Morgunblaðið - 21.12.2006, Page 21

Morgunblaðið - 21.12.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 21 KYRRÐAR- og íhug- unartónleikar verða í Nes- kirkju við Hagatorg, annað kvöld kl. 21. Hallveig Rún- arsdóttir sópran og Stein- grímur Þórhallsson org- anisti flytja gömul sálmalög í bland við tónlist Bachs. Tónleikarnir eru hugs- aðir sem mótvægi við hrað- ann sem einkennir jólahald á okkar dögum og eru tæki- færi fyrir fólk til að setjast niður í kirkjunni sem verður aðeins lýst með kertaljósum, hlusta á fagra tónlist og komast í snertingu við sannan anda jólahátíðarinnar og kristninnar. Kyrrð og íhug- un í Neskirkju Tónleikar Hallveig Rúnarsdóttir frá flottri list til subbuskapar. Al- menningur þurfi að átta sig á þessu og gera greinarmun á því og hinu sem vel er gert. „Það eru aðallega þeir sem eru að byrja sem eru að „tagga“ eða merkja út um allt. Ef það væri fræðsla í gangi og meiri meðvit- und, væri kannski ekki jafn mikið um það. Þá væru báðir aðilar að vinna; byrjendurnir myndu vilja fá tækifæri til að gera eitthvað flottara, borgin og einstaklingar myndu síður eyða peningum í að þrífa ljóta veggjaskrif- ið og listhreyfingin kæmi inn í þetta líka vegna þess að graffarar í dag eru að móta list komandi ára. Ný- listasafnið er ekki lengur nýlistasafn; gatan er nýlistasafn.“ Fáfræði að óttast graffara Ómar Ómar segir að kjörið væri að koma upp aðstöðu fyrir alvöru graff- ara á fjölförnum stöðum svo almenn- ingur gæti notið þess sem þeir eru að gera. „Hlíðagöngin voru löglegt svæði áður en einhverjir íbúar þorðu ekki í gegnum þau meðan fólk var þar að úða. Það er auðvitað bara fá- fræði að óttast graffara eins og þér séu einhverjir glæpamenn. Ég myndi vilja að þarna yrði opnað aftur og það mætti auka lýsinguna svo öllum liði betur. Veggurinn fyrir neðan Aust- urbæjarskólann var líka opinn og mikil hreyfing á verkum. En það fór í vitleysu því einhverjir fóru að úða á skólann sjálfan. Ég myndi vilja sjá að það yrði steyptur veggur, t.d. í Laug- ardalnum, sem væri grunnaður og lýstur og helst annar veggur niður í miðbæ. Það er ekki dýrt að steypa einn vegg sem listasafn. Núna er graffað hjá Loftkastalanum þótt það sé ólöglegt en það eru veggir sem á hvort eð er að rífa. Fólk gæti kíkt þangað og skoðað. Það eru margir að vinna þar. Það voru líka margir með aðstöðu í Klink og bank í Þverholt- inu. Ég gæti nefnt marga fleiri staði sem væru kjörnir fyrir graffiti.“ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HANN kallar sig Ómar Ómar og er í forsvari fyrir áhugamannafélagið TFA. Í vor gekk Ómar á fund menn- ingarfulltrúa Reykjavíkurborgar með hugðarefni sitt; graffiti. Ómar hugðist kynna borginni þessa tegund myndlistar, ræða þau vandamál sem skapast vegna veggja- krots og eignaspjalla og síðast en ekki síst graffiti sem listgrein sem gæti orðið borgarbúum til ánægju og yndisauka. Ómar lagði fram hug- myndir að verkefnum; áætlun hvern- ig koma mætti þessum menning- arkima í betra horf. Tíminn leið – vikur, kosningar, mánuðir og nýr borgarstjórnarmeiri- hluti og engin svör bárust. Þau hafa ekki borist enn, að hans sögn. Nú í vikunni sendi Ómar Ómar borgarstjóra bréf að nýju, þar sem hann reifaði hugmyndir sínar aftur og lagði spilin á borðið. Afrit af bréf- inu sendi hann fjölmiðlum. Ómar segir að það hafi komið sér jafn mikið á óvart og ekki, að fjölmiðlar hafi heldur ekki sýnt erindi graffara í borginni meiri áhuga. „Ég hef áður sent svona póst á fjölmiðlana til að vekja áhuga þeirra á málinu en þeir hafa ekki sýnt því neinn áhuga.“ TFA stendur fyrir Tíma fyrir að- gerðir og Ómar segir tíma kominn til að gera eitthvað til að brúa gjána milli graffara og borgarinnar, gap sem virðist bara stækka verði ekkert að gert. Lengi vel var graffiti-fólki leyft að stunda list sína á ákveðnum stöðum í borginni en í fyrra var það leyfi afnumið og graffiti á opinberum vettvangi alls staðar bannað. „Við- urlög við veggjakroti voru hert á þessu ári og ég sé augljóslega að áhrifin eru þau að ljótt krot og óvandað graffiti hefur aukist, Ég finn einnig fyrir uppreisnarhugarfari meðal þeirra sem stunda þetta. Í þeirri aðstöðu sem ég er, að vinna innan hip-hop-menningarinnar en vilja vera hlutlaus, finnst mér ég knúinn til að gera eitthvað í þessu. Mér finnst það mikil list og hæfi- leikar komin í graffiti í dag, að mér finnst það synd ef áfram verður litið á það sem ómennsku einhvers krakkalýðs og smánarblett á borg- inni. Það er það alls ekki.“ Fræðsla þarf að vera til staðar Ómar talar skýrt og ákveðið um að fræðsla og upplýsing um graffiti þurfi að vera til staðar fyrir þá sem langar að spreyta sig. Nauðsynlegt sé að beina hæfileikafólki í rétta far- veginn til að koma í veg fyrir óvin- sælt veggjaskrif. Hann segir að þótt orðið graffiti sé yfirleitt þýtt sem veggjakrot, þá geti graffiti verið allt Ómar Ómar bíður svara frá borginni Graffari leitar sátta ÞAÐ sem Ómar boðar með bréfi sínu til borgarinnar er að graffitífólk axli sjálft ábyrgð með því að virkja og fræða þá sem yngri eru í listinni og vinni með borginni að því að minnka neikvæðnina sem fylgir illa gerðum veggja- skrifum, en fái í staðinn sómasamlega aðstöðu fyrir sitt fólk sem virkilega vill sýna að í þessu formi myndlistarinnar býr sprengikraftur. Morgunblaðið/Golli Graffarar axli líka ábyrgð Í HAUST hefur verið unnið að end- urskoðun á stefnu Reykjavík- urborgar um veggjakrotsþrif, að sögn viðmælanda blaðsins, starfs- manns gatna- og eignaumsýslu borgarinnar. Hann segir að útkom- an úr henni verði lík því sem áður hefur verið ákveðið: að veggjakrot sé skemmdarverk sem ekki verði liðið á eignum borgarinnar og það beri að bregðast við samkvæmt því; að þrífa það af, helst innan 24 klukkustunda frá því að þess verð- ur vart og ef vitað sé um gerendur verði þeir kærðir. Spurður hvort vilji sé til þess inn- an borgarinnar að bregðast við þeirri ósk graffitífólks, að gefin verði eftir ákveðin svæði, þar sem leyft verði að graffa, segir viðmæl- andinn að það hafi verið rætt nokkrum sinnum. „Reynslan er sú, að ef þú leyfir þetta á tilteknu svæði, þá er það ekki virt og fer út um allt.“ Ekki liðið í borginni Í KVÖLD heldur sjö manna latínsveit Tómasar R. Ein- arssonar tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu og hefjast þeir kl. 22. Auk Tómasar skipa sveit- ina Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel J. Sam- úelsson básúnu, Ómar Guð- jónsson gítar, Matthías M.D. Hemstock trommur og Sigtryggur Baldursson kóngatrommur. Þeir munu leika lög af geisladiskinum ROMM TOMM TOMM sem kom út í haust. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tónleikar Tómas R. á Café Rósenberg Tómas R. Einarsson HIN ÁRLEGA Sólstöðuhá- tíð þungarokkara verður haldin á morgun föstudag, í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni, Hólmaslóð 2. Í ár verður leikið á tveim- ur sviðum innan miðstöðv- arinnar og tekur ein sveit við af annarri. Fyrsta hljómsveit byrjar klukkan 19.00 og verður spilað stanslaust til klukkan 23.30. Fram koma: Sólstafir, Helshare, Changer, Svartidauði, Bootlegs, Celestine, Forgarður helvítis, Denver, Devious og Gjöll. Aðgangseyrir er kr. 700. Rokktónleikar Sólstöðuhátíð þungarokkara Forgarður helvítis ÞANN 3. nóvember síðast- liðinn varð i8 gallerí á Klapparstíg ellefu ára. Í tilefni afmælisins hafa Háskólaútgáfan og i8 gefið út vandað og glæsilegt af- mælisrit. Yfir áttatíu sýningar hafa verið haldnar í galleríinu frá upphafi og í bókinni eru myndir af verkum valdra listamanna sem sýnt hafa og saga gallerísins þannig rakin í myndum. Einnig eru í bókinni greinar eftir Sigurð Guðmundsson, Evu Heisler, Guðberg Bergs- son og Halldór Björn Runólfsson. Afmæli i8 gallerí ellefu ára og gefur út bók Verk Katrínar Pétursdóttur í i8 » Formlegt átak yrði sett ígang í samstarfi við áhugamannafélgið TFA til að auka þekkingu meðal iðkenda graffiti-listar. » Tíu einkaeignir eða lista-verk sem búið væri að mála eða krota á yrðu málaðar eða þrifnar. » Fyrirlestrar um graffitisem list yrðu haldnir í fé- lagsmiðstöðvum. » Þrjú eða fleiri graffiti-svæði yrðu opnuð op- inberlega. ÚR TILLÖGUM ÓMARS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.