Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 23 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HITINN á norðurhveli jarðar hefur hækkað tvöfalt meira en á suður- hvelinu á síðustu árum og árið sem er að líða verður að öllum líkindum sjötta hlýjasta árið frá því að mæl- ingar hófust, að því er fram kemur í ársskýrslu Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar (WMA). Stofnunin segir að meðalhitinn á norðurhveli jarðar á árunum 1997– 2006 hafi verið 0,53̊C hærri en með- alhitinn á árunum 1961–1990. Á suð- urhvelinu hækkaði hitinn um 0,27 gráður á Celsíus á sama tíma. „Norðurhvelið hlýnar núna miklu meira en suðurhvelið,“ hafði frétta- stofan AP eftir Omar Baddour, sér- fræðingi Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar. Hann sagði að ein af helstu ástæðunum væri sú að höf þektu stærri hluta suðurhvelsins og það tæki þau lengri tíma að hitna en þurrlendi jarðar. Svonefnd Norður- Atlantshafssveifla, sem stafar af lág- þrýstingi yfir Íslandi og háþrýstingi yfir Azor-eyjum í heittempruðu Atl- antshafinu, stuðlar einnig að hlýnun norðurhvelsins um þessar mundir en það gæti breyst, að sögn Baddours. Hlýjasta haustið í V-Evrópu Í skýrslu veðurfræðistofnunar- innar kemur einnig fram að meðal- hitinn við yfirborð jarðar hefur hækkað um 0,18°C á hverjum áratug síðustu þrjátíu árin. Þessi þróun lýsir sér í óvenju mildum vetrum og haustum en mikl- um sumarhitum. Í vestanverðri Evr- ópu var haustið í ár það hlýjasta frá því að mælingar hófust, að sögn Jean-Michels Jarrauds, fram- kvæmdastjóra Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar. Hann sagði að met- hiti hefði einnig verið í Bandaríkj- unum á tímabilinu frá janúar til september, miklir þurrkar í Kína og Ástralíu en óvenju mikil úrkoma á sumum svæðum í Afríku og Róm- önsku-Ameríku. Sjötta hlýjasta árið                                               !   "#$%&!            ' (    ) ! '           !  +,, +- +. +/ +, - 0    "1 ! &   !"     #"  $  %&  '" $($ & )*+* " , 1 *)  "  & ,-'   && &$   $"  " '  & .&(. / &$ -'  "0 & & & 1 2  1     1          &234353678$ &9: ;3 Norðurhvelið hlýnaði miklu meira en suðrið Tókýó. AP, AFP. | Japanska þingið sam- þykkti í gær að koma á fót varnar- málaráðuneyti, því fyrsta í Japan frá því í síðari heimsstyrjöld. Þá var sam- þykkt að breyta kennsluefni í grunn- skólum með það fyrir augum að efla þjóðernisvitund nemenda. Lögin um varnarmálaráðuneytið nutu almenns stuðnings á þinginu en eftir stríð bönnuðu Bandaríkjamenn Japönum að gerast herveldi á ný. Alla tíð síðan hafa þeir verið með varn- armálastofnun en ekki eiginlegt ráðu- neyti í samræmi við stjórnarskrána frá 1947. Shinzo Abe forsætisráðherra er fyrsti japanski leiðtoginn, sem fædd- ur er eftir stríð, og hann hefur lagt mikla áherslu á stofnun varnarmála- ráðuneytis og endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Er stefnt að því, að Fum- io Kyuma, yfirmaður varnar- málastofnunarinnar, verði varnar- málaráðherra en herinn verði þó enn um sinn skilgreindur sem „sjálfsvarn- arsveitir“. Kennt að elska land og þjóð Þrátt fyrir þær takmarkanir, sem hingað til hafa verið á herumsvifum Japana, eru hernaðarútgjöld þeirra með þeim mestu í heimi eða 41,6 millj- arðar dollara, 2.885 milljarðar ísl. kr., árlega. Japan er mikið efnahagsveldi en á síðustu árum hefur það verið að gera sig gildandi á öðrum sviðum á al- þjóðavettvangi. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Íraks, þeir fyrstu utan landamæranna frá 1945, og einnig til hjálparstarfa í Indónesíu eftir flóðbylgjuna miklu fyrir tveimur árum. Miklu umdeildara mál á þingi var tillaga Abes forsætisráðherra og stjórnarinnar um að skylda skóla til að innræta nemendum „ást á landi og þjóð“ en andstæðingar frumvarpsins sögðu það minna á menntakerfið í Japan á stríðsárunum og fyrir þau. Þá var börnum kennt, að þeim bæri að fórna sér fyrir keisarann og þjóðina. Í því skyni að tefja fyrir frumvarp- inu báru stjórnarandstæðingar fram nokkrar vantrauststillögur en stjórn- in stóð þær af sér, enda með góðan meirihluta á þingi. Andstæðingar frumvarpsins segj- ast óttast, að farið verði að meta nem- endur eftir þjóðernisáhuga þeirra og minna á, að það komi fram á sama tíma og héraðsstjórnir víða í Japan hafi skorið upp herör gegn kennurum og nemendum, sem neita að sýna ýmsum þjóðartáknum tilhlýðilega virðingu. Varnir og ást á landi og þjóð Reuters Ungir aðdáendur Shinzo Abe, for- sætisráðherra Japans, með grunn- skólanemendum í Tókýó. Sími 590 5760 Aðeins 19.990 kr. á mánuði. M.v. 70.000 kr. útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða. Ta km ar ka ð m ag n! Be nz A -C la ss ár g. 2 00 5 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 9 9 6 Opið í dag, laugardag, kl. 12-16 á Kletthálsi 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.