Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigurborgGísladóttir fæddist á Svart- hamri við Álftafjörð 27. apríl 1923. Hún lést á heimili sínu, Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum, fimmtudaginn 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 1900, d. 1988, og Gísli Guðmundsson, f. 1884, d. 1969. Sig- urborg var alin upp hjá afabróður sínum Ásgeiri Kristjánssyni og konu hans Hinriku Sigurðar- dóttur. Uppeldissystkini Sig- urborgar eru Kristjana, Anna, Steinþór látinn, Sigríður Katrín látin og Hinrika látin. Hálfsystkini hennar sammæðra eru Jón Ásgeir látinn, Ólöf Ragnheiður, Jóna Björg látin, Bjarnfríður Edda lát- in, Guðmundur látinn, Hólmfríður Jóna, Andri Sigurður látinn og Hulda Guðrún. Inga. 2) Hrefna, f. 29. desember 1951, maki Valgeir Benediktsson, f. 12. mars 1949, börn þeirra eru a) Ingibjörg, f. 13. júní 1973, maki Jónas Gylfason, börn þeirra Sölvi Þór og Hrafnhildur Kría, b) Elísa Ösp, f. 14. september 1977, maki Ingvar Bjarnason, börn þeirra Kári og Þórey og c) Rakel, f. 15. október 1983, unnusti Einar Óskar Sigurðsson. 3) Olgeir, f. 19. febr- úar 1961, maki Sigríður Óskars- dóttir, f. 23. nóvember 1962, börn þeirra eru a) Helena Dögg, f. 30. október 1980, maki Jóhannes Friðrik Ægisson, börn þeirra Diljá Dröfn og Auðunn Andri, b) Einar Björgvin, f. 3. febrúar 1984, unn- usta Kristbjörg Víkingsdóttir og c) Sigurborg Lilja, f. 17. júní 1993. Sigurborg ólst upp á Svart- hamri við Álftafjörð, hún bjó á Blönduósi frá 1945 til 1971 og stofnaði þar fjölskyldu. Þar vann hún við ýmis verslunar- og skrif- stofustörf auk þess að vera ein af stúlkunum á stöðinni. Árið 1971 fluttist fjölskyldan til Hafnar- fjarðar þar sem Sigurborg vann lengst af á Hrafnistu. Frá árinu 1998 bjuggu þau hjónin í Vest- mannaeyjum. Útför Sigurborgar verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hinn 8. júní 1946 giftist Sigurborg Þorvaldi Ásgeirs- syni, f. 7. febrúar 1921, d. 29. júlí 2003. Foreldrar hans voru Ásgeir Þorvaldsson og Hólmfríður Zop- haníasdóttir. Börn Sigurborgar og Þor- valdar eru: 1) Ásgeir Ingi, f. 16. júlí 1948, maki Guðfinna Sveinsdóttir, f. 1. maí 1954, synir þeirra eru a) Sveinn, f. 8. janúar 1974, maki Sigrún Ómars- dóttir, börn þeirra Guðfinna Dís og Gunnar Bjarki og b) Borgþór, f. 20. mars 1980. Börn Ásgeirs og fyrri konu hans, Sigrúnar Páls- dóttur, f. 1. nóvember 1951, eru a) María, f. 13. desember 1968, börn hennar og Kristófers Jónssonar eru Tinna Rún, Kolfinna og Krist- ófer Jón og b) Þorvaldur, f. 30. nóvember 1971, maki Soffía Hjálmarsdóttir, börn þeirra eru Ásgeir Þór, Jökull Elí og Kristín Elsku mamma mín, þegar ég sit hér og hripa niður minningar mínar að þér látinni er svo margt sem flýgur gegnum huga minn. Svo margs er að minnast en svo margt var bara okkar á milli. Daginn áður en að þú kvaddir þennan heim sátum við saman í kaffi. Þá sagðir þú mér að þú værir búin að kvíða dálítið fyrir jólunum nokkurn tíma en nú væri allt í lagi. Þá kom sú hugsun skyndilega upp í hugann að kannski yrðir þú farin áður, því við vissum bæði í hvað stefndi. Þú saknaðir pabba svo sárt og ég vissi að þú værir tilbúin að fara til hans og sú einlæga trú okkar beggja að hann biði þín er vissulega frá Guði komin. Eitthvað var það sem olli því að næstu nótt kom mér ekki dúr á auga og þó ég héldi að ég væri tilbúinn að takast á við það að þú færir var sársaukinn og sorgin meiri en ég hefði trúað þá um morguninn þegar ég frétti lát þitt. Ég man að þegar ég var lítill mömmustrákur hugsaði ég stund- um að ég vildi deyja á undan þér því mér fannst óhugsandi að ég liti framar glaðan dag ef ég missti þig. Hálfri öld seinna finn ég að alla tíð hef ég verið mömmustrákur. Alltaf gat ég reitt mig á þig og leitað til þín og það mun ég gera áfram í gegnum bænirnar mínar sem þú kenndir mér. Þú kenndir mér að trúa á Guð og treysta honum og bænin sem við bæði héldum svo mikið uppá og fór- um stundum með saman Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) hefur verið mér styrkur á erf- iðum stundum í lífinu. Elsku mamma mín, ég kveð þig í bili og bið að heilsa pabba. Þinn elskandi sonur Ásgeir Ingi. Það kemur að því að stundaglas okkar allra tæmist að lokum, og nú hefur hún Bogga fetað sína götu á enda. Mikil sómakona og sannköll- uð hversdagshetja hefur nú kvatt. Það sem mér er efst í huga við þessi tímamót er þakklæti, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast svo já- kvæðri, lífsglaðri og góðri konu sem henni. Það mun hafa verið vorið 1945 að Bogga sem þá var búsett á Ísafirði ákvað að skreppa á námskeið á Blönduósi, en þar bjó ungur maður sem hún hafði kynnst á Ísafirði. Það teygðist hinsvegar lítillega úr námskeiðinu því frá Blönduósi fór hún ekki fyrr en 1971. Þarna á Blönduósi hófst sambúð þeirra Boggu og Tolla sem varði í 57 ár. Þau voru einstaklega samrýnd hjón. Hún opinská, fordómalaus og hláturmild. Hann hvatvís, stundum dómharður en alltaf skemmtilegur. Með þeim var gott að gleðjast og þau kenndu mér margt. Ekki bara ljóð og vísur sem þau kunnu ógrynni af, heldur líka sitthvað um lífið og tilveruna. Tolli var að sjálf- sögðu húsbóndi á sínu heimili, en það var samt Bogga sem var klett- urinn og kjölfestan á heimilinu. Þau voru afskaplega vinamörg og það má segja að heimili þeirra hafi verið opið fyrir gestun og gangandi alla tíð. Bogga hafði sérlega þægi- lega nærveru og var ekki íhlutunar- söm um annara athafnir eða skoð- anir, þess vegna meðal annars var hún oftar en ekki miðpunkturinn í tilveru afkomenda sinna og vina. En nú er komið að kveðjustund og við hæfi að kveðja með síðustu lín- unum í vísu sem hún hélt mikið uppá og fór oft með: ,,Lyftum hátt við loka þátt / lífsins sátta bikar.“ Þín samfylgd var góð, þökk fyrir það. Valgeir Benediktsson. Elsku Bogga. Á björtum og fallegum desem- bermorgni lagðir þú í þína síðustu siglingu. Það gat ekki annað en ver- ið stillt veður, því í öll skiptin sem þið Tolli siglduð á milli lands og Eyja var það þannig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessum ljóðlínum kveð ég þig og þakka yndislega vináttu. Takk fyrir að vera tengda- mamma mín og amma barnanna minna. Þín minning lifir. Þín Guðfinna. Hún var nýorðin fimmtug þegar við sáumst fyrst. Ég vissi ekki þá að hún ætti eftir að hafa svo mikil áhrif á líf mitt. Þá hefði ég kannski reynt að stilla mig, grenja minna og hætt að hugsa bara um sjálfa mig. Ég hefði kannski virt hana betur fyrir mér, horft í augun hennar og reynt að greipa þessi fyrstu kynni djúpt inn í huga mér og hjarta. Ég vissi ekki að hún ætti eftir að hlaða ótal vörður í landslagi lífs míns. Ég vissi ekki að hún myndi leiða mig svona langt á lífsleiðinni. Ég vissi eiginlega ekki neitt. Ég var nýfædd og á þeirri stundu vorum við báðar uppteknari af mér – heldur en henni. Ég var á leiðinni heim úr Herjólfi rúmum 33 árum síðar þegar mamma hringdi í mig frá Eyjum og sagði mér að amma vildi endilega tala við mig. Amma sagði mér að það væri að fjara út. ,,Það er að fjara út... hjá mér,“ endurtók hún aðeins hikandi, eins og hún væri að kanna viðbrögð mín. ,,Já,“ sagði ég rólega og fann að það var satt. ,,Ertu kvíðin?“ spurði ég hana. ,,Nei,“ svaraði hún og bætti strax við: ,,En þú?“ ,,Nei, ég er ekki kvíð- in, amma“. ,,Þá verður þetta allt í lagi,“ sagði hún. ,,Já, þetta verður allt í lagi, amma mín,“ sagði ég. Hún amma mín lést í upphafi að- ventunnar. Það var fullt tungl og óteljandi stjörnur lýstu upp him- ininn þegar mamma hringdi í mig. Og það var einhvern veginn allt í lagi. Amma Bogga var 50 árum eldri en ég. Það fær mig til að brosa þeg- ar ég hugsa til þess að kannski á ég eftir að eignast litlar vinkonur eða vini sem verða eins náin mér og ég var henni. Vá hvað ég á þá eftir að eignast mikið. Hef stundum hugsað um það hverjir þekkja mig best. Amma þekkti styrkleikana mína og kenndi mér að þekkja þá betur. En ekki margir hafa kynnst veikleikum mínum eins opinskátt og hún og afi. Ég bjó hjá þeim á unglingsárunum mínum þegar ég þurfti að fara að heiman í skóla. Það gerði tengsl okkar enn dýpri og fyrir vikið hefur líf mitt verið henni opin bók sem hún hjálpaði mér að skrifa. Það læddist óþægileg fullorðinstilfinn- ing að mér nokkrum dögum eftir að hún dó og um stund þráði ég að verða aftur lítil stelpa. Finna hlýjuna, kyrrðina og friðinn heima hjá ömmu og afa. Komast í athvarf- ið mitt. Leggja öll vandamál heims- ins eins og kapal á borðstofuborðið vitandi að ömmu tækist örugglega að láta hann ganga upp. Á meðan myndum við afi fá okkur útlensk bláber. Hálfri öld áður en við amma sáumst fyrst var hún lítil stelpa vestur á Svarthamri við Álftafjörð. Hann var ekki sá léttasti, bakpok- inn hennar, þegar hún lagði af stað út í lífið. Hún bar hann með sér, staldraði annað slagið við, tók upp úr honum og raðaði ofan í hann aft- ur. Henni var alla tíð illa við að henda. Hún nýtti sér allt sem í hon- um var og þroskaðist í lífsreynda, sterka og sjálfstæða konu. Hún ræktaði með sér mannkosti sem gerði það að verkum að hún var ekki bara amma mín. Hún var fyrir- myndin mín. Skynsemin mín. Visk- an mín. Hún amma var vinkona mín. Fordómalausari en flestir. Víð- sýn og umburðarlynd. Svo laus við að vera upptekin af áliti annarra. Hún þorði að fara sínar eigin leiðir. Kjarkurinn hennar er og verður hvatningin mín. Ísafjörður, Blöndu- ós, Hafnarfjörður, Vestmannaeyj- ar. Heimurinn hennar var stærri en bærinn sem hún bjó í. Ég hætti aldrei að leita til hennar: ,,Amma finnst þér að... hvernig ætti ég... hvað myndir þú... hvernig leið þér þegar... hvaða ráð myndirðu gefa mér í lífinu, amma?“ ,,Gifstu honum Jónasi í hvelli!“ Afi svaraði áður en ég hafði lokið við setninguna. Hann var þannig hann afi minn. Hvatvís. Hreinskilinn og heiðarlegur fram í fingurgóma. Vissi hvað hann vildi – og hvenær! Amma hugsaði sig um. Sagði svo rólega og yfirvegað: ,,Veldu þér vinnu sem þér líður vel í, sem þér finnst gaman að sinna. Við verjum svo stórum hluta af lífi okkar í vinnunni. Þetta er ekki eins og þetta var þegar fólk varð að strita við að handmoka skurði og hafði ekkert val.“ Svörin voru mér vörður í lífinu hvort sem ég var stödd úti á túni í Trékyllisvík eða á markaði í Istanbúl. Það skipti ekki máli, þau fengu mig til að hugsa og sjá lífið í öðru ljósi. Amma, varstu ekki alltaf skotin í afa? Ég sat við rúmið hennar um daginn og horfði á myndina af afa sem stóð á nátt- borðinu. ,,Jú“, hún svaraði strax og leit á myndina: ,,Fannst þér hann ekki sætur?“ ,,Jú, alveg rosalega“ svaraði ég og mér leið eins og amma væri sextán. Hún var ein- hvern veginn aldurslaus. Hún var konan sem gekk á fullorðinsaldri til liðs við stofnendur Kvennalistans og breytti samfélaginu meðan langtum yngri konur þorðu ekki að trúa að hlutirnir gætu verið öðru- vísi en þeir voru. Konan sem lánaði bekkjarbræðrum mínum Iron Mai- den-plötur. Konan sem kunni vísur í tugatali og hafði eins og afi Tolli unun af góðum texta. Konan sem þerraði ótal tár á stórum sem smáum og sagði aldrei frá því. Kon- an sem elskaði bæði Bubba og Björgvin, átti gríðarlegt hljóm- plötusafn og hækkaði óperur upp úr öllu valdi. Konan sem hélt rónni hvað sem á dundi. Konan sem ég hringdi í og bað um að spýta á eftir mér í tíma og ótíma. Hún skildi allt- af hversu mikil ,,alvara“ var á ferð- um. Konan sem á áttræðisaldri flutti einn góðan veðurdag með manninum sínum til Vestmanna- eyja. Þau hættu aldrei að láta drauma sína rætast. Konan sem hló svo smitandi hlátri og hafði svo frá- bæran húmor að fólk á öllum aldri laðaðist að henni. Konan sem safn- aði saman ótal gulum miðum og geymdi þá vel. Á miðunum stóð ,,I love Jónas“. Amma las ljóðið Ást upphátt fyr- ir afa við kistulagninguna hans. Nokkrum mánuðum síðar gaf Ragnheiður Gröndal ljóðinu fram- haldslíf með fallegu lagi. Þetta er eitt fallegasta augnablik sem ég hef lifað. Svo uppfullt af ást: ,,Tolli minn, þetta er eftir hann Sigurð Nordal. Ég fékk það bara lánað.“ Að þessu sinni syngur hann afi fyrir ömmu af gömlum upptökum frá því hann var í kvartett Jónasar Tryggvasonar og félaga á Blöndu- ósi. Hann var tenór, gæinn sem hún amma er búin að elska í 60 ár. Og ég veit að það augnablik verður uppfullt – af ást. Það er komið að mér að spýta á eftir þér, elsku amma mín. Við Jón- as, Sölvi Þór og Hrafnhildur Kría sendum þér ástarþakkir – fyrir allt. Kysstu afa frá mér. Þín Ingibjörg. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um þig sé ég fyr- ir mér klett í hafinu. Klett sem öld- ur hafsins hafa skollið á í áranna rás, mjúkar, miskunnarlausar og allt þar á milli. Þessi klettur hefur ávallt virst nær óhagganlegur og aðeins örfáir molar hrunið hér og þar eftir því sem árin færðust yfir. En á síðustu misserum hafa þessir molar breyst í björg sem fallið hafa eitt af öðru í hafið og horfið. Nú er sú stund komin að haf tímans flæðir yfir þar sem einu sinni stóð klettur sem við hin studdum okkur við. Amma, þú varst kletturinn okk- ar. Kletturinn hans afa. Án þín fór hann ekkert nema ferðina löngu. En nú er hann búinn að fá nóg af einverunni og hefur kallað þig til sín eins og hann var vanur að gera þegar hann var farið að lengja eftir þér. Minningarnar læðast fram í hug- ann ein af annarri. Þú liggjandi í sófanum á Norðurbrautinni með skræpótta teppið hennar ömmu Siggu. Við að spila í borðstofunni. Þið afi saman. Þú í sólbaði úti á palli. Þú að skræla kartöflur fyrir afa. Hlýja fangið þitt... Í gegnum allar þær minningar sem birtast mér heyri ég hlátur, mjúkan, dill- andi hlátur, sé bros og blik í augum. Þú kunnir að hafa gaman af lífinu og það kenndi okkur hinum að njóta þess tíma sem okkur er gefinn og leyfa gleðinni að ríkja. Húmor, sjálfstæði, hlýja og hreinskilni er það sem mér fannst einkenna þig. ,,Finnst kærastanum þínum ekk- ert leiðinlegt þegar þú ert í svona ljótri peysu?“ Já, hreinskilni, þú lást ekkert á skoðunum þínum en kunnir að orða þær. Amma, svona eftir á að hyggja, peysan, hún var soldið ljót. Þú kenndir á bíl en kærðir þig ekki um að keyra. Þú kunnir að prjóna, hekla og sauma út en vildir miklu fremur veiða, vinna úti, lesa ljóð og hlusta á tónlist. Þannig fórstu þínar eigin leiðir og lést eng- an segja þér hvernig þú ættir að lifa lífinu og gerðir það með stæl, kjarkurinn bilaði aldrei. Ekki einu sinni þegar þú fylgdir honum afa síðustu sporin og last fyrir hann ljóðið Ást. Þá eins og svo oft áður gast þú það sem við hin treystum okkur ekki til. Þú varst klettur sem hafið hafði enn ekki náð að vinna á. En nú hefur haf tímans breytt sig yfir klettinn okkar og við misstum fótfestuna um stund, við reynum þó að vera stöðug og standa upp úr hafinu en ekkert okkar trónir jafn hátt og þú gerðir. Þegar þú varst dáin tók ég upp bókina þína Ástaljóð sem þú last upp úr fyrir hann afa. Ég opnaði bókina og laust blað datt í fangið á mér, með línunum sem við mér blöstu langar mig að kveðja þig: Man jeg þig mey! er hin mæra sól hátt í heiði blikar. Man jeg þig, er máni að mararskauti sígur silfurblár. (Jónas Hallgrímsson) Þig og það sem þú gafst mér mun ég alltaf muna og varðveita í hjarta mínu. Takk fyrir samfylgdina, amma mín. Þín Rakel. Núna ertu farin, elsku amma mín, í ferðina löngu. Það er sárt til þess að hugsa að ég muni aldrei sjá þig aftur en ég veit að nú ertu kom- in til hans afa. Þið eruð sameinuð á ný eftir aðskilnað sem varði reynd- ar aðeins í brot af þeim tíma sem þið afi áttuð saman hér á jörð. Fyrsta minningin mín um þig er þegar þú leyfðir mér að hlusta á spólur í litla herberginu á Slétta- hrauninu en þá var ég bara pínulítil skotta. Minnisstæðastar eru samt stundirnar okkar saman í öðru litlu herberginu á Norðurbrautinni og ég orðin töluvert stærri. Við tvær að spjalla um miðja nótt um allt og ekkert og allt þar á milli. Það var eins og við værum jafnaldrar því ég fann aldrei fyrir því að það væri yf- ir hálfrar aldar aldursmunur á okk- ur. Í huga mínum heyri ég dillandi hláturinn og sé fallega brosið þitt og glettnina í augunum þínum. Nú er ljósið þitt slokknað og nýtt tekið að loga á öðrum stað og það mun lýsa um alla eilífð þar sem þið afi verðið aldrei aðskilin. Viltu bera afa Tolla kveðju mína, elsku amma mín. Ást og virðing, þín Elísa Ösp. Sigurborg Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.