Morgunblaðið - 22.12.2006, Page 26

Morgunblaðið - 22.12.2006, Page 26
Kynin hafa ólíka skoðun á því hvað sé góð jólagjöf. En að hverju hafa konur gaman og hvað vilja þær alls ekki fá? » 30 aðventan Jólamuscatið frá Katalóníu á sér aldalanga sögu, enda tíðk- aðist gerð þess í konungsríkinu Katalóníu á 14. öld. » 29 jólavín Friðargæsluliðinn Aðalbjörn Sigurðsson eyðir jólunum á Sri Lanka, en tekur með sér íslenskt góðgæti. » 30 daglegt Leirbökuðu lamabalærin sem matreidd eru í Listaháskól- anum fyrir hver jól eru hálf- gerður gjörningur á að líta. » 28 matur Það getur verið vandasamt að finna rétta vínið með öllum veisluréttunum sem jólunum fylgja. » 29 hátíðarvín Þegar ég var strákur komujólin þegar klukkurnarhringdu klukkan sex á að-fangadag í útvarpinu, þá gengum við um og kysstum alla gleði- leg jól. Messan murraði í bakgrunn- inum og sumir sungu með.“ Æsku- minning Eiríks Hjálmarssonar, bassa og formanns Dómkórsins sem syngur umræddan aftansöng, hljóm- ar kunnuglega því messan markar upphaf jólahátíðar hjá mörgum Ís- lendingnum og er sérlega mikilvæg vinnandi fólki eða þeim sem eru er- lendis. Fjölskylda Eiríks er söngfólk eins og hálf þjóðin – konan hans, mágur, bróðir og systir syngja í Dómkórnum – og jólin hverfast um sönginn. Eiríkur, sem er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, hefur haft nóg fyrir stafni um helgar í vetur, stundað skóla, kóræfingar og sungið í messum. Því vill hann nýta tímann vel sem gefst með fjölskyldunni og jólahelgin er framundan með öll sín tilefni. „Ég reyni að komast í skötu á Þorláksmessu,“ segir Eiríkur, „svo á aðfangadagsmorgun hittumst við systkinin alltaf ásamt mökum og börnum í Gufuneskirkjugarði þar sem pabbi, mamma og sonur minn hvíla. Þar syngjum við Bráðum koma blessuð jólin og þetta höfum við gert í 20 ár. Eftir smástúss förum við að elda… en rétturinn þarf að vera þeim hæfileikum gæddur að geta beðið í klukkutíma meðan við fjöl- skyldan förum niður í kirkju að syngja í aftansöngnum. Við rjúpna- fólkið höfum átt í svolitlum vandræð- um síðustu ár og ég komst ekkert á rjúpnaveiðar í haust og því verður ákvörðun tekin um einhvern annan mat á síðustu stundu. Við vorum komin í mjög góða áratugaæfingu með rjúpuna, höfum látið hana liggja soðna á meðan við syngjum.“ Sálmarnir þetta kvöld eru vel kunnir þeim sem eru eldri en tvævet- ur í kórnum. „Helsta breytingin milli ára er predikunin en boðskapurinn er sá sami; jólaguðspjallið hefur verið eins um hríð! Mér finnst líka að fólk eigi að geta gengið að sálmum eins og Í Betlehem er barn oss fætt vísum.“ Með vísan í jólainnhringingu bernskunnar segist Eiríkur ekki al- veg geta fylgt gömlum hefðum í dag: „Það er svolítið snúið að ganga um á söngloftinu og kyssa fólkið sitt þegar maður er að fara að syngja fyrsta sálminn.“ Sálminn sem berst í hvert skúmaskot. „En ég held að jólin komi núna þegar litla stjarnan á orgelinu í Dómkirkjunni fer að klingja í þriðja erindi Heims um ból sem er loka- sálmurinn. Krakkarnir bíða þess líka með spenningi í athöfninni þegar „dingalingið“ fer að snúast. Það skiptir svo miklu máli að vera með börnum á þessari hátíð því gráhærð- ur maður upplifir eftirvæntinguna og gleðina svo mikið í gegnum þau. Svo kyssum við kórfélagarnir hver annan og hlaupum heim til að halda jól.“ Eiríkur segir jólin annars hefð- bundin en finnst að fólk eigi að vera óhrætt við nýjar hefðir. „Við systk- inabörnin pabbamegin, sex ára upp í sextugt, tókum upp á því fyrir nokkr- um árum að spila saman fótbolta í KR-húsinu einhvern tíma yfir hátíð- arnar og krakkarnir kalla nú á fjöl- skyldufótboltann. Matarboðin öll kalla líka á talsverða eftirspurn eftir hreyfingu.“ » 27 Morgunblaðið/Sverrir Söngfólk Eiríkur Hjálmarsson er söngelskur og ekki einn um það í fjölskyldunni en hann og konan hans, bróðir, systir og mágur eru félagar í Dómkórn- um. Systkin Eiríks ásamt fjölskyldum safnast alltaf saman í Gufuneskirkjugarði á aðfangadagsmorgun og syngja Bráðum koma blessuð jólin. Jólarétturinn sniðinn að aftansöngnum Æfing Kórfélagar, dómorganisti og dómkirkjuprestar æfa ötullega fyrir messuhald um jólin enda aftansöngurinn á aðfangadag ábyrgðarfullt starf. HJARTA er tákn sem allir skilja, en Danir hafa nú eignað sér jólahjartað eins og þeir kalla það. Á dönsku vefsíðunni www.julid- annevang.dk segir að umrædd jólahjörtu hafi, sem skreytingar á jólatrjám, farið að festa sig í sessi á einstaka svæðum í Evrópu í kringum 1914. Þá þegar hafi hins vegar danski rithöfundurinn H.C Andersen setið við í nokkur ár og klippt út slík hjörtu. Nið- urstaða þeirra er því sú að jólahjartað sé í rauninni dönsk uppfinning. Íslendingar yfir þrítugu ættu flestir að kannast við hjartað góða sem búið er til úr pappír og er eins og kramarhús í laginu þar sem pappírsstriml- arnir fléttast saman í efsta lagi hjartans. Þetta var vinsælt jólaskraut á jólatrén hér á landi fyrir ekki svo mörgum áratugum, enda bæði fallegt, ódýrt og auðvelt að búa hjörtun til. En samkvæmt þessum fréttum eiga frændur vorir Danir heiðurinn af papp- írshjörtunum. Jólahjörtun dönsk Morgunblaðið/Sverrir Forn frægð Jólahjörtu voru vinsælt skraut á jólatré. Hugsa til þeirra sem hafa það ekki eins náðugt og við. Fara í kirkjugarðana um jólin, þar er gott að hugsa. Það er nauðsynlegt að fara eitthvað út yfir hátíðarnar og klæða sig bara eftir veðri. Vera umburðarlynd og friðsæl á hátíð ljóss og friðar. Fara varlega með eld! Eiríkur mælir með … UM SEX prósent fimm til sex ára barna í Noregi eiga farsíma og hlutfallið vex eftir því sem börnin verða eldri. Þeir eru ófáir krakkarnir sem eiga sér enga ósk heitari en að fá farsíma í jólagjöf. Samkvæmt töl- um frá norsku neytendasamtök- unum er allt útlit fyrir að mörgum þeirra verði að ósk sinni, að því er fram kemur á vef forskning.no. Ýmsar spurningar vakna þó hjá foreldrum í þessu sambandi. Sumir óttast einelti í gegnum SMS- skilaboð og aðrir hafa áhyggjur af því að börnin geti orðið útundan félagslega ef þau eigi ekki farsíma. Petter Bae Brandtzæg, sem hef- ur rannsakað þetta, segir aldur barnanna skipta miklu máli. Fimm til sex ára börn noti gemsann lítið í samskiptum sín á milli. Hins vegar er farsíminn mikilvægari fyrir samskipti krakka þegar þau eru orðin 10–11 ára enda eiga um 65% norskra barna á þeim aldri far- síma. Þegar börnin eru orðin 12– 13 ára er farsímaeignin aftur um 93%. Umboðsmaður barna í Noregi, Reidar Hjermann, segir foreldra verða að ákveða hvenær börn séu orðin nægilega gömul fyrir far- síma. „Þegar foreldrar búa ekki saman getur verið mjög notalegt að geta sent barninu sínu SMS- kveðju fyrir svefninn í stað þess að kyssa góða nótt,“ segir hann. Börnin vilja hringja jólin inn daglegtlíf |föstudagur|22. 12. 2006| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.