Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÚ ætti maður að teljast fullfær um að setja niður nokkrar hugleið- ingar um barnaplötur. Sjálfur var maður einu sinni barn og því mat- aður á ýmsum plötum af þeirri sort en auk þess á ég nú sjálfur barn, og eintak númer tvö mun „detta inn“ í heiminn hvað úr hverju. Ég verð að öllum líkindum uppi á fæðing- ardeild þegar grein þessi verður birt. Ég man að þegar ég var lítill voru það þetta fimm, sex plötur sem gengu á plötuspilaranum (þetta var í þá gömlu góðu daga) linnu- laust. Það var ekki mikið um end- urnýjun á þeim vígstöðvunum. Nýjar barnaplötur líta samt dagsins ljós árlega í þónokkru magni og eðlilega er misjafn sauður í mörgu fé. Stundum er eins og höf- undar misreikni þarfir barnanna, eða kasti þá einfaldlega til höndum því að þetta eru jú „bara börn“, og því hægt að moka hverju sem er að ómótuðum heilunum. Þessi afstaða hefur heldur en ekki komið mörg- um í koll, því að börnin eru líklega hörðustu gagnrýnendur sem hægt er að hugsa sér. Það þarf ekkert stjörnukerfi eða skala, eða þá að fara eins og köttur í kringum heitan graut í mati á gæðunum. Þetta er mjög einfalt; annaðhvort virka plöt- urnar eða ekki. Annaðhvort ganga þær 30.000 hringi á plötu/geislaspil- aranum í nokkur ár og gera foreldr- anna hálfgeðveika, eins og Dýrin í Hálsakógi og Eniga Meniga, eða þær fara tvisvar, þrisvar á og ryk- falla eftir það bakatil uppi í hillu. Hér á eftir verður sagt frá barna- útgáfunni fyrir þessi jól og við byrj- um á því að taka stikkprufu á sex plötum með viðeigandi „fullorð- inslegri“ stjörnugjöf. Kristján Hreinsson og fleiri – Barnalög (Mig langar að læra)  Markhópurinn hérna eru þau yngstu, eða þau sem eru nýfarin að tala eitthvað af viti, þ.e. um tveggja ára. Platan ætti þó vel að geta nýst eitthvað fram yfir það, a.m.k. fram til fjögurra ára aldurs. Lög og textar eru eftir Skerjafjarð- arskáldið Kristján Hreinsson en Kjartan Valdemarsson útsetur lögin og spilar á flygil og harmonikku. Auk þess spila hér Flís-liðarnir Valdi Kolli og Helgi Svavar, á bassa og trommur. Ung söngkona, Rann- veig Káradóttir, sér um söng og þverflautuleik. Lögin eru einföld og mikið rými í þeim, ljúfur og vögguvísulegur pí- anóleikur er í forgrunni. Platan virkar þannig líka vel fyrir enn yngri börn en tveggja ára sem skilja ekki textana, áreiti tónlistar er í minnsta lagi og fellur vel sem bakgrunnstónlist eða þá til að svæfa. Rannveig syngur vel og skýrt, en textarnir byggjast oft á endurtekn- ingum, eins og gjarnan er með þessi þekktustu einföldu lög. Umslag er þá til mikils sóma og allt saman er þetta bara hið besta mál. Útgefandi er 12 tónar. Ýmsir – Stóra stundin ykkar  Hér er farin einskonar mini-pops- leið, nemendur úr söngskóla Maríu Bjarkar syngja þekkta slagara, inn- lenda sem erlenda. Söngvararnir standa sig allir með prýði, sé tekið tillit til aldurs, þroska og reynslu, en ég set spurningarmerki við hvaða erindi platan á til þeirra sem ekki standa að plötunni eða syngja á henni. Með fylgir mynddiskur og sniðugra hefði verið að gefa hann út einan og sleppa geisladiskinum. Útgefandi er Sena. Kristjana Skúladóttir – Obbosí!  Við erum aftur komin á svipað svæði og Kristján Hreinsson og fé- lagar eru á, en mögulega fyrir ögn eldri hlustendur. Kristjana á lög og texta, en þeir Agnar Már Magn- ússon, Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Hrafnsson og Einar Valur Scheving sjá um hljóðfæraslátt. Textarnir eru í barnagælustíl; sakleysislegir og fjalla um kisur, ömmu og afa í sveitinni o.s.frv. Allt saman ofur- einfalt – en hittir beinustu leið í mark (fékk tvo litla þumla upp frá ungum meðrýni). Snotur og einkar vel heppnuð barnaplata. Dimma gefur út. Jói og Gói – Ævintýralandið (Bjartur og Bergur í landinu sem einu sinni var)  Hér er um að ræða ævintýri með sönglögum, sem ættu að spanna aldursbilið frá u.þ.b. fimm ára upp í 10, 11. Ævintýrið er í klassískum búningi, tveir vinir fara í ferðalag og takast á við álfa, tröll, dreka og þvíumlíkt. Lögin eru hins vegar ekkert frekar barnalög, gætu staðið sem æringjalegt fullorðinspopp. Um leikraddir sjá leikararnir Jó- hannes Haukur Jóhannesson og Guðjón Davíð Karlsson (Jói og Gói) og sömdu þeir leikgerð ásamt æskuvini sínum, Agli Erni Rafns- syni. Metnaðarfullt, svo sannarlega, og fengur að því að menn leggi í að skrifa og skapa eitthvað nýtt. R&R music gefur út. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Páll Ósk- ar Hjálmtýsson, Örn Árnason – Það vantar spýtur … (safn bestu barnalaga Ólafs Hauks Sím- onarsonar)  Söngvararnir þrír fara í gegnum sígilda barnalagasöngbók Ólafs Hauks, en lögin koma af klassíkinni Eniga Meniga, Hattur og Fattur komnir á kreik og Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Það má spyrja sig að því hver tilgangurinn sé með þessum endurtúlkunum en í flestum tilfellum er áhugaverður snúningur settur á þessi ágætu lög Ólafs. Undirleikur er fyrsta flokks, söngvararnir standa sig vel og Örn kemur inn með grallaragrín á rétt- um stöðum. Platan keyrir fram úr því að vera barnaplata, þetta er plata sem fyllir vel upp í klisjuna „fyrir börn á öllum aldri“. 12 tónar gefa út. Anna Pálína Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson – Komdu að syngja!  Mynddiskur með lögum sem Anna Pálína og Gunnar fluttu í Stundinni okkar veturinn 2001 til 2002. Alls ellefu lög en einnig eru þrjú myndbönd aukreitis. Anna og Gunnar spjalla á léttum og upp- fræðandi nótum við flygilinn áður en brostið er í söng. Anna Pálína bjó yfir þeim hæfileika að eiga greiða leið að barnshjartanu, og syngur sig inn í þau hér fyrirhafn- arlaust. Lögin koma m.a. af hinum rómuðu plötum Önnu og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, Bullutröll og Berrössuð á tánum. Og meira … Haraldur Freyr Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson, kenndir við Botnleðju, standa að plötunni Pollapönki. Þeir félagar voru að út- skrifast sem leikskólakennarar og var útskriftarverkefnið téð plata. Haraldur er ekki óvanur svona verkefnum, en árið 2001 gaf hann út barnaplötuna Hallilúja. Einu sinni átti ég gott er heiti á vísnabók og tveimur geisladiskum sem kemur út á vegum Smekkleysu og Stofnunar Árna Magnússonar. Innihaldið er gamlar vísur fyrir börn sem Rósa Þorsteinsdóttir tók saman, en hún vann einnig að Raddaplötunni sem kom út á vegum sömu aðila fyrir ellefu árum. Þá eru komnir út sex æv- intýrapakkar, sem innihalda geisla- disk, mynddisk og bók, og innihald- ið sígild ævintýri á borð við Mjallhvíti og Þyrnirós. Það er sjálf- ur Egill Ólafsson sem sér um lest- ur. Magnús Jónsson, leikari og tón- listarmaður, leikur þá sama leik á plötunni Töfrum ævintýranna, og les hann þrjú ævintýri, Stígvélaða köttinn, Þyrnirós og Sinbað Sæfara. Latibær hefur heldur en ekki verið í umræðunni að undanförnu en Líttu inn í Latabæ er safnplata með tuttugu lögum úr þessu gríð- arlega vinsæla barnaefni. Gunni og Felix hafa ekki síður átt greiða leið að barnshuganum undanfarin ár en platan Lögin hans Jóns míns inni- heldur lög sem Jón Ólafsson hefur samið fyrir tvíeykið undanfarin ár. Þá er komin út plata með leikriti Thorbjörns Egners, Karíusi og Baktusi, en það hefur verið á fjöl- unum hjá Leikfélagi Akureyrar að undanförnu við góðan orðstír. Þeir Guðjón Davíð Karlsson og Ólafur Steinn Ingunnarson fara með hlut- verk bræðranna en tónlistin er í umsjón 200.000 naglbíta. Tónlist | Nýjar barnaplötur og mynddiskar „Eitthvað fyrir krakka – káta krakkalakka“ Morgunblaðið/G.Rúnar Misjafnar Nýjar barnaplötur líta dagsins ljós árlega í þónokkru magni, og eðlilega er misjafn sauður í mörgu fé. GUÐJÓN Bjarnason, myndlist- armaður og arkitekt, opnaði í gær sýningu í HP Garcia-galleríinu í Chelsea-hverfinu í New York þar sem hann sýnir skúlptúra, málverk og vídeó. „Þetta eru að mestu leyti verk sem voru sýnd í Listasafni Reykja- víkur í mars sem var fylgt úr hlaði með bók. Þessi verk fóru síðan á sýningu hjá Staten Island-safninu og voru þar til sýnis fram í októ- ber. Núna er sýningin komin til New York, en þó bætist við hana ein ný innsetning og nokkur ný stór málverk,“ segir Guðjón. Önnur opnun verður á sýning- unni 12. janúar því þá kemur út nýtt rit sem fylgir henni. Sýning- unni lýkur 27. janúar. „Sprengiverkin hafa vakið nokkra athygli. Hugsunin á bak við sprengdu prófílana er helst sú að hleypa sköpunarkraftinum frjálsum og ummynda þessi stífu efni í frjálsari form. Ég leyfi tilviljuninni að ráða nokkuð för. Yfirleitt sprengi ég þessi verk í námum við borgarhliðin. Verkin eru þannig unnin að prófílarnir eru hlaðnir með mismiklu dínamíti þannig að ummyndun verkanna verður sýni- leg. Þetta er nánast eins og að horfa á kvikmynd af eyðilegging- unni,“ segir Guðjón. Umfjöllun verður um verk Guð- jóns í janúarhefti listatímaritsins Art in America. Opnar sýningu í New York Sprenging og sköpun Sprengdir prófílar frá sýningu Guðjóns í mars. ÞEGAR Sigtryggur Baldursson bregður sér í líki Bogomils Fonts er aldrei að vita hverju von er á. Bogomil er nefnilega skemmti- legur gæi. Stundum er hann háal- varlegur „krúner“ en við önnur tækifæri er hann ærslafullur og hrekkjóttur. Á Majones jólum sýnir hann á sér báðar þessar hliðar auk þess sem hann deilir á efnishyggju jólanna. Góð vísa er víst aldrei of oft kveðin og þegar það er gert án þess að móðga nokkurn mann hlýtur vísan að vera fyrirtak. Mörg þekkt lög eru á Majones jólum. Sem dæmi má nefna Jóla- sveinninn kemur í kvöld, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Söngur jólasveinanna og Jólin alls staðar. Bogomil hefur tekið sér það bessaleyfi að breyta aðeins til í textum sumra laganna og í öðrum hefur hann samið nýja. Þeir eru mjög skemmtilegir með fyndnar (en alls ekki of beittar) til- vísanir í verslunaræði Ís- lendinga um jólin. Lögin eru þó ekki öll af þessum meiði. Sum fjalla um hangikjöt, snjó og jólaöl – allt það sem minnir okkur Íslendinga á jólin. Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar á stórleik á Majones jólum. Skemmti- lega mikilfenglegar útsetn- ingar í anda Sinatra og hans tíma í bland við þjóðlega stemn- ingu sem hæfir tónlistinni vel. Jólaplötur geta verið mis- skemmtilegar en það er ekkert mis við Majones jól. Hún er hress- andi gleðigjafi í flóði miður vel út- settra endurtekninga. Kannski ekkert sérstaklega frumleg heldur hittir í mark og passar vel inn á hvert heimili. Sannkallaður gleðigjafi Stórsveit Ekkert er misskemmti- legt við Majones jól. TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Bogomils Fonts og Stór- sveitar Reykjavíkur undir stjórn Samúels Samúelssonar nefndur Majones jól. Leik- in eru ýmis jólalög eftir íslenska og er- lenda höfunda auk frumsamins lags eftir Samúel Jón Samúelsson. Söngur: Bogo- mil Font. Stórsveit Reykjavíkur er: Sig- urður Flosason, Haukur Gröndal, Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson, Óskar Guð- jónsson, Einar Jónsson, Eiríkur Örn Páls- son, Kjartan Hákonarson, Snorri Sigurð- arson, Sigurður Þorbergsson, Edward Fredriksen, Ingi Garðar Erlendsson, Dav- id Bobroff, Edvarð Lárusson, Eyþór Gunn- arsson og Jóhann Hjörleifsson. Stjórn- andi: Samúel Jón Samúelsson. Stórsveit Reykjavíkur gefur út. Smekkleysa sér um dreifingu. Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur – Majones jól Helga Þórey Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.