Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 15 stofu og gangi, en að öðru leyti er ekki ljóst hve tjónið í íbúðarhúsinu er mikið. Leðjan náði ríflega einn og hálfan metra upp á útveggi hússins að austan og norðan. „Það er ekki jólalegt hér og hefði alveg mátt vera öðruvísi,“ sagði Óskar í samtali við Morgunblaðið og bætti við: „Það er ömurlegt að líta hér yfir svæðið.“ Óskar, sem er 57 ára, hefur búið í Grænuhlíð alla ævi. Foreldrar hans bjuggu þar en þau Rósa María tóku við búinu um mitt ár 1972. „Ég hef oft horft á fjallið í leysingum – oft horft smeykur til fjalls í svona tíð- arfari,“ sagði Óskar og hryllti hálf- partinn við. „Það kom spýja úr fjall- inu hingað heim undir húsið í janúar 1973 en þá varð ekkert meira úr því, en ég hef alla tíð síðan verið með fiðring í maganum í svona tíðarfari. Það er erfitt að lýsa þessu en það er mannheilt og það skiptir mestu máli. Það er hægt að bæta bæði skepnur og hús,“ sagði Óskar Krist- jánsson, bóndi í Grænuhlíð. Þyrla pöntuð norður Stundarfjórðungi fyrir klukkkan átta í gærmorgun var svo tilkynnt að aurskriða hefði fallið á veginn norðan við Kolgrímustaði í Eyja- fjarðarsveit, ekki langt frá Grænu- hlíð en hinum megin fjarðarins. Skriðan lokaði veginum en lenti ekki á öðrum mannvirkjum. Þá féll aur- skriða á veginn norðan við bæinn Stóradal og yfir hann þannig að hann varð ófær. Loks bárust upp- lýsingar um að aurskriða hefði fallið á veginn skammt frá Skriðu í Hörg- árdal. Lögregla lokaði þjóðveginum til suðurs við Saurbæ í Eyjafjarð- arsveit. Í birtingu fór lögregla með jarðfræðingi á vettvang skriðufall- anna til að kanna aðstæður og þeir gáfu ábúendum og öðrum fljótlega leyfi til þess að koma heim að bæn- um. Á tímabili í gær var talið að fólk á bænum Melbrekku í Eyjafjarð- arsveit væri komið í sjálfheldu vegna vatnsflaums og í hættu statt. Því var óskað eftir þyrlu frá Land- helgisgæslunni norður. Þegar þyrl- an var lögð af stað rénaði vatnselg- urinn og leið opnaðist burt fyrir fólkið. Þyrlunni var því snúið við. Verulegt tjón Laust fyrir klukkan ellefu fyrir hádegi brast svo jarðvegsstífla við uppistöðulón ofan við rafstöð í Djúpadal. Vatn flæddi úr lóninu, yf- ir virkjunina og áleiðis niður að Eyjafjarðará. Flóðið rauf veginn beggja vegna við brú á Eyjafjarð- arbraut yfir Djúpadalsá. Einnig rofnaði vegurinn báðum megin við brú sem er yfir Djúpadalsá að bæn- um Völlum. Mikill vöxtur var í Eyjafjarðará á þessum tíma og bættist nú enn við þannig að nokkur hross sem voru á mýrum við ána voru hætt komin. Unnt var að koma þeim til bjargar. Þegar vatnið hafði rofið Eyja- fjarðarbraut við Djúpadalsá vildi ekki betur til en svo að vegfarandi á pallbíl ók ofan í rofið og barst með bíl sínum niður ána. Honum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum og á land og var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild FSA til aðhlynn- ingar. Þykir ótrúlegt hve vel hann slapp. Maðurinn, Jón Sverrir Sigtryggs- son, var með gröfu á vagni aftan í bílnum og eru tækin öll gjörónýt. Hann var á leið inn að Grænuhlíð til hjálpar. „Við höfum enn ekki hugmynd um hve fjárhagslegt tjón er mikið, við höfum ekki komist í stöðvarhúsið, en það er ljóst að tjón á stíflunni er verulegt,“ sagði Franz Árnason, for- stjóri Norðurorku, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann á vettvangi en Djúpadalsvirkjun er í eigu dótt- urfyrirtækis Norðurorku. Það var einstaklingur sem virkjaði fyrir nokkrum misserum og seldi fyr- irtækinu virkjunina fyrr á þessu ári. Stíflan er mikið hlaðin úr stóru grjóti og mikið mannvirki en nokk- urra tuga metra skarð er nú í henni. „Hér hefur komið gífurlegt vatns- magn, einhvers konar hamfaraflóð. Stíflan hefur ekki staðist álagið og vatnið hefur smám saman étið upp hluta af stíflunni.“ Annað stöðvarhús Djúpadals- virkjunar, það efra, fylltist af vatni og hið neðra, niður undir Eyjafjarð- arbraut, hálffylltist. Báðar stöðv- arnar eru óstarfhæfar en Franz sagði stefnt að því að koma þeirri neðri í gang sem fyrst. Vegagerðin vann í gær að viðgerð á vegum sem rofnuðu en ekki liggur ljóst fyrir hvenær henni lýkur. Sýslumaðurinn á Akureyri fundaði síðdegis í gær með sveit- arstjóra Eyjafjarðarsveitar, lögregl- unni og Halldóri G. Péturssyni jarð- fræðingi, sem er sérfræðingur í flóðum og skriðuföllum. Nið- urstaðan er sú að mesta hættan sé liðin hjá og ekki ástæða til að óttast frekari skriðuföll nema aftur fari saman mikil leysing og mikil rign- ing. Til öryggis áttu björgunarsveit- armenn í Eyjafirði að vera á vakt í nótt. Ástandið verður kannað aftur í dag og viðbrögð metin í ljósi þess. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Líf Fátt er svo með öllu illt, sagði Óskar bóndi og sýndi Morgunblaðsmanni kálfinn sem blasti við Rósu konu hans þegar hún komst loks í fjós í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikið starf Aurinn úr skriðunni náði töluvert upp á hliðar íbúðarhússins og drullan var mikil. Fjöldi fólks vann að því að hreinsa innan úr húsinu og næsta nágrenni, bæði með handaflinu einu og stórvirkum vinnuvélum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vegurinn hvarf Vatnselgurinn í Dj́úpadalsá rauf veginn báðum megin við brúna á Eyjafjarðarbraut. Það var þarna sem bíllinn lenti í ánni.                 !"#  $ % %&#  '(& )  *    +) ## )# ) ) #'   %  , * -%,   .   /&'( + # % )  .)        aranum væru ónýt. Slökkviliðs- menn, lögregla, starfsmenn Ak- ureyrarbæjar og félagar í björgunarsveitinni Súlum unnu sleitulaust í alla fyrrinótt við að dæla vatni í Grenilundinum. Verk- takar aðstoðuðu við að setja upp varnargarð meðfram húsunum til að varna frekari skemmdum. Um nóttina var jafnframt unnið við að dæla úr húsi við Urðargil í Glerárhverfi en alls var á tímabilinu kallað eftir aðstoð í 15 húsum. Alls komu um 100 manns að að- gerðunum á Akureyri í fyrrinótt, þar af um 50 í Grenilundi, og margir stóðu vaktina allan tímann og fóru ekki að sofa fyrr en öllu var lokið síðdegis í gær. Slökkvilið Akureyrar þurfti að leggja tæplega kílómetra lögn af slöngum til að dæla vatninu í burtu. Flestar íbúðirnar sem flæddi inn í voru á tveimur hæðum þannig að fólk þurfti ekki að flytjast úr íbúðum sínum og gat haldið til á efri hæðinni. Síðdegis í gær fór slökkviliðið að einbeita sér að flugvellinum en mik- ið vatn hafði safnast saman á flug- hlaðinu og farið var að flæða inn í skýli og kjallara. Þar var vatni stanslaust dælt út til að halda í horf- inu en hreinsun getur ekki hafist fyrr en flóðið sjatnar. „Þetta gerðist mjög snöggt. Um níuleytið [í fyrrakvöld] hringdi kona dyrabjöllunni hjá okkur og vildi at- huga hvort við hefðum tekið eftir miklu vatnsflóði vestan og sunnan við húsið.“ Þá var ekkert athugavert að sjá í geymslunni, en um það bil fimm mínútum síðar var aðeins byrj- að að leka þar inn og skömmu síðar var allt komið á kaf, að sögn Höllu. „Manni bregður auðvitað við þetta en við fórum bara í það að bera út dót,“ sagði hún og vildi kom á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu fjöl- skylduna. „Við fengum mikla hjálp og erum mjög þakklát. Þegar maður lendir í svona erfiðleikum er frá- bært að finna stuðning og fá svona mikla hjálp, frá björgunarsveit- armönnunum í Súlum – sem allir eru að þessu í sjálfboðavinnu – lögreglu, slökkviliði, starfsmönnum bæjarins og svo auðvitað ættingjum, vinum og nágrönnum,“ sagði Halla Tul- iníus í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margar hendur Félagar í björgunarsveitinni Súlum báru út húsgögn og ýmsa aðra muni úr kjallara hússins við Grenilund 17. Myndin er tekin í fyrrinótt þegar fjöldi manna var að störfum vegna vatnselgsins í götunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.