Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 51 menning Starfsfólk Ásbyrgis óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í ársbyrjun 1980 birtist í Morgunblaðinu grein eftir Helga Hálfdanarson þar sem hann vekur athygli á jólasveinavísunni sem virðist ætla að verða lífseig í umræðunni um jól ár hvert. Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi; móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. Viðlag: Upp á stól, stendur mín kanna. Níu nóttum fyrir jól, þá kem ég til manna. Í fleiri greinum um sömu vísu, færir Helgi góð rök fyrir að vísan sjálf hafi breyst á síðari tímum og bendir á að rím og stuðlasetning geti tæpast hafa átt að vera á þann hátt sem eft- irstríðs-kynslóðirnar lærðu. Gyllti stafurinn er heldur ekki trúverðugt gagn í sóðabæli Leppa- lúða og Grýlu. Helgi segir: „Svo er að sjá, að þarna sé komin uppdubbuð jólasveinavísa, sem forðum var höfð á þessa leið:“ Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi. “ Í óformlegri könnun í leikskólum í Reykja- vík kemur fram að báðir textarnir eru sungnir til jafns. Sá „gildi“ hefur þó haft nokkurn vinn- ing á síðustu árum, meðan sá „gyllti“ virðist vera að sækja á aftur. Og enn verða til nýjar útgáfur. Á Barónsborg er sungið um gilda stafinn, en textinn að öðru leyti eins og í vísu- gerð 2 hér að ofan. „Það má ekki breyta of miklu, því svo fara krakkarnir á jólaböllin, og þá heyra þau þetta sungið allt öðru vísi. Þess vegna höldum við okkur við þá útgáfu sem við lærðum, en okkur þótti þó ekki trúverðugt að jólasveinarnir væru með gylltan staf,“ segir Sjöfn Ólafsdóttir leikskólakennari þar. Á Fellaborg hefur „gildi“ textinn verið inn- leiddur, og allir starfsmenn taka þátt í því, meðan á Nóaborg eru báðar gerðirnar sungn- ar jöfnum höndum, eftir því hvaða starfsmaður stjórnar söngstundinni. Á Álftaborg er svar aðstoðarleikskólastjórans, Helgu Hansdóttur, afdráttarlaust: „Við syngjum það auðvitað eins og við lærðum sjálfar í gamla daga,“ – þar er semsé „gyllti“ stafurinn í fullu verðgildi. Hvað er verið að kanna? Enn er rætt um vísuna góðu, og svo virðist sem viðlagið verði næsta hitamál. Pétur Gunn- arsson rithöfundur skrifar um könnuna á stólnum í blaðinu í gær og segir: „En haldið þið ekki að einhverjir „raunsæismenn“ hafi ný- verið fundið sig knúna til að breyta textanum í þá veru að jólasveinninn er kominn upp á hól að kanna eitthvað sem enginn botnar í hvað er. Svo úr verður skrípið:“ Upp á hól stend ég og kanna, “ Pétur bendir á að leiðréttingarmönnunum hafi yfirsést að könnustóll sé raunverulegt fyr- irbæri, notað sem eins konar frálagsborð fyrir bjórkönnur á öldum áður. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur tekur undir með Pétri í grein í blaðinu í dag, en bætir við góðum fróð- leik að viðlagið um könnustólinn sé ekkert tengt jólasveinavísunni, heldur sé það brot úr miklu eldri dansvísu sem þekktist líka í Fær- eyjum og í Noregi. Í bók sinni Sögu jólanna birtir Árni eldri gerð könnustólsviðlagins í sinni sjálfstæðu gerð: Uppá stól stendur mín kanna. Níu nóttum fyrir jól dansar jómfrú Anna. Vísurnar tvær voru fyrst tengdar saman er Friðrik Bjarnason samdi lagið sem allir þekkja. Vísurnar, og munu þær alls óskyldar, þar til svo kært varð með þeim í lagi Friðriks. Og hafa staf í hendi Gísli Sigurðsson, vísindamaður á Árna- stofnun, skrifaði grein um jólasveinakvæðið okkar er birtist í Fréttablaðinu fyrir fáum ár- um. Gísli leiðir líkur að því að „gyllti stafurinn“ sé síðari tíma leiðrétting á ljóðstafsleysi ann- ars vísuorðs, þar sem áður hafi verið sungið: Jólasveinar ganga um gólf og hafa staf í hendi, „lagfæringin“, að bæta við orði með höf- uðstafnum g, hafi fyrst birst í Þjóðkvæðasafni Ólafs Davíðssonar sem út kom 1898–1903. Í segulbandasafni Árnastofnunar eru allmörg dæmi um þessa vísu víða að af landinu, og birt- ir Gísli þær með grein sinni. Það fer ekki á milli mála að jólasveinarnir ýmist „hafa/bera staf í hendi“, eða eru „með gylltan staf í hendi“. En hvaðan kemur þá „gildi“ stafurinn? „Hann er seinni tíma leiðrétting,“ segir Gísli, „elsta gerð vísunnar hefur engan höfuðstaf. Engar gerðir vísunnar eru neitt nálægt „gilda stafnum“,“ segir hann. Hann segir önnur til- brigði í vísunni, þau er snúast um þrifin hjá Grýlu og flengingar á drengjunum keimlík og svipaðrar merkingar. Hvað seinni vísuna snertir bendir Gísli með- al annars á danskvæðið hér að ofan, en segir svo: „Tilraun manna til að leiðrétta þá vísu með því að príla upp á hól og kanna, byggist ekki á varðveittum gerðum og afbrigðum þess- arar vísu. Menn geta svo átt það við sjálfa sig og sína samvisku hvort þeim finnist við hæfi að betrumbæta svo forn og alþýðleg kvæði án þess að hafa nokkuð annað fyrir sér en nútíma reglufestu og skynsemi – sem á sér enga stoð í þeim gömlu og góðu gerðum þessa kveðskapar sem kynslóðirnar hafa skilað til okkar.“ Gólf og gátt og kanna hvað? Gildi stafurinn og könnunarhóllinn eru ekki til í eldri heim- ildum jólasveinavísunnar gömlu, að sögn Gísla Sigurðssonar rannsóknarprófessors og sérfræðings á Árnastofnun. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hara Jólasveinar Stekkjastaur, Ketkrókur, Stúfur og Kertasníkir í hraunum Mývatnssveitar. Stöf- unum sínum hafa þeir raðað snyrtilega við munnann. BEST gæti ég trúað að það væri stórt skref fyrir tón- skáld að koma safni af sönglögum sínum út á geisla- diski og vil ég því byrja á að óska Tryggva M. Bald- vinssyni til hamingju með áfangann. Lögin verða til á löngu tímabili, eða frá 1992 til 2005, og eins og Tryggvi segir sjálfur í bæklingnum ægir hér öllu sam- an, allt frá frjáls-tónal tónsmíðum til einfaldra laga sem lærast við fyrstu heyrn. Alls eru 24 númer á disk- inum og þykir mér uppröðun verkanna koma bara vel út, þ.e.a.s. það verða aldrei óþægilega skörp skil milli laga, þrátt fyrir fjölbreytileika þeirra. Tryggvi er lipur lagasmiður og hefur greinilega góðan smekk á skáldskap og næmt eyra fyrir orðum og hrynjandi. Hann gefur ljóðunum líf sem passar þeim og skáldunum sem þau yrkja. Þannig er t.d. Þó þú langförull legðir, eftir Stephan G. Stephenssen, hefðbundið dúr/moll sönglag með ættjarðarbrag en Undur og Í japönskum þönkum eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur óræðari og frjálsari lög að tónmáli, dreymin og göldrótt eins og hún sjálf. Bæði lögin við ljóð hennar eru reyndar sérstaklega vel heppnuð, fal- lega samin og vel sungin og spiluð af þeim Mörtu Halldórsdóttur sópran og Hrefnu Eggertsdóttur pí- anóleikara. Ellefu lög við ljóð Þórarins Eldjárn úr ljóðabók hans, Heimskringlu , eru leikin af hinni stórgóðu Sa- lon-hljómsveit Berjadaga, en eins og hátturinn er á allri plötunni skipta þau Marta Halldórsdóttir sópran og Snorri Wium tenór með sér söngnum. Húmorinn ræður ríkjum í tónsmíðunum eins og í ljóðunum- .Tryggvi bregður fyrir sig alls kyns kunnuglegum stíl- um og sveiflum sem hann virðist jafnvígur á. Útsetn- ingarnar eru vandaðar og flutningurinn skemmtilega lifandi og vel samstilltur í senn. Söngvararnir Snorri og Marta fá tækifæri til að sýna mikla breidd á þessari plötu og er frammistaða þeirra beggja mjög góð. Bæði bregða auðveldlega fyr- ir sig ólíkum stílum, eins og af þeim er krafist, en raddir þeirra tveggja binda saman plötuna þar sem ákveðinn karakter þeirra skín alltaf í gegn. Gömul ljósmynd er fínasta plata og góð heimild í leiðinni um söngtónsmíðar Tryggva. Það kemur ekki á óvart þegar maður les í bæklingnum hversu náinn hópurinn er sem að henni stendur. Hún hefur nefni- lega á sér heimilislegan vináttublæ sem gaman er að hrífast með, hvort sem er í einrúmi eða á fóninum undir huggulegu kaffispjalli. Heiðarlegar lagasmíð- ar í flottum flutningi TÓNLIST Geisladiskur Flytjendur eru Marta Halldórsdóttir sópran, Snorri Wium tenór, Hrefna Eggertsdóttir píanó, Kjartan Óskarsson klarinetta og Sa- lon-hljómsveit Berjadaga (Örn Magnússon píanó, Tatu Kantomaa harmonikka, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Sigurður Hall- dórsson selló, Richard Korn kontrabassi). Upptökur fóru fram í Víðistaðakirkju sumarið 2005. Upptökumaður: Sveinn Kjart- ansson/Stafræna hljóðupptökufélagið ehf. 12 Tónar gefa út. Gömul ljósmynd – sönglög eftir Tryggva M. Baldvinsson Morgunblaðið/Jim Smart Tryggvi M. Baldvinsson Ólöf Helga Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.