Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 41 MINNINGAR ✝ Marlaug Ein-arsdóttir fædd- ist í Vestmanna- eyjum 18. júlí 1933. Hún lést á St. Jós- efsspítala í Hafn- arfirði sunnudaginn 17. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Einar Sölvi Illugason, f. 1.4. 191, d. 28.8. 1972 og Steinunn Rósa Ísleifsdóttir, f. 7.6. 1912, d. 13.7. 1994. Látin systkini Marlaugar eru Ragna, Laufey, Fjóla og Vignir. Baldvin lifir systkini sín. Marlaug ólst upp í foreldrahúsum á Breiðabliki í Vestmannaeyjum. Hinn 24.7. 1954 giftist Marlaug Þór Ástþórssyni, f. 3.3. 1932, d. 8.6. 2002, og hófu þau búskap í Vestmannaeyjum en fluttu til Reykjavíkur 1958 og þaðan til Hafnarfjarðar 1969. Foreldrar Þórs voru Ástþór Matthíasson, f. 29.11. 1899, d. 7.12. 1970 og Sig- ríður Gísladóttir, f. 22.11. 1904, d. 2.9. 1990. Börn Marlaugar og Þórs eru: 1) Sigríður, f. 25.1. 1955, gift Björgvin J. Jóhannssyni. Syn- ir hennar eru Ingvar Þór, kvænt- ur Söru, þau eru búsett í Banda- ríkjunum, og Eyvar Örn kvæntur Antoníu, börn þeirra eru Perla Ka- milla, Guðni Geir og Ísar Steinn. 2) Rósa Guðný, f. 30.9. 1958, sambýlismaður Örn Viðar Erlendsson. Dóttir hennar er Þórunn, sonur hennar Eldur Aron. 3) Vignir, f. 20.5. 1967, d. 10.7. 2002. Þór átti fyrir soninn Arnþór, f. 16.5. 1951. Framan af ævi vann Marlaug ýmis versl- unarstörf. Um skeið rak hún eigin kvenfataverslun í Reykjavík þar sem hún hannaði og saumaði sjálf megnið af þeim fatnaði sem á boð- stólum var. Fengu margir að njóta þessara hæfileika hennar allt fram á síðustu ár. Eftir að Marlaug eignaðist Vigni lét hún af störfum utan heimilis og helgaði líf sitt umönnun hans þar sem hann var mjög fatlaður. Einnig var hún frumkvöðull í baráttu- málum um bættan hag fatlaðra barna. Síðustu æviárin starfaði Marlaug við aðhlynningu á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Útför Marlaugar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku hjartans mamma okkar, hún Mallý, er nú fallin frá eftir erfið veik- indi. Þjáningum hennar er nú lokið. Við vitum að pabbi og Vignir bróðir hafa tekið vel á móti henni og stutt hana yfir móðuna miklu. Mamma var sannarlega besta mamma í heimi. Alla tíð stóð hún okkur við hlið, sama hvað á bjátaði, ávallt til stuðnings og tilbúin að veita okkur ómælda umhyggju. Heimili foreldra okkar var hjarta fjölskyld- unnar, það stóð okkur öllum alltaf op- ið hvernig sem á stóð. Í okkar huga var mamma sterk kona, hugrökk, hjartahlý, sérlega gefandi, hvetjandi og síðast en ekki síst sérlega skemmtileg og hlátur- mild, stundum svo hláturmild að maður fór næstum hjá sér. Hún var snillingur í höndunum. Saumaskapur og hönnun var hennar yndi og hafði hún lengi vel atvinnu af því meðfram öðrum skyldum. Víða í skápum og uppi á háaloftum liggja eftir hana brúðarkjólar, ballkjólar, kápur og dragtir sem hún saumaði af stakri snilld. Hún hafði mikinn metnað fyrir því að hafa okkur fínar. Fyrsta des- ember ár hvert var arkað í bæinn og keyptir svartir lakkskór fyrir jólin sem við máttum máta og síðan ekki nota fyrr en á litlu-jólum í skólanum. Síðan var setið við sauma fram eftir jólamánuðinum og töfraðir fram fín- ustu jólakjólar í bænum. Þeir voru djásnin okkar og miklu flottari en all- ir aðrir kjólar. Margt fleira saumaði hún á okkur og ber þar hæst upphlut- ina okkar, kóngabláa – þá fallegustu sem við höfðum augum litið. Mamma var víðlesin, mikill listunnandi og söngelsk. Á sokkabandsárunum söng hún í stelputríóinu Eyjadætrum í Vestmannaeyjum, auk þess sem hún söng með hljómsveitum á skemmt- unum. Síðustu árin var hún meðlimur í kvennakórnum Senjorítunum. Mamma var forkur dugleg, það fór henni ekki vel að sitja með hendur í skauti. Hennar stærsta verkefni í líf- inu var umönnun Vignis bróður okk- ar, sem fæddist mikið fatlaður bæði andlega og líkamlega. Hann var ljós- ið í lífi hennar og fyrir velferð hans barðist hún af hörku allt fram á hans síðasta dag. Hún var einn af frum- kvöðlum um stofnun Foreldrasam- taka barna með sérþarfir, og var lengi í forsvari fyrir þau. Hún hafði ríka réttlætiskennd og andstyggð á óréttlæti og fordómum gagnvart þeim sem minna mega sín. Hún lét óhikað skoðanir sínar í ljós og stóð fast á sínu. Hún vildi standa á eigin fótum lengur en heilsa hennar leyfði. Að yfirgefa heimili sitt og sjálfstæði voru henni þung skref. Mamma var „límið“ í fjölskyldunni og vinahópn- um. Hún hélt öllum saman. Gestrisin með eindæmum. Hún sá um fjöl- skylduboðin, frænkuboðin, sauma- klúbbinn og svo mætti lengi telja. Líf hennar var sannarlega enginn dans á rósum en hún kunni að brosa gegn- um tárin. Hnarreist stóð hún af sér hvert áfallið á fætur öðru og barðist fyrir lífi sínu fram á síðasta dag. Við sem eftir stöndum erum nú eins og höfuðlaus her. Nú verðum við að læra að leita skjóls hvert hjá öðru og ylja okkur við minninguna um bestu mömmu í heimi. Sigríður (Sísí) og Rósa. Það eru ekki til orð sem lýsa því hve erfitt það hefur verið að geta ekki verið hjá ömmu undanfarna mánuði. Allt mitt líf hef ég vitað að amma Mallý mundi gera allt til að sjá til þess að allir í kringum hana væru hamingjusamir og liði vel. Það skipti engu máli hvað þú hafðir gert. Hún dæmdi aldrei neinn. Hún var gjaf- mild, hjartablíð, þolinmóð, skilnings- rík, sterk og ákveðin. Ég veit að allir sakna hennar og heimurinn verður ekki eins án hennar. Amma mín, ég elska þig svo mikið og sakna þín svo mikið. Ég veit að þér líður betur núna. Ég bið að heilsa Vigga og afa. Segðu afa að humarinn sé ekki góður í Ameríku. Ég sakna asp- assúpunnar þinnar. Þinn Ingvar Þór. Í ár skína jólaljósin ekki jafn skært og venjulega því nú þarf ég að kveðja elsku Mallý. Þó er mér huggun að alltaf þegar ég hugsa til hennar veitir það mér svo mikla gleði og mér hlýn- ar dálítið í hjartanu. Það var alltaf svo gaman að vera með henni og njóta augnablikanna og það er svo margs að minnast. Mallý hefur verið stór þáttur í lífi mínu frá því að ég man eftir mér, hún var gift Fúdda, uppáhaldsfrænda mínum, mágkona mömmu minnar og vinkona mín. Mallý var listamaður í svo breiðum skilningi þess orðs. Hún var ótrúlega flink í mannlegum samskiptum, for- dómalaus, umburðarlynd, hjálpsöm, hvetjandi og hafði ríka samkennd með öðrum. Hún fór aldrei í mann- greinarálit og heillaði alla með gleði, jákvæðni og bjartsýni enda vildu allir vera nálægt henni og njóta þessa smitandi léttleika. Hún var sannur listamaður í hönd- unum og saumaði ótrúlegustu flíkur, allt frá grófum mokkakápum til brúðarkjóla. Mér fannst ekki lengra komist í hæfninni þegar hún sýndi mér jakka sem hægt var að ganga í bæði á réttunni og röngunni! Í augum viðvanings var það hvorki meira né minna en sjónhverfingar. Skemmtilegast var þó þegar hún fór með mér til að velja efni í fyrirhugaða flík. Fyrir mér var vefnaðarvöru- verslun fullkomlega óspennandi og efnastrangarnir álíka heillandi og girðingarstaurar en Mallý tók bakföll af hrifningu og á svipstundu skann- aði hún hillur og borð og sá út ná- kvæmlega það sem hentaði tilefninu og ekki vogaði maður sér að hafa skoðun né mótmæla meistaranum. Árangurinn varð ævinlega frábær og bar listamanninum gott vitni. Hún var mjög músikölsk, hafði fal- lega söngrödd og spilaði á gítar og lögin frá Vestmannaeyjum hljómuðu sjaldan betur en frá henni. Yndisleg minning er frá Vestmannaeyjum þegar við afkomendur Ástþórs og Sísíar frá Sóla hittumst og tjölduðum í garðinum hjá Sísí, dóttur Mallýjar og Fúdda. Þar var borðaður lundi, reyktur og nýr, og Eyjalögin sungin við undirleik Mallýjar. Það var töfra- nótt. Í lífi Mallýjar var sjaldan logn- molla og stundum voru hviðurnar ansi öflugar. Hún missti systur sínar þrjár með ótrúlega stuttu millibili og fyrir aðeins fjórum árum dóu stóru ástirnar í lífi hennar, þegar Fúddi og Vignir kvöddu með aðeins mánaðar millibili. Ég hygg að þá hafi eitthvað brostið í varnarkerfi Mallýjar sem orsakaði veikindi hennar og ótíma- bært andlát. Í erfiðum veikindum stóð hún þó sannarlega ekki ein. Yndislegar dæt- ur hennar, Sísí og Rósa voru eins og klettar henni við hlið allt þar til yfir lauk. Ég kveð þig elsku Mallý mín og þakka þér fyrir að hafa auðgað líf mitt og svo margra annarra. Anna Eyvör Ragnarsdóttir (Úgga). Nú er hún Mallý okkar komin til þeirra, strákanna sinna, Fúdda og Vigga. Þór og Vignir hétu þeir en Fúddi og Viggi eru þeir í huga okkar. Núna þegar hún er horfin til þeirra finnst mér að þannig hafi það átt að vera, ekki of langt þar til þau væru sameinuð aftur. Samt fannst mér hún vera svo tilbúin að vera hjá okkur lengur, aðlagaði líf sitt því að vera án þeirra og hugsa vel um þá sem syrgðu með henni, stelpunum henn- ar, barnabörnum og langömmubörn- um. Stundir okkar Árna með Mallý fóru mikið í spjall um þá og okkar góðu stundir saman en við gátum líka talað um erfiðar stundir. Inni á far- símanum hans Árna stendur „Fúddi“ og eftir að hann gat ekki lengur hringt í besta vin sinn þá náði hann alltaf í Mallý. Það verður ekki svarað lengur í þann síma. En minningarnar eigum við. Ég var 17 ára þegar ég kynntist Fúdda og Mallý. Henni kynntist ég í gegnum ást hans til hennar. Hún var um sumarið í Bretlandi og þegar vin- ur okkar var aðeins kominn í glas sat hann stundum á húsvegg og horfði dreyminn út í buskann, til Bretlands, og sagði mér frá fallegu stúlkunni sem hann elskaði. Veturinn eftir hitti ég þau óvænt á Laugveginum, þá var hún að koma heim til Íslands aftur. Ég horfði feimin á þessa stúlku með gullið hár flæðandi um axlir og skildi nú vel hvers vegna hann hafði horft ástaraugum til Bretlands. Þegar ég svo giftist Árna og flutti til Eyja tók hún ásamt öðrum konum í vinahópn- um utan um mig og hjálpaði mér að venjast lífinu þar. Ég sit hér og minn- ingarnar flæða en þetta á aðeins að vera lítil minningargrein svo ég verð að fara hratt yfir sögu vináttu í blíðu og stríðu. Fyrst áttu þau stelpurnar og við áttum okkar tvö börn. Það var svo margt líkt. En svo eignuðust þau Vigga og við gleymum aldrei þeirri stundu þegar við sátum í eldhúsinu, heima hjá okkur og Fúddi sagði okk- ur að eitthvað væri að litla drengnum og honum væri ekki hugað líf. En Viggi gerði gott betur. Hans saga er löng og ströng og ég spurði Mallý stundum hvort hún ætlaði ekki að skrifa hana. Því sú saga er ekki ein- göngu baráttusaga Vignis heldur barátta sem er táknræn fyrir baráttu foreldra sem eiga börn sem halda áfram að vera börn og geta ekki gætt réttar síns í því þjóðfélagi sem þau lifa í. Nú svíkja orðin mig en eitt man ég svo vel, sem hún sagði um þau Vigga, og var reið: „Hvers vegna er fólk að vorkenna mér, það er Viggi sem á bágt en ekki ég“. Þetta fannst mér lýsa henni og baráttu hennar svo vel. Ekki bara fyrir Vigga heldur líka öllum hinum sem ekki gátu barist sjálf. Við Árni verðum nú að vera bara tvö um að rifja upp allt það sem við áttum saman og eins er með þær, stelpurnar hennar og þeirra fjöl- skyldur, og bið ég guð að gefa þeim styrk. Sólveig. Látin er kær vinkona og einstök baráttukona, Marlaug Einarsdóttir, oftast kölluð Mallý. Leiðir okkar Mallýjar lágu saman þegar ég fluttist til Reykjavíkur fyrir 29 árum. Þá var ég tvítug með fjölfatlaða dóttur mína en ég flutti utan af landi til að fá þjón- ustu fyrir hana. Mjög fljótlega gekk ég í foreldrasamtök sem börðust fyr- ir réttindum fatlaðra barna. Þar hitti ég Mallý, Þór manninn hennar og Vigni, soninn sem leiddi okkur sam- an. Mallý og reyndar fleiri konur í fé- laginu tóku okkur mæðgurnar upp á sína arma. Við störfuðum síðan sam- an í Foreldrafélagi fjölfatlaðra barna, sem heitir núna Foreldrasam- tök fatlaðra. Það þarf ekki að fletta mörgum blaðsíðum í fyrstu fundargerðabók- um foreldrasamtakanna þar til nöfn þeirra Mallýjar og Þórs, mannsins hennar, er getið. Þá snerist allt starf- ið um að tryggja fjölfötluðum nem- endum skólavist umræddan vetur og fólk lagði mikla vinnu á sig til að halda úti kennslu. Árið 1974 var Mallý kosin í stjórn og gegndi hún störfum formanns í tvígang. Það var alveg ótrúlegur tími sem fólk gaf sér til að sækja fundi og námskeið félags- ins og vinna að fjáröflun. Margar minningar koma upp í hugann þegar jólin nálgast, ótal stundir í bílskúrn- um hjá Mallý, þar sem saumuð voru jólahjörtu sem fóru í sölu í blómabúð- ir. Þar voru oft margar konur saman komnar, glatt á hjalla, ýmis mál rædd, gefin ráð og dáð. Alltaf heitt á könnunni og eitthvert meðlæti, gjarnan nýbakað, ég gat ekki skilið hvaða tíma þessi kona hafði alltaf til að sinna félaginu ofan á allt annað sem hún fékkst við. Félagið rak gisti- heimili að Brautarholti 4 í Reykjavík fyrir foreldra af landsbyggðinni. Þegar Mallý tók við formennsku fé- lagsins í fyrra skiptið, 1983, byrjaði hún á að boða til blaðamannafundar. Þar dreifði hún plaggi til blaðamanna sem á stóð: „Látum ekki næstu kyn- slóð foreldra fatlaðra barna standa í sporum þeirra foreldra sem í dag finna enga viðunandi framtíð til handa börnum sínum.“ Þannig hugs- aði Mallý, alltaf var hún að draga vagninn fyrir þá sem seinna komu. Í formannstíð Mallýjar var ráðist í það stórvirki að reisa sumarhús í Hval- firði. Það var mikil vinna og eljusemi sem fór í byggingu þessa bústaðar og hafa margir félagsmenn notið þess að vera þar. Við Mallý höfum öll þessi ár átt gott samstarf í stjórn félagsins og var ómetanlegt að hafa hana sem leið- toga. Mallý var alltaf svo ráðagóð og það var svo gott að leita til hennar. Margs er að minnast, m.a. þegar Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð, var opnuð formlega fyrir 3 árum. Þangað fórum við saman og hún gladdist svo innilega vegna þessarar starfsemi sem þarna var að fara í gang, þannig var hún, alltaf opin fyrir nýjungum og gladdist við hvert skref í bættri þjónustu fötluðum og foreldrum þeirra til handa. Já, minningarnar eru margar og eiga örugglega eftir að rifjast upp fleiri og fleiri þegar frá líður. Kæru systur, Sigríður og Rósa Guðný, missir ykkar og fjölskyldna ykkar er mikill. Megi minningin um sterka baráttukonu veita ykkur huggun í sorginni. Helga Hjörleifsdóttir formaður Foreldrasamtaka fatlaðra. Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu; allt er gott, sem gjörði hann. (Sveinbjörn Egilsson) Það var einn sólríkan dag fyrir um það bil tuttugu árum að ég gekk inn í stofu heima hjá Marlaugu Einars- dóttur. Hún bjó þá í einbýlishúsi í Hafnarfirði. Hún var ljós yfirlitum, hlý í viðmóti og blátt áfram. Ég vissi að hún átti fjölfatlaðan son, Vigni Þórsson, sem var blindur. Það sem vakti athygli mína var að í stofunni, sem var stór og björt, voru mörg smáborð á víð og dreif með brothætt- um hlutum. Einhvern tímann á með- an ég dvaldist þarna kom Vignir inn í stofuna og gekk um hana eins og sjá- andi maður. Hann var þá á tvítugs- aldri. Marlaug sagði mér að þau byggju í þessu húsi vegna Vignis. Úti í garði væri heitur pottur og þar ætti Vignir góðar stundir. Systir hans, Rósa Guðný, átti síðar eftir að lýsa sambandinu við bróður sinn svo: „Hann var líka og er alveg frábær manneskja, hann er enginn fáviti þó að hann myndi sjálfsagt ekki mælast með háa greindarvísitölu … hann hefur nefnilega eitthvað, einhverja gáfu, eitthvert hyldýpi sem ég hef ekki skynjað hjá neinum öðrum.“ Marlaug var á þessum tíma formaður Foreldrasamtaka barna með sér- þarfir. Hún hafði boðið mér heim þennan dag en mig langaði til að fræðast um foreldrasamtökin og ganga til liðs við þau. Það er nefni- lega nauðsynlegt fyrir foreldra sem eignast fatlað barn að kynnast öðrum foreldrum og taka þátt í baráttunni hverju sinni. Þegar Marlaug eignaðist Vigni ár- ið 1967 voru engin lög um málefni fatlaðra í landinu heldur aðeins lög um fávitastofnanir. En tímarnir voru að breytast. Áttu fatlaðir ekki rétt á að lifa úti í samfélaginu eins og aðrir í stað þess að vera lokaðir inni á stofn- un allt sitt líf? En úti í samfélaginu beið ekkert eftir börnum; engin þjón- usta, engin menntum, ekkert starf, engin framtíð. Þetta verkefni beið þeirra sem 12. október 1973 stofnuðu Foreldrafélag fjölfatlaðra barna – og síðar þeirra félaga sem sáu dagsins ljós í kjölfarið. Fyrsta verkefni fé- lagsins var að stofna skóla þar sem fjölfötluð börn fengju kennslu og þjálfun við hæfi. Annað verkefni var að reka gistiheimili þar sem foreldrar sem bjuggu utan Reykjavíkur gætu dvalist meðan börn þeirra fengju sér- fræðiþjónustu. Marlaug gekk fljót- lega í félagið ákveðin í að Vignir fengi að alast upp heima eins og önnur börn. Hún tók strax mikinn þátt í baráttumálum félagsins og varð einn af máttarstólpum þess. Í viðtali við Marlaugu og Unni Hermannsdóttur í Morgunblaðinu 2. júní 1979 vegna fjáröflunar segir frá söfnunarbauk- um en á þeim stóð: Styðjið okkur í starfi. „Við berjumst fyrir kennslu og sjálfsögðum mannréttindum handa börnum okkar. Við berjumst gegn því, að börn okkar séu að ástæðu- lausu lokuð inni á hælum.“ Þetta var árið sem lög um aðstoð við þroska- hefta voru samþykkt á Alþingi, lög sem þá voru mikið framfaraspor. Foreldrafélög spruttu upp um allt land á áttunda áratugnum og sam- einuðust í heildarsamtökum árið 1976, Landssamtökunum Þroska- hjálp, sem eru þrjátíu ára á þessu ári. En Foreldrafélag fjölfatlaðra barna er fyrsta félagið, rótin að öllum hin- um. Marlaug átti eftir að starfa með foreldrasamtökunum alla tíð. Tvisvar breyttu samtökin um nafn, árið 1975 í Foreldrasamtök barna með sérþarfir og árið 1993 í Foreldrasamtök fatl- aðra. Vignir flutti á sambýli tuttugu og tveggja ára gamall. Þá fluttu foreldr- ar hans í annað húsnæði. Vignir lést árið 2002 þá 35 ára gamall, mánuði eftir lát föður síns. Í minningargrein sem vinir Vignis rituðu segir að hann hafi alltaf verið lífsglaður: „Það var ekki síst því að þakka að hann átti yndislega fjölskyldu og var stórkost- legt að fylgjast með hvernig hún um- vafði Vigga ástúð og væntumþykju.“ Marlaug var mikil baráttukona og gædd ríkri réttlætiskennd. Við sem komum á eftir frumkvöðlunum eig- um þeim mikið að þakka, fyrir eld- móð þeirra og dugnað að ryðja braut- ina í átt að einu samfélagi fyrir alla. Á sorgarstundu votta ég dætrum Marlaugar, Sigríði og Rósu Guðnýju, og fjölskyldum þeirra djúpa samúð. Gerður Steinþórsdóttir, fyrr- verandi formaður Foreldra- samtaka fatlaðra. Marlaug Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.