Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 32
flóttafólk 32 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ U pphafsmað- urinn að komu flótta- manna til Ís- lands á þess- um tíma var Gunnlaugur Þórðarson, þá formaður framkvæmdaráðs Rauða kross Íslands, í útvarps- erindi „um daginn og veginn“, þar sem hann sagði m.a. fjölda flótta- fólks vilja gefa aleigu sína fyrir öruggan samastað og fámenn þjóð eins og Íslendingar þyrfti á fleiri höndum að halda til þess að nytja land sitt sem bezt. „Gætum við Ís- lendingar, sem viljum gjarna telj- ast allra þjóða hjálpfúsastir, ekki rétt litlum hópi þessa fólks hjálp- arhönd? Við gætum valið úr hópi dugmikilla manna og kvenna …“ 50–60 flóttamenn – helzt börn Þegar Gunnlaugur talaði um daginn og veginn bjuggu hundruð þúsunda íbúa á meginlandi Evrópu enn í flóttamannabúðum, rúmum áratug eftir lok heimsstyrjald- arinnar. Röskum þremur mánuðum síðar bættust landflótta Ungverjar í hópinn eftir innrás Sovétríkjanna í föðurland þeirra. Þá var Gunn- laugur kominn í stjórn Rauða krossins og Ragnheiður Jónsdóttir, skrifstofustúlka RKÍ, benti honum á að nú ætti hann leik á borði að hrinda í framkvæmd gegnum Rauða krossinn hugmyndinni um að fá flóttafólk til landsins. „Mér þótti þetta frábær ábending og fylgdi henni eftir,“ segir Gunn- laugur í ævibrotum sínum. Hann rekur, að í september hafi verið fjallað um flóttamannavandamál á fundi framkvæmdaráðs RKÍ án þess þó að ályktun væri gerð og á fundi framkvæmdaráðsins eftir uppreisnina í Ungverjalandi kom ungverska flóttafólkið á dagskrá, en talið var rétt að bíða átekta. Á fundi 3. desember var samþykkt að bjóða milligöngu og fyrirgreiðslu RKÍ, ef til þess kæmi, að flóttafólk yrði fengið til landsins, og gekk Gunnlaugur þá á fund Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, sem tók málaleitan hans vel, og viku síðar bauðst ríkisstjórnin til að veita viðtöku 50–60 ungverskum flóttamönnum og þáði formlega milligönguboð RKÍ. Lögð var áherzla á að fá börn til landsins og um miðjan desember höfðu 111 heimili boðizt til að taka 113 börn í fóstur. Fararstjórinn með spilastokkinn Til þess að hafa umsjón með komu flóttafólksins valdist Gunn- laugur Þórðarson og hélt hann ut- an áleiðis til Vínar 15. desember. Slæm flugskilyrði settu strik í reikninginn, flugvél sú sem Gunn- laugur fór með frá London varð að lenda í París og á endanum komst hún ekki til Vínar, heldur lenti í München og Gunnlaugur hélt áfram til Austurrríkis með lest. Gunnlaugur segir komuna til að- albækistöðva flóttamannastofn- unarinnar í Vín aldrei muni hverfa sér úr minni. „Fyrir utan húsið stóð mannþyrping, hundruð ung- verskra manna, kvenna og barna, sem farið höfðu yfir landamærin í þokunni um nóttina. Þetta fólk beið þess að verða skrásett og flutt í flóttamannabúðir.“ Af Íslands hálfu hafði verið lögð áherzla á að fá munaðarlaus börn til fósturs og líka stúlkur, en það reyndist Gunnlaugi ógerlegt, þar sem Belgíumenn og Portúgalar höfðu þegar boðizt til þess að taka við börnum og fjöldi annarra ríkja hafði opnað landamæri sín fyrir stúlkum, m.a. Nýja-Sjáland sem bauðst til að taka við þúsund flótta- mönnum, en einungis konum. Þar við bættist, að Alþjóðasamband Rauðakrossfélaga tók ábyrgð á vel- ferð barna og lagði höfuðáherzlu á að hafa uppi á fjölskyldum þeirra og því kom ekki til greina að flytja börn til fósturs í fjarlægum löndum fyrr en fullreynt væri að nánir ætt- ingjar væru ekki á lífi. „Er þetta brást lá beinast við að fá til Íslands fjölskyldur með börn ef þær væru reiðubúnar til fararinnar,“ segir Gunnlaugur. Hann heimsótti svo þrennar flóttamannabúðir og á endanum hafði hann skrásett 23 karla og 34 konur til Íslandsferðar. Þá kom það babb í bátinn, að Alþjóðaflótta- mannastofnunin tók úr hópnum níu 14 og 15 ára stúlkur, þar sem ekki var búið að fullreyna, hvort þær ættu skyldmenni í einhverjum öðr- um flóttamannabúðum. Valdi stofn- unin fimm menn í hópinn í þeirra stað og varð Gunnlaugur að fallast á það nauðugur viljugur. Að morgni 22. desember var Gunn- laugur mættur á flugvöllinn með 53 flóttamenn, en þegar Gullfaxi var kominn út á flugbraut kom upp bil- un í nefhjóli, sem tafði brottförina fram á Þorláksmessukvöld. Gunn- laugi tókst að útvega fólkinu gist- ingu í bráðabirgðaskýli á flugvell- inum því hann gat ekki hugsað sér að snúa hópnum aftur í flótta- mannabúðirnar. Segir hann að fólkið hafi sýnt hina mestu biðlund og aðeins ein flóttakona gafst upp á biðinni. Þegar svo allt var klárt til Ís- landsferðar fékk Gunnlaugur hverjum flóttamanni, en þeir voru þá 52, eitt spil. Þegar þeir stigu um borð afhentu þeir spilin til baka og hafði Gunnlaugur þannig stjórn á því að bæði færi rétt fólk og rétt höfðatala í flugvélina. Högni Torfason, fréttamaður ríkisútvarpsins, kom til Vínar. Hann lýsir brottferðinni þaðan: „Það er mjög hljótt yfir hópnum áður en flugvélin leggur af stað. Flest af þessu fólki hefir aldrei komið upp í flugvél áður og kann að hafa beyg af þessu farartæki. Það spennir á sig öryggisbeltin og flug- vélin rennur af stað og hefur sig til flugs. Venjan er sú, að fólk á að hafa öryggisbeltin spennt góða stund eftir flugtak, en forvitnin nær yfirhöndinni og það teygir sig upp úr sætunum og horfir út um gluggana á hina endalausu ljósa- fléttu stórborgarinnar fyrir neðan. Svo er hækkað flugið og ekki sézt lengur til jarðar.“ Bezta jólagjöfin Ferðin til Íslands með millilend- ingu í Prestvík gekk að óskum og þegar aðfaranótt aðfangadagsins var skollin á lentu þreyttir en ánægðir flóttamenn á Íslandi. Gunnlaugur Þórðarson segir: „Ég var hreykinn innra með mér, er flugvélin sveif inn yfir landið. Það var aðfangadagsmorgunn, og ég þóttist viss um, að aldrei fyrr hefði íslenska þjóðin fengið aðra eins jólagjöf. Draumur minn hafði ræst.“ Og Gunnlaugi hlýnaði um hjartarætur, „þegar ég sá einvala- lið Rauða krossins standa albúið til að taka á móti flóttafólkinu“. Í Melaskóla gekkst fólkið undir læknisskoðun og fékk tækifæri til að fara í bað og ný föt, en síðan var farið í Hlégarð í Mosfellssveit, þar sem fólkið hélt jólin í sóttkví og fram á nýársdag. Margir urðu til þess að létta flóttafólkinu dvölina í Hlégarði og þá sérstaklega um jól- in og segir Morgunblaðið, að ýmis samtök og fyrirtæki hafi gengizt fyrir fatagjöfum og jólagjöfum og Skógræktin gefið jólatré. Kaþ- ólskur prestur söng messu, en flestir flóttamennirnir voru kaþ- ólskir. Mig langar að fá telp- una mína til Íslands Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fengu að heim- sækja flóttafólkið í Hlégarði 28. desember. Fyrirsögn frásagn- arinnar í blaðinu daginn eftir er: Mig langar til að fá telpuna mína til Íslands – segir 19 ára flóttakona og veit ekki, hvort maður hennar er lífs eða liðinn. Í greininni kemur fram, að fimmtán mánaða stúlku- barn þeirra er þá enn í Búdapest hjá afa og ömmu, sem vita ekki, hvar dóttir þeirra er niðurkomin. Hún vann við að koma dreifimiðum og blöðum frelsissveitanna út á land, var handtekin, en sleppt eftir fjóra daga, en síðan handtekin aft- ur og notaði þá tækifærið, þegar hún fékk að sækja kápuna sína, til að flýja. Einn flóttamannanna er einhent- ur og segir það hafa bjargað lífi sínu. Hann er 21 árs skrif- stofumaður frá Búdapest, þar sem hann barðist með löndum sínum fyrir framan útvarpið í byrjun bylt- ingarinnar. Á heimleiðinni lenti hann í sprengjukasti og missti þá hægri hönd og vinstra auga. Fé- lagar hans komu honum í sjúkra- hús, þar sem ungverskir læknar og hjúkrunarkonur sinntu honum. – En Rússarnir, veittu þeir enga læknisaðstoð? spyr blaðamaður Morgunblaðsins. Ungversku jóla- börnin á Íslandi Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands. Tæpur helmingur þeirra varð íslenzkir ríkisborgarar og enn lifa 14 þeirra hér á landi. Freysteinn Jóhannsson rifjar upp komu þessa fyrsta flóttamannahóps til Íslands. Saga Rauða kross Íslands Flúið í frelsið Ungverskir flóttamenn nýkomnir yfir landamærin. Ljósm. Mbl: Ól.K. Magnússon Teflt í sóttkví Sumir flóttamenninrir eyddu tímanum í sóttkvínni í Hlé- garði við taflmennsku. Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 29. desember 1956 og á henni og fleiri myndum af flóttafólkinu var reynt að gera andlit- in óþekkjanleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.