Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar Sigurgeir Sigurpálsson var lítillgutti fór hann í afmælisveislu tilvinar síns og þótti lítið til koma.„Þetta var nú asnalegt afmæli, ekk-
ert jólatré og enginn jólasveinn!“ sagði hann
við mömmu sína þegar heim kom.
Sjálfur á Sigurgeir afmæli 24. desember
og þeim degi fylgir auðvitað jólatré, jóla-
sveinar og alls konar jólaskraut . „Þegar ég
var lítill fannst mér eðlilegasti hlutur í heimi
að eiga afmæli á aðfangadag og ég áttaði mig
ekki á því fyrr en síðar að þetta þætti sér-
stakt,“ segir Sigurgeir, sem nú er 31 árs
tölvunarfræðingur og heimspekingur, kvænt-
ur maður og faðir tveggja stúlkna. „Reyndar
var aldrei haldið upp á afmælið mitt á rétt-
um degi, heldur oftast nær helgina á undan.
Núna hef ég hins vegar sjálfur mótað þá
hefð að fá foreldra mína, fjölskyldu systur
minnar og tengdafólkið í morgunkaffi á að-
fangadag og ég hélt upp á þrítugsafmælið
fyrstu helgina í janúar á þessu ári.“
Aldrei hlunnfarinn
Sigurgeir hefur ekki tölu á því hversu oft
hann hefur verið spurður að því hvort ekki
sé ömurlegt að eiga afmæli á jólunum og
hvort hann fái ekki bara einn pakka, í stað
tveggja. „Ég hef hins vegar aldrei nokkurn
tímann verið hlunnfarinn. Fjölskylda og vinir
gefa mér alltaf bæði afmælis- og jólapakka.
Einu skiptin sem gjöfum hefur verið slegið
saman hefur verið þegar ég hef sjálfur sótt
stíft að eignast eitthvað dýrt og samið við
foreldra mína um að gefa mér það í afmælis-
og jólagjöf.“
Hann minnist þess ekki að aðrir krakkar
hafi efast um að hann ætti í raun sama af-
mælisdag og Jesúbarnið. „Ég held að krökk-
um sé nákvæmlega sama. Þeir skemmta sér
konunglega í veislum með öðrum börnum og
þá skiptir engu máli hvaða dagur er.“
Fullorðið fólk er uppteknara af afmæl-
isdeginum en börn. „Ég hef oft fengið at-
hugasemdir þegar ég gef upp kennitöluna.
Mér finnst hins vegar alltaf jafn undarlegt
þegar fólk spyr mig hvort það sé ekki leið-
inlegt að eiga afmæli á jólunum. Það er eins
og að spyrja einhvern hvort það sé ekki leið-
inlegt að vera lítill. Svona er þetta bara. En
þótt ég verði stundum leiður á þessum
spurningum þá þýðir ekkert annað en að
taka þeim með stóískri ró. Kosturinn við
þetta er að fólk gleymir afmælisdeginum
mínum ekki auðveldlega. Ótrúlegasta fólk, til
dæmis gamlir skólafélagar, man að ég á af-
mæli á aðfangadag.“
Á einum skó um jólin
Þegar Sigurgeir var tíu ára birtist viðtal
við hann og móður hans í Morgunblaðinu í
tilefni afmælisins. Þar kom fram að móðir
hans hafði ætlað að eignast drenginn á eigin
afmælisdegi, 16. desember, en hann lét bíða
eftir sér og mamma hans var alsæl með jóla-
gjöfina.
Á tíu ára afmælinu gekk Sigurgeir við
tvær hækjur þar sem hann hafði tognað illa.
„Ég man vel eftir þessu,“ segir hann 21 ári
síðar. „Ég var búinn að fá þessa fínu jólaskó
en gat bara notað vinstri skóinn um jólin.“
Dætur Sigurgeirs, Salný Kaja 4 ½ árs og
Sólný Inga 2 ½ árs, hafa enn ekki áttað sig á
því að faðir þeirra eigi afmæli á sérstökum
degi. „Sú eldri veit reyndar að ég á afmæli á
jólunum en henni finnst það ekkert skrítið.“
Það er kannski eins gott að stelpurnar
venjist strax tilhugsuninni um afmæli í des-
ember, því margir í fjölskyldu Sigurgeirs og
konu hans, Signýjar Bjargar Sigurjóns-
dóttur, eru fæddir í þeim mánuði. Fjöl-
skyldan var einmitt á leiðinni í eitt afmælið
þegar ljósmyndara bar að garði.
Asnalegt afmæli með engu jólatré!
Jólastrákur Þegar
Sigurgeir var 10 ára
birtist viðtal við
hann í Morg-
unblaðinu.
Morgunblaðið/Ómar
Jólapabbi Sigurgeir Sigurpálsson,
Signý Björg Sigurjónsdóttir og dæt-
ur þeirra, Salný Kaja og Sólný Inga.
Kristján Leósson er fæddurá aðfangadag árið 1970og er því 36 ára í dag.Hann er doktor í raf-
magnsverkfræði og starfar hjá
Raunvísindastofnun, auk þess að
sinna stundakennslu við Háskóla Ís-
lands.
Þetta eru óvenjuleg jól hjá Krist-
jáni en eiginkona hans, Hildigunnur
Sverrisdóttir, er langt gengin með
tvíbura, tvo drengi. Fyrir eiga þau
dótturina Nönnu, fimm ára.
„Sé miðað við meðaltvíbura-
meðgöngu ættu tvíburarnir ekki að
fæðast fyrr en í byrjun janúar en í
vikunni héldum við að Hildigunnur
væri að fara af stað. Af því varð ekki.
Kannski fæðast þeir bara á afmæl-
isdaginn minn,“ segir Kristján.
Hann vonar þó að svo verði ekki.
„Það er betra fyrir þá að bíða aðeins
lengur í móðurkviði.“
Það er líka möguleiki að tvíbur-
arnir fæðist á afmælisdegi ömmu
sinnar en móðir Kristjáns á afmæli
annan í jólum. „Síðan getur sú ótrú-
lega staða komið upp að þeir fæðist
hvor á sínu árinu, annar seint á
gamlársdagskvöld og hinn rétt eftir
miðnætti á nýársdag. Það yrði saga
til næsta bæjar,“ veltir Kristján fyr-
ir sér.
Þegar hann er spurður hvort það
hafi verið planað að börnin fæddust
á jólunum hlær hann og hristir höf-
uðið. „Alls ekki. Þetta bara gerðist.“
Það er svo merkilegt að faðir
Kristjáns er tvíburi og föðurafi hans
var það líka. Sjálfur er hann þó ein-
buri. Sá eini af fjórum ættliðum.
Þekki ekkert annað
Kristján fæddist á Nýfundnalandi
þar sem foreldrar hans bjuggu á
þeim tíma. „Ég fæddist kl. 3 aðfara-
nótt aðfangadags eða kl. 6:30 að ís-
lenskum tíma. Nýfundnaland er á
sérstöku tímabelti. Starfsfólkið var
víst eitthvað upptekið við að ræða
jólaundirbúning meðan á fæðing-
unni stóð og fæðingarlæknirinn
hafði líka haft miklar áhyggjur af því
að komast ekki heim til fjölskyld-
unnar á aðfangadagskvöld.“
Einhverjir innfæddir vildu endi-
lega að Kristján yrði skírður Snorri,
í höfuðið á syni Þorfinns Karlsefnis
og Guðríðar Þorbjarnardóttur,
fyrsta Evrópubúanum sem fæddist í
Norður-Ameríku, hugsanlega ein-
mitt á Nýfundnalandi.
Kristján kveðst aldrei hafa haft
ama af því að eiga afmæli á að-
fangadag. „Ég þekki ekkert annað.“
Hann fékk alltaf að halda upp á af-
mælið sitt fyrri partinn á að-
fangadag þegar hann var lítill og
stytti það óneitanlega biðina eftir
jólunum. „Biðin var aldrei erfið hjá
mér enda var ég búinn að opna fullt
af pökkum um morguninn,“ segir
Kristján kíminn. „Ég man samt að
ég varð stundum leiður ef fólk ákvað
að slá gjöfunum saman í einn stóran
pakka. Það var helst við þær að-
stæður sem mér fannst afmælið mitt
falla í skuggann af jólunum.“
Kristján viðurkennir að það hljóti
að hafa verið aukaálag á foreldra
hans að halda barnaafmæli á að-
fangadag en foreldrar barnanna sem
komu í afmælið hafi örugglega verið
himinlifandi enda stytti það unga
fólkinu stundir fram til klukkan sex.
Kristján hefur haldið þeim sið að
opna afmælisgjafirnar að morgni að-
fangadags. „Það er ágætur siður að
dunda sér við þetta frá morgni og
fram á kvöld.“
Samlegðaráhrifin góð
Kristján viðurkennir að eflaust
upplifi hann ekki afmælisdaginn sem
„daginn sinn“ í jafnríkum mæli og
fólk sem á afmæli á venjulegum degi
en á móti komi að á afmælinu hans
sé sjálfkrafa allt fínt og allir í góðu
skapi. „Það bregst aldrei að það er
hátíðarstemning yfir öllu þegar ég á
afmæli. Þannig að samlegðaráhrifin
eru góð.“
Kristján hefur haldið þeim sið að
hafa opið hús fyrir vini og vanda-
menn fyrri part aðfangadags og seg-
ir hann það örugglega hluta af jóla-
undirbúningnum hjá sumum að
kíkja í kaffi hjá sér. „Menn geta alla
vega ekki afsakað sig með því að þeir
séu að vinna,“ segir hann hlæjandi.
Kristján bjó meira og minna erlend-
is á árunum 1990 til 2005, fyrst í
Kanada og síðar Danmörku, en var
yfirleitt heima um jólin og bauð þá
fólki í kaffi á heimili foreldra sinna.
Hann hefur aldrei látið verða af því
að bjóða fólki í afmæliskvöldverð.
Ekki er óalgengt að fólk reki upp
stór augu þegar Kristján gefur upp
kennitölu sína. „Það staldra margir
við kennitöluna og spyrja mig spjör-
unum úr. Algengast er að fólk spyrji
hvort ég fái aldrei afmælisgjafir.
Upp til hópa þykir fólki ég hafa
misst af miklu og það er ekki laust
við að það vorkenni manni svolítið.“
Sumir finna fyrir samkennd og
nálægð við frægt fólk sem á sama af-
mælisdag en Kristján kveðst ekki
finna fyrir þeim kenndum gagnvart
sjálfu jólabarninu. „Það hefur nú
frekar virkað í hina áttina. Þetta er
meira samkeppni en samvinna hjá
okkur,“ segir hann kíminn og blaða-
maður hneykslast í hljóði á sjálfum
sér fyrir að hafa yfirleitt spurt vís-
indamanninn að þessu. „Ég hef held-
ur aldrei litið svo á að ég hefði ein-
hvern stærri tilgang í lífinu af því að
ég er fæddur á jólunum.“
Morgunblaðið/Sverrir
Í faðmi fjölskyldunnar Kristján Leósson ásamt eiginkonu sinni, Hildigunni
Sverrisdóttur, sem gengur með tvíbura, og dótturinni Nönnu, fimm ára.
Ekki laust við að fólk
vorkenni manni