Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn AFSAKAÐU MIG AÐEINS, HVER SVO SEM ÞÚ ERT... ÉG ÞARF AÐ PÚÐRA Á MÉR NEFIÐ HÚN ER Í ALVÖRUNNI MEÐ MINNISLEYSI! GRETTIR, HVAÐ Á ÉG EIGINLEGA AÐ GERA? MINNISLEYSI? ÞANNIG AÐ HÚN Á EKKI EFTIR AÐ MUNA HVORT HÚN BORÐAÐI EFTIRRÉTTINN SINN EÐA EKKI... EKKI LÁTA ÞÉR DETTA ÞAÐ Í HUG EF AÐ ÉG VÆRI LAUF ÞÁ MUNDI ÉG EKKI DRÍFA MIG AÐ HEIMAN... ÉG MUNDI HALDA MÉR Í ÞETTA TRÉ EINS LENGI OG ÉG GÆTI! SJÁÐU ÞETTA! HVAÐ GAGNAÐIST ÞETTA ÞÉR? EF ÞÚ SEGIR MÉR HVERNIG ÞETTA BLAÐ ENDAR ÞÁ DREP ÉG ÞIG! ÉG ÆTLA BARA AÐ GEFA ÞÉR EINA VÍSBENDINGU EKKI GEFA MÉR VÍSBENDINGU !!! ÞÚ ERT MEIRA FÍFLIÐ! EF AÐ ÉG VÆRI EKKI MEÐ BÝFLUGU Á BAKINU ÞÁ MUNDI ÉG... KANNSKI ERTU MEÐ BÝFLUGU Á BAKINU... KANNSKI EKKI... HA! ER BÝFLUGAN FARIN? GET ÉG HREYFT MIG NÚNA? SEGÐU MÉR ÞAÐ! HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM! HRÓLFUR! HEFUR ÞÚ EINHVERJA HUGMYND HVAÐ KLUKKAN ER?!? MÉR DATT Í HUG AÐ ÞÚ MUNDIR SPYRJA MIG AÐ ÞESSU EF ÞIG LANGAR TIL ÞESS AÐ GANGA Í BRÆÐRAFÉLAGIÐ OKKAR ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ LÁTA NIÐURLÆGJA ÞIG ÁTTU VIÐ AÐ ÉG ÞURFI AÐ DREKKA ÚR KLÓSETTINU EÐA BORAÐA ÚR RUSLINU? NEI, MIKLU VERRA ER EINHVER TIL Í AÐ SVÆFA MIG? FLÝTTU ÞÉR, ÉG ÞARF AÐ SÝNA STRÁKUNUM ÞETTA ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER HÆTTULEGT OG ÞAÐ ERU LÍKUR Á ÞVÍ AÐ ÉG FÁI KRABBAMEIN... EN ÉG GET EKKI HÆTT. ÞETTA ER BARA SVO GOTT OG MÉR LÍÐUR SVO VEL SÖLBÖÐ ERU SÍGARETTUR NÚTÍMANS ÉG NOTA SAMT SÓLARVÖRN NÚMER 40 ÉG ER KANNSKI BARA ORÐINN GAMALL OG LINUR ÞÚ MÁTT HALDA ÁFRAM AÐ TAKA MYNDIR FYRIR BLAÐIÐ EINS OG ÁÐUR EN Í ÞETTA SKIPTI VIL ÉG FÁ MEIRA MEIRA?? ÉG VIL FÁ ALVÖRU VINNU MEÐ ÖLLU ÞVÍ SEM HENNI FYLGIR, AUK ÞESS SEM ÉG VIL FÁ LAUNAHÆKKUN ÉG HEF BÚIÐ TIL SKRÍMSLI! Evrópskir ráðherrar ogsendifulltrúar samþykktuá ráðstefnu Alþjóðaheil-brigðisstofnunarinnar (WHO) í Istanbúl í nóvember sátt- mála gegn ofþyngd og offitu. Una María Óskarsdóttir er sér- fræðingur í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu: „Hin síðari ár hafa þjóðir heims í ríkari mæli rekið sig á þá ógn og þann heilsufarsvanda sem herjar á fólk sem verður of þungt og hreyfir sig ekki sem skyldi. Evrópusáttmálinn um baráttu gegn offituvandanum, sem samþykktur var 16. nóvember sl. er mikið fram- faraskref til þess að auka samvinnu og samstarf þjóða Evrópu,“ segir Una María. „Í sáttmálanum segir að offitufaraldurinn sé viðráðanlegur og hægt sé að snúa þróuninni við, en það verði ekki gert nema með víð- tækum aðgerðum vegna þess að rót vandans sé fólgin í þeim öru breyt- ingum sem orðið hafa á þeim félags- legu, efnahagslegu og umhverfis- tengdu þáttum sem móta lífshætti fólks. Með sáttmálanum er lýst yfir vilja til þess að efla aðgerðir í barátt- unni gegn offituvandanum og að þetta málefni verði ofarlega á dag- skrá í starfi stjórnvalda. Jafnframt er skorað á alla viðkomandi aðila að grípa til harðra aðgerða gegn offitu og staðfest er að Evrópuskrifstofa WHO veitir verkefninu forstöðu.“ Una María segir mikla þörf fyrir sáttmálann: „Offitufaraldurinn er eitt alvarlegasta heilbrigðisvanda- málið innan Evrópusvæðis WHO. Fjöldi þeirra sem eru of feitir hefur þrefaldast á undanförum tveimur áratugum, en um helmingur fullorð- inna og fimmta hvert barn á Evrópu- svæði WHO þjáist af yfirþyngd. Fjölmargar rannsóknir sýna að margir langvinnir og ótímabærir sjúkdómar koma fram sökum offitu og ofþyngdar og draga úr lífslíkum og minnka almenn lífsgæði fólks,“ segir Una María. „Árlega má rekja yfir milljón dauðsföll í Evrópu til sjúkdóma af völdum of mikillar lík- amsþyngdar. Hér á landi fer þessi vandi vaxandi, bæði meðal barna og fullorðinna. Rannsóknir Lýðheilsu- stöðvar frá árinu 2002 sýna að 57% karla og 40% kvenna á aldrinum 15– 80 ára voru yfir kjörþyngd. Þá hafa upplýsingar frá Miðstöð heilsu- verndar barna sýnt að 17% 15 ára stúlkna á höfuðborgarsvæðinu eru yfir kjörþyngd.“ Vandi vegna offitu hefur mikil áhrif á efnahagslegar og félagslegar framfarir: „Allt að 6% útgjalda til heilbrigðismála í Evrópu má rekja til offitu og yfirþyngdar meðal fullorð- inna og þá er ekki meðtalinn sá beini kostnaður sem verður vegna dauðs- falla, framleiðni og tengdra tekna, en hann er a.m.k. helmingi hærri,“ segir Una María. „Framtíðarsýnin er sú að skapa aðstæður þar sem heil- brigðir lífshættir á sviði mataræðis og líkamshreyfingar verði ríkjandi, þar sem markmið í heilbrigðismálum verði sett samhliða markmiðum á sviði efnahags-, félags- og menning- armála og þar sem einstaklingnum er gert það auðveldara að stunda heilsusamlegt líferni. Það þarf með öllum ráðum að fá þjóðina til þess að efla neyslu á fiski, ávöxtum og græn- meti og hvetja markvisst til hreyf- ingar.“ Heilsa | Evrópusáttmáli um baráttu gegn offituvanda samþykktur á ráðstefnu WHO Bætt mataræði og aukin hreyfing  Una María Óskarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1962, en ólst upp á Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hún er stúdent frá MH og lauk BA prófi sem uppeldis- og menntunarfr. frá HÍ . Hún hefur starfað í Félagsmálaráðun. sem verkefnisstj. nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, sem að- stoðarm. umhverfisráðherra og starfar nú sem sérfr. í heilbrigðis- og tryggingamálaráðun. Una María er gift Helga Birgissyni hæstarétt- arlögm. og eiga þau þrjú börn. Fyrsta skáldsaga Eiríks Guð-mundssonar, Undir himninum, kom út hjá Bjarti í byrjun nóvember og hlaut þá góðar viðtökur gagnrýn- enda. Í fréttatilkynningu frá Bjarti segir hins vegar að nú hafi verið ákveðið að taka bókina af markaði. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Það er yfirlýst markmið Bjarts að fegra mannlífið með góðum skáldverkum. En nú ber nýtt við. Í fyrradag var lesinn dómur um bók- ina í útvarpsþættinum Víðsjá. Fyrr- um vígi höfundarins, Eiríks Guð- mundssonar, sem löngum var umsjónarmaður þáttarins. Var talið nánast fullvíst að Eiríkur myndi slá í gegn á sínum fornu heimaslóðum … en þá, öllum að óvörum, kom hik á ritdómarann. Auður Aðalsteinsdóttir sagði í Víðsjá að henni þætti sagan frústr- erandi, þótt hún væri fyndin og margþætt. Hún sættist við bókina þegar hún fór að hlæja upphátt, en gramdist aftur þegar hún týndist í heimspekilegum vangaveltum. Í stuttu máli var hún oft bálreið út í bókina, sem hún sagði að væri vett- vangur endalausra leikja.“ Ennfremur segir í tilkynningunni: „Það er alls ekki ætlun forlagsins að rugla fólk í ríminu, hvað þá vekja gremju. Því hefur verið ákveðið eftir nokkra yfirlegu hjá forlaginu að taka bók Eiríks Guðmundssonar, Undir himninum, af markaði, svo ekki hljótist meiri skaði af bókinni.“    Á heimasíðu hljómsveitarinnarMínus kemur fram að sveitin hafi nú lokið við upptökur á sinni fjórðu plötu. Platan var tekin upp í Los Angeles í Kaliforníu, en ekki er vitað hvenær hún kemur út þótt lík- legt sé að hún komi út snemma á næsta ári. Þá segir á síðunni að þeir félagar hafi lagt allt í plötuna, og að hún innihaldi bæði hlátur og grát. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.