Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR aktu enga áhættu!g i eldu KEA í jólamatinn Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Veður 8 Viðhorf 34 Úr verinu 14 Umræðan 34/39 Staksteinar 67 Minningar 41/45 Viðskipti 18 Myndasögur 55 Erlent 20/21 Dagbók 56/61 Akureyri 24 Víkverji 58 Suðurnes 25 Staðurstund 58/59 Austurland 25 Leikhús 54 Daglegt líf 26/30 Bíó 58/61 Menning 22, 50/56 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Ríkissaksóknari greindi frá því í gær að við rannsókn á meintum hler- unum á síma Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fyrrverandi utanrík- isráðherra, og Árna Páls Árnasonar hefði ekkert komið fram sem styddi ummæli þeirra um að símar þeirra hefðu verið eða kynnu að hafa verið hleraðir þegar þeir gegndu störfum í utanríkisráðuneytinu. Rannsókn verður ekki haldið áfram. Jón Bald- vin segir að rannsókn lögreglustjór- ans á Akranesi hefði aldrei getað leitt til niðurstöðu um það hvort símar hefðu verið hleraðir eða ekki. » Baksíða  Veður var mjög vont víða um land í gær. Á Suðurlandi var mikið rennsli í Ölfusá og óx áin um 70 sentimetra á einum sólarhring. Veður var einnig vont á Suðurnesjum og á höfuðborg- arsvæðinu. » Forsíða  Valgerður Sverrisdóttir, utanrík- isráðherra, kynnti í gær viðamiklar breytingar á skipuriti og skipulagi ut- anríkisráðuneytisins. Frá og með 1. janúar 2007 verður starfsemi utan- ríkisráðuneytisins skipt í tvö fagsvið og eina rekstrar- og þjónustuskrif- stofu. » 10  Veiðifélagið Strengir hefur gert samning við Veiðifélag Jöklu um að taka þátt í að kortleggja veiðimögu- leika, sem talið er hugsanlegt að muni opnast fyrir stangveiðimenn við virkjun Jökulsár á Dal við Kára- hnjúka. » 14 Viðskipti  Seðlabankinn hefur hækkað stýri- vexti um 0,25 prósentur í 14,25%. Davíð Oddsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir að þrátt fyrir hjöðnun verðbólgu að undanförnu hafi verðbólguhorfur til lengri tíma ekki batnað umfram það sem spáð var í byrjun nóvember. Hækkun stýrivaxta vakti afar blendin viðbrögð og sérfræðingur TD Securities sagði hættu á að aðgerðir Seðlabanka ýttu undir harða lendingu og efnahags- kreppu. Greining Kaupþings banka sagði hækkunina vera „óskyn- samlega“ og greining Landsbanka sagði hana vera „ranga“. » 32 Erlent  Stephen Wright, 48 ára flutn- ingabílstjóri, hefur verið ákærður fyrir morð á fimm vændiskonum í Ipswich, að sögn bresku lögreglunnar í gærkvöldi. 37 ára karlmaður, sem var einnig ákærður vegna málsins, hefur verið leystur úr haldi gegn tryggingu. »1  Saparmurat Niyazov, einræð- isherra í Túrkmenistan, lést af völd- um hjartaáfalls í fyrrinótt, 66 ára að aldri. Embættismenn sögðu að þjóðin væri „harmi slegin“ en útlægir stjórnarandstæðingar vonast til að geta snúið heim aftur. » 20  Leiðtogi íslamista í Sómalíu sagði í gær að stríð væri hafið gegn eþíóp- ískum hermönnum sem sendir hafa verið til landsins. » 21 föstudagur 22. 12. 2006 bílar mbl.isbílar VW TOUAREG DREGUR BREIÐÞOTU » 3 PALLBÍLAMARKAÐUR HRAÐATAKMARKARI Í STÓRA PALLBÍLA FÁ EKKI SKRÁNINGU ÁN HANS EFTIR ÁRAMÓT >> 2                !          "" Þótt það sé kalt á Íslandi þessa dagana þá liggur Ísland mun sunnar í huga bíla- framleiðenda heimsins, í það minnsta er Ísland eitt heitasta landið í dag þar sem hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum tekur auglýsingamynd- ir og auglýsingar fyrir bílana sína upp á Íslandi. Fyrir skömmu komu hingað til lands bílar frá Aston Martin. Aston Martin á ríka hefð að baki í bæði kappakstri og ekki síður í kvikmyndum og hefur t.d. Aston Martin Vanquish þegar komið í heimsókn til Íslands í James Bond-myndinni Die Another Day frá árinu 2002. Á alþjóðlegu Norður-Ameríku- bílasýningunni í Detroit sýnir Aston Martin nú myndir úr auglýsingaseríunni sem var tekin upp á Íslandi og er þem- að Fire and Ice og leikur lík- lega enginn vafi á því hvort sé eldurinn, bíllinn eða landið – reyndar heita litirnir á bíl- unum á myndinni „silver ice“ og „fire red“. Það er frægur ljósmyndari sem á heiðurinn af auglýsingamyndunum hjá Aston Martin en hann heitir René Staud og hefur tekið mikið af bílamyndum í gegn- um tíðina. Aston Martin segir að Ísland hafi verið hið full- komna svið fyrir bíla sem þessa þar sem landið ljái bíl- unum viðeigandi dramatískan bakgrunn. Í ljósi þess að óðum styttist í nýja árið má minnast á að 12 myndir frá René Staud munu fást í dagatali fyrir árið 2007 og er hægt að panta dagatalið frá Aston Martin nú þegar og njóta eins fallegasta bíls í heiminum í náttúru Íslands. Auglýsing Samsett mynd frá Íslandi þar sem landslag og bílar skapa andstæður - myndin er á kynningarbás Aston Martin á alþjóðlegribílasýningu í Detroit. Morgunblaðið/RAX Raunveruleiki Spurning hvort ekki hefði nægt að nota myndir Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem hann tók þegar James Bond myndin Die Another Day var tekin upp á Jökulsárlóni árið 2000. Ísland er heitt föstudagur 22. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Valdimar Þórsson er markahæstur í úrvalsdeildinni >> 2 ÓSKAR BJARNI SPÁIR Í SPILIN „ÞAÐ VAR SETT SVOLÍTIL PRESSA Á OKKUR Í HAUST ÞEGAR OKKUR VAR SPÁÐ ÍSLANDSMEISTARATITLI“ Eiður Smári Guðjohnsen var í byrj- unarliði Barcelona. Hann átti ágæta spretti en var skipt útaf á 68. mínútu. Eiður fékk mjög gott færi undir lok fyrri hálfleiksins. Ronaldinho sendi boltann með brjóstinu á Eið sem var fyrir opnu marki en landsliðsfyrirlið- inn kiksaði með tilþrifum. Börsungar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik en vörn Madridarliðsins var föst fyrir og gaf fá færi á sér. Þegar fjórar mínútur voru eftir af hálf- leiknum kom brasilíski snillingurinn Ronaldinho meisturunum yfir með enn einu aukaspyrnumarkinu. Markvörður Atletico Madrid, Leon- ardo Franco, réð ekki við vel útfærða spyrnu Brasilíumannsins sem þandi netmöskvana út – 12. mark hans í deildinni en Frederic Kanoute er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Argentínumaðurinn ungi jafnaði metin Í síðari hálfleik voru augljós þreytumerki á liði Barcelona og greinilegt að þátttakan á heims- meistaramóti félagsliða í Japan hafði sitt að segja. Meistararnir virkuðu hálf kraftlausir og náðu ekki að opna vel skipulagða vörn gestanna. Eftir klukkutíma leik tókst Argentínu- manninum unga Sergio Aguero að jafna metin og þar við sat á Nou Camp. Aguero, sem er aðeins 18 ára gamall, fékk sendingu inn fyrir vörn Barcelona og skoraði af öryggi framhjá Victor Valdez. Fjórða mark Aguero á tímabilinu. Ronaldinho kominn í bann Liðsmenn Barcelona létu mótlæt- ið fara svolítið í taugarnar á sér og Ronaldino og Deco fengu báðir að líta gula spjaldið fyrir mótmæli við dómarann og er Ronaldinho kominn í leikbann sem hann tekur út í leikn- um gegn Getafe þann 7. janúar. Þetta var síðasti leikur ársins í spænsku 1. deildinni og fram undan er harður slagur um meistaratitilinn. Sevilla er í toppsætinu með 37 stig, Barcelona hefur 34 en á leik til góða, Ral Madrid er í þriðja sæti með 32 og Atletico Madrid fór í fjórða sætið með jafnteflinu, liðið hefur 28 stig. Dýrmæt stig í súginn hjá Barcelona Reuters Tilþrif Eiður Smári Guðjohnsen hittir ekki boltann í opnu færi í leik Barcelona og Atletico Madrid í spænsku úr- valsdeildinni á Nou Camp í gærkvöld þar sem liðin skildu jöfn, 1:1. Ronaldinho skoraði mark Börsunga. EVRÓPU- og Spánarmeistarar Barcelona töpuðu tveimur dýr- mætum stigum í toppbaráttu spænsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu í gærkvöld þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli við Atletico Madrid á heimavelli sínum, Nou Camp. Börs- ungar eru í öðru sæti deildarinnar þegar skollið er á jólafrí, eru þrem- ur stigum á eftir Sevilla en eiga leik til góða gegn Real Betis. Börsungar urðu að sætta sig við jafntefli gegn Atletico Madrid ÓLAFUR Stefánsson og fé- lagar hans í Evrópumeistara- liði Ciudad Real hrósuðu sigri í spænsku deildabikarkeppn- inni í handknattleik en keppn- inni lauk í León með úrslita- leik Ciudad Real og Portland San Antonio. Ciudad Real hafði betur, 29:27. Staðan í leikhléi var 13:12 Ciudad Real í vil en Evrópu- meistararnir gerðu út um leikinn með góðum leikkafla í upphafi síðari hálfleiks. Þeir komust í 17:12 og og 21:14 og þennan mun náði Portland ekki að brúa en Portland hafði betur í deildar- leik liðanna fyrr í vetur og hefur tveggja stiga forskot á Ciudad Real í toppsætinu. Ólafur náði ekki að skora í leiknum en spænski landsliðs- maðurinn Albert Entrríos var markahæstur með 7 mörk og gamla brýnið og þjálfari liðs- ins, Talant Dushjabaev, kom næstur með 6 mörk. Hjá Port- land var króatíski landsliðs- maðurinn Ivano Balic með 8 mörk. Með sigrinum tryggði Ciu- dad Real sér sæti í Meistara- deildinni á næstu leiktíð. Ólafur Stefánsson. Ciudad Real hrósaði sigri í deildabikarkeppninni STÓRSTJÖRNURNAR í Real Madrid voru gagnrýnd- ar harðlega í spænskum fjöl- miðlum í gær þar sem tapleik- ur liðsins gegn smáliðinu Recreativo Huelva var gerður upp. Madridarliðið mátti þola 0:3 tap á heimavelli þar sem Fabio Cannavaro, nýkjörinn leikmaður ársins í heiminum, var illa leikinn af sóknar- mönnum Recreativo. Tvö marka smáliðsins komu eftir að sprækir sóknarmenn þess höfðu sólað fyrirliða heims- meistara Ítala upp úr skón- um. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid tapar síð- asta deildarleiknum á árinu og leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn liðsins velta því nú fyrir sér hvort enn eitt vonbrigðatímabilið sé í vænd- um en Madridingar hafa ekki orðið meistarar síðan 2003. ,,Þetta er óskiljanlegt. Ég veit ekki hvað gerðist hjá mín- um mönnum. Ég sneri mér að aðstoðarmanni mínum og sagði við hann; ,,Hvað er til ráða? Eigum við að skipta öll- um ellefu mönnunum af velli?“ ,,Liðið var gjörsamlega andlaust. Það var enginn eld- móður og leikmenn alveg úti að aka allan leikinn. Það er eitthvað að andlegu hliðinni hjá leikmönnum,“ sagði Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, við fréttamenn í gær. Fabio Capello: Eitthvað að andlegu hliðinni                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                   Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is UM einu hundraði fleiri umsóknir um aðstoð bárust til Hjálparstarfs kirkj- unnar og Mæðrastyrksnefndar nú fyrir jólin en fyrir ári eða samanlagt rúmlega 1.500 umsóknir. Gert er ráð fyrir að tveir og hálfur einstaklingur sé að meðaltali að baki hverri umsókn og því má gera ráð fyrir að 3.500 til 4.000 manns hafi fengið mataraðstoð fyrir þessi jól. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðra- styrksnefnd og Rauði krossinn standa sameiginlega að mataraðstoð- inni og er þetta annað árið sem það fyrirkomulag er haft á aðstoð við þurfandi fyrir jólin. Síðustu umsókn- irnar um matarpakka vegna jólanna voru afgreiddar í gær og sagði Vil- borg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu, að umsóknir nú væru rúmlega 1.500 talsins eða um hundraði fleiri en í fyrra. Það þýddi að um 3.500 til 4.000 manns hefðu notið aðstoðar að þessu sinni. „Það sem er sérstakt núna er hversu mikið af eldri borgurum er að koma í fyrsta skipti, hafa aldrei komið áður um jól, og svo hefur fjölgað mjög mikið umsóknum alls staðar utan af landi,“ sagði Vilborg. Hún sagði að þau yrðu vör við það að umsóknir utan af landi væru gjarn- an frá erlendu fólki í smærri byggð- arlögum þar sem atvinnuleysi væri og fólk á bótum, t.a.m. vegna þess að fiskverkun lægi niðri, þ.e.a.s. frá þeim stöðum þar sem lítið væri um atvinnu- tækifæri og laun lág. Síðan virtist vera hart í ári hjá eldri borgurum. Fólk um áttrætt Vilborg sagði að langmestur hluti þeirra sem fengju aðstoð frá ári til árs væru einstæðir öryrkjar og barna- fólk, en þessi fjölgun eldri borgara væri nýtilkomin. Jafnvel væri fólk um áttrætt að leita í fyrsta skipti til þeirra um aðstoð og henni fyndist það sorgleg þróun. Hún bætti því við aðspurð að þetta hjálparstarf nyti mikillar velvildar fyrirtækja sem styrktu starfið með margvíslegum hætti, en einnig væri mikið keypt af matvælum og reynt væri að útbúa alla matarpakkana með svipuðum hætti. Margir eldri borgarar að koma í fyrsta sinn Umsóknir um aðstoð fyrir jólin um hundraði fleiri en í fyrra Í HNOTSKURN »Á síðasta ári fengu milli 3og 4.000 fjölskyldur út- hlutað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. »Ásóknin í aðstoð fyrir jólin2005 gaf til kynna að fjöldi þeirra sem þá þurftu aðstoð hefði aukist um helming mið- að við árið á undan. ENGINN fundur hefur verið boðað- ur til að reyna að ná sáttum milli Flugstoða og tæplega 60 flugum- ferðarstjóra sem ekki hafa ráðið sig til starfa hjá fyrirtækinu. Félag ís- lenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ætlar að borga félagsmönnum laun í janúar. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, segir boltann hjá Flugstoðum, en staðan sé óneitanlega slæm. Þró- unin í málinu hafi þó verið eins og hægt hafi verið að búast við. „Það mátti búast við að þetta færi út í taugastríð og því yrði haldið áfram fram á síðustu stundu. Líkleg- ast er að þetta leysist á síðustu stundu, en við erum auðvitað við því búnir að það gerist ekki.“ Hann segir meirihluta þeirra sem ekki vilja sækja um starf hjá Flug- stoðum eiga rétt á biðlaunum eftir áramót. Flugmálastjórn Íslands greiði laun fyrir desembermánuð nú um áramót og Félag íslenskra flug- umferðarstjóra hafi samþykkt að greiða þeim sem ekki gangi inn á bið- laun laun fyrir janúarmánuð ef deil- an leysist ekki. „Líklega gætum við haldið þannig út í þrjá mánuði ef menn hugsa þetta þannig. En auðvitað getur þetta ekki gengið lengi og ef íslensk stjórnvöld eru staðráðin í því að hætta að vera með flugumferðarþjónustu á Íslandi endar þetta auðvitað með því að ein- hver annar þarf að taka að sér þessa þjónustu og þá vantar flugumferð- arstjóra þar,“ segir Loftur. | 46 FÍF greiðir flugumferð- arstjórum laun í janúar SÍÐASTA laugardag fyrir jól er jafnan afar mikið að gera í versl- unum og þar sem þorláksmessu ber nú upp á laugardag búast kaup- menn við óvenju annasömum degi. Raunar hefur komið fram sú skoð- un að óumflýjanlegt sé að nýtt Ís- landsmet í smásöluverslun verði sett á morgun. Kaupmenn og verslunarstjórar sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru allir afar ánægðir með við- skiptin, hvort sem þeir stunduðu viðskipti við Laugaveg, í Kringl- unni eða Smáralind. Kosturinn við að gera innkaupin á Laugaveginum er auðvitað sá að menn fá frískt loft milli búðarferða en eins og tíðin hefur verið er líklega réttast að klæða sig vel. Alveg eins og þessar stúlkur gerðu í gær. Morgunblaðið/Ómar Jólaverslunin nær hámarki á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.