Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 53 menning Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Ekki setja kerti ofan í hvað sem er - falleg glös geta hitnað og sprungið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef kerti eru sett ofan í þau. Munið að slökkva á kertunum i Orðið „prímadonna“ er notaðum einhvern sem telur sigómissandi og krefst virð- ingar og hegðunar af öðrum í sam- ræmi við sjálfsmat sitt. Orðið er ætt- að úr óperuheiminum. Það er ítalskt, „prima donna“ þýðir bók- staflega „fyrsta konan“ og var á sín- um tíma notað um aðalsöngkonu til- tekins óperuhúss sem var nær undantekningalaust sópran. Þessar prímadonnur (í eiginlegum skiln- ingi) höfðu á sér orðspor fyrir að vera reglulegar prímadonnur (í hin- um óeiginlega skilningi); þóttu sjálf- umglaðar, duttlungafullar, tilgerð- arlegar, ósanngjarnar og bráðlyndar. Í óperuheiminum er ekki til sam- bærilegt orð yfir „fyrsta manninn“. Það sama gildir um daglegt mál. Þá fjöldamörgu dyntóttu karlmenn sem finnast þeir vera nafli alheims- ins, og þar af leiðandi ómissandi hluti af honum, köllum við einfald- lega prímadonnur engu síður en konur af sama sauðahúsi. Það er því þversagnarlaust að segja tenór prímadonnu; og reyndar hafa ten- órar í dag almennt engu minni prímadonnustimpil á sér en hinar bókstaflegu prima donnas – án þess að hér sé lagður dómur á hversu vel staðalímyndir tónlistarfólks sam- ræmast raunveruleikanum.    Samkvæmt því orðspori sem hinnfransk-ítalski Roberto Alagna hefur getið sér innan óperuheimsins mun hann vera prýðisdæmi um prímadonnutenór. Fram að þessu hefur það orðspor þó að mestu tak- markast við landamæri óperunnar þar til nýlega að Alagna komst í heimsfréttirnar fyrir að yfirgefa fyrirvaralaust og í fússi svið Scala- óperunnar á Ítalíu og það í miðri sýningu. Mun það vera einsdæmi í sögu óperunnar að listamaður lætur sig hverfa með þessum hætti, þ.e. meðan sýning er í fullum gangi (aðr- ar prímadonnur, t.d. Maria Callas, hafa séð sóma sinn í að láta sig hverfa á milli þátta). Fyrir vikið þurfti varasöngvari Alagna, Anton- ello Palombi, að stökkva fyr- irvaralaust upp á svið og syngja hlutverkið það sem eftir lifði, bún- ingalaus. Það var í kjölfar þess að nokkrir áhorfendur létu í ljós óánægju sína með flutning Alagna á aríunni „Ce- leste Aida“ sem söngvarinn lét sig hverfa. Munu slíkar viðtökur þó ekki vera óalgengar í hinu forn- fræga óperuhúsi. Eina skýringin sem Alagna gaf á þeim tíma var að hann væri listamaður og mjög við- kvæmur fyrir vikið. Síðar, þegar bú- ið var að úthýsa honum úr La Scala, sagði hann að lágum blóðsykri væri um að kenna. Allt kom fyrir ekki. Í La Scala syngur Alagna ekki.    Alagna á farsælan feril að baki ogvar í upphafi aldarinnar m.a. nefndur sem einn hugsanlegra arf- taka tenóranna þriggja (Domingo, Carreras, Pavarotti). Spurningin er hve mikinn grikk stórsöngvarinn hefur gert sjálfum sér með príma- donnustælunum. Það er lærdóm að draga af nýliðnum atburðum: dramb er falli næst. Alagna virðist fallinn. Alagna fallinn Prímadonna Roberto Alagna hefur sýnt að sækjast sér um líkir en hann er giftur sópransöngkonunni og eðalprímadonnunni Angelu Gheorghiu. AF LISTUM Flóki Guðmundsson »Eina skýringin semAlagna gaf á þeim tíma var að hann væri listamaður og mjög við- kvæmur fyrir vikið. floki@mbl.is VART þarf að kynna tónskáldið Þorkel Sigurbjörnsson fyrir lands- mönnum, enda hefur hann verið í röð okkar bestu og viðurkenndustu tónskálda um langt skeið og heillað þjóðina með fjölbreytilegum tón- smíðum sínum, allt frá sígildum kórlögum til stórbrotinna sinfón- ískra verka. Á geisladiskinum Leik- ar nýtur Þorkell fulltingis Kamm- ersveitar Reykjavíkur og er ekki annað að heyra en að vel fari saman sköpunarkrafur Þorkels og líflegur flutningur Kammersveitarinnar, undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Verkin eru samin á nokkuð löngu árabili, það elsta, Wiblo fyrir horn, píanó og strengjasveit, er frá árinu 1976 en það yngsta, Umleikur fyrir fiðlu og kammersveit, er frá 1998. Verkin voru tekin upp á árunum 2000–2001 en eru nú loks komin út á geisladisk og er um fyrstu útgáfu þeirra að ræða sem er sannkallaður fengur fyrir tónlistarunnendur og áhugafólk. Verkin eru áhlýðileg en á sama tíma lúmskt krefjandi. Þor- kell notar ýmis brögð til að skapa tón- og hljóðheima sem vekja for- vitni hlustandans, en áreynslulaus og músíkölsk beiting þeirra er samt sem áður ráðandi sem er án tví- mæla aðalsmerki verkanna. Þar á fumlaus flutningur Kammersveit- arinnar einnig hlut að máli. Sveitin og stjórnandi hennar eiga hrós skil- ið fyrir að gæða tónlist Þorkels því lífi sem hæfir henni. Til að mynda njóta tíðar takt- og tempóbreyt- ingar sín á lífrænan hátt, þannig að tónlistin lifir og leikur sér án þess að það heyrist beinlínis að nokkur sé að telja, þótt þess þurfi vissulega með til að ná svo samstilltri spila- mennsku fram. Einleikararnir stóðu sig allir með stakri prýði, en vil ég að öðrum ólöstuðum nefna einn sem vakti sérstaklega athygli mína. Það er Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anóleikari, sem á sérlega hrífandi leik í verkinu Wiblo. Hún spilar skýrt og af mikilli nákvæmni í takti og tón en meðhöndlar á sama tíma krassandi dýnamík og blæbrigði tónlistarinnar á mjög fallegan máta. Einnig á Rut Ingólfsdóttir hrós skilið fyrir að flytja hinn krefjandi Umleik fyrir fiðlu og kammersveit af miklu öryggi. Reyndar er Umleikur alveg sér- lega flott verk, margbrotið í fegurð sinni en aðgengilegt og grípandi í senn. Leikar er plata sem vex við hverja hlustun. Þorkell sýnir mikla breidd í sköpun sinni, sem er lifandi og opin en þó alltaf hnitmiðuð. Tón- list hans er uppfull af æsandi augnablikum, fögrum laglínum og röddunum sem leika á hjarta- strengina. Stundum er hún þjóðleg, stundum alþjóðleg en umfram allt er hún spennandi og skemmtileg. Ég gef Leikum mína bestu ein- kunn. Spennandi Leikar Morgunblaðið/Golli Meðmæli „Leikar er plata sem vex við hverja hlustun,“ segir meðal annars í dómi um nýja plötu Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds. TÓNLIST Geisladiskur Þorkell Sigurbjörnsson – Leikar/Plays – Kammersveit Reykjavíkur Ólöf Helga Einarsdóttir Kammersveit Reykjavíkur flytur fimm verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Einleikarar: Guð- mundur Pétursson gítar, Joseph Ognibene horn, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó og Rut Ingólfsdóttir fiðla. Upptökur fóru fram í Salnum, Ými og Víðistaðakirkju í júní 2000 og nóvember 2001. Hljóðritun: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Hljóðmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Smekkleysa gefur út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.