Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 38

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 38
dýrgripir 38 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ an, sign. á barmi (SJS ?); þverm. 13,3 sm. Pat. dúkur með hvítri baldýr; á honum stendur O.H. Bakstursöskjur úr silfri, gyltar innan og með gyltum krossi ofan á loki; á lokið að ofan er drifin blaða- kranz á brúnina. Í ráðh. stimpli 29 .. 1829. Þverm. við botn 8,4 sm. Vínflaska úr gleri með stöfunum LBM; hún er með glertappa. Skarbítur úr járni gamallegur og að sumu leyti einkennilegur. Koparhjálmur allgóður með 6+6 ljósaliljum, sljettur og einfaldur ekki gamallegur, fleginn örn efst. Altarið með útskurði á hurð og árt. 1823. Prjedikunarstóllinn er gamall og góður, lítill og blátt áfram, með ámál- uðum guðspjallamannamyndunum 4 og áletrun þessari á miðfletinum: Anno 1694 hafver Bendix Bastiansen Kiøbmand wed Commervog og Grønnefiord foraeret denne Precke- stol til CommervogsKiercke andere til et got Exsempel. Hökull gamall úr grænu damaski með krossi tvísettum gullvírsknipp- lingum, ágætt verk. Annar hökull úr rauðu flauyeli með góðum gullborð- akrossi. Altarisklæði úr rauðu rósofnu da- maski með flauelisbót á miðju og er á hana gullbaldýraður eikarblaða- krans með stöfunum IHS innaní. Að neðan og beggja vegna er breiður bekkur gulur, heklaður. Aptan á klæðið er fest bót með þessari áletr- un: „Messuskrúðann saumadi og gaf Ingileif Melsted Birnarhafnarkirkiu 1862 I minningu þess ad madur hennar Páll amtmadur Melstad er þar iardadur.“ (Ingileif Melsted og Páll Melsted, sagnfræðingur og sýslumaður Snæfellinga 1849–1854, bjuggu lengst af þeim tíma í Bjarn- arhöfn – innsk.) Tilheyrandi alt- arisdúkar úr sama efni með hvítum dúk hekluðumofan á. Rykkilín úr hvítu ljerepti. Á umgjörð altaristöflunnar hanga 2 silfurskildir með grafskriptum yfir Odd Jonsson Hjaltalin lækni og konu hans Dorotheu Georgiönu (f. Bor- nemann). Klukkur 2; önnur sljett og let- urlaus, nýleg, þverm. 36 sm. Hin með áltrun: GUÐMUNDER SIVERT- SEN ANNO 1741. Þverm. 40,5 sm.“ Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, kemur í Bjarnarhafnarkirkju 1963 og er þá allt sem fyrr utan hvað tin- stjakarnir eru týndir, en „komnir tveir koparblendingsstjakar fyrir mörg kerti, ekki slæmir. Vantar einnig vínflöskuna, annað er allt til“. Þriðji þjóðminjavörðurinn; Þór Magnússon, er á ferð í Bjarnarhöfn 1970: „Patinudúk vantar, hefur ekki verið í tíð Bjarna. Ennfr. spjald og griffil.“ Hollenzka altaristaflan Í kirkju rekur Hildibrandur sína sögu um þá gripi, sem kirkjan geym- ir. Altaristaflan fangar fyrst augað. Hennar er fyrst getið í annálum 1640. Þá á kirkjan tvær altaristöflur, en Hildibrandur segir ekki vitað, hvað varð um hina. Hann rekur munnmælasögur sem segja, að þessi altaristafla sé þannig tilkomin, að á 17ndu öld hafi hollenzkt kaupfar ko- mizt í nauðir á Breiðafirði, en Hol- lendingar stunduðu þá fiskveiðar við Ísland og verzlun í Kumbaravogi fram yfir 1640, þótt landið ætti að vera þeim lokað til viðskipta. Þeir hollenzku hétu á Bjarnarhafn- arkirkju sér til lífs og lofuðu kirkj- unni altaristöflu, ef þeir kæmust af. Þeir björguðust og árið eftir færðu þeir kirkjunni þessa altaristöflu. Hildibrandur segir, að í Bjarnarhöfn hafi eitt sinn komið miðill, sem lýsti í smáatriðum, þegar hann sá alt- aristöfluna borna frá skipi til kirkju. Taflan er í traustri umgjörð; mál- uð á tré, sérstakan við, sem Hildi- brandur segist hafa frétt að hafi þurft að vera í þurrki í 200 ár áður en hægt var að mála á hann. Alt- aristaflan er ómerkt og segir Hildi- brandur óvíst um höfund hennar. Hins vegar hafa tengslin við Holland og tíma Rembrandts fleytt vanga- veltum um, að taflan sé frá skóla hans, ef ekki eftir meistarann sjálf- an. Hildibrandur vill ekkert kveða upp úr með það, en segir tilhugs- unina góða hvað sem öðru líði! Stað- reynd sé það hins vegar, að myndin, sem sýnir Jesúm og tvo lærisveina, er svo mögnuð, að hún vísar alltaf til áhorfandans, hvar sem hann stendur í kirkjunni. „Og það eru ekki einasta augu frelsarans sem fylgja þér, held- ur færist öll myndin með þér. Og þegar lokað er fyrir gluggana og síð- ast dyrunum, þá lýsist Jesúmyndin upp og það er engu líkara en að hann komi út úr myndinni.“ Altaristaflan sýnir Jesúm birtast tveimur lærisveinum sínum eftir upprisuna og neðst er áletrun, sem vísar til efnis hennar; St. Lucæ Ev. cap.24 v.30 (Lúkasarguðspjall, 24. kapítuli, 30. vers): Jesús hefur slegizt í för með tveimur lærisveinum sínum, „en augu þeirra voru svo haldin, að þeir þekktu hann ekki … Þeir nálguðust nú þorpið, sem þeir ætluðu til, en hann lét sem hann vildi halda lengra. Þeir lögðu þá fast að honum og sögðu: „Vertu hjá oss, því að kvölda tekur og degi hallar.“ Og hann fór inn til að vera hjá þeim. Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, þakkaði Guði, braut það og fékk þeim. Þá opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann, en hann hvarf þeim sjónum“. Myndin sýnir augnablikið, þegar augu lærisveinanna opnast; annar teygir höndina til brauðsins, en hinn stöðvar hann, því hann hefur þekkt Jesú. Hildibrandur segir orðstír alt- aristöflunnar hafa borizt víða og fjöl- margir, þar á meðal útlendingar vítt og breitt að, geri sér ferð í Bjarn- arhöfn til þess að skoða myndina. Í fjórða bindi bókaflokksins Seiður lands og sagna – Vestur undir Jökul fjallar Gísli Sigurðsson m.a. um menningartengda ferðaþjónustu í Bjarnarhöfn og segir þar, að merk- asti gripur kirkjunnar sé gömul alt- aristafla; „stíllinn bendir til 17. aldar úti í Evrópu“. Kaleikur írskrar landnámskonu? Um kaleik í kirkjunni er fyrst get- ið í máldaga frá 1286 og segir Hildi- brandur þá lýsingu passa við þann sem nú er og hann vill telja miklu eldri en frá 1286. Þóra Kristjánsdóttir, listfræð- ingur í Þjóðminjasafninu, segir að árið 1977 hafi komið hingað danskur sérfræðingur um silfur og unnið í nánum tengslum við Þór Magnússon, þjóðminjavörð. Daninn skoðaði silf- urgripi víðsvegar að af landinu, m.a. gripina í Bjarnarhafnarkirkju. Hann fann enga stimpla á útdeilingar- áhöldunum, en taldi sig geta lesið stafina SJS á patínunni (setti þó spurningarmerki við það). Hann taldi þá gripi íslenzka. Oblátuöskj- urnar eru hins vegar með stimplum OE og ártalinu 1829 og eru verk dansks silfursmiðs. Hildibrandur segir menn hafa get- ið sér til um í hans eyru, að sá sem smíðaði patínuna hafi verið Sigurður Þorsteinsson (1714–1799), sem stundaði gullsmíði í Kaupmannahöfn og dragi menn þá ályktun af Möltu- krossi á patínunni, en Sigurður hafi aukamerkt smíðisgripi sína þannig. Þessi patína er þó hvorki talin til gripa eftir Sigurð í sýningarskrá Þjóðminjasafnsins 1981 með „öllum þeim gripum, sem til eru eftir Sigurð Þorsteinsson á Íslandi og þekktir eru“ né í bókinni Silfur í Þjóðminja- safni (1996), þar sem Sigurður kem- ur við sögu, en Þór Magnússon er höfundur beggja þessara ritsmíða. Um kaleikinn segir Hildibrandur, að hann sé í rómverskum stíl, sem var löngu aflagður, þegar fyrst er minnzt á kaleik Bjarnarhafnarkirkju í annálum. Hann vitnar til tveggja írskra minjavarða, sem heimsóttu Bjarnarhöfn, og fullyrtu, að kaleik- urinn væri í stíl, sem hefði tíðkazt á Írlandi 5–600. Hann segist sjálfur telja það skemmtilegastan kostinn að velta því fyrir sér, hvort kaleikurinn hafi verið í farangri landnáms- hjónanna: Bjarnar austræna og Gjaf- laugar Kjallaksdóttur, en hún var kristin jarlsdóttir írsk. Hvernig sem það er vaxið segir Hildibrandur mikla helgi fylgja kaleiknum. Belg- ískur biskup, sem kom í fylgd St. Fransiskussystra frá Stykkishólmi, varð svo snortinn, að hann hafði á orði, að ef einhver kaleikur væri heil- agur, þá væri það þessi. Bað bisk- upinn um leyfi til þess að koma aftur og taka fólk til altaris í Bjarnarhafn- arkirkju. Það var auðsótt mál. Sætin fylgdu Stólnum Bjarnarhafnarkirkja býr að fleiri góðum gripum en altaristöflu og kal- eik, eins og skýrslur þjóðminjavarð- anna bera með sér. Um uppruna ljósastjakanna, sem nú eru, segir Hildibrandur ekki vitað með vissu, en af lögun og gerð telji menn þá minnst 300 ára. Ljósakróna kirkjunnar er talin vera frá því fyrir 1400 og sætin fylgdu predik- unarstólnum í gjöf Benedix Bastian- sen 1694. Eldri hökul kirkjunnar, þann græna, segir Hildibrandur vera frá því fyrir siðaskipti og mun eldri en þau. Klukkan leturlausa er talin vera þýzk og frá því um 1400. Þegar það ber á góma, hvort ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af þessum dýrgripum, svarar Hildi- brandur, að hann telji kirkjuna í svo mikilli vernd, að hann ætli engum að rjúfa hana. Þótt kirkjan standi nú sem heim- iliskirkja fólksins í Bjarnarhöfn er alltaf eitthvað um það að gestir fái hana til persónulegra athafna; skírn- ar, fermingar og giftingar. Í sumar var til dæmis franskt par gefið sam- an í kirkjunni, en þangað höfðu þau komið í upphafi kynna og bundu það fastmælum, að ef til hjónabands kæmi, þá myndu þau gifta sig í Bjarnarhöfn og hvergi annars stað- ar. Hildibrandur segir marga hrífast af helgidómi kirkjunnar og hafa orð á því. Í þeim efnum lætur hann duga að vitna til Francis Arinze, kardinála frá Nígeríu, sem nefndur var í sam- bandi við páfadóm, en hann sagði eitthvað á þá leið, að hann hefði kom- ið í margan helgidóminn en kirkjan í Bjarnarhöfn væri þeirra mestur. Hákarlinn og helgidómurinn Fjöldinn allur leggur leið sína í Bjarnarhöfn og það árið um kring. Þau Hrefna og Hildibrandur hafa búið svo um, að kirkjan er fastur við- komustaður fólks í bland við minja- safnið á staðnum, harðfiskinn og há- karlinn. Í sumar, 27. ágúst, var 150 ára af- mæli kirkjunnar fagnað með vísitas- íu biskups Íslands, Karls Sig- urbjörnssonar. Biskup predikaði, Gunnar Eiríkur Hauksson, prófastur í Stykkishólmi, þjónaði fyrir altari og séra Gísli Kolbeins og séra Hjálmar Jónsson lásu ritningargreinar. Það er auðfundið að þeim Hrefnu og Hildibrandi þykir gott um þennan atburð og að vitna til þeirra orða biskups, að öll umgengni við kirkj- una yzt sem innst beri vitni um alúð og umhyggju kirkjubænda. – 0 – 0 – Þegar við Raxi höldum úr hlaði bregður birtu í Bjarnarhöfn, þar sem staðarhús haldast í hendur; hákarls- hjallurinn efst og helgidómurinn niðri á túni. freysteinn@mbl.is Morgunblaðið/RAX Frá tíma Rembrandts Altaristaflan er gerð af þeirri list að hún sleppir aldrei af þér augum. Hún er máluð í Hollandi á tíma Rembrandts og þótt listamað- urinn sé óþekktur tengja land og tími hana nafni meistarans. Kaleikurinn Hildibrandur segir af honum sína sögu og finnst það skemmti- legast að hugsa sér kaleikinn í höndum landnámskonunnar í Bjarnarhöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.