Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 35 MIG langar að bæta nokkrum orðum við tímabæra ádrepu Pét- urs Gunnarssonar í Morg- unblaðinu í gær, 21.12. ’06, um könnustólinn. Í fyrsta lagi mun það vera hundrað ára gamall misskilningur að vísan „Upp á stól stendur mín kanna“ eigi við jólasveina. Hún mun upphaflega vera úr miklu eldra danskvæði sem til var í af- brigðum víða á Norðurlöndum og ein íslenska gerðin er svona: Upp á stól, stól, stól stendur mín kanna. Níu nóttum fyrir jól kemst ég til manna og þá dansar hún Anna. Í öðru lagi stóðu vísurnar „Jóla- sveinar ganga um gólf“ og „Upp á stól“ aldrei saman í handritum eða prentuðum bókum fyrr en Friðrik Bjarnason samdi sitt ágæta lag við þær og birti í Nýju söngvasafni árið 1949. Síðan halda menn eðlilega að þær hafi ævinlega átt saman, og það gerir svosem ekki mikið til. Verra er að ruglandinn „Upp á hól stend ég og kanna“ mun vera kominn á hljómdisk með ágætum barnakór. Þá verður erfiðara að kveða þessa dauðans vitleysu nið- ur. Árni Björnsson Könnustóll Höfundur er þjóðháttafræðingur. Könnustóll Veisla hjá heldra fólki. Til vinstri er húsgagnið könnustóll með mörgum drykkjarkönnum. Ljósmynd/Úr bókinni Saga jólanna. ÍSLENDINGAR eiga þrjú höf- uðsöfn, þjóðminjasafn, listasafn og náttúruminjasafn. Eftir að tvö fyrr- nefndu söfnin fengu nýja sýning- araðstöðu hefur orðið nokkur um- ræða um þriðja safnið. Nú liggur fyrir frum- varp um stofnun Nátt- úruminjasafns Íslands á Alþingi en ekki er gert ráð fyrir úrbótum í húsnæðismálum strax. Sögu safnsins má rekja aftur til 1889 og má segja að hún sé stór harmasaga. Á dögunum barst sú frétt að ýmsir gripir hefðu horfið úr frystigeymslum Nátt- úrufræðistofnunar Ís- lands, sem heldur utan um safnið í dag. Í vikunni barst síðan sú frétt að leki hefði orðið í sýning- arsal safnsins. Náttúrugripasafn Íslands er í dag í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm sem alls ekki er bjóðandi stofnun sem hefur að geyma slíka dýrgripi eins og þar er að finna. Geymslur safnsins eru í misjöfnu ásigkomulagi, dreifðar um höf- uðborgarsvæðið. Í því frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að Náttúrustofnun Íslands verði fag- legur bakhjarl þess. Hugsanlega gæti safnið einnig átt samstarf við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Í dag er gert ráð fyrir nýju safni á lóð Háskóla Íslands milli húss Íslenskrar erfðagreiningar og Öskju. Sveitastjórn Borgarbyggðar hefur sömuleiðis boðið safninu fyrirgreiðslu og lóð á Hvanneyri. Það er ótrúlegt að hátt í 20 nefndir hafi fjallað um byggingu nýs safns, lóðir séu til stað- ar en ekkert hafi orðið úr fram- kvæmdum. Þrátt fyrir að fimm ár séu síðan ný safnalög voru samþykkt þar sem gert var ráð fyrir að náttúrugripa- safn skuli vera eitt þriggja höfuðsafna er enn ekki búið að sam- þykkja frumvarp um stofnun þess. Það er ámælisvert að mennta- málaráðherra skuli drolla með frumvarpið svo lengi. Sem höf- uðsafn ber það ákveðnar skyldur gagn- vart öðrum nátt- úruminjasöfnum á land- inu. Við safnið er í dag hvorki starfandi forvörður né einstaklingur með menntun á sviði safnafræða. Inn- an safnsins er því ekki til staðar öll sú faglega þekking sem safninu ber að miðla til annarra safna samkvæmt lögunum. Hvernig má það vera? Ég vænti þess að þetta breytist verði lög um safnið samþykkt á Alþingi á vor- þingi. Stór hluti ferðamanna sem heim- sækja Ísland kemur vegna stórkost- legrar náttúru landsins. Það ætti því að vera markmið okkar að bjóða þessum sömu ferðamönnum að skoða náttúruminjasafn á heimsmæli- kvarða. Safnið á mjög dýrmæta gripi, t.d. geirfugl sem liggur undir skemmdum vegna lélegrar forvörslu og tunglstein sem eftirlitslaus hangir uppi á vegg safnsins. Við eigum ekki að bíða eftir að geirfuglinn skemmist eða tunglsteinninn hverfi. Við eigum ekki að þurfa að skrifa enn einn kafl- ann í harmasögu safnsins. Núna eiga að taka við betri tímar. Ýmislegt hef- ur breyst til batnaðar í safnamálum á síðustu árum en skömm er að stöðu Náttúruminjasafns Íslands. Þá skömm ber menntamálaráðherra. Frú Þorgerður, hvað á að gera við geirfuglinn? Eggert Sólberg Jónsson skrifar um Náttúruminjasafn Íslands » Það er ótrúlegt aðhátt í 20 nefndir hafi fjallað um byggingu nýs safns, lóðir séu til staðar en ekkert hafi orðið úr framkvæmdum. Eggert Sólberg Jónsson Höfundur er nemandi í safnafræði og ungur framsóknarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.