Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 28

Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 28
hildarleikur 28 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S andvík á Suðurnesjum hefur alla jafna verið frið- sæll og hljóðlátur staður. Svo var þó ekki síðast- liðið sumar sem kunnugt er. Þá réðst bandaríski framleiðand- inn Warner Bros í að taka þar upp drjúgan hluta af kvikmynd Clint Eastwood, Flags of our Fathers. Þetta mun vera umfangsmesta kvik- mynd sem gerð var í Hollywood á þessu ári. Fjöldi íslenskra karl- manna svaraði líka kalli framleið- andans, hvarf frá hversdagslegri til- veru sinni um stundarsakir og setti sig í spor bandarískra hermanna í einhverri hatrömmustu orrustu heimsstyrjaldarinnar síðari. Þar var býsna óraunveruleg upp- lifun að koma á tökustað Flags of our Fathers. Margir tugir íslenskra karlmanna, orðnir meira og minna óþekkjanlegir í bandarískum her- klæðum, hlupu þar eins og þeir ættu lífið að leysa undir skothríð og sprengingum í gljúpum sandi með alvæpni, skriðu, skutu, féllu og risu upp aftur frá morgni til kvölds. Ís- lensku „hermennirnir“ drógu hvergi af sér og gengu fram eins og þeir hefðu beðið í mannsaldur eftir slíku tækifæri. Sem og kannski var í sum- um tilfellum. Af einum ungum manni frétti blm. til dæmis sem fékk þann starfa að láta fyrirberast í sand- pokabyrgi heilan dag og skjóta það- an úr vélbyssu í gríð og erg. Þegar hann kom heim um kvöldið og hugð- ist hátta ofan í rúm kvaðst hann hafa uppgötvað að hann var allur orðinn blár og marinn eftir harkalegan nún- inginn við sandpokana. En bætti svo við: „En það var þess virði.“ Gunnar Ólason er múrari og býr í Garðabæ. Hann er vörpulegur mað- ur og vekur athygli í stórum hópi. Hann er líka gæddur frumkvæði í ríkum mæli og var frá upphafi stað- ráðinn í að gera sem mest úr þátt- töku sinni í myndinni. Að berjast fyrir fánann Bandaríski herinn er Gunnari ekki jafn framandi og flestum öðrum aukaleikurum myndarinnar. Hann bjó í Bandaríkjunum í 21 ár frá barnsaldri með foreldrum sínum. Og árið 1979 leit út fyrir að hann yrði kallaður í stríð við Íran sem þá vofði yfir. En af stríðinu varð ekki sem kunnugt er. „Í bandarískum skólum byrja krakkar hvern dag á að leggja hönd á brjóst og sverja við bandaríska fánann. Segja „We are Americans, we are proud of our flag.“ Þetta heyrði maður á hverjum einasta morgni. „We are proud of our flag.“ Svo ég skil hvað Clint er að fara með þessari mynd. Síðan þegar ég lagði inn umsókn um þátttöku í myndinni var það ekki síst vegna þess að mig langaði að upplifa þessa tilfinningu, hvernig menn börðust fyrir banda- ríska fánann. Ég fann þetta þegar við vorum að berjast á ströndinni að reyna að koma þessum fána upp á fjallið. Af öllum senum langaði mig mest að vera með í þeirri og fá að fara upp þangað sem fáninn var. En ég fékk það ekki því þeir sögðust vera komnir með myndir af mér nið- ur frá að horfa á atburðina þaðan, svo ekki gat ég verið á báðum stöð- um. Það hefði litið einkennilega út.“ Maður þurfti að vera útsjónarsamur Gunnar var brátt gerður að yfir- manni eða sergeant yfir einni her- deildinni eða Platoon. Hann var eini Íslendingurinn sem hlotnaðist sú upphefð. „Ég sá fljótt að það þýddi ekkert annað en sýna frumkvæði ef maður vildi fá eitthvað út úr þessum tökum og vera á mynd. Þessir ungu skóla- strákar voru kannski hæstánægðir með að mæta, fá fimm þúsund karl, liggja svo bara í sólinni og hafa það náðugt. En vinnandi menn, sem fórnuðu tekjum fyrir þátttökuna, sættu sig ekki við það, þeir fóru að koma sér nær tökuvélinni til að nást á mynd. Þeir sem virkilega höfðu áhuga héldu svo áfram en hinir sem ekki nenntu þessu létu sig hverfa. Þetta byrjaði með 600 manns en svo fór smám saman að fækka í hópnum án þess að þyrfti að biðja um það. Þegar fjöldinn var kominn ofan í 150 var síðan farið að mála menn, búa þá undir meiri nærmyndir.“ Gunnar smáfór að koma sér fyrir nálægt myndavélinni og vera síðan vakandi fyrir því þegar vantaði menn í töku. „Loks undir lokin var beðið um mann í tiltekið verkefni og ég bauð mig fram. En þá hristi tökumað- urinn hausinn og sagði „Nei, ekki hann, við erum komnir með svo mik- ið með honum.“ Þá brosti ég og vissi að mér hafði tekist ætlunarverkið.“ Var kominn í alvörustríð „Það var skrýtið að byrja að skríða eftir jörðinni og vera hermað- ur. Að þurfa að athafna sig með sprengingarnar allt í kring. Hjálm- urinn var síðan alltaf að færast niður í augu á meðan ég reyndi að einbeita sér að því að skríða. Ég var alveg búinn eftir að hafa skriðið 20 metra. Þá var bara hægt að leita sér að holu til að skýla sér í. Við erum amatörar hérna og það eru ekki allir sem hafa skilning á að setja sig inn í hlutina eins og þeir voru á þessum tíma. Maður verður að þjást pínulítið til að geta skilað því almennilega frá sér. Sumir voru eitthvað að kvarta yfir matnum. En ég heyrði eftir starfsmanni að mat- urinn hefði viljandi verið hafður dá- lítið vondur til þess að menn væru ekki of vel haldnir og sællegir í tök- um. Þeir þurftu að vera bæði reiðir og alvarlegir, enda að berjast í seinni heimsstyrjöldinni. Það var til dæmis stungið niður rauðum og bláum fánum á jörðina til að merkja fyrir því hvar yrði sprengt í tökum. En síðan fyrir töku voru fánarnir teknir burt og við urð- um að muna nokkurn veginn hvar þeir hefðu staðið á meðan við hlup- um áfram. Með þessu móti fengu þeir rétta óttann í svipbrigði manna, maður vissi aldrei hvar óhætt væri að stíga niður fæti. Stundum gleymdi ég mér og fannst ég vera staddur í stríðinu sjálfu. Enda drundu sprengjurnar allt í kring og skothríðin. Allt í einu var ég ekki lengur í bíómynd heldur í stríðinu miðju. Svo var skyndilega hrópað „cut“ og öllu var lokið. Síðan upphófst það sama aftur og aftur var maður fljótur að gleyma sér. Hugsaðu þér að búa, borða og sofa með þessum mönnum alla daga. Þetta verða eins og bræður manns og ef þeir deyja er eins og bróðir hafi dáið. En hinir verða að halda áfram að berjast. Við byrjuðum 50 manns í deildinni. Síðan hættu sumir fljótt. Þá fann maður fyrir söknuði, eins og eftir fallna félaga. Loks vorum við bara eftir sex. Eins var það ef menn voru málaðir og áttu að vera særðir eða fallnir. Þá var tilfinningin eins og þetta væri raunverulegt, að mað- ur þyrfti að sjá á eftir þeim. Ég fór því fljótt að hvetja menn til að hætta ekki í myndinni heldur mæta næsta Vígalegir Hópur íslenskra aukaleikara í Fánum feðranna við öllu búinn á hæð í Sandvík. Vopnaskak Hjálmar Kristinsson í fullum herklæðum með riffil í hendi. „Greinilegt að Clint var snortinn.“ » „Ég sá fljótt að þaðþýddi ekkert annað en sýna frumkvæði ef maður vildi fá eitthvað út úr þessum tökum og vera á mynd.“ Félagar Gunnar Ólason (t.h.) ásamt leifunum af herdeild sinni, platoon 11. „Saknaði þeirra sem hættu eins og fallinna félaga.“ Heimsstyrjöldin í Sandvík Þegar fréttist að Clint Eastwood hygðist taka upp mynd á Íslandi um átökin um Iwo Jima höfðu margir Íslendingar áhuga á að nýta tækifærið til að komast á hvíta tjaldið í bandarískri stórmynd. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við áhugaleikara í Fánum feðranna. Feðgar Hjálmar ásamt syni sínum, Hjalta, á tökustað. „Einn daginn á heil- inn eftir að fyllast af fróðleik um seinni heimsstyrjöldina,“ segir Hjalti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.