Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 29
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 29 LAURAASHLEY FAXAFENI 14 108 REYKJAVÍK SÍMI 551-6646 WWW.LAURAASHLEY.COM Opnunartími Lauru ashLey í Desember 16. Des. LaugarDagur Opið 10-18 17. Des. sunnuDagur Opið 13-18 18.- 22. Des. Opið 10-20 23. Des. Opið 10-22 24. Des. Opið 10-12 25.-28. Des. LOkað 29. Des. Opið 10-18 30.Des. Opið 10-14 31. Des. LOkað 1.-3. janúar LOkað ný Og stÆrri VersLun Við austurhLið FaXaFens 14 Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Huga þarf sérstaklega vel aðkertum og kertaskreyt-ingum á þessum árstíma því það er staðreynd, sem ekki verður umflúin, að flest brunaslys og húsbrunar eiga sér stað í jóla- mánuðinum. Í eldhúsum á sér líka yfirleitt stað mikið at við að sjóða kjöt og baka brauð. Á meðan á því stendur er eldhúsið yfirleitt ekki rétti vettvangurinn fyrir litlar hendur, að sögn Herdísar Storga- ard, forstöðumanns Sjóvár for- varnarhúss. „Ég vil fyrst og fremst benda fólki á að yfirgefa ekki logandi kertin sín öðruvísi en að slökkva á þeim þegar það snýr sér annað, því margt getur komið upp á. Galli getur komið upp í kertum, þau brenna skakkt niður, kveikurinn lekur eða fólk hefur ekki kynnt sér leiðbeiningar, sem farnar eru að fylgja sumum kertum, um það hvernig beri að umgangast þau. Á sumum kertum er kveikurinn mjög langur og hann ber að stytta til að kertið brenni rétt niður. Gæta þarf þess svo að koma kert- unum kirfilega fyrir í kertastjök- um, en troða ekki alltof stórum kertum í of litla stjaka. Kerta- stjakarnir þurfa auk þess að vera góðir, en dæmi eru um að sumir hitna svo mikið á botninum að borðplötur sviðna undan hitanum. Aðventukransar vilja þorna með tímanum og eru fljótir að fuðra upp komist eldurinn í sjálfa skreytinguna. Úti í gluggum geta gluggatjöld hæglega feykst yfir logandi kerti séu gluggar opnaðir og valdið bruna.“ Stútfull hús af græjum Gott er að nota desembermánuð sem eldvarnarmánuð heima hjá sér, að mati Herdísar, þar sem Landssamband slökkviliðsmanna og Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins stendur ávallt að eld- varnarátaki í jólamánuðinum. Það ættu því að vera hæg heimatökin að ná sér í fræðslu og ráðlegg- ingar því slökkviliðsmenn standa m.a. í Kringlunni þar sem þeir veita holl ráð og selja mismunandi skynjara. „Reykskynjarar ganga úr sér á ákveðnum árafjölda eins og allt annað og svo er mjög gott að hafa það fyrir reglu að skipta um rafhlöður í raf- og hitaskynj- urum árlega. Inni á heimilum fólks er nú orð- ið allt stútfullt af rafmagns- tækjum í öllum vistarverum og því getur verið lífsnauðsynlegt fyrir fólk að vera með rétta samsetn- ingu hita- og reykskynjara og gæta þess að skynjararnir séu á réttum stöðum í húsinu. Jafn- framt er nauðsynlegt að fjöl- skyldur hugi að eigin neyðaráætl- unum á heimilinu beri slys eða brunar að höndum. Það þarf að hafa neyðarnúmerið 112 á vísum stað og það þarf að gera áætlun um það hvernig menn ætli að koma sér út komi eldur upp. Það er alltof seint að fara að huga að þessu þegar eldurinn er farinn að læsa sig um húsið,“ segir Herdís. Flestir húsbrunar í jólamán- uðinum Morgunblaðið/Sverrir Hollráð Aldrei skal yfirgefa logandi kerti öðru vísi en að slökkva á þeim. Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.