Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 51 blasti þessi sýn við í gegnum stóran glugga beint á móti okkur, þar sem við sátum. Við nutum þessarar fegurðar í sýslunni okkar eins og við værum unglingsstelpur í Fljótshlíðinni. Inga var með öll sín skilningarvit í fullkomnu lagi og gat notið þessarar dýrðar til fulls. Þetta verður ein af mínum fegurstu minningum með Ingu minni sem ég mun geyma til æviloka. Þarna voru samankomnir flestir af afkomendum Ingu, allt glæsilegt og elskulegt fólk. Þegar dætur Ingu renndu í hlað á dvalarheimilinu, með bílana fulla af veisluföngum, sýndi starfsfólkið þar framúrskarandi alúð og aðstoð við að gera þennan dag sem ánægjuleg- astan fyrir alla aðila. Það á mikinn heiður skilinn fyrir það allt. Þetta var dýrlegur dagur fyrir okkur öll, fjölskylduna, heimilisfólk og Inga var alsæl. Vikan á eftir var henni ljúf og góð. Einn daginn var öllum í hjólastól- unum ekið út á veröndina því veðrið var svo gott og tunglið glampaði á heiðum himni. Þetta var nú eitthvað fyrir Ingu mína. Daginn fyrir brott- för flutti fyrrverandi grannkona hennar inn á heimilið. Það urðu fagnaðarfundir og margt rifjað upp svo það ríkti mikil gleði og hlátur þennan síðasta dag á meðal okkar. Morguninn eftir flutti hún inn í nýja veröld. Það voru góð leiðarlok. Inga fæddist í Fljótshlíðinni, hinni fögru sveit, og þar var allt hennar lífsstarf. Hún var elsta barn Sigur- bjargar og Steins sem bjuggu lengstan tíma af sínum búskap á Kirkjulæk þar sem Steinn átti hálfa jörðina á móti Ingibjörgu systur sinni sem var hætt búskap þar. Þau eignuðust þrjú börn, Ingileifu, Gunnbjörgu og Ólaf. Þegar börnin þeirra voru komin um og yfir ferm- ingu tóku þau kornabarn í fóstur, Guðrúnu Huldu, sem þetta skrifar. Hún var þar öll sín uppvaxtarár og naut umhyggju og ástúðar. Þetta var mikið myndarheimili, þar ríkti reglusemi, þrifnaður og háttvísi til orðs og æðis. Þau voru vel undirbúin til búskapar, þar sem þau höfðu um árabil unnið á Breiðaból- stað hjá sr. Eggerti Pálssyni, pró- fasti og alþingismanni, Steinn sem ráðsmaður og Sigurbjörg vinnu- kona, og þar giftu þau sig. Þetta var þeim góður skóli sem nýttist þeim vel og einnig afkomendum þeirra. Börn þeirra urðu öll mikið myndar- og dugnaðarfólk, sem þau áttu líka ætt til. Þau fóru öll að vinna úti upp úr fermingu. Systurnar fóru til Reykjavíkur, sinn veturinn hvor, og Ólafur á vertíð í Eyjum. En svo hófust ævintýrin: Litla systir, sú sem þetta skrifar, var eitt sinn sem oftar að koma af skemmt- un með Ingu. Sú stutta komst snemma upp á lag með að fá að fara með þessum stóru, góðu systrum, á böll og hvaðeina (að þær skyldu nenna því). Samkomuhúsið var stutt frá, bara í landareigninni. Einn bjartan vormorgun vorum við Inga að koma heim af balli (ég 7 ára). Ungur piltur fylgdi okkur. Þegar við komum að lautinni við lækinn sagði Inga mér að hlaupa heim sem ég auðvitað gerði. En ég þurfti aðeins að snúa við til að segja eitthvað við Ingu. Þá sá ég að ungi, fallegi mað- urinn var að kyssa Ingu systur. Mér brá mjög mikið, enda vissi ég vel að þetta átti ég alls ekki að sjá. Ég hljóp titrandi á beinunum heim í bæ en sagði aldrei nokkrum lifandi manni frá þessu fyrr en fyrir ári síð- an að ég sagði henni og Steinunni dóttur hennar þetta. Við hlógum mikið. En þetta fór alveg eins og í ævintýrunum. Prinsinn kom og kyssti sína prinsessu og þau héldu brúðkaup og unnust til æviloka. Þessi ungi maður hét Sveinn og var úr Kollabæjarhverfinu. Foreldrar hans, Sigurþór og Sigríður, bjuggu á allri jörðinni Stóra-Kollabæ. Ungu hjónin fengu hluta af jörðinni og byggðu þar nýbýli eins og þá var al- gengt. Þau bjuggu þar til æviloka Sveins 1978. Þá flutti Inga til Stein- unnar dóttur sinnar og hennar góða manns Jóns Stefánssonar. Þrátt fyrir þessar miklu breyting- ar á högum Ingu tók hún þeim af æðruleysi og tók upp annan lífsstíl, að ferðast og skoða landið sitt. Hún fær góða inngöngu til æðri heima því sælir eru hjartahreinir og þeir munu Guð sjá. Nú er hún farin til annars og bjartari heims og þar bíða vinir í varpa sem hún heldur með sína jólahátíð. Hjartans þakkir fyrir samveruna. Guðrún Hulda. Fljótshlíð. Ein fegursta sveit landsins. Grasi gróin frá bökkum fljóts og langt upp til heiða, svo ríku- lega að orð um smjör sem drjúpi af hverju strái eru hvergi nær sann- leikanum en einmitt þar. Minningar frá bernskudögum sækja fram í hugann, „…og grasið og blómin og lækirnir voru leiksystkini okkar.“ Þannig orðaði Steinn Steinarr það. Á þeim árum voru aðal-kennileitin í lífi okkar Kirkjulækur og Kollabær. Afi Steinn, amma Sigurbjörg og Ólafur Steinsson á Kirkjulæk, Ingi- leif Steinsdóttir og Sveinn Sigur- þórsson í Kollabæ. Við nutum þessa fólks og alúðar þess sem afkomend- ur og frændur, litlir strákar úr Reykjavík, þar sem móðir okkar kær var eitt af systkinunum Steins- börnum frá Kirkjulæk. Að sjálfsögðu voru tengslin meiri við Kirkjulæk, afa, ömmu, Óla frænda og Guðmund afabróður smið. En tíu ára gamall var ég nokkrar vikur framan af sumri í Kollabæ hjá „Ingu frænku“ eins og við kölluðum hana. Það voru góðir dagar sem einkenndust af umhyggju hjónanna, Sveins og Ingu, og vin- semd þeirra systra, Steinunnar og Sigríðar. Glaðværð og gáski voru andrúmsloft vorsins og sumarsins og er óhætt að segja að létt lund og hláturmildi hafi verið einkenni Ingu, þessarar sérstöku frænku minnar, allt hennar líf. Ég heyri hlátur henn- ar enn. Móðir mín, Gunnbjörg, nefndi systkini sín ávallt með ást og hrifn- ingu þegar hún rifjaði upp bernsku þeirra. Hún reisti í huga mínum æðra land, tignað tímabil ástríkis á kærleiksheimili föðurhúsanna og vináttu þeirra sem aldrei bar skugga á. Á döprum dögum huggaði hún sig gjarnan við endurminningarnar og rifjaði upp með trega og söknuði í svip og tóni. Nú er Ingileif Þóra Steinsdóttir fallin frá, Inga frænka, níutíu og átta ára gömul og hlátur hennar hljóðnaður. Vafalítið var hún södd lífdaga. Og með henni er síðasta kennileiti bernskunnar í Fljótshlíð horfið. Síðasta eikin þeirra þriggja sem stóðu sterkar við sjóndeildar- hringinn og vörðuðu heimsmyndina. Landslag hjartans nefndi ég það fyrr. Þannig minnist ég þeirra systkinanna. Með virðingu og þakk- læti. Votta ég dætrum hennar, Stein- unni, Sigríði og Sigurbjörgu, tengdasonum, barnabörnum og öðr- um ættingjum og vinum, einlæga samúð við fráfall Ingileifar og bið þeim blessunar Guðs. Blessuð veri minning góðrar frænku. Óli Ágústsson. Ég sest niður og staldra við góðar minningar um föðursystur mína Ingileif Þóru Steinsdóttur eða Ingu í Kollabæ eins og ég ólst upp við að hún væri kölluð. Ég vil nefna ferðir sem ég fór í heimsókn að Kollabæ með foreldrum mínum og systkinum þar sem Inga bjó lengi með Sveini manni sínum. Ég skynjaði svo vel að þau voru svo sátt og sæl með hvort annað og sína tilveru. Það var gam- an að sjá og heyra foreldra mína og Ingu og Svein spjalla og hlæja sam- an að einhverju sem ég áttaði mig kannski ekki á hvað var en þau voru greinilega mjög náin og höfðu gam- an af að rifja upp sín uppvaxtarár. Eins var alltaf gaman þegar þau komu í heimsókn að Kirkjulæk. Allt- af þegar ég hitti Ingu fann ég að hún bar hag minn fyrir brjósti, spurði mig: „Hvað segir þú Nonni minn“ eða „hvað er að frétta af þér væni minn“. Þetta þótti mér vænt um enda var ekki annað hægt en að þykja afar vænt um Ingu frænku mína. Hún var alltaf svo kát, já- kvæð, gefandi og hlýtt faðmlagið hennar. Nú sl. sumar kom hún með dætrum sínum og dóttursyni í heim- sókn að Kirkjulæk og fórum við í bíl- túr um túnin þar sem hún sleit barnsskónum við að rifja og raka. Þó nú sé allt mjög breytt, komið kaffi- hús á Vesturbakkanum og fram- kvæmdir hafnar við söguskálagerð með tilheyrandi raski í Símonarmó- anum var svo gott að finna hvað hún hvatti okkur áfram og fannst þetta allt svo spennandi. Í nóvember sl. fórum við móðir mín í heimsókn til hennar á Lund á Hellu. Við settumst sitthvorumegin við hana, spjölluðum og hlógum, hún bað okkur að kveða fyrir sig og tók undir sum erindin með ágætu lagi og spaugsemis- glampa í augunum. Þar sem Inga ólst upp hér á Kirkjulæk og lék sér við sömu læki og ég, Kirkjulækinn og Lambalækinn, langar mig að láta fljóta hér með ljóðakorn, Vorgöngu, sem varð til af bernskuminning- um mínum við lækinn þegar vorið var að ganga í garð og tileinka Ingu það núna. Er á rölti um mel og móa mikið á ég gott söng í eyrum lætur lóa lifnar gáska glott fuglarnir um flóann syngja fagurt lifnar vor þannig vil ég andann yngja eflist við hvert spor. Andinn svífur, gáfur gefast er ég geng um engi lengi beðið eftir því, beðið eftir þér. Niður brekku lækir líða, liðast eins og skott lögmálinu ljúfir hlýða líðst ei höfgadott gutli vátn í gúmmiskónum gerir ekkert til er í sokk af ömmu prjónum ágætum með yl. Nú er vorið gengið inn í garðinn græni blærinn kominn allt í kringum mig, kringum mig og þig. Allt er nú í góðum gangi gæfan mér við hlið finnst mér eins og lækinn langi að leika fossanið gott er þegar ganga vorsins gefur sálarfrið lifna foldar frjó til lífsins ljómar sólskinið. Hæðir birtast grundir gróa þá er gaman úti að gleðjast einn og leika sér, leika sér með þér. Sendum dætrum Ingu og að- standendum samúðarkveðjur, minn- ingin um góða konu lifir. Jón og fjölskylda, Kirkjulæk. ✝ Elskuleg móðir mín og fósturmóðir okkar, INGILEIF ÁGÚSTA JÓHANNESDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis í Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudag- inn 8. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Minningarspjöld Kristniboðsfélaganna fást í Blómabúð Akureyrar og Blómabúðinni Akri. Guðrún Hjaltadóttir, Friðrik Vestmann, Hjalti Hjaltason, Vilhelmína Norðfjörð Sigurðardóttir, Rósa Hjaltadóttir, Hugi Kristinsson, Anna Friðriksdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Sverrir Valdimarsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær bróðir minn, ÁRNI ÞÓR VÍKINGUR, er látinn. Jarðarförin hefur þegar farið fram. Sveinn Víkingur Þórarinsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA SJÖFN SÖLVADÓTTIR, Einigrund 4, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 13. des- ember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 14.00. Jakob Sigtryggsson, Sölvi F. Jóhannsson, Sólveig Hólm, Anna S. Ólafsdóttir, Úlfur Úlfarsson, Trausti Ægir Ólafsson, Silja Sjöfn Sölvadóttir, Sara Mist Sölvadóttir, Telma Sif Sölvadóttir, Kristján Jakobsson, Guðbjörg Jakobsdóttir, Steindór Jakobsson, Guðlaug M. Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNA EFEMÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks aðfaranótt föstudagsins 15. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Svanberg Pétursson, Elísabet Guðmundsdóttir, Margrét Björg Pétursdóttir, Björgvin M. Guðmundsson, Víglundur Rúnar Pétursson, Hafdís E. Stefánsdóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir, Hallgrímur H. Gunnarsson, Ragnar Pétur Pétursson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN NORÐMANN, Barðaströnd 37, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Oddbjörg Jóhannsdóttir Norðmann, Sigríður Norðmann, Óskar Norðmann, Elín Norðmann, Börkur Hrafnsson, Snædís, Tinna, Jón Hrafn og Óskar Árni. ✝ Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR B. ARNALDSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 14. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minn- ast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Karlotta Kristjánsdóttir, Angantýr Björn Þórðarson, Guðbjörg María Guðlaugsdóttir, Kristján Elvar Guðlaugsson, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.