Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 43 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 Opnunartímar: mán-fös 10:00-19:00 - lau 10:00-18:00 - sun 13:00-18:00 - www.egodekor. i s Ný stækkanleg borð, fáanleg í 2 stærðum: L:160(+88)248xbr:100 L:200(+88)288xbr:110 Verð frá: 116.000,- Sjónvarpsskenkur 200x58xH:48 Verð: 67.000,- 160x45xH:48 Verð 59.000,- Skenkur 150x40xH:90 Verð: 79.000,- Borðstofuskenkur 180x45xH:125 Verð: 108.000,- Glerskápur 85x45xH:190 Verð: 68 .000,- Hvíttuð eikarlína Capri leðursófasett 3+1+1 Verð: 196.000,- 3+2 Verð: 182.000,- Sófaborð 120x65 Verð: 35.000,- Aðventutilboð Leðurstóll á snúningsfæti Verð áður: 68.000,- -20% Tilboðsverð: 54.400,- FYRIR stuttu bárust fréttir af aukinni unglingadrykkju í Reykja- vík. Leitt var líkum að því að tenging væri á milli samverustunda barna og foreldra og drykkju unglinga. Síð- ustu árin hefur samverustundum foreldra og barna fækkað. Á sama tíma hafa drykkja og reykingar barna á höfuðborgarsvæðinu aukist. Þetta er merkilegt í ljósi þess að upplýsingar um skaðsemi drykkju og reykinga hafa aldrei verið að- gengilegri. Við höfum aldrei varið jafn miklu og einmitt núna í fræðslu og forvarnir. Meðferðarúrræði eru fjölmörg og félagsþjónusta á höf- uðborgarsvæðinu hefur bólgnað út. Grunnskólinn er einsetinn og biðlist- ar eftir leikskólaplássi eru hverfandi í dag miðað við það sem áður var. Þenslan tærir Viðvarandi þensluástand hefur haft umtalsverð áhrif á lífshætti þorra Íslendinga. Aðgangur að lánsfé gerir það að verkum að með- alfjölskyldan er skuldsettari en áð- ur. Eignirnar aukast en greiðslu- byrði eykst jafnt og þétt. Íslendingar þurfa því að vinna meira ætli þeir sér að ná að greiða fyrir rándýrt húsnæði á þenslusvæðum og taka þátt í kapphlaupinu. Sam- vistir barna og foreldra, maka og stórfjölskyldu eru með allt öðrum hætti í dag en þekktist fyrir áratug eða svo. Fólk hefur reynt að mæta hækk- un á húsnæðismarkaði og hraða höf- uðborgarinnar með því að flytjast á jaðarsvæði höfuðborgarinnar. Þann- ig ferðast mörg þúsund manns á milli þéttbýliskjarna í kringum höf- uðborgina á leið sinni til og frá vinnu hvern dag. Eins og umferðarþróun hefur verið síðustu árin má ætla að fjöldi manna eyði hátt í tveimur klst. í ferðalög vegna vinnu á dag. Íslend- ingar vinna að meðaltali meira en aðrar þjóðir veraldar. Þegar heim er komið bíður fólks smátúrar í Bónus, með börnin í tómstundastarf og mat- seld í anda Jóa Fel. Það er því ekki að furða þó samverustundum for- eldra og barna fari fækkandi í slíku umhverfi. Tækifærin á landsbyggðinni Það felast ótal tækifæri á lands- byggðinni. Margir sjá aðeins tæki- færi í virkjunum og ferðamennsku en þá er helsti auðurinn eftir – sam- félögin sem finnast út um allt land. Með stórkostlegum framförum á sviði fjarskipta og samgangna eru landfræðilegar hindranir á und- anhaldi. Störf eru ekki lengur bund- in við eina starfsstöð – óstaðbundin störf eru raunverulegur kostur í dag sem fleiri og fleiri fyrirtæki nýta sér. Húsnæðisverð er allt annað og nær raunverulegri kaupgetu fólks en á þenslusvæðunum. Þrýstingur aug- lýsingasamfélagsins er ekki jafn grímulaus og pressan þar af leiðandi minni. Í Bolungarvík er samfélag sem byggist á þeirri grunnhugmynd að þjónusta og atvinnulíf sé innan seil- ingar við heimilið. Tækifæri þeirra fjöl- skyldna sem eiga þess kost að losna við klafa efnishyggjunnar eru mörg í Víkinni. Öll grunnþjónusta er í 5 mínútna göngufæri fyrir þorra íbúa sveit- arfélagsins. Sundlaug, heilsugæsla, íþrótta- hús, grunnskóli, leik- skóli, félagsheimili, kaffihús, bókasafn, sýslumaður, verslun, bensínstöð og bankaútibú – allt í 5 mínútna göngufæri. Sveitarfélagið greiðir götu fyrirtækja sem vilja sækja til bæjarins. Góð aðstaða er til stað- ar fyrir þau fyrirtæki sem hug hafa á að reka einmenningsstarfs- stöðvar. Með þessu geta ólík fyrirtæki nýtt sama ritara og skrif- stofubúnað. Þau fyr- irtæki sem geta nýtt sér óstaðbundin störf eiga fjölmörg sókn- arfæri. Hagræðingin sem skapast við það að losa dýrt húsnæði í höf- uðborginni og eignast ánægðan og öfl- ugri starfsmann er augljós. Framtíðin er fyrir vestan Ég skora á fólk sem situr heima og hefur áhyggjur af reikn- ingabunkum og tímaleysi að skoða kostina við einfaldara líf fjarri skarkala höfuðborgarinnar. Streð á þeim tíma sem börnin eru að vaxa úr grasi er ekkert lögmál. Það þarf enginn að vinna 12 tíma á dag til þess eins að keyra um á Landcruser og borga af íbúðinni í Vesturbænum. Kíkið vestur á firði – það er miklu innihaldsríkara og skemmtilegra. Nýtt líf utan höfuðborgarsvæðisins Grímur Atlason skrifar um kosti búsetu á landsbyggðinni »Ég skora á fólk semsitur heima og hefur áhyggjur af reikn- ingabunkum og tíma- leysi að skoða kostina við einfaldara líf fjarri skarkala höfuðborg- arinnar. Grímur Atlason Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.