Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 42

Morgunblaðið - 24.12.2006, Page 42
42 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á föstudegi í froststillu desembermánaðar komu saman 160 manns frá 31 landi í Reykjavík. Ekki voru það jólaljósin, norðurljósin eða kertaljósin sem löðuðu allt þetta fólk til Íslands á aðventunni heldur sameiginlegur starfsáhugi á sagn- fræði og sagnaritun. Þetta var önnur heildarráðstefna rannsókn- arverkefnis sem kallast Cliohres en að því koma 180 manns frá 45 háskólum í 31 landi. Verkefnið er á sínu öðru starfsári af fimm og nýt- ur styrks frá Evrópusambandinu. Umsjónarmenn Cliohres eru Ann- Katherine Isaacs, prófessor við há- skólann í Písa á Ítalíu, og Guð- mundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og þau eru á einu máli um mikilvægi þess að brjóta niður múra milli þjóðríkja í leit að nýjum skilningi á sögu Evrópu. Verkefnið á rætur sínar að rekja aftur til loka níunda áratugarins en þá hófu háskólar í Evrópu að mynda tengslanet sín í milli á sviði hugvísinda. „Þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum sér- staklega að rannsóknum. Verk- efnin hafa áður verið miðuð við kennslu en það er augljóslega erf- itt að skilja kennslu á háskólastigi frá rannsóknum og fræðimennsku, enda er það sjaldnast gert í há- skólum,“ útskýrir Guðmundur. Sagnfræðingarnir vinna í hópum sem allir rannsaka sama efni út frá mismunandi sjónarhólum. Nú þeg- ar hafa verið gefnar út átta bækur á fjölmörgum tungumálum með efni síðasta árs sem var þegn- réttur (e. citizenship). Út yfir landamæri Rannsóknarefni þessa árs er fólksflutningar en þeir eru skoð- aðir út frá ýmsum hliðum, s.s. menningu, valdi, kynferði og trú. Þátttakendur koma frá flestum löndum Evrópu en verkefnið nær einnig til Rússlands, Tyrklands og Suður-Afríku. „Fólk heldur oft að það sé að rannsaka sömu söguna af því að það þekkir nöfn sömu frægu sagnfræðinganna. En þegar grafið er undir yfirborðið kemur í ljós að heilu menntakerfin og há- skólarnir einbeita sér aðeins að fáum spurningum sem eru taldar mikilvægar fyrir ríkið og þjóðina sem um ræðir,“ segir Isaacs og tekur sem dæmi að sums staðar sé kastljósinu alfarið beint að ákveðnu stríði, landbúnaði, komm- únisma eða öðru sem hefur haft af- gerandi áhrif á ástand innan lands- ins. „Það er líka spaugilegt að þegar sagnfræðingar frá ólíkum löndum koma saman er fyrsta hugsun allra að samstarfsfélagar þeirra séu dálítið undarlegir,“ seg- ir Isaacs og hlær. „Fyrsta skrefið til að byggja upp skilning á því hvernig sagan hefur þróast og þróa gagnrýninn skilning er auð- vitað að hittast og bera saman bækur sínar.“ Guðmundur bendir á að sagna- ritun sé yfirleitt mörkuð af landinu eða svæðinu sem viðkomandi sagn- fræðingur starfar á. Þannig geti sögukennsla á Íslandi verið und- irlögð af einhverjum atriðum eða atvikum sem fólk í öðrum löndum viti jafnvel ekkert um. „Maður heldur oft að sagan sem er haldið á lofti sé sannleikurinn um fortíð- ina. En svo hefur manneskja í næsta nágrenni kannski einhverja allt aðra hugmynd. Með því að skapa vettvang fyrir umræðu með- al fólks frá ólíkum löndum gerum við okkur grein fyrir því að það eru mismunandi leiðir til að skoða fortíðina. Það má segja að mark- mið okkar sé að brjótast út úr okkar eigin boxum enda skiptir svo miklu máli að sagan sé í stöðugri endurskoðun.“ Tyrkland er ekki Ottómanaveldið Guðmundur segir þjóðernismúra oft áberandi í sagnfræði og tekur dæmi frá einni af málstofum Cliohres þar sem ungverskur dokt- orsnemi fjallaði um atburði á 16. öld en þá var Ungverjaland að miklu leyti undir Ottómanaveldinu. „Í fyrirlestrinum talaði hún alltaf um Tyrki þegar hún vísaði til Ot- tómanaveldisins. Í hópnum var tyrknesk kona sem benti á að það væri ekki rétt að vísa til Tyrklands þar sem það var ekki til, enda náði Ottómanaveldið yfir miklu stærra svæði og hermennirnir sem réðust inn í Ungverjaland komu kannski frá Búlgaríu, Serbíu eða Egypta- landi. Þarna kom í ljós hvað það getur verið villandi að nota ríkja- nöfn nútímans um eitthvað sem átti sér stað á 16. öld. Það var ekki til neitt Tyrkland á þessum tíma og þetta setur atburðina í rangt samhengi við ágreining milli ríkja í dag,“ útskýrir Guðmundur og Isa- acs bætir við: „Svo sjáum við hvernig þetta hefur áhrif á stjórn- mál nú um mundir þegar rætt er um hvort Tyrkland eigi að fá aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Austur-Evrópuríkin sjá Tyrkland sem óvin vegna sögu Ottó- manaveldisins.“ Isaacs áréttar að okkur geti virst þetta dæmi einfalt þar sem þessi lönd séu okkur fjar- læg. „Það getur verið miklu erf- iðara að opna augun fyrir því hvernig okkar eigin saga hefur verið rituð. Einmitt þess vegna er samvinna milli fólks frá ólíkum löndum svo mikilvæg. Sagnfræð- ingarnir fá þá ný sjónarhorn á sín- ar eigin rannsóknir,“ segir Isaacs en í kringum 90 doktorsnemar eru þátttakendur í verkefninu. Miðja alheimsins Isaacs tekur sem dæmi að um tíma hafi verið talað um aust- urrískt sjónarhorn á sögu. „Aust- urrísk sagnfræði fjallaði um hvern- ig Austurríki hefði orðið til innan rómverska keisaradæmisins en síð- an stækkað og minnkað á víxl og loks hrunið. En hvað með allt fólk- ið sem ýmist tilheyrði ríkinu eða ekki, eftir því hvernig pólitískt ástand var?“ spyr Isaacs. „Serb- nesk saga er annað dæmi. Hún var til á miðöldunum en hvarf þegar Serbía fór undir Ottómanaveldið en varð síðan allt í einu til þegar Serbía varð til aftur. En fólkið var þarna allan tímann og skilgreindi sig á einhvern hátt,“ segir Isaacs og Guðmundur bætir við: „Ísland er reyndar gott dæmi líka. Sagan hérna fjallar mest um landnámið og fyrstu aldir eftir það. En svo lenti Ísland undir „erlenda“ kon- unga og fólk sem skrifaði sögu í upphafi 20. aldar var mjög inn- blásið af sjálfstæðisbaráttunni. Eftir að þjóðin varð aftur sjálfstæð þá var leitað aftur um margar ald- ir. Í bókmenntasögunni var Íslend- ingasögunum haldið á lofti en saga u.þ.b. sex alda var að mestu tak- mörkuð við Hallgrím Pétursson og kannski Jónas Hallgrímsson. Allt annað virtist ekki skipta máli,“ út- skýrir Guðmundur. Guðmundur segir að verkefni af þessu tagi geti breytt miklu um hvernig sagnfræðingar nálgist við- fangsefni sín. „Þú þarft að átta þig á hvernig sagan hefur verið notuð í þínu eigin landi til að skilja hvað hefur átt sér stað í öðru landi. Manni finnst maður sjálfur alltaf einhvern veginn vera í miðju heimsins, eins langt og Ísland er nú frá því,“ segir hann brosandi og bætir við að á fundi í Slóvakíu hafi hann upplifað þetta mjög sterkt. „Bratislava var austan við járn- tjaldið og ég hafði aldrei litið á borgina sem miðju Evrópu. En þetta var afskaplega mikilvægur staður sem gleymdist svo eig- inlega. Járntjaldið hafði dramatísk áhrif á 20. aldar sögu Evrópu en það má ekki gleymast að það var bara tímabundið,“ segir Guð- mundur og Isaacs bætir við að einn stærsti kosturinn við verk- efnið sé þátttaka Mið- og Austur- Evrópulanda enda hafi þau verið á jaðrinum alltof lengi. „Öll saga röng“ Isaacs segist hafa mestan áhuga á að rannsaka ekki aðeins söguna sem hefur verið uppi á yfirborðinu heldur einnig það sem kraumar undir niðri. „Stjórnmálamenn hafa t.d. oft notað sögu til að stýra fólki og koma inn hugmyndum um „okkur“ og „hina“ til að aðgreina óvininn. Þessar hugmyndir eiga yf- irleitt takmarkaða stoð í veru- leikanum og geta hreinlega verið rangar. Reyndar má segja að öll saga sé röng,“ segir Isaacs og brosir út í annað. „Ekki að hún sé endilega lygi heldur er þetta val- inn sannleikur þar sem einu er haldið á lofti en öðru ekki. Okkur langar að skapa smá meðvitund um að þjóðerni fólks er búið til og stundum ekki einu sinni byggt á staðreyndum eða aðeins á völdum staðreyndum. Ekki að við þurfum að fleygja þjóðernunum burt held- ur kannski ekki láta þau byggja múra milli okkar,“ segir Isacs og bætir við að þetta sjáist mjög í umræðu um innflytjendur. „Það er látið eins og fólksflutningar séu hræðilegasta vandamál heimsins og litið svo á sem allt sé að fara í hund og kött vegna þess að allt í einu er ekki bara ljóshært fólk á götunum heldur líka dökkhært. Svo spretta kannski upp stjórn- málaflokkar sem nota þetta til að koma sér áfram. En ef þú lærir sagnfræði veistu að fólk hefur flust milli staða frá örófi alda og þú ert kannski ekki eins tilbúin til að gleypa við alhæfingum um annað. Ítalir tala t.d. oft um innflytjendur sem vandamál en svo hafa þeir sjálfir flutt út um allan heim,“ seg- ir Isaacs og brosir. Guðmundur og Isaacs eru sam- mála um að meiri þekking á sögu Evrópu skipti miklu máli, bæði fyrir samvinnu milli ríkja sem og almenning í löndum álfunnar. Oft vilji gleymast að Evrópa eigi ekki eina sögu heldur margar. „Við er- um auðvitað ekki svo háfleyg að ætla okkur að skrifa eina alheims- sögu,“ segir Guðmundur og hlær. „Að sama skapi erum við ekki að reyna að halda því fram að Evr- ópubúar séu einsleitur hópur held- ur einmitt að benda á hversu fjöl- breytt álfan er en um leið hvernig íbúar hennar hafa lifað saman í aldanna rás.“ Saga án landamæra Skiptir þjóðerni máli þegar kemur að sagna- ritun eða hefur öll heimsbyggðin svipaðan skilning á sögu? Halla Gunnarsdóttir tók Ann-Katherine Isaacs og Guðmund Hálfdan- arson, umsjónarmenn samevrópsks rann- sóknarverkefnis, tali og fræddist um þjóðern- ismúra þegar kemur að sagnaritun. Morgunblaðið/Ásdís Þjóðernismúrar og sagnaritun Catherine Isaacs og Guðmundur Hálfdanarson eru umsjónarmenn samevrópsks rannsóknarverkefnis í sagnfræði. » „Maður heldur oft að sagan sem er haldið á lofti sé sann- leikurinn um fortíðina. En svo hefur manneskja í næsta nágrenni kannski einhverja allt aðra hugmynd.“ sagnfræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.