, dagana 19.–25. febrúar. Mun hópurinn setja upp innsetningu auk þess að halda tónleika undir stjórn for- sprakkans Carls Michaels von Hausswolf og er þemað 0–11.000 rið, eins og í öllum uppákomum freq_out. Verkefni Finnboga og félaga nefnist „freq-out 6“ en áður mun hópurinn, sem er að stærst- um hluta norrænn, fremja „freq_out 5“ í Taílandi dagana 8.–15. janúar. Dreamlands Burn var opnuð sl. fimmtudag og stendur til 28. febr- úar á næsta ári. Hún er styrkt af norrænu sendiráðunum fimm, nor- rænu ráðherranefndinni, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og einkafyrir- tækjum. Myndlist | Þrír íslenskir listamenn sýna í höfuðborg Ungverjalands Norræn nútímalistasýning í Búdapest Morgunblaðið/Kristinn Útrás Finnbogi Pétursson er einn þeirra sem tekur þátt í nútímalista- sýningunni Dreamlands Burn. TIL HAMINGJU MEÐ REYKJANESVIRKJUN! Reykjanesvirkjun er gufuaflsvirkjun, 100 MW. Borholur eru 12, 1.800-2.600 m djúpar og hiti í þeim er 285-315 °C. Til kælingar eru notaðir 4.000 I/sek af sjó. Húsbyggingar eru samtals 12.700 m². Hönnun virkjunarinnar hófst í mars 2004, framkvæmdir á svæðinu hófust í júlí sama ár og fullum afköstum var náð í júní 2006. Í tilefni af vígslu Reykjanesvirkjunar óskum við Hitaveitu Suðurnesja og öllum starfsmönnum fyrirtækisins til hamingju með merkan áfanga. Verkfræðingar og arkitektar Reykjanesvirkjunar F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.