Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FORELDRAR, ný kvikmynd í leikstjórn Ragnars Bragasonar og framleiðslu Vesturports, hefur verið valin á Kvik- myndahátíðina í Rotterdam sem fer fram dagana 24. janúar til 4. febrúar. Fyrri mynd Vest- urports og Ragnars, Börn, hef- ur líka verið valin á þessa virtu hátíð. Báðar myndirnar verða í dagskrá er nefnist Cinema of the Future þar sem sýndar eru frumlegar og nýstárlegar myndir. Foreldrar verður frumsýnd hér á landi 19. jan- úar og verður svo frumsýnd erlendis á Kvik- myndahátíðinni í Rotterdam í lok janúar. Kvikmyndir Börn og Foreldrar til Rotterdam Ragnar Bragason FULLVEL man ég fimmtíu ára sól er yfirskrift dagskrár af jólasöngvum og ljóðum sem sungnir verða í Ólafsfjarð- arkirkju í kvöld. Flytjendur á tónleikunum eru þau Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona og Sig- ursveinn Magnússon píanóleik- ari. Sungnir verða söngvar eft- ir Schubert, Brahms, Cornelius, Holst, Reger, Sig- ursvein D. Kristinsson og Sigvalda Kaldalóns. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir og eru allir vel- komnir. Tónleikar Jólasöngvar í Ólafsfjarðarkirkju Sigrún Valgerður Gestsdóttir Bókin Hann eftir Valgerði Þóru Benediktsson er komin út. Bókin er 50 bls. með stuttum textum eða eins konar prósa- ljóðum. Bókin inniheldur einnig teikningar sem eru eftir börn höfundar. Bókin er um gleði, sorg, fyr- irgefningu og kærleika. Valgerður Þóra hefur áður sent frá sér nokkur skáldrit, meðal annars ljóða- bækur. Höfundur gefur bókina út. Bókin er í kiljuformi. Prentmet ehf. prentar bókina. Skáldverk Hann eftir Valgerði Þóru Benediktsson Valgerður Þóra Benediktsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is KOSTNAÐUR borgarinnar við hreinsun veggjakrots er mikill, og hleypur á hundruðum milljóna á næstu árum, að sögn starfsmanns gatna- og eignaumsýslu borg- arinnar. Í gær birtist hér á menning- arsíðum viðtal við Ómar Ómar, en hann er graffiti-listamaður í forsvari fyrir áhugamannafélagið TFA, Tíma fyrir aðgerðir. Hann hefur sent borgarstjóra tillögur að verk- efnum og úrbótum sem gætu stuðl- að að bættri graffitimenningu, en um leið að koma böndum á neikvæð- ar hliðar veggjaskrifa og eigna- spjalla. Í máli borgarstarfsmannsins kom fram að ekki stæði til að breyta stefnu borgarinnar hvað graffiti snertir, allt veggjakrot verði bannað og viðurlögum beitt gegn þeim sem það stunda. Spurður að hvort vilji sé til þess innan borgarinnar að bregð- ast við þeirri ósk graffiti-fólks, að gefin verði eftir ákveðin svæði, þar sem leyft yrði að graffa, segir starfsmaður gatna- og eignaumsýsl- unnarar að það hafi verið rætt nokkrum sinnum. „Reynslan er sú, að ef þú leyfir þetta á tilteknu svæði, þá er það ekki virt og fer út um allt,“ segir hann og bendir á sama dæmi og Ómar nefndi. „Við reyndum þetta síðast á stóra veggnum milli Austurbæjarskóla og Vörðuskóla; fyrirmælin voru skýr um að það mætti krota á þann vegg en hvergi annars staðar. Málningin var hins vegar ekki orðin þurr á verkinu þeg- ar búið var að krota í það og á aðra veggi út um allan skólann og á bygg- ingar í kring.“ Borgarstarfsmaðurinn segir að á þessu ári eyði borgin um 50–60 milljónum í að mála yfir graffiti og á næsta ári fari kostnaðurinn að lík- indum upp í 100 milljónir. „Þannig verður þetta næstu 5–10 árin, að við getum reiknað með að eyða í þetta 100–200 milljónum á ári, þar til það fer að minnka, samkvæmt reynslu Skandinava. Reynslan þar bendir til þess að eftir að krot er bannað minnkar það um 5–10 prósent á ári.“ Umræðan um löglega veggi kem- ur alltaf upp, að sögn þessa viðmæl- anda Morgunblaðsins sem segir að hún eigi sér auðvitað sína formæl- endur, því dæmi séu um að það fyr- irkomulag hafi gengið upp, þó með mikilli vinnu við eftirlit og umsjón. „Þetta er teoría sem hefur ekki gengið vel að framfylgja, því veggja- krotið er smitandi.“ Reykjavíkurborg ver 100–200 milljónum árlega á næstu árum í graffiti-hreinsun Veggjakrotið er smitandi Í HNOTSKURN » Í ár eyðir Reykjavík-urborg 50–60 milljónum króna í að afmá veggjakrot. » Áætlað er að kostnaður-inn fari í 100 milljónir á næsta ári, og verði á bilinu 100-200 milljónir á næstu ár- um. » Reynslan sýnir, að sögnviðmælanda, að eftir að krot er bannað minnkar það um 5–10 prósent á ári. Graffiti Ómar Ómar benti á í viðtalinu í gær, að í dag séu miklir hæfileikar og listhneigð meðal þeirra sem iðka graffiti; ástæðulaust væri að óttast þetta fólk, það þyrfti einungis rými fyrir sína list. Hann sagði jafnframt að graffiti hefði mikil áhrif á heim tísku og hönnunar. Myndin er af veggnum við Austurbæjarskólann, eins og hann leit út fyrir nokkrum árum, meðan enn var leyft að krota á hann. Graffiti hefur áhrif DANSVERK Ernu Ómars- dóttur, Jóhanns Jóhannssonar og Margrétar Söru Guðjónsdóttur, The Mysteries of Love, hefur feng- ið afbragðsdóma í evrópskum blöðum. Í einu helsta dansblaði Evrópu, Balletanz, var farið fögrum orðum um verkið og þá fékk það jákvæða umfjöllun í Le Monde. Einnig hefur verkinu verið hampað í ítölskum og norsk- um fjölmiðlum. The Mysteries of Love var frum- sýnt þann 27. júlí 2006 á Festival Drodesera. Það hefur síðan verið sýnt í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Noregi og Hollandi á hinum ýmsu hátíðum. Næstu sýn- ingar verða 30. og 31. janúar á Le Fanal Scéne Nationale de St. Na- zaire í Frakklandi. Þátttakendur í verkinu eru, auk Ernu, Jóhanns og Margrétar Söru, tónlistarmennirnir Flosi Þorgeirs- son og Valdimar Jóhannsson. Erna og Jóhann hafa áður getið sér gott orð fyrir dansverkið IBM 1401, a user’s manual, sem hefur verið sýnt í yfir 40 borgum. Íslensku dansverki vel tekið Erna Ómarsdóttir The Mysteries of Love á ferð og flugi BÆKUR eru nú aftur fáanlegar í hinu stríðshrjáða Kasmírhéraði í norðvesturhluta Indlands eftir að hafa verið ófáanlegar um nokkurra ára skeið. Hinar fáu bókaverslanir héraðsins hættu rekstri skömmu eftir að uppreisn íslamskra bylting- armanna braust út árið 1989 þótt verslanir með íslömsk smárit og kennslubækur héldust opnar. Met- sölubækur og sígild verk frá Asíu og Vesturlöndum hafa því verið nær ófáanleg. Nú er hins vegar aft- ur hægt að kaupa verk Shake- speares, Charles Dickens, Salmans Rushdies og metsölubækur Dans Browns í Srinagar, höfuðborg hér- aðsins. Kvikmyndahús opnað Átök milli uppreisnarmanna og indverskra hermanna í Kasmírhér- aði hafa kostað tugþúsundir manns- lífa. Að auki hafa margir yfirgefið héraðið, ekki síst menntafólk, þar á meðal læknar og kennarar í hundr- aðatali. Átökin urðu þess einnig valdandi að nær allt menningarlíf lagðist niður. Uppreisnarmenn lok- uðu m.a. kvikmyndahúsum og bókasöfn eyðilögðust í átökunum. Nú þegar losnað hefur um tak uppreisnarmanna á daglegu lífi Sri- nagar-borgar hefur eitt kvik- myndahús verið opnað aftur, áfengi er auðfengnara en áður og snyrti- stofur blómstra. Og loksins geta bókaormar aftur fengið útrás fyrir ástríðu sína. „Hernaðarástandið breytti öllu í Kasmír,“ sagði kennarinn Basharat Saleem við Reuters-fréttastofuna. „Forgangsröðin breyttist. Öryggi varð ofar öllu. En nú eru hlutirnir smám saman að lagast og það sama gildir um lestur og skynbragð fyrir bókmenntum.“ „Heldra fólk í Kasmír las mikið fyrir uppreisnina,“ er haft eftir Ha- meeda Nayeem, kennara í enskum bómenntum við Kasmírháskóla. „En lestur er ekki lengur hluti af fortíðinni í Kasmír. Ört vaxandi hópur fólks er byrjaður að lesa bók- menntir.“ Dickens og Brown aftur til sölu í Kasmír ans Hans Neuenfels nær hámarki í atriði þar sem Idomeneo konungur ÞREMUR mánuðum eftir að sýn- ingum á þýskri uppsetningu Mozart- óperunnar Idomeneo var sviplega frestað af ótta við hefndarverk var hún loks frumsýnd sl. mánudags- kvöld. Mikill viðbúnaður var vegna sýningarinnar. Tugir óeirða- lögregluþjóna umkringdu óp- eruhúsið og frumsýningargestir þurftu að tæma vasa sína og skilja alla málmhluti eftir áður en þeir gengu inn í áhorfendasalinn. Að sögn yfirvalda gekk sýningin snurðulaust fyrir sig. Fyrir utan Þýsku óperuna (Deutsche Oper) mátti líta nokkra friðsama talsmenn tjáningarfrelsis og kristna mótmæl- endur með áletruð skilti en að öðru leyti var allt með kyrrum kjörum. Hin umdeilda uppfærsla leikstjór- setur blóðug höfuð gríska guðsins Poseidons, Jesú, Búdda og Múham- eðs á fjóra stóla. Þýska óperan ákvað að slá af uppfærsluna, sem til stóð að frumsýna í nóvember, þar sem óttast var að hún kynni að valda usla innan hins íslamska samfélags. Ákvörðunin vakti hins vegar hin hörðu viðbrögð sem verið var að forðast. Þótti mörgum sem gengið væri of langt í að þóknast öfgamönn- um úr röðum íslamstrúarmanna og listrænni tjáningu settar óviðunandi takmarkanir. Meðal gagnrýnenda voru talsmenn íslamstrúarmanna í Þýskalandi. Þegar höfuðin birtust á mánudag- inn mátti heyra hógværan lófa- taksklið, auk þess sem nokkrir áhorfendur bauluðu nærgætið og var svarað með fáeinum kurt- eislegum bravóköllum. Frumsýning Mozart-óperunnar Idomeneo gekk snurðulaust fyrir sig Viðbrögðin nærgætið baul og kurteisleg bravóhróp Viðbúnaður Þýskur lögregluþjónn fyrir utan Þýsku óperuna í Berlín. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.