Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 39 ljúki um að fram- júki fyrri nars gert fermetra nsínstöð, úverandi Hafnar- fjarðarvegurinn og segir Gunnar Einarsson að bærinn hafi gert kröfu um að hann yrði lagður í stokk með aðreinum í bæinn. Húsið sem hýsir Hagkaup, Spari- sjóð Hafnarfjarðar og Betrunar- húsið við Garðatorg verður rifið og í staðinn byggt þriggja hæða hús með risi. Það kemur til með að mynda hring umhverfis Garðatorg með bílastæðum, verslunum, veit- ingastöðum og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum en auk þess verður bílakjallari undir torg- inu. Við torgið verður byggt hús- næði fyrir Hönnunarsafn Íslands og efnt verður til hönnunarsam- keppni um það á næsta ári. Líflegt umhverfi Gunnar Einarsson segir að á Garðatorgi sé hugmyndin að skapa skjól, ákveðinn hlýleika og menn- ingarlegt og listrænt yfirbragð í líf- legu umhverfi. „Hluti af hug- myndafræðinni er að láta miðbæinn lifa auk þess sem nauðsynlegt er fyrir miðbæ að hafa ákveðinn hluta íbúða til að skapa stöðugt líf,“ segir hann. „Núna höfum við einstakt tækifæri til að skapa miðbæ frá a til ö og þetta eru ekki plástralausnir eins og gjarnan vill verða á Ís- landi.“ Gert er ráð fyrir að kostnaður Garðabæjar verði um 350 milljónir króna en hann felst eingöngu í því að eiga og sjá um bílakjallarann. Klasi greiðir annan kostnað og kemur til með að eiga verslunar- og þjónustuhúsnæðið. „Okkar sýn með þessu skipulagi er að Garðabær verði í hópi snyrtilegustu og um- hverfisvænstu bæja á Íslandi,“ seg- ir Gunnar Einarsson. nstöðin sem tengja má Garðatorgi. stærsta bæjar ring um- ðir á ýmsar ýleika ð/Sverrir Garða- KOSTNAÐUR Klasa hf. vegna uppbyggingarinnar í Garðabæ nemur um 7 til 8 milljörðum. „Þetta er stærsta verkefni sem Klasi hefur ráðist í,“ segir Þorgils Óttar Mathiesen, eigandi Klasa. Klasi stendur straum af öllum kostnaði vegna framkvæmdanna fyrir utan bílakjallarann á Garða- torgi og kemur til með að leigja þjónustu- og verslunarrýmið, en ætlar að selja íbúðirnar. Kostnaður Klasa um 8 milljarðar Jóhannes nam verkfræði viðtækniháskólana í Münchenog Berlín. Hann varð m.a.fyrir því að tilraunatæki hans á rannsóknastofu við Tækniháskólann í München, þar sem hann vann að doktorsverkefni sínu, skemmdust þrívegis í sprengjuárásum. Í síðustu árásinni í janúar 1945 gjöreyðilagðist rann- sóknarstofan og segir Jóhannes að þar hafi lokið tilraun sinni til dokt- orsprófs. Margt minnisvert dreif á daga Jóhannesar meðan á Þýskalands- dvölinni stóð. Hann rifjar m.a. upp eftirminnilegan málsverð á pálma- sunnudag 1939. Félagi hans Baldur Steingrímsson [Matthíassonar læknis] stakk upp á því að þeir fé- lagar fengju sér eitthvað gott að borða í tilefni af prófunum. Vinkona og aðdáandi Hitlers Þeir fóru á veitingahúsið Osteria Bavaria, sem var einna besta veit- ingahúsið í háskólahverfi þeirra Schwabing. Svo lýsir Jóhannes því sem gerðist á veitingahúsinu: „Ekki líður á löngu áður en lítill hópur einkennisklæddra nasista marsérar inn í veitingasalinn og sest við borð skammt frá okkur. Meðal þeirra er enginn annar en Foringinn sjálfur, Adolf Hitler. Hit- ler borðaði oft í þessu veitingahúsi þegar hann var í München. Í hópn- um var ung kona. Eftir nokkra stund stendur konan upp, gengur yfir að borðinu til okkar og heilsar upp á Baldur. Hann tekur henni kunnuglega og kynnir mig fyrir henni. Hún sest hjá okkur og talar við okkur stundarkorn, auðvitað mest við Baldur þar sem þau voru kunnug frá fyrri skólaárum hans. Eftir nokkra stund kveður hún okk- ur og fer aftur að borði Foringjans. Þegar hún hafði kvatt okkur spurði ég Baldur hver þessi kona væri. Hann tók upp úr vasa sínum nýlega úrklippu úr norsku blaði og sýndi mér. Þetta var þá lafði Unity Mit- ford, hin þekkta enska vinkona og aðdáandi Hitlers. Systir hennar Diana var gift nasistaforingjanum í Bretlandi, Oswald Mosley. Það er frá henni að segja að seinna þetta sama ár, þegar stríðið braust út og Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur, þá labbaði lafði Mitford út í Enska garðinn í München og skaut sig í höfuðið. Hún dó þó ekki og Hit- ler lét færa hana á besta sjúkra- húsið í München þar sem reynt var að fjarlægja byssukúluna úr höfði hennar. Hún var svo send til Sviss og þaðan til Bretlands. Hún var alltaf heilsuveil eftir þetta og dó skömmu eftir stríð.“ Í endurminningum sínum greinir Jóhannes Zoëga frá uppvaxtarár- unum á Norðfirði, skólagöngu hér á landi og háskólaárunum í Þýska- landi. Einnig starfsferli sínum hjá Landssmiðjunni og Hitaveitu Reykjavíkur, sem hann byggði upp öðrum fremur. Þá segir hann frá fé- lagsmálastarfi sínu, fjölskyldu sinni og ferðalögum um heiminn. Útgáfufélagið Heimur gefur bók- ina út. Á veitingahúsi með Adolf Hitler og félögum Jóhannes Zoëga hita- veitustjóri segir í end- urminningum sínum frá dvöl sinni í Þýskalandi í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og síðan öll stríðsárin. Guðni Einarsson leit í bókina og las m.a. að Jó- hannes hefði átt við- burðaríka daga í Þýska- landi. Endurminningar Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri. Vinir Ein mynda úr bók Jóhann- esar af Adolf Hitler og hinni bresku lafði Unity Mitford. gudni@mbl.is Framsóknarflokkurinn hef-ur jafnan verið forystuaflalhliða þjóðlegrar umbóta-stefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og fram- taks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsam- félagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyr- ir almenning, við upp- byggingu atvinnulífs- ins um landið, við rafvæðingu og vega- gerð, almannatrygg- ingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðis- mál og á öðrum svið- um. Framsóknarmenn hafa haft for- ystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfara- málum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16. desem- ber árið 1916. Þetta er hár aldur ein- staklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi vilj- um við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hug- sjónir Framsókn- armanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóð- legum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og af- komuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsókn- arflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum for- ystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgríms- son héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta rað- irnar, standa þétt saman í þeirri bar- áttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafn- vægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sér- staklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls al- mennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekking- arsamfélagið, á menntun og fram- farir um land allt. Markmið Fram- sóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóð- arinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og nátt- úruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytj- ast. Við viljum stuðla að þeim þjóð- armetnaði að Íslendingar verði jafn- an í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafn- an fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við ein- beitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn Framsókn í 90 ár Eftir Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson » Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagsleg- um, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.