Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 21 Mogadishu. AP, AFP. | Leiðtogi hreyf- ingar íslamista í Sómalíu, Hassan Dahir Aweys, sagði í gær að stríð væri hafið við herlið Eþíópíumanna í landinu. „Allir Sómalar ættu að taka þátt í stríðinu gegn Eþíópíumönnum,“ sagði Aways. Íslamska hreyfingin hefur náð höfuðborginni, Mogadishu, og stórum svæðum í sunnanverðri Sóm- alíu á sitt vald. Harðir bardagar geisuðu enn í gær í grennd við Baid- oa, eina bæinn sem er á valdi bráða- birgðastjórnar Sómalíu. Samþykktu friðarviðræður Aweys og bráðabirgðaforseti landsins, Abdullah Yusuf, sam- þykktu á fundi með sendimanni Evr- ópusambandsins í fyrradag að koma á vopnahléi og hefja friðarviðræður að nýju í Súdan á vegum Araba- bandalagsins. Eþíópíustjórn sagði að leiðtogar íslamistanna væru stríðsæsinga- menn og hefðu engan áhuga á friði. Talsmaður bráðabirgðastjórnarinn- ar sagði að her hennar hefði fellt hundruð liðsmanna íslömsku hreyf- ingarinnar í átökum í gær. Íslamist- arnir sögðust hafa fellt a.m.k. 70 her- menn bráðabirgðastjórnarinnar. Hundruð skelfingu lostinna íbúa svæðisins flúðu þaðan. Sjónarvottar sögðu að margir eþí- ópískir hermenn hefðu tekið þátt í bardögunum í grennd við Baidoa í gær. Óttast er að Eþíópíumenn og Erítreumenn, sem styðja íslömsku hreyfinguna, dragist inn í átökin. Íslamska hreyfingin hefur verið sökuð um tengsl við hryðjuverkanet- ið al-Qaeda en hún neitar því. Engin ríkisstjórn hefur náð yfir- ráðum yfir Sómalíu frá árinu 1991 þegar Mohamed Siad Barre einræð- isherra var steypt af stóli. Segir að stríð sé hafið í Sómalíu Reuters Friðarviðræður Leiðtogi íslamista í Sómalíu, Hassan Dahir Aweys (t.h.) með sendimanni Evrópusambandsins, Louis Michel, á fundi í Mogadishu. Tókýó. AP. | Japaninn Mitsutaka Uchikoshi, sem er 35 ára, lifði á undraverðan hátt af kulda og vos- búð án vatns og matar í 24 sólar- hringa með því að „leggjast í híði“, að því er læknir hans fullyrðir. Sér- fræðingar segja þetta einsdæmi en talið er að efnaskipti í líkama hans hafi því sem næst stöðvast á meðan hann lá meðvitundarlaus eftir fall í hlíðum Rokko-fjalls 7. október sl. Þegar hann fannst svo 24 dögum síðar hafði hann mjög lítinn púls, líffærin höfðu nær hætt starfsemi og líkamshitinn var aðeins um 22 gráður. Uchikoshi var í grillveislu með vinnufélögum við tind fjallsins þeg- ar hann ákvað að ganga niður hlíð- ar þess, í stað þess að fara niður í kláfi. Hann hrasaði á leiðinni niður og missti meðvitund á öðrum degi. Að sögn læknisins Shinichi Sato lagðist Uchikoshi í vetrardvala, ekki ósvipað og þegar bjarndýr leggjast í híði á vetrum, þegar hann missti meðvitund. Heilinn hafi því ekki orðið fyrir skemmdum á öllum þessum tíma, en hitinn var um 10 gráður þar sem Uchikoshi lá án meðvitundar. Algengt er að læknar kæli lík- amshita fólks niður í um 20 gráður við hjartaaðgerðir og þá aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Er því talið að reynslusaga Uchi- koshis kunni að varpa ljósi á hvern- ig líkaminn lifir af við svo lágan hita í svo langan tíma. Gæti sú þekking nýst við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma og við meðhöndl- un þrálátra blæðinga. Lifði af 24 daga „í híði“ ♦♦♦ Havana. AFP. | Raul Castro, sem gegnt hefur emb- ætti forseta Kúbu síðustu fimm mánuði vegna veikinda bróður síns, segist ætla að dreifa ábyrgð- inni meira en Fi- del Castro hafi gert og flytja færri ræður. Raul tjáði 800 leiðtogum háskóla- nemenda að þeir ættu óhræddir að taka þátt í opinskárri umræðu. Hann sagðist ekki ætla að reyna að líkja eftir bróður sínum. „Enginn getur skipað sess Fid- els,“ sagði Raul Castro. „Ég ætti að vita það. Ég hef þekkt hann síðan ég fór að geta hugsað. Samskipti okkar hafa ekki alltaf verið eins og best verður á kosið vegna þess að, eins og hann orðar það, ég er það sem ég er.“ Hann bætti við að allir yrðu að sameinast um verkefnið, þá væri hægt að fylla þann sess sem Fidel hefði skipað. En byltingarkynslóðin yrði nú að víkja fyrir yngra fólki „hvort sem við viljum það eða ekki“. Breytingar á Kúbu? Raul Castro
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.