Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 59 Atvinnuauglýsingar Yfirvélstjóra vantar á skuttogara. Stærð aðalvélar er 1691 kW. Upplýsingar í síma 862 0069. Raðauglýsingar 569 1100 Til leigu Íbúð í vesturbæ til leigu Til leigu er 107 fm, þriggja herbergja reyklaus kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi á Hjarðarhaga. Íbúðin er öll endurnýjuð, með sérinngangi og sérsól- palli. Leiga 115.000 kr. með hita. Upplýsingar í síma 820 6277 eða 820 4946. Félagslíf Tilvalin jólagjöf - Gjafa- kort Útivistar Hvernig væri að leggja grunn- inn að góðri gönguferð fyrir næsta sumar og setja gjafa- kort í jóla-pakkann? Þú hefur það í hendi þér hvort það er fyrir ákveðna ferð eða upphæð. Núna er rétti tíminn til að skrá sig í áramótaferðina. Tryggðu þér pláss strax. 30.12. - 1.1.2007. Áramót í Básum Brottför frá BSÍ kl. 8:00. 0612HF02 Áramótaferðir Útivistar hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess. Það er sérstakt að fagna nýju ári og strengja ný heit á fjöllum. Þar njóta flugeldarnir og áramóta-brennan sín vel. V. 14.400/16.400. Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is Sjá nánar á www.utivist.is NÝTT eintak af tímaritinu Stjórn- mál og stjórnsýsla er komið á vefinn. Vefurinn er öllum opinn en þar má nálgast bæði nýjasta eintak tímarits- ins og eldri eintök. Í tímaritinu er fjallað um stjórnmál og opinbera stjórnsýslu bæði í ritrýndum, fræði- legum greinum og í styttri greinum. Í þessu eintaki eru alls níu greinar, auk þess sem þar er að finna ellefu ritdóma um nýjar og nýlegar bækur sem tengjast efni tímaritsins með einum eða öðrum hætti. Slóðin er www.stjornmalogstjornsysla.is. Þetta er þriðja tölublað vefritsins, en það er gefið út tvisvar á ári á vef- formi. Síðan eru fræðigreinarnar prentaðar og gefnar út í sérhefti sem finna má á öllum helstu bókasöfnum landsins og bókabúðum a.m.k. á höf- uðborgarsvæðinu. Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við Háskóla Íslands. Tilgang- urinn með útgáfu tímaritsins er að skapa vettvang fyrir heiðarlega og fræðilega umræðu um íslensk stjórnmál og stjórnsýslu. Heilbrigt stjórnkerfi er undirstaða farsældar á öðrum sviðum og heilbrigðs mann- lífs. Tímaritið hefur þá sérstöðu að efni þess er öllum aðgengilegt ókeypis á netinu. Að baki liggur sú hugsun að upplýst stjórnmálaum- ræða eigi að ná til sem flestra. Fjórar fræðilegar og ritrýndar greinar Fjórar fræðilegar og ritrýndar greinar eru í þessu hefti. Gunnar Helgi Kristinsson skrifar grein um sjálfstæði ráðherra á Íslandi og þingræðisregluna, m.a. í hverra um- boði ráðherrar starfa. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson skrifar um verkföll og verkfallatíðni á íslenskum vinumark- aði, þar sem m.a. kemur fram að verkföll hafa dregist saman á al- mennum vinnumarkaði, en aukist hjá hinu opinbera. Settar eru fram skýringar á þeirri þróun. Stefán Ólafsson skrifar grein um aukinn ójöfnuð á Íslandi og áhrifavalda þar á m.a. launaþróun almennt og skattastefnu íslenskra stjórnvalda. Þetta byggir Stefán á nýjum gögn- um og ber síðan saman við það sem er að gerast í öðrum löndum. Baldur Þórhallsson skrifar grein um ís- lenska utanríkisstefnu frá árinu 1994 og það hvernig hún hafi breyst í átt til aukinnar virkni í alþjóðakerfinu, sem skýrt er með breyttum áherslum stjórnvalda og alþjóðleg- um þrýstingi. Fimm styttri greinar eru í tíma- ritinu. Michel T. Corgan skrifar grein sem nefnist „Free at last“ og fjallar um þær aðstæður sem skap- ast við brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Auðunn Arnórsson skrifar um efnið „Hvað býður Evrópa? Um varnarþarfir Íslands og öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusam- bandsins“. Davíð Logi Sigurðsson skrifar greinina „Borgaralegi páf- inn“ stígur af sviðinu – Kofi Annan, arfleifð hans og arftaki“. Lárus Jónsson skrifar um hafréttarlegan ágreining Íslendinga og Norðmanna um smuguveiðar og fiskverndar- svæði Norðmanna við Svalbarða og loks er í tímaritinu grein eftir Þröst Frey Gylfason, sem nefnist „Skipu- lögð umfjöllun á Íslandi um öryggis- og alþjóðamál eftir brotthvarf varn- arliðsins“. Stjórnmál og stjórn- sýsla komið á vefinn Í DAG, laugardaginn 16. desember mun lest hjólhýsa og húsbíla leggja af stað frá Víkurverki, Tangar- höfða 1 og halda sem leið liggur niður í bæ . Hjólhýsin hafa verið færð í hátíð- arbúning af þessu tilefni, skreytt slaufum og ljósum. Jólalög munu hljóma úr húsunum og ekki er útilokað að einhverjir jólasveinar verði með í ferðinni og hver veit hvað þeir sveinar hafa í pokahorninu. Ekið verður eftir Miklubraut og Rauðarárstíg svo niður Laugaveg kl. 14 og mun lest- in staldra þar við í stutta stund við Bónus. Síðan mun hún halda áfram til Hafnarfjarðar og verður endað í Spönginni í Grafarvogi. Hjólhýsalest á ferðinni í dag ÍÞRÓTTABANDALAG Reykjavík- ur og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis standa saman að sjóði sem styrkir ungt og efnilegt íþrótta- fólk í Reykjavík. Úthlutað var úr sjóðnum í þriðja skiptið á dögunum. Veittir voru styrkir vegna níu afreksverkefna íþróttafélaganna í Reykjavík. Ari Bergmann Einarsson, útibússtjóri hjá SPRON, og Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, afhentu styrkina. Heildarupphæð styrkjanna að þessu sinni var 1.640.000. ÍBR og SPRON leggja árlega 10 milljónir í sjóðinn, hvor aðili 5 millj- ónir. Íþróttafélögin í Reykjavík geta sótt um styrki í sjóðinn hvenær sem er. Markmið sjóðsins er að styrkja ungt og efnilegt reykvískt íþrótta- fólk á aldrinum 15–22 ára sem hefur hæfileika til að verða afreksfólk í íþróttum. Þá hefur sjóðurinn gert samning við frjálsíþróttakonuna Ásdísi Hjálmsdóttur úr Ármanni fram að næstu Ólympíuleikum. Ásdís fær 50.000 krónur mánaðarlega úr sjóðnum til að aðstoða við undirbún- ing Ólympíuleikanna í Bejing 2008. Afreksfólk ÍBR og SPRON standa saman að sjóði sem hefur það að markmiði að styrkja ungt og efnilegt íþróttafólk í Reykjavík. Úthlutað var úr Afrekssjóðnum í þriðja sinn á dögunum. Úthlutað úr Afrekssjóði SPRON og ÍBR UMHVERFISSTOFNUN sendir út rafrænar kveðjur til allra við- skiptavina, vina og velunnara stofn- unarinnar en þetta eru fjórðu jólin sem þessi háttur er hafður á um sendingu jóla- og nýár- skveðja stofn- unarinnar. Þeim peningum sem annars hefðu far- ið í kostnað vegna hefðbundinna póstsendinga er þess í stað beint til verðugs málefnis og í ár er Mæðra- styrksnefnd styrkt um 50 þúsund krónur og Hjálpræðisherinn um 25 þúsund. „Mikilvægt starf beggja þessara góðgerðarsamtaka hefur vakið verðskuldaða athygli og með þessu vill Umhverfisstofnun leggja sitt af mörkum til að þeir sem á þurfa að halda geti notið góðs af starfi þeirra,“ segir í frétt frá stofnuninni. Styrkir Mæðra- styrksnefnd og Hjálpræðis- herinn Á VEGUM Þróunarfélags Miðborg- arinnar í samvinnu við Landsbank- ann og Miðborgarkort ehf er hafin útgáfa á nýjum rafrænum gjafakort- um sem leysa munu gömlu papp- írsgjafakortin af hólmi. Nýju gjafakortin eru með sama sniði og þau greiðslukort sem al- menningur notar að staðaldri – og gilda í yfir 200 verslunum, veitinga- stöðum og þjónustuaðilum í miðborg Reykjavíkur. Kortin eru handhafakort sem fást í hvaða stærðareiningu sem er og einnig stöðluð. Stöðluðu kortin eru fimm: 2.500, 5.000, 10.000, 15.000 og 20.000. Víða erlendis eru í notkun kort sem byggjast á svipaðri tækni – Fyrir þá sem eiga ekki kost á að koma í miðborgina er auðvelt er að kaupa kortin á netsíðunni www.mið- borgarkort.is og þar er greitt að- gengi upplýsinga um gjafakortið og þjónustuaðila. Hægt er að kaupa gjafakortin í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2 v/ Ingólfstorg, á vefsíð- unni: www.midborgarkort.is. Nýtt rafrænt gjafakort Miðborgarinnar UNDANFARIN ár hefur Kögun hf. haft það fyrir sið, að í stað þess að senda viðskiptavinum og velunn- urum sínum jólakort hefur fyrir- tækið látið andvirðið renna til mál- efnis þar sem féð kemur að góðum notum, þörfin er rík og málefnið gott. Í ár var ákveðið að láta 500.000 kr. renna til félagsmiðstöðvar Geðhjálp- ar. Í félagsmiðstöðinni er unnið afar gott starf þar sem einstaklingar, sem eiga við langtímageðraskanir að stríða, njóta ýmiss konar þjónustu sem lífgar upp á tilveru þeirra, segir í frétt frá Kögun. Jólakortastyrkur Starfsmenn Kögunar afhentu styrkinn, andvirði jóla- korta, í félagsmiðstöð Geðhjálpar á Túngötu 7 í Reykjavík. Kögun hf. styrkir Geðhjálp FRÁ ÞVÍ framkvæmdir hófust við gerð lóðar tónlistar- og ráðstefnu- húss við austurhöfn Reykjavíkur hefur bílastæðum fækkað nokkuð á svæðinu. Þar sem niðurrifi Fax- askála er nú lokið verður steyptur grunnur skálans nýttur tímabundið undir bílastæði. Mánudaginn 18. desember verð- ur opnað fyrir umferð inn á svæðið um ljósastýrð gatnamót Geirsgötu og Pósthússtrætis en innakstur verður vestan við bensínsölu Esso. Gangandi vegfarendur munu kom- ast sömu leið en einnig verður opin gönguleið austanmegin við bensín- söluna um ljósastýrð gatnamót Geirsgötu og Lækjargötu. Bíla- stæðin verða opin fram að jólum og til afnota endurgjaldslaust. Bílastæðum fjölgað í Kvosinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.