Morgunblaðið - 16.12.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 16.12.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 23 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HITINN á norðurhveli jarðar hefur hækkað tvöfalt meira en á suður- hvelinu á síðustu árum og árið sem er að líða verður að öllum líkindum sjötta hlýjasta árið frá því að mæl- ingar hófust, að því er fram kemur í ársskýrslu Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar (WMA). Stofnunin segir að meðalhitinn á norðurhveli jarðar á árunum 1997– 2006 hafi verið 0,53̊C hærri en með- alhitinn á árunum 1961–1990. Á suð- urhvelinu hækkaði hitinn um 0,27 gráður á Celsíus á sama tíma. „Norðurhvelið hlýnar núna miklu meira en suðurhvelið,“ hafði frétta- stofan AP eftir Omar Baddour, sér- fræðingi Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar. Hann sagði að ein af helstu ástæðunum væri sú að höf þektu stærri hluta suðurhvelsins og það tæki þau lengri tíma að hitna en þurrlendi jarðar. Svonefnd Norður- Atlantshafssveifla, sem stafar af lág- þrýstingi yfir Íslandi og háþrýstingi yfir Azor-eyjum í heittempruðu Atl- antshafinu, stuðlar einnig að hlýnun norðurhvelsins um þessar mundir en það gæti breyst, að sögn Baddours. Hlýjasta haustið í V-Evrópu Í skýrslu veðurfræðistofnunar- innar kemur einnig fram að meðal- hitinn við yfirborð jarðar hefur hækkað um 0,18°C á hverjum áratug síðustu þrjátíu árin. Þessi þróun lýsir sér í óvenju mildum vetrum og haustum en mikl- um sumarhitum. Í vestanverðri Evr- ópu var haustið í ár það hlýjasta frá því að mælingar hófust, að sögn Jean-Michels Jarrauds, fram- kvæmdastjóra Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar. Hann sagði að met- hiti hefði einnig verið í Bandaríkj- unum á tímabilinu frá janúar til september, miklir þurrkar í Kína og Ástralíu en óvenju mikil úrkoma á sumum svæðum í Afríku og Róm- önsku-Ameríku. Sjötta hlýjasta árið                                               !   "#$%&!            ' (    ) ! '           !  +,, +- +. +/ +, - 0    "1 ! &   !"     #"  $  %&  '" $($ & )*+* " , 1 *)  "  & ,-'   && &$   $"  " '  & .&(. / &$ -'  "0 & & & 1 2  1     1          &234353678$ &9: ;3 Norðurhvelið hlýnaði miklu meira en suðrið Tókýó. AP, AFP. | Japanska þingið sam- þykkti í gær að koma á fót varnar- málaráðuneyti, því fyrsta í Japan frá því í síðari heimsstyrjöld. Þá var sam- þykkt að breyta kennsluefni í grunn- skólum með það fyrir augum að efla þjóðernisvitund nemenda. Lögin um varnarmálaráðuneytið nutu almenns stuðnings á þinginu en eftir stríð bönnuðu Bandaríkjamenn Japönum að gerast herveldi á ný. Alla tíð síðan hafa þeir verið með varn- armálastofnun en ekki eiginlegt ráðu- neyti í samræmi við stjórnarskrána frá 1947. Shinzo Abe forsætisráðherra er fyrsti japanski leiðtoginn, sem fædd- ur er eftir stríð, og hann hefur lagt mikla áherslu á stofnun varnarmála- ráðuneytis og endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Er stefnt að því, að Fum- io Kyuma, yfirmaður varnar- málastofnunarinnar, verði varnar- málaráðherra en herinn verði þó enn um sinn skilgreindur sem „sjálfsvarn- arsveitir“. Kennt að elska land og þjóð Þrátt fyrir þær takmarkanir, sem hingað til hafa verið á herumsvifum Japana, eru hernaðarútgjöld þeirra með þeim mestu í heimi eða 41,6 millj- arðar dollara, 2.885 milljarðar ísl. kr., árlega. Japan er mikið efnahagsveldi en á síðustu árum hefur það verið að gera sig gildandi á öðrum sviðum á al- þjóðavettvangi. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Íraks, þeir fyrstu utan landamæranna frá 1945, og einnig til hjálparstarfa í Indónesíu eftir flóðbylgjuna miklu fyrir tveimur árum. Miklu umdeildara mál á þingi var tillaga Abes forsætisráðherra og stjórnarinnar um að skylda skóla til að innræta nemendum „ást á landi og þjóð“ en andstæðingar frumvarpsins sögðu það minna á menntakerfið í Japan á stríðsárunum og fyrir þau. Þá var börnum kennt, að þeim bæri að fórna sér fyrir keisarann og þjóðina. Í því skyni að tefja fyrir frumvarp- inu báru stjórnarandstæðingar fram nokkrar vantrauststillögur en stjórn- in stóð þær af sér, enda með góðan meirihluta á þingi. Andstæðingar frumvarpsins segj- ast óttast, að farið verði að meta nem- endur eftir þjóðernisáhuga þeirra og minna á, að það komi fram á sama tíma og héraðsstjórnir víða í Japan hafi skorið upp herör gegn kennurum og nemendum, sem neita að sýna ýmsum þjóðartáknum tilhlýðilega virðingu. Varnir og ást á landi og þjóð Reuters Ungir aðdáendur Shinzo Abe, for- sætisráðherra Japans, með grunn- skólanemendum í Tókýó. Sími 590 5760 Aðeins 19.990 kr. á mánuði. M.v. 70.000 kr. útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða. Ta km ar ka ð m ag n! Be nz A -C la ss ár g. 2 00 5 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 9 9 6 Opið í dag, laugardag, kl. 12-16 á Kletthálsi 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.