Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 45
anum endanlega, þannig að leik-
ararnir gátu gert hann að sínum, þótt
innihaldið héldist óbreytt. Það var
skemmtilegt ferli.“
Var eitthvað við leikstjórn fyrstu
bíómyndarinnar sem kom Birni á
óvart?
„Ja, ég þekkti allt vinnsluferlið vel,
en hafði minni reynslu af að vinna
svona mikið og náið með leikurum.
Þess vegna reyndi ég að undirbúa
mig sérstaklega vel fyrir það verk-
efni, bæði með því að lesa mér til og
fara á námskeið í Bandaríkjunum.
Þegar á hólminn var komið fannst
mér leikaravinnan gríðarlega
skemmtileg og gefandi. Hitt meg-
inverkefni mitt var svo að segja með
myndavél eins og hálfstíma langa
sögu, sem nær tökum á áhorfand-
anum og skilar sér til hans. Ég vona
að það hafi tekist. En maður er alltaf
að læra.“
Úpps
Að aðalpersónan í Kaldri slóð er
blaðamaður veldur því að í myndinni
koma upp álitamál um hvað eigi er-
indi í fjölmiðla og hvað ekki, hvað sé
satt og hvað sé rétt. Þeir segja þetta
atriði ekki hafa tekið mið af atburðum
sem gerðust á Íslandi á árinu sem er
að líða. „Þetta var komið inn í hand-
ritið áður en þau mál urðu í brenni-
depli, enda var ég að skrifa úti í Los
Angeles og var ekki í miklu sambandi
við þessa umræðu hér,“ segir Krist-
inn.
„Atburðir og mál af þessu tagi hafa
reyndar komið upp annað slagið
gegnum tíðina,“ segir Björn. „En
þegar menn réðust til dæmis inn á
ritstjórn DV vegna óánægju með um-
fjöllun blaðsins um þá var svipað at-
riði fyrir löngu komið inn í handritið
hjá okkur. Við sögðum: Úpps, verð-
um við ekki að breyta þessu? Þegar
myndin kæmi á tjaldið gæti fólk sagt:
Þetta er nú bara einsog með DV um
árið. En við ákváðum að umfjöllun
um grundvallaratriði, sem koma upp
aftur og aftur, ætti eilíft erindi. Enda
hafa svona atburðir gerst oftar en
einu sinni síðan. Nú síðast snemma í
liðinni viku!“
„Og eru að gerast alla daga um all-
an heim,“ segir Kristinn. „Þetta er
tíðarandinn og ekki nema eðlilegt að
myndin spegli hann.“
Virkjunin
Köld slóð gerist í tveimur heimum:
Annars vegar í reykvískum fjölmiðla-
erli og hins vegar einöngruðu fásinni
uppi í rassgati, þar sem er virkjunin.
En myndin er þó ekki mikið að skipta
sér af því mikla deilumáli samtímans,
stórvirkjunum og stóriðju?
Björn: „Nei, ekki beinlínis. Við not-
um virkjunina og sveitina sem sér-
stakan lokaðan heim sem lýtur þörf-
um og lögmálum sögunnar. En viss
element skírskota þó til umræðunnar
núna. Þetta er virkjun sem reist var
fyrir 30 árum. Fólkið sem vinnur þar
er uppflosnað fólk úr sveitinni því hún
fór undir vatn. Því má segja að okkar
virkjun sýni hverjar afleiðingar geta
orðið af þessum mannvirkjum á
næsta umhverfi og sálarlíf fólksins
þar.“
Kristinn: „En umræða um stór-
virkjana- og stóriðjustefnu er okkar
sögu óviðkomandi.“
Þeir félagar fóru margoft til að
kanna og kynna sér aðstæður í virkj-
unum enda er myndin tekin við þær
aðstæður að stórum hluta. „Við tók-
um mest í Búrfelli og á Sultartanga,“
segir Björn, „og blöndum þeim tveim-
ur saman í eina virkjun, þótt ýmis
skot hér og þar séu úr fleiri virkj-
unum.“
Kristinn: „Landsvirkjun sýndi
okkur mikinn skilning og stuðning og
greiddi götu okkar, bæði við und-
irbúning og tökur. Þeir hýstu okkur
og fæddu, um fimmtíu manns í þrjár
til fjórar vikur. Og allt starfsfólkið í
þessum virkjunum tók okkur ótrú-
lega vel.“
En þeir taka fram að það samfélag
í virkjun, sem myndin lýsir, sé víðs-
fjarri raunveruleikanum. „Störf
manna eru allt öðruvísi og sjálfvirkni
mun meiri en okkar mynd sýnir. Þar
fyrir utan er engin virkjun einsog
okkar, einöngruð uppi á hálendinu.
Heimur myndarinnar er bara heimur
myndarinnar og lýtur lögmálum sög-
unnar. Til að gera þennan tilbúna
söguheim trúverðugan beitum við svo
aðferðum myndmálsins, einsog
hreyfanlegum tökustíl.“
Samanburðurinn við Mýrina
Kristinn framleiðandi segir að fjár-
mögnun verkefnisins hafi gengið vel.
„Við fengum styrki frá Kvikmynda-
miðstöð og Norræna kvikmynda- og
sjónvarpssjóðnum. Sena gerðist með-
framleiðandi, sem er nýmæli í starf-
semi þess fyrirtækis, og einnig
danska kvikmyndafyrirtækið Angel.
Það tók um ár að púsla fjármögn-
uninni saman. Kostnaðaráætlunin
var 110 milljónir króna og hún
stóðst.“
Höfundar Kaldrar slóðar segja
fullum fetum að myndin sé skilgetið
afkvæmi íslensku krimmagrósk-
unnar. Því er viðbúið að hún verði
borin saman við Mýrina. Kvíða þeir
þeim samanburði?
„Nei, það er bara fínt,“ svarar
Kristinn. „Og frábært að Mýrin skuli
hafa fengið svona góða aðsókn, því ég
held að hún hjálpi öðrum íslenskum
bíómyndum. Köld slóð og Mýrin eru á
margan hátt ólíkar myndir en flokk-
ast báðar undir spennumyndir. Það
er ekkert nema gott um það að segja
og heldur öllum á tánum. Íslensk
kvikmyndagerð hefur tekið miklum
framförum undanfarið. Við eigum
mikinn fjölda af vel menntuðu og
reynslumiklu fagfólki og sífellt bæt-
ast nýir hæfileikamenn í hópinn sem
eru eftirsóttir erlendis sem hérlendis.
Þetta er núna að skila sér. Við kunn-
um það sem við vorum að prófa okkur
áfram með fyrstu árin og áratugina –
að segja sögu með myndmáli.“
Og framhaldið hjá ykkur?
„Ja, það fer nú kannski pínulítið
eftir viðtökunum sem Köld slóð fær,“
segir Björn. „En ég vona að við séum
ekki hættir. Köld slóð var mikil
reynsla og skemmtilegt ævintýri sem
ég væri sannarlega til í að endurtaka.
Enn er þó of snemmt að ræða nýjar
hugmyndir.“
„Við Magnús Viðar erum með ýmis
verkefni í smíðum hjá Saga Film,“
segir Kristinn, „en höfum áhuga á að
halda áfram samstarfi við Björn.
Þetta gekk vel og við munum setjast
yfir framhaldið þegar um hægist.“
runa
ath@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 45
Þótt Þröstur Leó Gunn-arsson sé í hópi hæfi-leikaríkustu reynsluboltaþegar kemur að aðal-
hlutverkum á leiksviði og í kvik-
myndum síðustu tvo áratugina losn-
ar hann ekki við spennuna sem
fylgir frumsýningum. Og frumsýn-
ing á bíómynd er allt annar fót-
leggur en frumsýning á leiksviði.
Myndin er búin og engu verður
breytt. Leikarinn situr úti í sal og
horfir á sjálfan sig. „Það er alltaf
jafn skrýtið,“ segir hann brosandi.
„Maður horfir í rauninni ekki á
myndina. Ef maður horfir á eitt-
hvað er það á sjálfan sig: Hvernig
tókst mér upp? Það er ekki nokkur
leið að njóta augnabliksins einsog
almennir áhorfendur gera.“
Honum finnst þetta óþægilegt.
„Ég er feginn að geta ekki verið alla
frumsýninguna á Kaldri slóð, því ég
verð að leika þetta kvöld í jóla-
leikriti Þjóðleikhússins, Bakkynjum
eftir Evripídes. Það er ákveðinn
léttir. Fínt að mæta bara í frumsýn-
ingarpartíið á eftir. Svona var þetta
líka þegar Nói albínói var frum-
sýnd. Ég var að leika en mætti svo í
partíið, einsog ekkert hefði í skor-
ist.“
Hann segir að stressið aukist í
réttu hlutfalli við stærð hlutverks-
ins. „Í Kaldri slóð er ég nánast á
tjaldinu alla myndina. Ef ég stæði
mig ekki væri mikið í húfi!“
Hvaða vonir bindur hann við
myndina?
„Ég vona að við fáum sem flesta í
bíó. Undanfarin ár hefur verið frek-
ar erfitt að fá Íslendinga til að horfa
á íslenskar bíómyndir. Árangur
Mýrarinnar er því mikið ánægjuefni
fyrir okkur öll. Ég veit að íslenskir
kvikmyndagerðarmenn standa jafn-
fætis öllum öðrum. Við þurfum hins
vegar að fá meiri peninga inn í
greinina. Því vona ég að sem flestir
ráðamenn mæti á þessar myndir og
sjái hvað við erum að gera og
hversu mikil framför hefur orðið.
Fyrst og fremst vona ég þó að yngri
áhorfendur, bíókynslóðin, mæti.“
Framfarirnar
Fyrsta bíómyndin sem Þröstur
Leó lék í var Einsog skepnan deyr
eftir Hilmar Oddsson árið 1986. „Sú
mynd hafði þröng fjárráð. Leik-
stjórinn gat ekki horft á tökurnar
jafnóðum á skjá, einsog nú er hægt,
og við þurftum að bíða eftir film-
unum úr framköllun að utan áður
en vitað var hvort einstök skot og
atriði höfðu heppnast. Hljóð-
upptökur voru ófullkomnari en
núna. Allt var mun erfiðara og
þyngra í vöfum. Maður var alveg á
nálum, því ef maður klikkaði gat
rándýr filma farið í metravís í súg-
inn. Tækniframfarirnar þessi tutt-
ugu ár, sem liðin eru, hafa skipt
sköpum um hvað það er auðveldara
og ódýrara að vanda til verksins.“
Áttu þér eftirlætismyndir frá
ferlinum?
„Já, ég held mikið upp á Einsog
skepnan deyr, þótt ég hafi ekki séð
hana í háa herrans tíð. Mér þykir
vænt um hana, kannski ekki síst
vegna þess að hún var frumraunin
mín. Svo held ég mikið upp á Nóa
albínóa. Mér finnst gott hvað flestar
þær myndir sem við gerum eru
rosalega íslenskar; það er einhver
sérstök tilfinning í þeim sem maður
sér ekki víðar. Þótt maður sé ekki
alltaf hundrað prósent ánægður
með þær er ævinlega gaman að sjá
þær vegna þessarar tilfinningar og
stemningar sem í þeim er.“
Baldur
Þegar Björn Brynjúlfur Björns-
son, leikstjóri Kaldrar slóðar,
hringdi í Þröst Leó og bað hann að
lesa handritið var það meira en
sjálfsagt. „Ég las það í einum rykk,
sem ekki gerist mjög oft. Ég er yf-
irleitt ekki sérlega duglegur að
lesa, en þessi saga greip mig strax
og hélt mér. Mér fannst verkefnið
strax mjög spennandi; það gekk
ekki aðeins út á hasar, heldur líka
persónusköpun. Ég vona bara að
myndin verki eins á áhorfendur og
handritið verkaði á mig.“
Hann segist strax hafa farið að
velta vöngum yfir persónu Baldurs
blaðamanns. „Af hverju hann er
svona mikill einfari og hvernig fjöl-
skyldumunstur ræður viðbrögðum
hans við aðstæðunum sem hann
kemst í. Hvernig lát föður hans, sem
hann vissi ekki hver var, leiðir til
þess að hann fer að leita að sjálfum
sér.“
Þröstur Leó kveðst hafa átt auð-
velt með að tengjast Baldri. „Hann
er að mörgu leyti ekkert rosalega
langt frá mér. Ég er ekki sérlega
mannblendinn og á erfitt með að
vera í margmenni. Þannig hef ég
alltaf verið. Ég get líka verið dálítið
þrjóskur, einsog hann. Baldur hefur
ekki fest rætur eða bundist fólki
sterkum tilfinningaböndum, nema
móður sinni. Hann er dálítið í lausu
lofti og leggur á flótta frá skuld-
bindingum.“
Spennufíkillinn
Hann segir að öll vinna við mynd-
ina, jafnt undirbúnings- og æf-
ingatími sem tökurnar hafi verið
mjög skemmtileg. „En þetta tók á.
Tökudagarnir voru 45, tíu til fimm-
tán tíma dagar, og ég í nánast öllum
tökum. Svo mikill hávaði var inni í
virkjununum að maður vissi ekki
hvort mótleikarinn var búinn að
tala eða ekki og ef maður var ekki
með tappa í eyrunum milli takna
fékk maður verk. Ég var orðinn
svolítið lúinn þegar upp var staðið.“
Ertu sjálfur mikið fyrir spennu-
myndir?
„Já, ég er það og í rauninni miklu
meira fyrir þær en allt annað. Ég er
algjör spennufíkill. Og mér fannst
gaman að fá að keyra vélsleða, enda
mótorhjólamaður, og taka þátt í öll-
um hasarnum. Ekki svo að skilja að
ekki sé fínt að taka þátt í dramatík
og kómík líka. Núna er ég í grískum
harmleik í Þjóðleikhúsinu, sem
frumsýndur verður annan í jólum,
en á sama tíma að æfa í Loftkast-
alanum í allt öðruvísi en frábæru
verki, Killer Joe eða Leigumorð-
ingjanum, sem fjallar um kyndugt
morðplott meðal hjólhýsapakks í
Ameríku. Það er mjög skemmtilegt
að æfa þessi gjörólíku verk sam-
tímis og til skiptis.“
Leyndarmálið
Hann segir að gott sé að hafa nóg
að gera. „En helst af öllu hefði ég
viljað taka mér tveggja mánaða frí
eftir Kalda slóð og fara svo strax að
leika í annarri bíómynd. Maður lær-
ir mikið á hverri einustu mynd en
það líður of langt á milli þeirra til
þess að sú reynsla nýtist til fulls.
Kvikmyndin er svo viðkvæmur mið-
ill. Það er svo hætt við að maður
noti leikhúsmeðölin og segi allt of
mikið í leiknum.
Mitt fyrsta sjónvarpshlutverk var
í Stalín er ekki hér. Þá var ég enn í
leiklistarskólanum og kunni ekki
neitt. Helgi Skúlason lék pabba
minn og í lok fyrsta æfingadagsins
kom hann til mín og sagði: Þú þarft
ekkert að taka mark á því, en ég
ætla bara að segja þér að þegar þú
leikur í bíó þá felurðu allt; þú gefur
ekkert upp. En þegar þú leikur í
leikhúsinu sendirðu allt út; þá opnar
maður fyrir allt. Í bíói læturðu
myndavélina um að sækja það sem
hún þarf.
Mér fannst þetta merkilegt. Og
ég hef gegnum tíðina reynt að fara
að ráðum Helga; hvort sem það hef-
ur alltaf tekist eða ekki, hafa þau
áreiðanlega hjálpað mér. En maður
er alltaf að læra eitthvað. Annar
leikari sagði nýlega við mig: Þegar
ég er að leika læt ég eins og karakt-
erinn minn eigi sér leyndarmál, eitt-
hvað sem er bara fyrir mig, eitthvað
sem ég á uppi í erminni.
Í rauninni eru þessar tvær að-
ferðir sitthvor hliðin á sömu hug-
mynd. Ég held að hún geti ráðið úr-
slitum um hvort kvikmyndaleikur
er sannur eða ekki.“
Ekkert gefið upp
Þröstur Leó Gunn-
arsson átti ekki
erfitt með að setja
sig í spor Baldurs
blaðamanns
Þröstur Leó Gunnarsson sem Baldur Maríuson Hefur ekki getað fest
rætur eða bundist fólki sterkum tilfinningaböndum...
ath@mbl.is
Frá tökum á Kaldri slóð Baldur ber saman bækur sínar á kaffihúsi við
samstarfskonu og vin af Síðdegisblaðinu (Anita Briem).
er fæddur árið 1961. Hann lauk
námi frá Leiklistarskóla Íslands árið
1985 og var þá ráðinn til starfa hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem
hann lék fjölda aðalhlutverka. Með-
al þeirra eru Hörður í Degi vonar,
Aðalsteinn í Kjöti, Tom Joad í Þrúg-
um reiðinnar, Juhani í Dökku fiðr-
ildunum, Bárður í Íslensku mafí-
unni, Magnús í Bræðratungu í Hinu
ljósa mani og titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe og
Hamlet. Þröstur hefur leikið í nokkrum kvikmyndum,
meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður
Nóa í Nóa albínóa, en fyrir það hlutverk hlaut hann
Edduverðlaunin 2003. Þröstur er fastráðinn við Þjóð-
leikhúsið. Hann hefur leikið Jakob í Í hvítu myrkri,
Ögmund í Kennarar óskast, Avram í Fiðlaranum á
þakinu, Eirík í Grandavegi 7, séra Odd í Solveigu,
Rank lækni í Brúðuheimilinu, Jóa skó í Vatni lífsins,
Nikolaj Levin í Önnu Kareninu, Georg í Viktoríu og
Georg, leiksviðsstjórann DD í Allir á svið, Mikka ref í
Dýrunum í Hálsaskógi, Earn Oscar, Þórhall og fleiri
hlutverk í Þetta er allt að koma, Louis Gassion í Edith
Piaf og Michal í Koddamanninum. Hann lék nýlega
einleikinn Bless, fress í Loftkastalanum og leikur
Terísías spámann í Bakkynjum.
Þröstur Leó Gunnarsson