Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 4

Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 4
4 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÍSITALA fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu tók smákipp upp á við í nóvembermánuði mið- að við mánuðinn á undan og hækkaði um 0,7%, að því er fram kemur á vef Fasteignamats ríkis- ins. Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og hefur hún verið nokkuð óstöðug að undanförnu. Breytingin síðustu þrjá mánuðina er á þá leið að vísi- talan hefur lækkað um 0,8% en sé horft sex mánuði aftur í tímann hefur hún hækkað um 0,4%. Síð- ustu tólf mánuði nemur hækkunin hins vegar 4,8%. Þá var mun fleiri kaupsamn- ingum þinglýst í vikunni 8.–14. desember en að meðaltali síðustu tólf vikur. Á höfuðborgarsvæðinu var alls 179 samningum þinglýst en meðaltal síðustu tólf vikna er 138. Velta samninganna á höfuð- borgarsvæðinu var 4,6 milljarðar króna en hefur verið rúmir 3,8 milljarðar að meðaltali. Á Akureyri var hins vegar tölu- vert færri samningum þinglýst en vanalega en fjölgun varð á Ár- borgarsvæðinu.                                                                                     Fasteigna- verð hækkar Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is VIÐBYGGING við húsnæði barna- og unglingadeildar Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Dalbraut hefur verið boðin út en áætlaður kostnaður við bygginguna nemur 340 milljón- um króna. Tilkoma nýbyggingarinn- ar mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar, að sögn yfirlæknis. Útboðsfrestur rennur út um miðj- an janúar og áætlað er að fram- kvæmdir hefjist í febrúar en húsið á hins vegar að vera fullbúið í maí 2008. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum og með kjallara, alls 1.244 fermetrar að stærð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu á vef heil- brigðisráðuneytisins. Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingarsviðs LSH, segir að með viðbyggingunni verði unnt að bæta móttöku og starfsemi göngudeildar, ásamt því sem vinnuaðstaða starfs- manna verði mun rýmri og unnt verði að fá meira rými fyrir legu- deildina í gamla húsinu. Rífleg framlög félagasamtaka Framlag ríkisins til fram- kvæmdanna er um 200 milljónir króna auk þess sem Kleifarvegur 15 verður seldur og fást um 55 milljónir fyrir. Þá gefur Kvenfélagið Hring- urinn 50 milljónir til verksins og Barnaheill, Thorvaldsenskonur, Kiwanismenn, Lionsmenn, kven- félagasamtök og ýmsir fleiri hafa lagt fram um 30 milljónir í bygging- arsjóð. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn- ir á barna- og unglingageðdeild, seg- ir að tilkoma húsnæðisins muni breyta miklu í starfsemi deildarinn- ar, enda hafi núverandi húsnæði ver- ið hannað og byggt á sjöunda ára- tugnum í allt öðrum tilgangi. Eðli og umfang starfseminnar hafi breyst mikið síðan þá. Aðspurður hvort deildin muni geta tekið við fleiri sjúklingum eftir að nýbyggingin verði tekin í notkun segir Ólafur að í meðferð sem þess- ari sé fagfólk þau lækningatæki sem byggt sé á. Húsakostur hafi verið hamlandi þáttur varðandi fjölda fagfólks en úr því verði bætt með nýju húsnæði. Tvöfalda þyrfti komufjölda Sautján pláss eru á legudeild og komur á göngudeild hafa verið um fimm þúsund það sem af er árinu. Í fyrra voru 5.364 komur skráðar á göngudeild en Ólafur segir liggja fyrir að til að anna eftirspurn eftir þjónustunni þyrfti að tvö- eða þre- falda komufjölda á göngudeild. Hann segir að húsnæði sé mjög mikilvægt til að unnt sé að fjölga komum á deildina en auk þess þyrfti að breyta rekstrar- og stjórnunar- fyrirkomulagi á deildinni og fjölga starfsfólki. Viðbygging við hús- næði BUGL boðin út Morgunblaðið/Halldór Byggt upp Tilkoma viðbyggingar við húsnæði BUGL á Dalbraut mun hafa mikla þýðingu fyrir starfsemina á deildinni. Í HNOTSKURN » Áætlaður kostnaður viðbygginguna er um 340 milljónir króna. » Framlög koma frá ríkinuog félagasamtökum. » Húsið verður tilbúið í maí2008. TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) fær vel á annan tug milljóna króna í viðbótarframlag á ári til að standa undir meiri og betri hjálpar- tækjaþjónustu við aldraða. Siv Frið- leifsdóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, hefur sett reglugerð sem felur í sér að ársframlag til hjálpartækjaþjónustu Trygginga- stofnunar ríkisins við aldraða, sér- staklega varðandi öryggishnappa, verður aukið um 16 til 19 milljónir króna á ári á næstu fjögur árin. Þetta er liður í samkomulagi ríkis- stjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem gert var 19. júlí sl. Leitað var eftir tillögum hjálpar- tækjanefndar Tryggingastofnunar ríkisins um það hvernig rýmka mætti rétt aldraðra og reglur um hjálpartæki. Í fyrsta lagi lagði nefndin til að Tryggingastofnun ríkisins yrði heimilt að taka þátt í kaupum á þjón- ustu viðurkenndrar vaktstöðvar fyr- ir einstakling eldri en 67 ára sem af heilsufarsástæðum þarf á slíkri þjón- ustu að halda. Í öðru lagi lagði nefnd- in til að styrkur Tryggingastofnunar vegna frumuppsetningar á viðvörun- arkerfi, sem vaktstöð á og þjónustar og stofnunin hefur samþykkt, yrði hækkaður. Í þriðja lagi lagði nefndin til að einstaklingar 67 ára eða eldri sem fara ekki hjálparlaust allra ferða sinna, gætu fengið úthlutaða einfald- ari gerð af rafknúnum hjólastólum (svokallaðar rafskutlur) til að auð- velda þeim sjálfstæða búsetu að upp- fylltum almennum skilyrðum um rafknúna hjólastóla, enda sé ekki bif- reið á heimili þeirra. Reglugerð ráð- herra tekur mið af tillögum hjálp- artækjanefndar. Hjálpar- tækjastyrk- ir hækka Eftir Sigurð Jónsson „MAMMA hafði þann sið að hún hóaði okkur krökkunum saman og lét okkur syngja jóla- söngvana með sér á aðfangadagskvöldið. Við sungum Heims um ból, Í Betlehem er barn oss fætt og fleiri jólalög. Jólin voru alltaf ánægju- leg og mikið tilhlökkunarefni hjá okkur börn- unum. Það fengu allir nýja skó á jólunum og það var gerð tilbreyting í mat, svo var farið í kirkju á jóladag að Gaulverjabæ,“ sagði Guð- finna Hannesdóttir sem fæddist á Hólum í Stokkseyrarhreppi 28. desember 1906 og verð- ur því 100 ára næstkomandi fimmtudag. „Við vorum sjö systkinin sem náðum fullorð- insaldri,“ sagði Guðfinna sem segist vera af Bergsætt en foreldrar hennar voru Hannes Magnússon, bóndi á Hólum og Þórdís Gísla- dóttir, bæði Árnesingar. Hún fór í húsmæðra- skóla á Staðarfelli í Dalasýslu og vann ýmis störf, m.a. í gróðurhúsum í Hveragerði og síð- an á elliheimilinu í Hveragerði þegar það var stofnað 1952. Einnig starfaði hún á Heilsuhæl- inu og endaði starfið þar með því að vaka yfir Jónasi lækni í 15 nætur. Í Hveragerði bjó hún í litlu húsi í Bláskógum 4 og fékk þrisvar sinn- um verðlaun fyrir skrúðgarð sinn við húsið. „Ég var alltaf að vinna í garðinum, það voru mínar sælustu stundir,“ sagði Guðfinna. Jólakindinni var slátrað „Það var alltaf hangikjöt á jóladag,“ sagði Guðfinna þegar hún rifjar upp sín bernskujól í vistlegu herbergi sínu á Ási í Hveragerði þar sem hún er með muni sína í kringum sig, myndir og fleira. Þar má sjá mynd af henni ungri konu með sítt hár alveg niður á hæla sem hún sagðist reyndar hafa þurft að klippa því það hefði verið óhöndugt að vera með svo sítt hár við vinnu. „Á aðfangadag var jólagrautur og svo var líka kjötsúpa með nýju kjöti. Það var alltaf slátrað einni kind fyrir jólin til að fá nýtt kjöt. Fyrir jólin voru bændur gjarnan spurðir hvort þeir væru búnir að velja jólakindina. Það var á þessum tíma oft fátækt á heimilum en hjá okk- ur var allt gert sem hægt var til að láta barna- skaranum líða vel. Allur fatnaður var heima- unninn, ofinn og prjónaður og ég man að það hjálpaði mikið til þegar það kom prjónavél á heimilið. Mamma lagði sig mikið fram við prjónaskapinn og ég man að ég vaknaði eitt sinn um nótt og heyrði að hún var að prjóna, ég heyrði glamrið í prjónunum. Ég hef oft leitt hugann að því hvað þetta var mikill dugnaður hjá konum í þá daga að prjóna peysur á krakkahópinn sinn,“ sagði Guðfinna og kvaðst enn sjá fyrir sér konurnar koma til kirkju með barnahópana í nýjum peysum sem þær höfðu prjónað. „Það var ekki fyrr en á seinni árunum heima á Hólum að bræður mínir smíðuðu jólatré og við skreyttum það með pokum og svo með kertum en þá vorum við minnt á að fara var- lega með eldinn og því var að sjálfsögðu hlýtt. Svo spiluðum við mikið á jólunum og það kom fyrir þegar gestir komu að við spiluðum til morguns. Fullorðna fólkið spilaði vist en við krakkarnir spiluðum púkk. Það var mikið fjör í kringum þetta og við skemmtum okkur vel. Það var nú ekki mikið um gjafir á þessum tíma. Það þótti gott að fá nýja skó og sokka og þetta var að sjálfsögðu allt handunnið heima. Það þekktist ekki að gefa sérstakar gjafir á jólunum en allt miðaðist við nytsama hluti. Það var ekkert keypt nema það mætti nota,“ sagði Guðfinna þegar minnst var á jólagjafir. Þegar talinu er vikið að nútímanum finnst henni annar bragur á hlutunum: „Mér leiðast svolítið lætin og gauragangurinn í kringum jól- in. Ég vil hafa jólin friðsæl og kyrrlát. Kapp- hlaupið um gjafirnar og gauragangurinn sem því fylgir er kominn út í öfgar. Ég á mjög góð- ar minningar um jólin heima. Það var svo gott að vera heima hjá pabba og mömmu um jólin. Ég er alltaf þakklát fyrir að hafa átt gott heim- ili og góð systkini. Það er eins og gull að hugsa til þess tíma. Jólin snúast mikið um matargerð og gjafir og sérstaklega það að vera saman, það er mikils virði. Maður finnur það þegar all- ir eru fallnir frá,“ sagði Guðfinna Hannesdóttir sem unir hag sínum vel á Ási. „Ekkert keypt nema það mætti nota“ Guðfinna Hannesdóttir fagnar aldarafmæli nú milli jóla og nýárs Höfuðprýði Mynd á vegg í herberginu á Ási af Guðfinnu ungri konu með skósítt hár. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hlýlegt Guðfinna Hannesdóttir í herbergi sínu á Ási sem er sérlega heimilislegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.