Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 26
Kynin hafa ólíka skoðun á því hvað sé góð jólagjöf. En að hverju hafa konur gaman og hvað vilja þær alls ekki fá? » 30 aðventan Jólamuscatið frá Katalóníu á sér aldalanga sögu, enda tíðk- aðist gerð þess í konungsríkinu Katalóníu á 14. öld. » 29 jólavín Friðargæsluliðinn Aðalbjörn Sigurðsson eyðir jólunum á Sri Lanka, en tekur með sér íslenskt góðgæti. » 30 daglegt Leirbökuðu lamabalærin sem matreidd eru í Listaháskól- anum fyrir hver jól eru hálf- gerður gjörningur á að líta. » 28 matur Það getur verið vandasamt að finna rétta vínið með öllum veisluréttunum sem jólunum fylgja. » 29 hátíðarvín Þegar ég var strákur komujólin þegar klukkurnarhringdu klukkan sex á að-fangadag í útvarpinu, þá gengum við um og kysstum alla gleði- leg jól. Messan murraði í bakgrunn- inum og sumir sungu með.“ Æsku- minning Eiríks Hjálmarssonar, bassa og formanns Dómkórsins sem syngur umræddan aftansöng, hljóm- ar kunnuglega því messan markar upphaf jólahátíðar hjá mörgum Ís- lendingnum og er sérlega mikilvæg vinnandi fólki eða þeim sem eru er- lendis. Fjölskylda Eiríks er söngfólk eins og hálf þjóðin – konan hans, mágur, bróðir og systir syngja í Dómkórnum – og jólin hverfast um sönginn. Eiríkur, sem er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, hefur haft nóg fyrir stafni um helgar í vetur, stundað skóla, kóræfingar og sungið í messum. Því vill hann nýta tímann vel sem gefst með fjölskyldunni og jólahelgin er framundan með öll sín tilefni. „Ég reyni að komast í skötu á Þorláksmessu,“ segir Eiríkur, „svo á aðfangadagsmorgun hittumst við systkinin alltaf ásamt mökum og börnum í Gufuneskirkjugarði þar sem pabbi, mamma og sonur minn hvíla. Þar syngjum við Bráðum koma blessuð jólin og þetta höfum við gert í 20 ár. Eftir smástúss förum við að elda… en rétturinn þarf að vera þeim hæfileikum gæddur að geta beðið í klukkutíma meðan við fjöl- skyldan förum niður í kirkju að syngja í aftansöngnum. Við rjúpna- fólkið höfum átt í svolitlum vandræð- um síðustu ár og ég komst ekkert á rjúpnaveiðar í haust og því verður ákvörðun tekin um einhvern annan mat á síðustu stundu. Við vorum komin í mjög góða áratugaæfingu með rjúpuna, höfum látið hana liggja soðna á meðan við syngjum.“ Sálmarnir þetta kvöld eru vel kunnir þeim sem eru eldri en tvævet- ur í kórnum. „Helsta breytingin milli ára er predikunin en boðskapurinn er sá sami; jólaguðspjallið hefur verið eins um hríð! Mér finnst líka að fólk eigi að geta gengið að sálmum eins og Í Betlehem er barn oss fætt vísum.“ Með vísan í jólainnhringingu bernskunnar segist Eiríkur ekki al- veg geta fylgt gömlum hefðum í dag: „Það er svolítið snúið að ganga um á söngloftinu og kyssa fólkið sitt þegar maður er að fara að syngja fyrsta sálminn.“ Sálminn sem berst í hvert skúmaskot. „En ég held að jólin komi núna þegar litla stjarnan á orgelinu í Dómkirkjunni fer að klingja í þriðja erindi Heims um ból sem er loka- sálmurinn. Krakkarnir bíða þess líka með spenningi í athöfninni þegar „dingalingið“ fer að snúast. Það skiptir svo miklu máli að vera með börnum á þessari hátíð því gráhærð- ur maður upplifir eftirvæntinguna og gleðina svo mikið í gegnum þau. Svo kyssum við kórfélagarnir hver annan og hlaupum heim til að halda jól.“ Eiríkur segir jólin annars hefð- bundin en finnst að fólk eigi að vera óhrætt við nýjar hefðir. „Við systk- inabörnin pabbamegin, sex ára upp í sextugt, tókum upp á því fyrir nokkr- um árum að spila saman fótbolta í KR-húsinu einhvern tíma yfir hátíð- arnar og krakkarnir kalla nú á fjöl- skyldufótboltann. Matarboðin öll kalla líka á talsverða eftirspurn eftir hreyfingu.“ » 27 Morgunblaðið/Sverrir Söngfólk Eiríkur Hjálmarsson er söngelskur og ekki einn um það í fjölskyldunni en hann og konan hans, bróðir, systir og mágur eru félagar í Dómkórn- um. Systkin Eiríks ásamt fjölskyldum safnast alltaf saman í Gufuneskirkjugarði á aðfangadagsmorgun og syngja Bráðum koma blessuð jólin. Jólarétturinn sniðinn að aftansöngnum Æfing Kórfélagar, dómorganisti og dómkirkjuprestar æfa ötullega fyrir messuhald um jólin enda aftansöngurinn á aðfangadag ábyrgðarfullt starf. HJARTA er tákn sem allir skilja, en Danir hafa nú eignað sér jólahjartað eins og þeir kalla það. Á dönsku vefsíðunni www.julid- annevang.dk segir að umrædd jólahjörtu hafi, sem skreytingar á jólatrjám, farið að festa sig í sessi á einstaka svæðum í Evrópu í kringum 1914. Þá þegar hafi hins vegar danski rithöfundurinn H.C Andersen setið við í nokkur ár og klippt út slík hjörtu. Nið- urstaða þeirra er því sú að jólahjartað sé í rauninni dönsk uppfinning. Íslendingar yfir þrítugu ættu flestir að kannast við hjartað góða sem búið er til úr pappír og er eins og kramarhús í laginu þar sem pappírsstriml- arnir fléttast saman í efsta lagi hjartans. Þetta var vinsælt jólaskraut á jólatrén hér á landi fyrir ekki svo mörgum áratugum, enda bæði fallegt, ódýrt og auðvelt að búa hjörtun til. En samkvæmt þessum fréttum eiga frændur vorir Danir heiðurinn af papp- írshjörtunum. Jólahjörtun dönsk Morgunblaðið/Sverrir Forn frægð Jólahjörtu voru vinsælt skraut á jólatré. Hugsa til þeirra sem hafa það ekki eins náðugt og við. Fara í kirkjugarðana um jólin, þar er gott að hugsa. Það er nauðsynlegt að fara eitthvað út yfir hátíðarnar og klæða sig bara eftir veðri. Vera umburðarlynd og friðsæl á hátíð ljóss og friðar. Fara varlega með eld! Eiríkur mælir með … UM SEX prósent fimm til sex ára barna í Noregi eiga farsíma og hlutfallið vex eftir því sem börnin verða eldri. Þeir eru ófáir krakkarnir sem eiga sér enga ósk heitari en að fá farsíma í jólagjöf. Samkvæmt töl- um frá norsku neytendasamtök- unum er allt útlit fyrir að mörgum þeirra verði að ósk sinni, að því er fram kemur á vef forskning.no. Ýmsar spurningar vakna þó hjá foreldrum í þessu sambandi. Sumir óttast einelti í gegnum SMS- skilaboð og aðrir hafa áhyggjur af því að börnin geti orðið útundan félagslega ef þau eigi ekki farsíma. Petter Bae Brandtzæg, sem hef- ur rannsakað þetta, segir aldur barnanna skipta miklu máli. Fimm til sex ára börn noti gemsann lítið í samskiptum sín á milli. Hins vegar er farsíminn mikilvægari fyrir samskipti krakka þegar þau eru orðin 10–11 ára enda eiga um 65% norskra barna á þeim aldri far- síma. Þegar börnin eru orðin 12– 13 ára er farsímaeignin aftur um 93%. Umboðsmaður barna í Noregi, Reidar Hjermann, segir foreldra verða að ákveða hvenær börn séu orðin nægilega gömul fyrir far- síma. „Þegar foreldrar búa ekki saman getur verið mjög notalegt að geta sent barninu sínu SMS- kveðju fyrir svefninn í stað þess að kyssa góða nótt,“ segir hann. Börnin vilja hringja jólin inn daglegtlíf |föstudagur|22. 12. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.