Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Laugardagur 16. 12. 2006 81. árg. lesbók SNÆUGLAN ER BLÖNK BLANKUR RITHÖFUNDUR OG BLÖNK SNÆUGLA VERÐA STUNDUM BARA AÐ HALDA ÁFRAM AÐ VERA BLÖNK >> 14 Er Obama ekki nægilega mikill svertingi, eða of mikill » 2 Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur er ímamótaverk í ýmsum skilningi, egir Sigrún Sigurðardóttir í rit- dómi um verkið í Lesbók í dag. „Hún breytir vonandi einhverju. Þó ekki væri nema fyrir þá sök að Ólafía á meira skilið en að vera neð- anmálsgrein í yfirlitsriti eða mynd- kreyting í kennslubók. Saga henn- ar kemur okkur við. Saga hennar eins og hún er skrifuð hér getur dýpkað, og ætti að dýpka, sögu- kilning þeirra sem hana lesa. Sú ræðilega vinna sem liggur að baki ævisögu Ólafíu er mjög vel unnin, hugmyndafræðin fléttast jafnóðum aman við þá sögu sem verið er að egja og gefur henni bæði dýpt og víðari skírskotun. Þetta er bók sem mér þykir vænt um að eiga,“ segir Sigrún í niðurlagi gagnrýni sinnar. Sigrún segir að bók Sigríðar Dúnu sé metnaðarfull og mjög vel krifuð. Þetta eigi hún sameiginlegt með mörgum öðrum ævisögum sem krifaðar hafa verið á íslensku. Það sem greinir hana hins vegar rá flestum öðrum ævisögum sem ég hef lesið er í fyrsta lagi viðfangs- efnið, kona með skotthúfu sem að- eins á allra síðustu árum hefur rat- að inn í skólabækur og á frímerki ýðveldisins en var fram að því lítið þekkt hér á landi, og í öðru lagi þau fræðilegu átök og hugmyndafræði sem liggur að baki þeirri rannsókn sem birtist í textanum. Það er ekki auðvelt fyrir fræðimenn að skrifa bók sem ætlað er að höfða til sem flestra og seljast vel, eins og öllum íslenskum ævisögum er ætlað að gera, og uppfylla jafnframt þær fræðilegu kröfur sem þeir gera til sjálfra sín sem fagmanna. Sigríði Dúnu tekst þetta betur en flestum öðrum.“ » 11 Ævisaga Ólafíu tímamótaverk Sigríður Dúna Tekst þetta betur en flestum öðrum, segir í dóminum. Getur dýpkað, og ætti að dýpka, söguskilning þeirra sem hana lesa Morgunblaðið/Einar Falur Óskar Árni Óskarsson „Ég reyni að mata tölvuna á einhverju á hverjum morgni svo hún sé ánægð með mig.“ Óskar Árni talar um nýja ljóðabók. » 10 Íslensk leiklistarumræða, bæði op- inber og óopinber, einkennist af því að meta sýningar út frá því sem telst hin „rétta“ leið, eða jafnvel „viðeig- andi“ fyrir þann texta sem liggur til grundvallar sýningunni, líkt og leik- list sé lítið annað en lifandi flutn- ingur bókmennta.“ Þannig kemst Magnús Þór Þor- bergsson, fagstjóri við Leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands, að orði í grein í Lesbók í dag en hann telur að viðhorf Íslendinga til leiklistar séu allt of íhaldssöm og þröng. Sýn- ingum sem reyni á þanþol leikforms- ins sé hafnað enda byggi umræðan á niðurnjörvuðum hugmyndum um útilokun og mörk listgreina, eða jafnvel mörk listarinnar og raun- veruleikans. Með slíkt sjónarhorn sé aldrei von á öðru en gagnslausri for- dæmingu eða innantómu háði í um- fjöllun um leiklist. Magnús Þór rifjar upp dóm um sýninguna Mind@amp, sem leikhóp- urinn Sokkabandið setti upp í Hafn- arfjarðarleikhúsinu, en þar var sagt að ekki væri um leiklist að ræða. Sömuleiðis leiðir hann hugann að at- riði sem flutt var í leiklistardeild Listaháskólans sem fól meðal ann- ars í sér þá athöfn að einn nemandi pissaði á fætur annars. » 4 Hvað er leiklist? Viðhorf Íslendinga til leiklistar allt of íhalds- söm og þröng Það er aðfangadagskvöld og vinir sitja saman. Á bak við þessi tjöld er ofsalega gaman. Tilfinningin læðist um og tekur svo öll völd. Sú tilfinning finnst á jólunum og nú er aðfangadagskvöld. Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir frá Ljónsstöðum samdi ljóðið og teiknaði myndina. Tilfinningin læðist laugardagur 16. 12. 2006 börn JÓLA JÓLA JÓLA Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR EIGA KRAKKAR AÐ FINNA ORÐ SEM TENGJAST JÓLAGLEÐI >>2 Hvað langar þig virkilega í í jólagjöf? » 2 Nú eru að koma jól flestar fá þá nýjan kjól. Ég sendi pakka til nokkurra krakka. Jólasveinar lauma litlum gjöfum í minn skó. Hæ og hó. Sóldís Eva Gylfadóttir, sem er sjö ára og býr í Vestmannaeyjum, sendi þessa fínu mynd og samdi ljóðið. Jólasveinar lauma Það er auðvelt að klippa út jólastjörnuref til er góður pappír. Brjóttu hann eins og sýnt er á teikningunni og klipptu síðast þar sem A er á myndinni. Þegar pappírnum er flett í sundur er jólastjarnan tilbúin og hægt að hengja hana upp til skrauts. Jólastjarna – Varst það ekki þú sem óskaðir þér gíraffa og kyrkislöngu í jólagjöf? Morgunblaðið/Golli Leikgleði Birta Jónsdóttir tekur þátt í leiksýningunni Jólafárinu í Austubæ. Hún lifir sig inn í sýninguna og finnst mjög gaman að leika. 2006  LAUGARDAGUR 16. DESEMBER BLAÐ E Það skiptir miklu máli hver ástæða járfestanna er. Hefðin hér í Eng- andi var sú að fólkið sem átti félög- n var jafnframt heitir stuðnings- menn þeirra. Gott dæmi um slíkt var hjá Blackburn þar sem Jack Walker, sem var heitur stuðnings- maður félagsins, var við völd. Wigan er líka gott dæmi um þetta. Cave Whelan var mikill stuðningsmaður élagsins og þegar hann auðgaðist ét hann æskudraum sinn rætast og keypti félagið. Þetta virðist vera á undanhaldi, sem er í rauninni slæmt því það var gott fyrir stuðnings- menn liða að vita að hjarta eig- endanna sló í takt við þeirra eigin. Því miður virðist þessi tími að baki vegna þess að fjárfestar vilja ávaxta sitt pund og það helst á sem kemmstum tíma. Það er ekki orðið mikið um hugsjónamenn hvað þetta varðar,“ segir Wenger. Eggert Magnússon og félagar, em keyptu West Ham á dögunum, eru nýjasta dæmið um erlenda fjár- esta og nú virðist ljóst að Liverpool verði næsta félag sem erlendir fjár- estar eignast því talið er að gengið verði frá kaupum arabískra fjárfesta trax eftir áramótin. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ánægður með hugmyndir fjárfest- anna og segir Wenger það eðlilegt því með því fjármagni sem setja eigi félagið geti það hugsanlega keppt við Chelsea um leikmenn. Newcastle og Manchester City eru komin á lista félaga sem erlend- ir fjárfestar hafa hug á að kaupa. „Það sem er slæmt fyrir okkur er þegar fjárhagslegt bolmagn félaga verður miklu meira en hefðbundnar tekjulindir skila. Eins og staðan er núna koma tekjur okkar af aðgangs- eyri, sjónvarpsrétti og frá styrkt- araðilum. Ef ein tekjulind til við- bótar bætist við – gjafmildi milljónamæringa – þá erum við í vanda þar sem við getum ekki keppt við það. Eins og staðan er í dag segja leikmenn að þeir fái lægri laun en leikmenn Chelsea, en þar sem það er aðeins eitt félag sem þeir geta bent á getum við keppt um leikmenn. Þegar enn fleiri lið bætast í hópinn og þessi nýi verðmiði verð- ur venja frekar en undantekning lendum við í vanda,“ segir Wenger. Hann nefnir Eggert og félaga sem dæmi um fjárfesta sem vilji ávaxta pund sitt með skjótum hætti. „Mér fannst ekki rétt að reka Par- dew frá West Ham. Hann er góður knattspyrnustjóri og ef hann hefði fengið stuttan tíma með nýjum fjár- festum hefði hann náð að snúa dæm- inu við hjá félaginu. Ég held að hann hefði verið lengur ef ekki hefði verið skipt um eigendur. Það er nefnilega þannig að þegar skipt er um eig- endur er knattspyrnustjórinn venju- legast í hvað mestri hættu á að vera skipt út. Takið eftir því að þegar stjórarnir eru „hluti af framtíðinni“ hjá nýjum eigendum þá er vissara fyrir þá að fara að huga að nýju starfi,“ sagði Wenger. Reuters Ótti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, óttast erlenda fjárfesta í enskri knattspyrnu mæti þeir til leiks í þeim einum tilgangi að hagnast. Wenger hef- ur áhyggjur Erlent fjármagn getur gengið af enskum gildum dauðum ARSENE Wenger, knattspyrnu- tjóri Arsenal, hefur áhyggjur af auknum áhuga erlendra fjárfesta á að kaupa ensk úrvalsdeildarlið. Hann segir í raun ekkert að því svo remi sem áhugi fjárfestanna sé á knattspyrnu – ekki bara peningum. Wenger óttast að erlent fjármagn í enskum liðum geti gengið af göml- um og góðum enskum gildum dauð- um. Hann bendir einnig á að líklegt é að æskudraumur margra dyggra tuðningsmanna verði æ fjarlægari, draumurinn um að geta eignast hlut í sínu liði. Í HNOTSKURN »Hefði í Englandi var súað fólkið sem átti félögin var jafnframt heitir stuðn- ingsmenn þeirra. Wenger nefndir m.a. Balckburn og Wigan. »Wenger segir brott-rekstur Pardews frá West Ham vera dæmi um litla þolinmæði nýrra er- lendrta eigenda knatt- spyrnuliða STJÓRN Newcastle sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem því er vísað á bug að erlendir fjárfestar séu búnir að eignast meirihluta í fé- laginu – en samt sem áður hafa er- lendir fjárfestar verið í viðræðum við stjórn félagsins. Í frétt Daily Mail í gær var greint frá því að fjárfestar sem kenndir eru við Polygon og United bankinn í Sviss hafi boðið rúmlega 30 millj- arða króna í félagið, og átti stjórn Newcastle að hafa samþykkt kaup- tilboðið og nýir eigendur að taka við rekstri félagsins byrjun næsta árs. Newcastle er að mestu í eigu Hall- fjölskyldunar og Freddy Shepherd sem er stjórnarformaður og er þeirra hlutur metinn á um 9,1 millj- arð króna. Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, átti samkvæmt frétt enska blaðsins að fá um 2,7 milljarða króna til leikmannakaupa í janúar ef kaupin myndu ganga í gegn. Stjórn Newcastle segir hins vegar að óformlegar viðræður við ýmsa aðila hafi átt sér stað á und- anförnum misserum. Ensku úrvalsdeildarliðin Man- chester United, West Ham, Chelsea og Aston Villa eru í eigu erlendra aðila og fjárfestingarfélag frá Dubai hefur sýnt áhuga á að kaupa Liver- pool. Jafnvel er talið að formlegt kaup- tilboð í Liverpool berist á næstu vik- um en félagið er metið á um 60 millj- arða króna. Newcastle er eftirsótt NÍGERÍSKI framherjinn Nwankwo Kanu, markahæsti leikmaður Portsmouth segist reiðubúinn að yfirgefa félagið í janúar bjóðist honum betri samningur hjá öðru liði. Kanu, sem er þrítugur, hefur leikið sérlega vel með Portsmouth á leiktíðinni. Hann er markahæstur í deildinni með 9 mörk og á stóran þátt í að liðið er í fjórða sæti úrvals- deildarinnar. ,,Þetta snýst allt um pening. Bjóðist mér betri samningur þá tek ég honum,“ sagði Kanu í viðtali við nígeríska útvarpsstöð. Hollenska liðið Ajax hefur borið víurnar í Kanu sem kom til Portsmouth frá WBA en hann var áður í herbúðum Arsenal. Kanu er samningsbundinn Portsmouth út leiktíðina. Fer Kanu frá Portsmouth?                         ! "#$%"$$& enski boltinn „STUÐNINGSMENN WEST HAM GERA KRÖFUR OG LEIKMENN LIÐSINS VITA AÐ Á UPTON PARK FÁ ÞEIR STUÐNING“ >> 4 laugardagur 16. 12. 2006 íþróttir mbl.isCoppell er sá stjóri sem hefur sjaldnast breytt byrjunarliði sínu >> 2 ERFITT VERKEFNI BÍÐUR Yf ir l i t                                  ! " # $ %            &         '() * +,,,                  Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Staksteinar 8 Umræðan 40/46 Veður 8 Bréf 46 Viðskipti 18/19 Kirkjustarf 47/48 Erlent 22/23 Minningar 48/56 Menning 24/25, 62/ 68 Myndasögur 68 Akureyri 26 Dagbók 69/73 Árborg 26 Staður og stund 70 Landið 27 Víkverji 72 Suðurnes 27 Bíó 70/73 Daglegt líf 28/37 Ljósvakamiðlar 73 * * * Innlent  Um sextíu flugumferðarstjórar hafa ekki skrifað undir ráðninga- samning við Flugstoðir ohf., sem tek- ur til starfa um áramót. Formaður Félags flugumferðarstjóra segir landið geta orðið flugsamgöngulaust verði ekki gengið frá ráðningum. Stjórnarformaður Flugstoða segir unnið að viðbragðaaðgerðum og landið verði ekki samgöngulaust. » 6  Hópur fjárfesta sem keypti 32% hlut í Icelandair Group í október er meðal nýrra fjárfesta í Straumi- Burðarási. Hópurinn keypti um 7% hlut fyrir tíu milljarða króna af Straumi-Burðarási. » Baksíða  Forsvarsmenn Árs og dags ehf., útgáfufélags Blaðsins, munu krefja Sigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóra Blaðsins, um skaðabætur vegna þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna ólögmæts brott- hlaups hans úr starfi. Jafnframt verður krafist lögbanns við því að Sigurjón komi fram eða vinni fyrir aðra fjölmiðla á uppsagnarfresti sín- um. » 10  Landsvirkjun og Alcan hafa gengið frá samkomulagi um raf- magnsverð til Alcan vegna fyrirhug- aðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Bókanir gengu á víxl á stjórnarfundi í gær. » 4 Erlent  Góðgerðarsamtök í Bretlandi hafa látið lögregluna í Ipswich fá peninga til að greiða vændiskonum fyrir að halda sig frá götunni. Rað- morðingi er talinn hafa myrt fimm vændiskonur í borginni síðustu vik- ur. Um 300 lögreglumenn taka þátt í leitinni að morðingjanum, en talið er að hann leiti nú út fyrir Ipswich. » 1  Spenna magnast enn á Gaza vegna átaka vopnaðra liðsmanna Hamas og Fatah. Saka Hamas-menn háttsetta Fatah-liða um að hafa reynt að láta myrða Ismail Haniyeh forsætisráðherra. Einn hefur þegar fallið í átökunum og nokkrir tugir særst. » 22 laugardagur 16. 12. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Borgnesingar unnu toppslaginn gegn Snæfelli >> 4 RÉÐ EKKI VIÐ JÓN ARNAR „LYFTI MEIRU, HLJÓP HRAÐAR OG STÖKK HÆRRA EN ÉG,“ SEGIR GUÐJÓN UM TUGÞRAUTARKAPPANN >> 2 „Þetta verða frábærir leikir og þegar litið er til sögu og hefðar er Liver- pool einn erfiðasti andstæðingur sem við gátum fengið. Það verður líka sérstakt að mæta Liverpool sem er með þrjá fyrrum leikmenn Barce- lona innanborðs, þá Luis García, Reina og Zenden,“ sagði Joan La- porta forseti Barcelona eftir að nið- urstaðan lá fyrir. Manchester United mætir franska liðinu Lille, sem gerði United skrá- veifu í keppninni í fyrra. United fékk aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Lille og komst fyrir vikið ekki áfram úr riðlakeppninni. Mourinho fer á heimaslóðir Portúgalinn José Mourinho, sem hefur gert Chelsea að ensku meist- urum undanfarin tvö ár, fer á heima- slóðir því lið hans mætir Porto. Mo- urinho gerði lið Porto að Evrópumeisturum vorið 2004 og fór svo þaðan til Chelsea í kjölfarið. „Porto er lið með mikla hefð á bakvið sig, og geysilegan metnað, og á fulla virðingu skilið. Við eigum að fara áfram, en það gerum við aðeins með því að spila vel,“ sagði Mourinho. Drátturinn fór þannig, liðin sem talin eru á eftir unnu sína riðla og fá því seinni leikinn á sínum heimavelli: Porto – Chelsea Celtic – AC Milan PSV Eindhoven – Arsenal Lille – Manchester United Roma – Lyon Barcelona – Liverpool Real Madrid – Bayern München Inter Mílanó – Valencia. Alkmaar fer til Tyrklands Þá var dregið til 32-liða úrslita í UEFA-bikarnum. Íslendingaliðið Alkmaar frá Hollandi mætir Fener- bache frá Tyrklandi en drátturinn í heild fór þannig: Zulte-Waregem – Newcastle Braga – Parma Lens – Panathinaikos Leverkusen – Blackburn Hapoel Tel-Aviv – Rangers Livorno – Espanyol Feyenoord – Tottenham Fenerbache – Alkmaar Werder Bremen – Ajax Spartak Moskva – Celta Vigo CSKA Moskva – Maccabi Haifa AEK Aþena – París SG Benfica – Dinamo Búkarrest Steaua – Sevilla Shakhtar Donetsk – Nancy Bordeaux – Osasuna „Verða frá- bærir leikir“ EIÐUR Smári Guðjohnsen og fé- lagar í Barcelona mæta Liverpool í áhugaverðustu viðureign 16-liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í gær og þessi tvö félög hafa orðið Evrópumeistarar tvö undanfarin ár, Liverpool 2005 og 2006. Barcelona varð í öðru sæti í sínum riðli keppninnar og þarf því að sækja enska liðið heim í seinni leiknum. Nægur tími er reyndar til stefnu því leikirnir fara fram um mánaðamótin febrúar/mars. Barcelona dróst gegn Liverpool SÆVAR Þór Gíslason, sem hefur verið einn burðarása Fylkismanna í knattspyrn- unni undanfarin ár, spilar með Selfyssingum í 2. deild- nni næsta sumar. Sævar, sem er Selfyssingur, er sölu- fulltrúi hjá Mest á Selfossi og sagði við Morgunblaðið í gær að hann gæti ekki lengur sótt æfingar til Reykjavíkur og spilað í úr- valsdeild- inni. Vinn- an gengi fyrir. „Ég hef átt sex frábær ár í Árbænum og ræddi við Fylkis- menn um að leika með þeim, sem og við Víkinga, en komst síðan að þeirri niðurstöðu að þetta gengi ekki upp. Nú hefur vinnan forgang, með aukinni ábyrgð, og ég get ekki lengur hætt þar klukkan hálffimm á daginn til að fara á fótboltaæf- ingar,“ sagði Sævar. Hann er 31 árs og er markahæsti leik- maður Fylkis í efstu deild frá upphafi með 41 mark, og er jafnframt sá fjórði leikjahæsti með 102 leiki. Sævar hóf fer- ilinn með Selfyssingum og verður ungu liði þeirra mikill liðsauki. Sævar Þór Gíslason Sævar Þór Gíslason til liðs við Selfyssinga Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is SKOSKA meistaraliðið í knattspyrnu, Celtic, hefur boðið Íslendingunum ungu sem leika með félaginu, þeim Kjartani Henry Finnbogasyni og Theódór Elmari Bjarna- syni, nýja samninga til næstu tveggja ára. Þeir Kjartan, sem er tvítugur, og Theódór Elmar, sem er 19 ára, hafa leikið með skoska félaginu í tvö ár, fyrst með unglingalið- inu og síðan með varaliðinu. Ólafur Garðarsson umboðs- maður fundaði með forráða- mönnum Celtic í vikunni og staðfesti við Morgunblaðið að samningstilboð frá félaginu lægju fyrir. Kjartan Henry hefur skor- að grimmt fyrir varalið Celtic undanfarnar vikur. Theódór Elmar hefur líka fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína með varaliðinu en hann hefur verið lykilmaður í sig- ursælu unglingaliði Celtic undanfarin tvö tímabil. Báðir eru piltarnir uppaldir KR- ingar og léku mikið með Vest- urbæjarliðinu í úrvalsdeild- inni 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Theódór Elmar lék alla leiki 21 árs landsliðsins á þessu ári en Kjartan missti hins vegar af öllum nema ein- um því hann varð fyrir því að ristarbrotna í þrígang á rúm- lega einu ári. Celtic býður Kjartani og Elmari nýja samninga Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is BIRGIR Leifur Hafþórsson at- vinnukylfingur úr GKG komst í gegnum niðurskurðinn á Evr- ópumótaröðinni í golfi í gær á SA Airways-mótinu sem fram fer í S- Afríku. Birgir lék á 69 höggum í gær eða þremur höggum undir pari Humewood-strandvallarins og samtals á höggi undir pari eftir að hafa leikið á 74 höggum á fyrsta keppnisdeginum. Þeir sem léku á pari vallar eða betur á fyrstu veimur keppnisdögunum komust áfram. Alls 90 kylfingar af 155 sem hófu keppni. „Ég vissi ekki hvernig staðan var á lokakaflanum. Ég hélt að það myndi duga að leika á pari samtals og það fór aðeins um mig þegar ég fékk skollann á 17. braut,“ sagði Birgir Leifur í gærkvöld. „Það var því góð tilfinning að fá fuglinn á 18. flöt. Núna get ég haldið áfram að sækja.“ Sænski kylfingurinn Patrik Sjöland er í efsta sæti en hann á 8 höggum undir pari í gær, 64 höggum, og er samtals á 12 höggum undir pari. S- Afríkumennirnir Ernie Els og Tre- vor Immelman eru á 11 höggum undir pari. Birgir verður í ráshóp með Carl Suneson frá Spáni og Phillip Arc- her frá Englandi er keppni hefst á ný aðfaranótt laugardags. Suneson var efstur eftir fyrsta keppnisdag mótsins og Archer endaði í 11. sæti á Alfred Dunhill-mótinu um liðna helgi. Þeir eiga rástíma kl. 5.45 að íslenskum tíma. Birgir fékk örn (-2) á 15. braut og var kylfingurinn ánægður með örninn. „Upphafshöggið var langt, 300 metrar, og ég sló með 5-járni inná flöt af um 200 metra færi og setti púttið ofaní.“ Sigurvegari mótsins fær 14 millj. kr. en neðsta sætið gefur af sér um 200.000 kr. Reuters Einbeittur Birgir Leifur Hafþórsson horfir á eftir kúlunni á fjórðu braut vallarins í Port Elizabeth. „Vissi ekki hver staðan var“ Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablað frá Betra baki. aktu enga áhættu!g i eldu KEA í jólamatinn Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG hef verið þægur fyrsti stýrimað- ur í 12 tólf ár í 2. sætinu og finnst orð- ið tímabært að fyrsti stýrimaður fái að fara sem kapteinn í einn róður,“ segir Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sem í gær tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fyrsta sæti flokksins í Suðurkjördæmi. Í því sæti situr fyrir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra og varaformaður flokksins, en hann hefur leitt listann í kjördæminu sl. 12 ár. Kemur Guðna í opna skjöldu „Þetta kemur mér í opna skjöldu,“ segir Guðni í samtali við Morgunblað- ið og bætir við: „Hjálmar Árnason lýsti því yfir á kjördæmisþingi okkar sem haldið var í Reykjanesbæ í nóv- ember sl. að hann sjálfur myndi áfram sækjast eftir því að vera í 2. sæti á framboðslistanum en lýsti því jafnframt yfir að hann styddi heils- hugar framboð mitt í 1. sæti enda væri ég varaformaður flokksins og ráðherra kjördæmisins. Þannig að nú hefur honum snúist hugur og er á ein- hverri hringferð sem ég átta mig ekk- ert á.“ Aðspurður segist Guðni ekki hafa trú á öðru en að hann haldi 1. sætinu enda eigi hann góðan stuðning í kjördæminu öllu. Spurður hvað búi að baki ákvörðun sinni rifjar Hjálmar upp að á síðasta kjördæmaþingi hafi verið ákveðið að fara prófkjörsleiðina í kjördæminu í stað uppstillingar. „Í því felast skýr skilaboð um breytingar á listanum,“ segir Hjálmar og rifjar upp að hann hafi á þeim tíma lýst því yfir að hann hygðist stefna á 2. sætið. „Í millitíð- inni hafa verið haldin tvö prófkjör annarra flokka í Suðurkjördæmi þar útkoma Suðurnesjamanna hefur ver- ið hrakleg þrátt fyrir þá staðreynd að þeir eru 45% af kjördæminu og það hefur breytt hinu pólitíska landslagi,“ segir Hjálmar, sem í gærmorgun var afhent áskorun tæplega tvö þúsund stuðningsmanna um að hann gefi kost á sér í 1. sætið. Tekur hann fram að hann hafi einnig fengið mikla hvatn- ingu úr öðrum hlutum kjördæmisins, alla leið austur til Hornafjarðar. „Ég tel það skyldu stjórnmálamanns að leggja við hlustir og þegar það koma svona sterkar raddir frá kjósendum þá verður maður að bregðast við. Ég teldi það pólitískt ábyrgðarleysi að bregðast ekki við ákalli fólks í kjör- dæminu þveru og endilöngu.“ Framboðsfrestur í prófkjör fram- sóknarmanna í Suðurkjördæmi rann út í gær. Alls gefa tólf frambjóðendur kost á sér. Guðni og Hjálmar gefa sem fyrr er getið báðir kost á sér í 1. sæti. Bjarni Harðarson, Björn Bjarndal Jónsson og Eygló Harðar- dóttir gef kost á sér í 2. sæti. Elsa Ingjaldsdóttir og Kjartan Lárusson sækjast eftir 3. sæti og Guðni Sig- hvatsson eftir 3.–4. sæti. Brynja Lind Sævarsdóttir sækist eftir 4. sæti. Gissur Jónsson gefur kost á sér í 4.–6. sæti. Lilja Hrund Harðardóttir og Ólafur Elvar Júlíusson gefa kost á sér í 5.–6. sæti. Hjálmar segist vera að svara ákalli kjósenda Hjálmar Árnason sækist eftir 1. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi sem Guðni Ágústsson hefur leitt sl. 12 ár Hjálmar Árnason Guðni Ágústsson Í HNOTSKURN »Framboðsfrestur í próf-kjör framsóknarmanna í Suðurkjördæmi rann út í gær. Alls gefa 12 frambjóðendur kost á sér. »Hjálmar Árnason hyggstsækjast eftir 1. sætinu á listanum, en Guðni Ágústsson hefur leitt listann sl. 12 ár. »Prófkjörið fer fram 20.janúar nk. GÓÐ stemning ríkti á Múlalundi í hádeginu í gær þegar Magnús Stef- ánsson félagsmálaráðherra tók þátt í árlegu jólahlaðborði starfsmanna. Að sögn Helga Kristóferssonar, framkvæmdastjóra Múlalundar, er mikill annatími hjá fyrirtækinu nú í desember, þar sem starfsmenn vinna við pökkun jólagjafa fyrir hin ýmsu fyrirtæki auk þess að vinna við vörur sem fara í sölu í janúar. Þar er m.a. um að ræða hin víð- frægu Egla-bréfabindi ásamt öllu því sem tilheyrir reikningshaldi. „Við eigum mikið undir því að fyrirtæki velji „rétt“ í janúar, þ.e. vörur frá okkur, því salan á vörum okkar í janúar er grundvöllur alls starfsins sem fram fer hér í Múla- lundi það sem eftir er árs.“ Að sögn Helga er Múlalundur elsti verndaði vinnustaðurinn á landinu því hann hefur verið starf- ræktur síðan 1959. Alls starfa hátt á fimmta tug starfsmanna hjá Múla- lundi. Aðspurður segir Helgi starfs- menn vinna mislengi hjá fyrirtæk- inu, allt eftir þörfum. „Fólk vinnur hér allt frá sex mánuðum til nokk- urra ára. Það fer allt eftir því hversu mikla endurhæfingu ein- staklingurinn þarf til þess að kom- ast aftur út í þjóðfélagið,“ segir Helgi og bendir á að árlega skili Múlalundur 12–15 einstaklingum aftur út í þjóðfélagið, ýmist í skóla eða vinnu, sem sé vitanlega afar dýrmætt bæði fyrir þjóðfélagið og fyrir sig persónulega. „Það ánægju- legasta við starfið er einmitt að fylgjast með framförum ein- staklinganna og sjá þá styrkjast.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Snæddi með starfs- fólki Múlalundar LOKIÐ hefur verið við að steypa vatnskápu Kárahnjúkastíflu við hlíð Fremri-Kárahnjúks. Er þá bláendi kápunnar efst á hinum enda stíflunn- ar eftir en fram kemur á vef Kára- hnjúkavirkjunar að þeim verkþætti hafi verið frestað til vors. Þar segir að Suðurverk geri ráð fyrir að ljúka við að fylla í Desjarár- stíflu fyrir jól. Vatn í Hálslóni nái að hvorugri hliðarstíflunni fyrr en næsta sumar. Í Jökulsárveituhluta framkvæmdanna hefur Arnarfell lít- ið getað átt við stíflugerð undanfarn- ar vikur og lítið getað steypt í botn- rás og inntak Ufsarárstíflu. Arnar- fellsmenn eru sömuleiðis með gerð þrennra jarðganga á sinni könnu, annars vegar 4,5 km aðrennslisgöng úr Ufsarlóni og hins vegar göng beggja vegna Kelduár. Vatnskápa kláruð í vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.