Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 67 menning KRISTJÁN Zaklynsky (f. í Banda- ríkjunum) og Lina Larsen (f. í Dan- mörku) hafa bæði verið námsmenn við Listaháskola Íslands. Þau sýna nú í Gallerí Dverg innsetningu sem þau kalla „Den“ (Greni/Híði/Bæli) og er að hluta samstarfsverkefni en þau skipta samt rýminu á milli sín í tvo hluta og sýna hvort um sig sjálf- stæð verk. Framlag Kristjáns er skjaldbaka á feldi sem horfir á nátt- úrumynd í sjónvarpi. Má vera til- vísun í greni manna frekar en dýra þar sem menn leggjast á feld og glápa á „raunveruleikann“ í sjón- varpi. Framlag Linu er klippi- myndaröð sem er varpað á vegg og skúlptúr úr álpappír sem líkist eggj- um sem jafnframt hylur skjávarp- ann. Skjámyndir eru svart-hvítar og hljóðrás verkanna er vel samstillt og hrynur ágætlega þeirra á milli. Hugmyndin eða viðfangsefnið á vel við sýningarrýmið, enda hálfgerð kjallarahola sem eflaust hentaði mörgum dýrum til vetrardvalar. Hugmyndinni er hinsvegar illa fylgt úr hlaði og möguleikinn á að gera grenið áþreifanlegt fyrir ut- anaðkomandi gesti er ónýttur. Listamennirnir láta sér nægja að gefa það til kynna, s.s. með eggform- unum og skjaldbökunni, og fyrir vik- ið virkar sýningin ókláruð. Óklárað greni MYNDLIST Gallerí Dvergur Opið föstudaga og laugardaga frá 18-20. Sýningu lýkur 16. desember. Aðgangur ókeypis. Kristján Zaklynsky og Lina Larsen Jón B.K. Ransu LISTAVERK Hildar Bjarnadóttur eru jafnan unnin í samræmi við alda- gamla textílhefð en vísa jafnframt til myndlistarhefðar sem karlar hafa ráðskast með í gegnum aldirnar og byggja þar af leiðandi á feminískum og hugmyndalegum grunni. Þessir þættir, þ.e. kvenlegt handverk, karl- læg listasaga, femínismi og hug- myndaleg nálgun, hafa auðkennt verk Hildar til þessa og atvinnu- menn jafnt sem áhugamenn heillast af þessu ríka samspili hugmynda og handverks. Er ég engin undantekn- ing þar á. Tel Hildi margþættan og dugmikinn myndlistarmann og vel að fyrstu Sjónlistaverðlaununum komna. Hildur sýnir þessa dagana fimm einliti (mónókróm) í Safni undir yf- irskriftinni „Ígildi“. Litavalið ein- kennist af mjúkum og þægilegum litum sem minna mig einna helst á litafræði Rudolfs Steiners þar sem skali innan hvers litar færist frá köldum yfir í heitan og öfugt. Viss gulur litur getur þá virkað sem kald- ur en blár sem heitur, öfugt við það sem er kennt í viðtekinni litafræði. Óvíst er hvort þessi einlitu verk Hildar teljast til málverka eða text- ílverka, en listakonan þræðir mörk þessara tveggja listmiðla með bók- staflegum hætti. Þau líta út fyrir að vera einlit málverk á hörstriga en eru unnin sem textílverk þar sem striginn er meðhöndlaður sem hlut- lægt efni. Hver þráður strigans er málaður áður en efnið er ofið af lista- konunni þannig að liturinn verður samofinn striganum. Í sjálfu sér ekki ósvipuð tækni og nafna hennar Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson hefur verið að nota undanfarin ár nema hún litar silkiþræði og vefur úr þeim viðkunnanlegar landslagsmyndir. Mynd og aðferð skipta þá meginmáli en hjá Hildi Bjarnadóttur er það merkingin sem efnið og aðferðin hafa öðlast. Fyrir fáeinum vikum sýndi Hildur Bjarnadóttir verk í Galleríi i8 sem voru unnin með þess- ari sömu tækni. Helsti munurinn á þeim og einlitunum í Safni var sá að í i8 voru myndverkin uppbyggð á mynstri sem vísaði til viskustykkja eða vasaklúta á sama tíma og þau vísuðu til geometrísks málverks. Verkin í Safni hafa hins vegar enga slíka tilvísun og eru kunnugleg sem sértæk myndlist. Þykja mér tilvís- anir í eldhús eða stofustáss, s.s. út- saumur og ýmiss konar blúndur, dúkar eða uppraktir strigar sem líkjast dúkum sem listakonan hefur gert á ferlinum mun beinskeyttari þar sem kvenlegt handverkið er haft í forgrunni. Handverkið er nú orðið ósýnilegur partur af listaverkinu og lifnar ekki við fyrr en áhorfandinn er upplýstur um það. Vissulega getur maður þá heillast af þolinmæði í handavinnunni og skörpu hugvitinu. En ég verð að játa að ég sakna þess- ara hnyttnu tilvísana. Að þræða mörk málverks og textíls Morgunblaðið/G.Rúnar Ósýnilegt handverk „Hver þráður strigans er málaður áður efnið er ofið af listakonunni þannig að liturinn verð- ur samofinn striganum“, segir gagnrýnandi meðal annars um sýningu Hildar Bjarnadóttur. MYNDLIST Safn Opið mið.–fös. frá 14–18 og lau.–sun. frá 14–17. Sýningin stendur til áramóta. Að- gangur ókeypis. Hildur Bjarnadóttir Jón B.K. Ransu Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „HELLINGUR af tárum oní bjór- inn, þrír hjónaskilnaðir, tvær með- ferðir, eitt gjaldþrot og sitthvað fleira sem enginn man.“ Öllu þessu var fórnað fyrir plötuna Lög til að skjóta sig við, plötu sem fjallar um sorg og þjáningu og „það að vera fullur á þriðjudegi“. Um er að ræða frumburð dúettsins Sviðinnar jarðar sem er skipaður þeim frændum Magnúsi R. Einarssyni og Frey Ejólfssyni en texta samdi Davíð Þór Jónsson. „Hugmyndin að plötunni kvikn- aði eins og svo margar við bar- borðið,“ segir Freyr. „En ólíkt langflestum svoleiðis hugmyndum varð þessi að veruleika sem verður að teljast harla óvenjulegt. Við þrír sátum semsagt að sumbli og fórum að spjalla um kántrítónlist. Magnús er manna fróðastur um þau mál, og lýsti tónlistinni sem einslags blús hvíta mannsins. Hann sagði jafnframt að textarnir ættu að vera sögur og þá helst sorglegar. Við hófumst þegar handa við að búa til svona plötu, plötu sem er þannig að ef þú spilar hana afturábak kemur konan til þín aftur, hundurinn þinn lifnar við, bíllinn fer í gang og þú hættir að drekka.“ Þetta var fyrir tveimur árum og segir Freyr að þeir hafi strax ákveðið að fylgja þessari forskift út í hörgul. „Við sóttum t.d. í brunn Hanks Williams, hins svarta prins kántr- ísins og líklega áhrifamesta tónlist- armann stefnunnar og Bandaríkj- anna ef út í það er farið. Öll lögin hans fjalla um örvæntingu og eymd enda var hann dauður úr drykkjusvalli 29 ára.“ Freyr segir að vanalega hafi Davíð komið á barinn með texta og við það hafi hann og Magnús farið heim til Magnúsar og samið lag. Platan var svo tekin upp en þeir félagar voru ekki ánægðir með fyrstu atrenn- una í þeim efnum og hún var því tekin upp aftur í hljóðveri Geim- steins. „Þar fengum við til liðs við okk- ur nokkra valinkunna hljóðfæra- leikara og saman lögðum við mikla alúð í það að framkalla hinn sanna eymdartón.“ Á tónleikunum í kvöld fá Freyr og Magnús, sem leika á gítara, mandólín og syngja, aðstoð- armenn til liðs við sig. Þeir eru Hjörtur Howser (píanó), Ragnar Sigurjónsson (trommur) og Einar Sigurðsson (kontrabassi). Tónleik- arnir hefjast klukkan 22.00 og leik- in verða lög af plötunni nýju en einnig lög eftir tregakónga á borð við John Prine, Johnny Cash, Megas, Bob Dylan og að sjálfsögðu áðurnefndan Hank Williams. Tónlist | Sviðin jörð leikur lög af nýút- kominni plötu á Kaffi Rósenberg Sviðin Jörð „Hugmyndin að plötunni kviknaði eins og svo margar við bar- borðið,“ segir Freyr, sem hér er ásamt félaga sínum Magnúsi. Örvænting, eymd, auðnuleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.