Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson og Ragnhildi Sverrisdóttur orri@mbl.is rsv@mbl.is J esúbarnið fæddist á jólunum og þess vegna höldum við hátíð,“ kenna for- eldrar börnum sínum frá unga aldri. En Jesúbarnið er auðvitað ekki eina barnið sem fæðst hefur á þessum árs- tíma. Þau sem deila fæðingardegi með Jesú velta því sum fyrir sér hvort ekki væri notalegt að eiga sinn eigin afmælisdag. Einhvern „venjuleg- an“ dag, svo hægt sé að halda afmælisveislu fyrir vini og ættingja, með afmælisköku, kertum og blöðrum. En auðvitað eru þau vön þessari sér- stöku dagsetningu afmælisins frá unga aldri og kippa sér því ekki jafnmikið upp við þetta og margir aðrir, sem eiga afmæli á öðrum tíma árs. Líklega er það jafnmisjafnt og afmælisbörnin eru mörg hvernig þau og fjölskyldur þeirra halda upp á jólaafmælin. Sum hafa þá sögu að segja að aldrei hafi verið vikið frá afmæl- iskaffinu á aðfangadag. Heima hjá öðrum var reglan sú að blása til afmælisfagnaðar réttri viku fyrir afmælið, eða á öðrum fastákveðnum degi. Sumir leysa þetta á óhefðbundinn hátt. Hrafn Didduson var snemma ósáttur við afmælisdag- inn sinn, 24. desember, enda voru vinir hans ekki á þeim buxunum að koma í barnaafmæli þá. En lausnin er aldrei langt undan, ef hugmynda- flugið er í lagi. Mamma Hrafns, Didda skáld- kona, tók fyrst til þess bragðs að skipta við hann á afmælisdögum, svo hann gæti boðið til veislu 29. nóvember, daginn sem hún fæddist. En til að drengurinn héldi upp á afmælið í réttum mánuði ákváðu þau mæðginin síðar að hann myndi fá lánaðan afmælisdag móðursystur sinnar, 8. des- ember. Og þar við situr. Í tilefni jólanna hafði Morgunblaðið uppi á nokkrum „jólabörnum“ og bað þau að rifja upp minningar frá afmælisdeginum, 24. desember, fyrr og nú. Afmæli á aðfangadag Aðfangadagur Ryan Seacrest (1974), kynnir í American Idol. Ricky Martin (1971), söngvari. Mary Higgins Clarke (1929), rithöfundur. Ava Gardner (1922), leikkona. Howard Hughes (1905), auðkýfingur. Jóladagur Dido (1971), söngkona. Annie Lennox (1954), söngkona. Sissy Spacek (1949), leikkona. Anwar Sadat (1918), fyrrver- andi forseti Egyptalands. Humphrey Bogart (1899), leikari. Sir Isaac Newton (1642), vísindamaður. Annie Lennox Humphrey Bogart Howard Hughes Fræg jólabörn Ava Gardner Sindri Snær Jónsson er ljúfurog tillitssamur drengur ogsýndi þess strax merki ímóðurkviði. Hann átti að fæðast 12. desember 1998 en var svo almennilegur að fresta komu sinni í heiminn enda var faðir hans í strembinni próftörn um þetta leyti. „Þetta var mjög spennandi og ég fékk meira að segja undanþágu til að hafa gsm-síma á borðinu hjá mér í prófunum ef ske kynni að kallið kæmi,“ segir faðirinn, Jón Agnar Ólason, en Sindri fæddist loksins klukkan tólf mínútur yfir níu að morgni aðfangadags. Hann er því átta ára í dag. Sindri segir ákaflega skemmtilegt að eiga afmæli á jólunum enda gefur það honum tækifæri til að taka upp gjafir frá morgni til kvölds. „Ég ríf upp pakkann frá mömmu og pabba strax og ég vakna,“ segir Sindri og ljómar. Augljóslega ekki amalegar gjafir þar á ferð. Verður ekki þreyttur Sindri er vanur að bjóða skóla- félögum sínum til afmælisveislu skömmu fyrir jól en hefð er fyrir því að fjölskyldan líti inn til hans í hádeg- inu á aðfangadag. Þá er þess vand- lega gætt að Sindri fái tvo pakka frá hverjum gesti, annan í afmælisgjöf og hinn í jólagjöf. Annan opnar hann strax en hinn fer undir jólatréð. Til að létta álaginu af unga mann- inum setja foreldrar hans stundum einhverja pakka til hliðar og leyfa honum að opna þá nokkrum dögum síðar. Það hefur gefið góða raun. Sindri vill ekki viðurkenna að hann hafi nokkurn tíma orðið þreyttur við að taka upp pakkana en staðfestir að stundum geymi hann einn eða tvo. Sindri á einn bróður, Sævar Leó, sem er fjögurra ára. Eins og gefur að skilja fær hann jafnan að opna tvo eða þrjá pakka fyrirfram á að- fangadag. Von er á þriðja systkininu á næstunni en Sindri segir að það muni ekki fæðast á jólunum. „Það á að fæðast í mars. Kannski verður það á páskunum?“ Já, hver veit? Þegar Sindri er spurður hvort hann óski þess stundum að eiga af- mæli á öðrum degi, t.d. um hásumar, rekur hann upp stór augu. „Og þurfa að bíða alla þessa daga fram að jól- um!“ Sindri hlakkar ekki bara til að fá gjafir í dag, jólamaturinn vekur líka eftirvæntingu. „Við borðum alltaf hamborgarhrygg,“ segir hann skýrt og greinilega og ekkert ber á a-inu sem svo margir bæta ranglega inn í þann ágæta rétt. „Það er uppáhalds- maturinn minn.“ Síðan greinir hann blaðamanni frá því að hann hafi áform um að vaka til miðnættis. Þó það nú væri! Í ljós kemur að Sindri er vel að sér um jólaævintýrið en hleypir brúnum þegar hann er spurður hvort hann hafi fæðst í fjárhúsi eins og jesú- barnið. „Nei, ég fæddist á sjúkrahúsi í Reykjavík.“ Ekki stendur á Sindra að rekja söguna. „María og Jósep urðu að fara í fjárhús af því að það var ekki pláss á gistiheimilinu. Svo varð Heródes al- veg rosalega pirraður þegar Jesús fæddist því hann vissi að þá yrði hann ekki lengur kóngur.“ Amen! Piparkökur hjá forsetanum Sindri býr á Álftanesi og sótti Bessastaðakirkju heim fyrir jólin í fyrra ásamt skólafélögum sínum til að fræðast m.a. um fæðingu frels- arans. Þegar presturinn spurði börn- in hvort þau vissu hver hefði fæðst á jólunum stóð ekki á svarinu. Öll risu börnin úr sætum og mæltu einum rómi: „Sindri!“ Sindri upplýsir blaðamann sam- viskusamlega um að forseti Íslands eigi heima á Bessastöðum og á dög- unum lágu leiðir þeirra félaga saman. „Ég fór með bekknum mínum í Álfta- nesskóla að hitta forsetann. Hann gaf okkur piparkökur.“ Sindri veltir vöngum um stund þegar hann er spurður hvort forset- inn hafi bakað piparkökurnar sjálfur. „Nei, ég held hann hafi keypt þær.“ Forsetafrúin var að heiman þegar Sindra bar að garði á Bessastöðum. „Ég sá Dorrit hvergi. Það var alla vega engin kona sem talaði út- lensku.“ Þegar hann er spurður hvort Dor- rit tali ekki orðið prýðilega íslensku samsinnir hann því en er eigi að síður sannfærður um að hún hafi ekki verið heima, a.m.k. þykir honum ósenni- legt að hún hafi verið inni í eldhúsi að baka. Heródes varð alveg rosalega pirraður Morgunblaðið/Kristinn Tillitssamur Sindri Snær Jónsson frestaði komu sinni í heiminn um tólf daga svo pabbi hans gæti klárað prófin. Hrafn Didduson fæddist á aðfangadag fyrirsjö árum. „Krummi er ekkert öðruvísi enaðrir krakkar og trúir því að hann sé að- almanneskjan í heiminum. Honum finnst því erf- itt að eiga afmæli á degi, þegar vonlaust er að halda afmælisveislu. Við ákváðum að skipta á af- mælisdegi, hann fékk að eiga minn, sem er 29. nóvember. En núna hefur hann að vísu fengið af- mælisdag systur minnar lánaðan, 8. desember, og er sáttur við það. Hann hélt upp á afmælið sitt á þeim degi núna og gat boðið félögum úr skól- anum heim. Núna fyrst ríkir því friður um þetta,“ segir Didda skáldkona um óvenjulegt fyr- irkomulag afmælishalds á þeim bænum. Krummi fæddist heima og Úlfur stóri bróðir hans, sem nú er 16 ára, tók á móti honum. Á eins árs afmælisdeginum var honum gefið nafn og þá komu vinir fjölskyldunnar í stutta heimsókn fyrir hádegi á aðfangadag. „Það var fallegt og gott. Gestirnir voru þeir sem voru viðstaddir fæðingu hans ári fyrr.“ Sjálfur gerði Krummi auðvitað enga at- hugasemd við þetta fyrirkomulag á eins árs af- mælinu. Núna vill hann hins vegar fá sína afmæl- isveislu. „Við höfum náð sáttum og ég reikna með að hann fái afmælisdag systur minnar lánaðan hér eftir,“ segir Didda. „Ég gerði mér enga grein fyrir því fyrirfram að það gæti verið svona flókið að eiga afmæli á jólunum, en mín reynsla er sú að þeir sem fæddir eru á þessum tíma eru ákveðnar og sterkar manneskjur.“Morgunblaðið/Kristinn Afmælisskipti Didda og sonur hennar, Hrafn, höfðu skipti á afmælisdögum, en svo fékk hann afmælis- dag frænku sinnar lánaðan. Fékk 8. desember lánaðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.