Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 25 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „JÁ, þetta er í fyrsta skiptið sem við spilum öll saman á opinberum tón- leikum, öll fjölskyldan – og Jói ekki orðinn nítján,“ segir Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari, en sá ein- stæði viðburður verður á morgun, að Guðrún, Martial Nardeau eig- inmaður hennar og synir þeirra tveir, Matthías og Jóhann, leika öll einleik með Kammersveit Reykja- víkur á árlegum jólatónleikum sveitarinnar í Áskirkju kl. 16. Jóhann leikur í Trompetkonsert eftir Johann Wilhelm Hertel, Guð- rún og Martial leika í Konsert fyrir tvær flautur eftir Vivaldi, Martial í Flautukonsert eftir Jacques- Christophe Naudot og eldri son- urinn Matthías í Óbókonsert eftir Bach. En þar með er ekki öll sagan sögð, því þrjár systur úr allt ann- arri fjölskyldu, Rut, Unnur María og Inga Rós Ingólfsdætur, leika einleikshlutverkin í Jólakonsert Corellis. Þær systur hafa þó marg- oft leikið saman áður og hafa reyndar borið uppi starf Kamm- ersveitar Reykjavíkur frá upphafi. Óvenjulegt er að heil fjölskylda hafi tónlistina að ævistarfi. Það er þó reyndin með Nardeau-fjölskyld- una, þar sem synir þeirra Guðrúnar og Martials hafa báðir ákveðið að helga sig tónlistinni. Matthías hefur þegar lokið námi frá Tónlistarhá- skólanum í París og Jóhann, sem lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor, heldur nú til fram- haldsnáms, einnig í París. Aðspurð um hvernig heimilislífið hafi gengið fyrir sig á aðventu og hvort nokkuð hafi verið gert nema að æfa, segir Guðrún að jólaundirbúningurinn á heimilinu hafi reyndar oft falist í æfingum. „Það hafa sennilega oftar verið bakaðar ljóðrænar kökur á þessu heimili en efnislegar. Þegar Rut fékk þá hugmynd að biðja okk- ur öll að spila, þá hugsaði ég strax að þetta yrði ansi mikið álag. Ég held að við höfum því tekið það strax í okkur, en reynum auðvitað að hafa gaman af því líka.“ Foreldrar eru iðulega með hnút í maganum af áhyggjublendnu stolti þegar börnin þeirra eiga að koma fram, en spurningin er hver hefur áhyggjur af hverjum þegar allir eru í eldlínunni? „Við höfum ekki lent í þessu áður. Það eru eilíf þroskaverkefni sem tilveran býður uppá í sjálfsstjórn og öðru. En það er um að gera að undirstrika að þetta er mikil ánægja. Oft er það mesta áskorunin sem veitir mesta ánægju. Fyrir okkur Martial er það engu líkt að sjá strákana taka kynd- ilinn. Það hefur einhvern veginn ekki tekist að selja þessum börnum aðra iðn, þannig að þeir eru lagðir af stað eins og við, þessa löngu leið.“ Tókst ekki að selja þeim aðra iðn Fjölskyldutónleikar Matthías spilar á óbó, Jóhann á trompet og hjónin Guðrún Sigríður Birgisdóttir og Martial Nardeau á flautur. Systurnar Rut, Unnur María og Inga Rós Ingólfsdætur leika líka einleik á tónleikunum. Foreldrar og synirnir tveir leika öll einleik á Jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur sem fara fram í Áskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg ZIK ZAK kvik- myndir hafa tryggt sér kvik- myndaréttinn að nýútkominni skáldsögu Stef- áns Mána, Skip- inu. Bókin, sem er gefin út af JPV útgáfu, fjallar um mar- traðarkennda skipsferð. Hún hefur hlotið góðar viðtökur bæði gagn- rýnenda og almennings og er fimmta prentun af bókinni farin af stað. Að auki eru viðræður við er- lenda bókaútgefendur „í góðum farvegi“, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Með réttinn að tveimur bókum Zik Zak kvikmyndir vinna einnig að mynd eftir annarri skáldsögu Stefáns Mána, Svartur á leik, sem kom út árið 2004. Óskar Þór Ax- elsson hefur unnið að gerð kvik- myndahandrits eftir þeirri bók sem nú er tilbúið. Er reiknað með að tökur hefjist veturinn 2007/ 2008. Í fréttatilkynningu frá Zik Zak segir að á þeim bænum ríki mikil gleði yfir þessum verkefnum og menn séu mjög spenntir fyrir framhaldinu. Handritavinnsla og fjármögnun Skipsins hefst strax á nýja árinu en búist er við að sú vinna taki einhvern tíma. Zik Zak með réttinn að Skipi Stefáns Mána Stefán Máni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.