Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 45 MINNINGAR Mig langar til að skrifa nokkur orð um Karl bróður minn sem lést þann 28. nóvember. Kalli, eins og hann var kallaður, varð aðeins 66 ára gamall og var alls ekki tilbúinn til að kveðja lífið en varð að lúta í lægra haldi fyrir ill- vígu krabbameini. Við systkinin höf- um alltaf verið mjög náin og vorum við það alveg fram á síðustu stundu. Kalli hafði sigrast á svo mörgu í lífinu, fyrst berklum sem barn og síðan greindist hann með mikla kransæða- stíflu fyrir 21 ári síðan sem varð til þess að hann þurfti að fara í stóra hjartaaðgerð í London. Þrátt fyrir að fimm börn þörfnuðust mín heima þá kom ekki annað til greina en að ég færi með Kalla í þessa ferð. Gerður mágkona fór einnig með okkur en án hennar hefðum við ekki skilið hvað við okkur var sagt, enda hvorugt miklir tungumálasnillingar. Aðgerðin tókst sem betur fer mjög vel og stóð Kalli sig eins og hetja við að ná bata. Eftir það voru honum allir vegir færir og hann öðlaðist nýtt og betra líf. Fór hann þá að spila golf og eignaðist hann þar góða og trausta vini sem voru honum mikils virði. Kalli var tíður gestur hér heima og var alltaf opið hús fyrir hann. Öll að- fangadagskvöld var hann hjá okkur, nema þau síðustu sem hann lifði, en þau átti hann með sínum börnum og barnabörnum fyrir sunnan. Ég ber mikið þakklæti til bróður míns fyrir hvað hann var börnum mínum og barnabörnum góður og kölluðu þau hann jafnan „afa Kalla“ enda kom hann ætíð fram við þau sem ástríkur afi. Veit ég að hans verður sárt sakn- að meðal þeirra. Að hugsa til þess að Kalli kíki ekki í kaffi til mín og þá sérstaklega í þess- um jólamánuði þar sem hann var van- ur að koma jafnvel oft á dag með upp- lýsingar um gang mála í jólaundirbúningnum, veldur mér miklum söknuði, en ég veit að honum líður betur núna en síðustu mánuði lífs síns. Við Kalli bárum mikla virðingu hvort fyrir öðru og má segja að sam- band okkar hafi verið einstakt að mörgu leyti. Við gátum alltaf rætt saman um þau mál sem lágu okkur á hjarta hverju sinni og vorum aldrei rög við að biðja hvort annað um greiða eða hjálp. Ég veit að hann mun taka vel á móti mér þegar minn tími kemur að yfirgefa þetta líf og þá get- um við haldið áfram að hlæja saman og ræða málin eins og við höfum alltaf getað gert. Elsku Kalli, ég sakna þín sárt og veit að Guð almáttugur hugsar vel um þig því þú átt allt það besta skilið. Ég vil þakka þér fyrir allt í gegnum tíð- ina og kveð þig með þessu ljóði: Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Ég votta börnum Kalla, Herði og Lindu, og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa þau. Sigríður Kristín Gunnlaugsdóttir. Mig langar til að skrifa nokkur orð um Kalla móðurbróður minn, eða Kalla afa eins og hann var í mínum huga. Karl Gunnlaugsson ✝ Karl Gunn-laugsson fædd- ist í Baldursheimi í Mývatnssveit 24. ágúst 1940. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 28. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Húsavík- urkirkju 5. desem- ber. Það fyrsta sem kem- ur upp í hugann er hversu góður og hjartahlýr hann var, einstaklega barngóður og alltaf hlæjandi, ja, nema kannski þegar stjórnmálin og kvóta- kerfið voru rædd en þá lá honum oft mikið á hjarta. Ég hef munað eftir Kalla frá því að ég fæddist, hann bjó hjá ömmu minni og afa fyrstu ár ævi minnar og man ég vel hvað það var gaman þegar Kalli var heima, því hann var alltaf til í að leika við okkur systkinin og svo átti hann alltaf til út- lenskt nammi í efri skápnum í her- berginu sínu sem við fengum að smakka á. Þegar amma og afi létust var ég sjö ára gömul og flutti þá Kalli á Garðarsbrautina þar sem hann bjó upp frá því í sama húsi og Eidi bróðir hans. Það verður eflaust tómlegt hjá Eida frænda núna og bið ég Guð að gefa honum styrk á þessum erfiða tíma. Það var ósjaldan sem ég kom við hjá Kalla á leiðinni heim úr skól- anum og þá átti Kalli mjólk og mjólk- urkex handa mér og svo skutlaði hann mér heim. Þegar ég hugsa út í það þá hafði Kalli alltaf tíma fyrir okkur systkinin. Aldrei upplifði ég að við værum til trafala eða værum að tefja hann, hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla og því var alltaf gaman að heimsækja hann. Kalli átti líka stærsta klinkdall í heimi og ekki var leiðinlegt að fá að telja klinkið og þá gaf Kalli okkur stundum pínu aura sem við gátum keypt mæru fyrir. Margar skemmtilegar minningar skjóta upp í kollinum þegar ég hugsa til æskuára minna, til dæmis þegar Kalli hengdi Svenna upp á snagann og setti mig inn í þvottavélina, allt í gamni að sjálfsögðu, eða þegar ég fór með Kalla til Stykkishólms að heim- sækja dóttur hans og fjölskyldu hennar. Kalli var nýbúinn að kaupa bíl og fannst mér ég heppin að fá að fara með honum í þetta ferðalag. Á leiðinni heim keypti Kalli blómkáls- haus og ídýfu sem við borðuðum á leiðinni og man ég hvað mér fannst þetta sérkennilegt snakk en jafn- framt gott. „Hvað hefurðu gert til bölvunar í dag?“ var algeng spurning þegar Kalli kíkti í heimsókn í Heið- argerðið til okkar og kallaði hann mig iðulega „puðu litlu“ því ég gat aldrei verið kyrr. Núna þegar jólin nálgast þá hugsa ég til þess að ég hef aldrei upplifað jól hjá foreldrum mínum án Kalla og verður þetta því í fyrsta sinn núna í ár. Kalli hefur alltaf verið hluti af minni fjölskyldu og voru þau mamma mjög náin systkini og gátu alltaf leitað hvort til annars. Þeir sem þekktu Kalla vita að hann var ein- stakur á margan hátt og þá var hlátur hans mjög smitandi, ég man til dæm- is eftir aðfangadegi fyrir nokkrum ár- um þegar Kalli fékk syngjandi fisk í jólagjöf. Um leið og hann sá fiskinn og fiskurinn byrjaði að dilla sér og syngja þá ætlaði þakið að rifna af hús- inu því Kalli hló svo mikið. Að sjálf- sögðu hlógu allir með og þegar mamma, Kalli, Erla systir og ég hlæj- um af öllum krafti þá rjúfum við öll hávaðamet eins og margir vita. Á jóladag eða annan í jólum var alltaf veisla hjá Kalla þar sem við fjölskyld- an komum saman og borðuðum kjúk- ling og hangikjöt. Kalli gerði bestu kjúklinga í heimi og var alltaf borðað vel af þeim. Á jólunum í fyrra var Kalli staddur hjá börnunum sínum hér fyrir sunnan og var ég svo heppin að vera boðið í mat þangað og fékk ég þá að borða kjúklinginn hans Kalla í síðasta sinn. Eftir að Kalli greindist með krabbameinið fyrir ári síðan þá var ég nokkuð viss um að Kalli myndi sigrast á þessu eins og öðru, en því miður hafði krabbinn yfirhöndina. Kalli barðist hetjulega fram á síðasta dag og vildi alla þá meðferð sem hægt væri að fá til að reyna að lengja líf sitt, því ekki vildi Kalli sætta sig við að lífið væri búið. En þegar ljóst var orðið að ekkert væri hægt að gera fyrir hann lengur, þá gaf hann upp alla von og var látinn nokkrum dög- um síðar. Ég veit að Kalli er núna í góðum höndum hjá ömmu Kaju og afa Lauga og hefur hann sennilega mætt beint í stóra veislu, því amma hefði orðið 95 ára daginn áður en Kalli lést og afi 100 ára daginn sem hann var jarðsunginn. Elsku Kalli, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér í gegnum tíðina, þú munt alltaf eiga hluta í hjarta mínu og finnst mér sorglegt að hugsa til þess að Hermann Veigar, sonur minn, fái ekki að kynnast þér betur, því jafn góða menn er erfitt að finna. Þín verður sárt saknað í Heið- argerðinu sem og annars staðar. Elsku Linda, Kiddi, Hörður, Anna og börn, missir ykkar er mikill og bið ég Guð að styrkja ykkur í sorginni. Ég votta einnig öðrum aðstandend- um samúð mína. Berta María Hreinsdóttir. ✝ Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, HERMANN BJÖRN HARALDSSON, Vík, Fljótum, Skagafirði, lést mánudaginn 18. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 28. desember kl. 13.30. Sigurhanna Ólafsdóttir, Haraldur Hermannsson, Bryndís Gyða Guðmundsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Kesorn Tangrod, Bjarney Rún Haraldsdóttir, Hermann Björn Haraldsson, Birkir Haraldsson, Fannar Hólm Kristinsson, Haraldur Hermannsson, Guðmunda Hermannsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU VÍGLUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Þökkum starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Sólveig Þórisdóttir, Jan Arneberg, Snorri Þórisson, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Edda Jansdóttir Arneberg, Egill Jansson Arneberg, Þóra Eir Jansdóttir Arneberg, Anna Sólveig Snorradóttir, Rebekka Flink Arneberg. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS V. ÞORSTEINSSONAR, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði. Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Erla Guðmundsdóttir, Inga Þóra Stefánsdóttir, Helga Björg Stefánsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Elfa Stefánsdóttir, Haraldur J. Baldursson, Víðir Stefánsson, Elín R. Sigurðardóttir, Magnús Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 43 6693 15310 23168 30863 36877 46328 55769 64087 72018 378 7143 15452 23236 31013 37343 46624 56078 64188 72137 554 7235 15544 23622 31028 37530 46726 56644 64893 72529 704 7493 15579 23740 31081 37532 46914 56797 65248 73076 883 7665 15863 23910 31443 37649 47588 57134 65724 73110 918 7754 16090 24148 31568 38174 47962 57788 66096 73165 1112 7789 16402 24231 31597 38286 48092 58023 66172 73238 1505 7869 16714 24413 31658 38354 48209 58557 66405 73245 1723 8290 16858 24767 31679 38371 48786 58625 66514 73537 1734 8614 17320 24824 31703 38381 49576 58671 66642 73654 1966 8733 17361 25019 31717 38427 49962 59029 66673 73734 1983 9020 17819 25245 31767 38523 49978 59130 67131 73801 2141 9034 18035 25282 32106 38524 49990 59405 67189 73893 2756 9100 18181 25513 32332 38895 50027 59684 67194 74176 2819 10003 18430 25530 32503 39068 50367 59749 67647 74805 2867 10140 18432 25766 32653 39226 50591 60008 67682 75285 2996 10157 18455 25871 32660 39503 50648 60460 67801 75322 3246 10642 18459 25943 32667 40037 50887 60844 67903 75442 3351 10766 18550 25998 32678 40086 50984 60951 67934 75499 3453 10804 18602 26071 32855 40180 51117 61202 68198 75562 3489 11000 19050 26112 33329 40413 51193 61378 68273 75573 3545 11256 19068 26248 33353 40663 51276 61654 68629 75576 3659 11451 19243 27286 33440 41708 51348 62024 68871 75589 3711 11887 19438 27328 34003 41767 51351 62113 68935 76493 4021 11947 19440 27340 34074 42003 51421 62121 68950 76505 4142 11996 19489 27372 34237 42340 51753 62286 69202 76612 4213 12070 19566 27435 34473 42403 51959 62297 69316 76974 4333 12311 19577 28149 34646 42483 52214 62351 69474 76991 4394 12820 19623 28380 34967 42489 52388 62443 69508 77127 4520 12852 19781 28785 35019 43177 52549 62686 70034 77177 4688 12940 19913 28948 35069 43771 52724 62740 70066 77304 4845 13103 19982 29027 35179 44141 52789 62940 70109 77580 4888 13739 20304 29050 35185 44456 52909 63417 70495 77818 5495 13955 20693 29066 35645 44489 53282 63523 70934 78066 5723 14342 20829 29071 35719 44721 53751 63679 70973 78286 5871 14548 21491 29307 35846 44792 54122 63755 71037 79016 6068 14833 21499 29464 35857 44860 54573 63794 71241 79268 6185 14946 21975 29739 36232 44955 54711 63843 71470 79466 6488 15110 22247 30387 36301 46039 55058 63858 71793 79786 6656 15129 22267 30603 36618 46168 55509 63930 71958 79840 Næsti útdráttur fer fram 28. desember 2006 Heimasíða á Interneti: www.das.is V i n n i n g a s k r á 34. útdráttur 21. desember 2006 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 2 4 5 4 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 1 7 4 8 4 1 5 1 7 2 1 8 2 5 8 1 4 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 7057 10991 17179 26657 35913 56105 8778 13937 25434 33043 55648 74879 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 2 4 7 1 1 4 9 1 1 7 9 7 6 3 1 7 5 0 4 0 7 1 3 4 7 3 8 3 6 0 3 0 4 7 5 5 8 1 2 0 6 5 1 2 5 4 9 1 8 6 2 8 3 2 5 1 6 4 0 9 7 5 4 7 4 0 9 6 1 2 5 6 7 6 1 3 1 2 9 6 0 1 3 2 2 1 1 9 8 7 3 3 3 7 3 1 4 1 2 6 9 4 8 0 0 4 6 1 6 8 1 7 6 8 1 1 3 5 6 3 1 3 6 8 7 2 2 6 4 4 3 3 9 6 7 4 1 4 2 2 4 9 4 2 7 6 2 1 2 4 7 7 0 4 4 4 4 1 1 1 4 2 0 4 2 3 7 4 3 3 4 0 4 2 4 1 6 3 9 5 1 0 7 0 6 4 4 9 0 7 7 8 1 3 4 7 9 6 1 5 2 8 4 2 7 8 2 9 3 4 6 4 8 4 1 7 3 6 5 1 6 6 5 6 5 6 2 7 7 7 9 6 2 5 2 6 6 1 5 3 6 4 2 8 4 4 6 3 4 6 7 5 4 1 8 9 2 5 2 5 6 7 6 5 7 3 2 7 9 0 9 3 5 3 5 1 1 6 1 8 5 2 9 3 8 4 3 5 8 1 1 4 2 1 2 4 5 2 7 3 2 6 5 7 8 2 7 9 1 6 2 6 4 7 7 1 6 1 8 6 2 9 5 1 3 3 7 5 9 6 4 3 2 0 5 5 8 3 4 1 6 8 9 6 7 7 9 4 3 5 6 8 3 4 1 6 2 9 6 2 9 7 1 8 3 7 7 9 9 4 4 4 3 5 5 8 7 3 9 6 9 8 4 9 7 9 9 1 1 6 8 4 9 3 1 4 9 4 3 8 5 3 6 4 4 4 3 9 5 9 1 2 9 7 3 2 5 1 1 1 0 0 9 1 6 9 3 8 3 1 5 4 9 3 9 0 4 7 4 7 2 2 8 6 0 2 2 1 7 4 8 7 5 1 1 0 3 7 1 7 7 4 5 3 1 5 6 0 3 9 7 2 9 4 7 3 3 7 6 0 3 0 2 7 5 0 8 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.