Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 48

Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Y fir hásumarið fer hitinn í 55 gráður á Celsíus og þá hreyfir enginn sig að nauðsynjalausu,“ segir túlkurinn minn, Mulay. „Þetta er hræðilegt. Meira að segja geiturnar og kindurnar halda sig í réttunum, allir eiga nóg með að hjara.“ Ég er staddur í einum flótta- mannabúðum Vestur-Saharamanna, Layoune, nokkra tugi kílómetra fyr- ir sunnan eyðimerkurborgina Tindo- uf í suðvestanverðu Alsír. Fernar aðrar búðir eru á svæðinu, þær bera nöfn borga í gamla heimalandinu sem nú er að mestu hernumið. Nær allar fjölskyldurnar eiga tvo bústaði. Annars vegar er það tjald sem oftast er um 20 fermetrar, snið- ið er í samræmi við hefðir hirðingja í Vestur-Sahara en efnið hafa alþjóða- samtök lagt til. Hins vegar er hús við hliðina sem reist er úr múrsteinum, þeir eru bakaðir úr sérstakri gerð af sandi og vatni. Einfalt og praktískt en ekki mjög sterkt. Oft hefst fólk við í steinhúsinu framan af degi en nýtir sér tjaldið þegar líður á daginn og hitinn vex. Mörgum finnst líka betra að sofa í tjaldinu í hitum. Tankbílar dreifa vatni úr brunn- um um búðirnar, í hverri götu er lít- ill tankur þar sem fólkið sækir sér vatn í fötum til heimilisnota. Athygl- isvert er að þótt notast sé við rot- þrær er ekki óþefur í búðunum, skýringin er sögð vera að hitinn sé svo mikill að hann þurrki jafnóðum allan úrgang. Eina lyktin sem er áberandi er af geitunum og sauðfénu en einnig er þarna talsvert um asna og hænsn, einnig hunda og ketti. Talsvert er ræktað af grænmeti og ávöxtum í Layoune sem hefur það fram yfir hinar búðirnar að þar eru ágætir brunnar og því nokkurt svæði sem lagt er undir garða. Svangir strákar „Við ræktum hér hveiti, sorghum, alls kyns grænmeti, hvítlauk og kartöflur,“ segir forstöðumaðurinn, Islam Lamine. „Afurðirnar eru sendar í skólana og á sjúkrahúsið. Þetta er erfið ræktun en við ætlum alls ekki að gefast upp.“ Við akurinn er undarlegur turn. Skýringin er að strákar í búðunum voru framan af svo duglegir við að tolla afraksturinn að á endanum var turninn reistur. Þar hafði varðmaður aðsetur og hrópaði hann á guttana þegar hann sá til þeirra. Spænska er annað tungumál Sa- hrawi-manna og börnin læra hana jafnt og arabísku mállýskuna sína. „Hola! hola!“ hrópuðu krakkarnir á götunum, öllu heldur troðningunum milli húsanna, þegar þau sáu náhvít- an útlendinginn. Öll börn í búðunum fara ung til sumardvalar á Spáni þar sem þau eru hjá spænskum fjöl- skyldum og læra þannig málið hratt. Götulífið er fábreytilegt, störfin sem í boði eru ekki mörg en samt er bæði trésmiðja og bakarí í Layoune og að sjálfsögðu bílaverkstæði. Götumarkaður er einnig í einu hverfinu í Layoune og mest er þar um varning sem fluttur hefur verið inn frá Máritaníu. Skólarnir eru í hávegum hafðir, búið er að útrýma nær öllu ólæsi og lögð er áhersla á að kenna stúlkum ekki síður en drengjum. Er meðal annars rekinn myndarlegur kvenna- skóli í stærstu búðunum, Smara en þar ræður ríkjum ung kona, Salka að nafni. Hún og vinkonur hennar ráku upp fagnaðaróp þegar ég sagði þeim að nafna hennar væri þekkt kvenhetja úr íslenskum bók- menntum. Mikið er af Landrover-jeppum, oftast eru þetta heldur lasburða bílar sem Sahrawimenn hafa keypt notaða á Spáni. Hvarvetna eru geit- ur og undarlegar kindur sem ekki jarma eins og heiðarlegt sauðfé heldur skrækja, hljóðin minna helst á vælið í soltnum mávum við Reykja- víkurhöfn. Féð er á nóttunni haft í örlitlum réttum, byggingarefnið er aðallega olíutunnur sem hafa verið flattar út og festar saman með vír. Sorphirða á vegum ferfætlinga Geiturnar gegna mikilvægu hlut- verki við sorphirðu en þær éta plast- poka með góðri lyst. Einhver fullyrti að geiturnar væru hrifnastar af bláum pokum, hvað sem því veldur. Og Sahrawimenn hafa verið dugleg- ir við að nota plastpoka. Víða er draslið yfirgengilegt en erfitt er um vik, öðru hverju gerir þarna mikla sandstorma sem feykja plastpok- unum út um allt. Sums staðar eru malbikaðir vegir á milli búðanna, annars staðar bara harðir troðningar. Rykið þyrlast upp undan Landcruiser-jeppanum sem mér var fenginn, til allrar hamingju með bílstjóra en notalegt er að fá smá kælingu með því að stinga höfð- inu út um gluggann þegar bílstjór- inn snjalli, Bashir, þeytir rokkinn. Einu sinni lenti hann í skorningi sem reyndist hálfgert kviksyndi. Mér varð ekki um sel enda tugir kílómetra í næstu mannabyggð. En Mulay sagði að ekkert væri að ótt- ast, benti á að skóflur væru til taks í jeppanum. Einmitt, skóflur. Í 40 stiga hita. En ég slapp með skrekk- inn, Bashir tókst að koma farartæk- inu upp úr ófærunni. Um 80% af fólkinu í búðunum eru konur og börn, karlmenn vinna margir erlendis, ekki síst á Spáni og senda megnið af tekjunum heim, margir karlar eru auk þess í hern- um. Mestur vandinn er líklega at- vinnuleysið og víða ráfar ungt fólk um án þess að hafa neitt fyrir stafni. Rafmagn er ekki í búðunum nema frá dísilrafstöðvum í þeim stærstu, Smara og einnig móttökubúðunum, Rabouni. Þegar fagnað var föstulok- um eftir sólarlag á kvöldin í Layoune sáust geislar bílljósanna lýsa upp tjöldin, menn bjarga sér eftir bestu getu. Sameinuðu þjóðirnar og Als- írmenn sjá fólkinu fyrir nauðþurft- um, grafnir hafa verið brunnar en vatnið er slæmt, útlendingum er ráð- ið frá því að neyta þess. Þarna er lítið um mjúkar og róm- antískar sandöldur, þessi hluti Sa- hara er eins harðbýll og harkalegur og hugsast getur enda bjó enginn hér áður en flóttafólkið fékk hér hæli. Það erfitt að venja sig við nærri fjörutíu stiga hita í skugg- anum, einkum var fyrsta nóttin erf- ið. Þá sýndi mælirinn 35 gráða hita upp úr miðnætti og flugurnar voru aðgangsharðar. Það var enn föstumánuður, ramadan, og frá sólarupprás til sól- arlags mega sanntrúaðir múslímar þá ekki borða eða drekka. „This is cat’s food“ Sahrawi-menn eru engir trúarof- stækismenn og ég þarf ekki að fara eftir þessum reglum enda „villu- trúarmaður“ eins og aðrir erlendir gestir í búðunum sem munu vera nær 200. Flestir eru Spánverjar, Ítalir og Frakkar, hjálparstarfs- menn af ýmsu tagi. Flestir eru ung- ir, innan við þrítugt. Við fáum mat í móttökustöðinni, Rabouni, þar er gjarnan á boðstólum grænmeti og súpur. Einu sinni úlfaldakjöt sem minnti svolítið á seigt nautakjöt og einu sinni óhemju feitt kjöt sem okk- ur sýndist vera af kjúklingi og smakkaðist ekki vel, vægast sagt. „This is cat’s food (þetta er katta- matur),“ sagði Nora, ung, spænsk stúlka og hryllti sig þegar ég spurði hvað henni fyndist. Hvað sem því líður þá slapp ég við alla þá skelfilegu sjúkdóma sem um- hyggjusamir vinir höfðu varað mig við fyrir ferðina. Eyðimörkin er heilsusamleg ef maður gætir þess að borða það sem að manni er rétt. Það Vonarneisti í sandinum Nær helmingur Vest- ur-Saharamanna, um 170.000 manns, hefur í rúm 30 ár verið í útlegð í flóttamannabúðum sunnan við borgina Tindouf í suðvestan- verðu Alsír. Kristján Jónsson dvaldi í viku í búðunum. Æskan Krakkarnir í Laoyune eru margir áhugasamir um fótbolta og halda annaðhvort með Real Madrid eða Barcelona. Grjótkast er algengt enda sand- urinn alls staðar þakinn smásteinum, vopnin alls staðar við höndina. Ef þeim finnst útlendingar ekki eiga nóg af nammi, „bon-bons“, svara þeir með skot- hríð eins og nokkrir spænskir hjúkrunarliðar fengu að kenna á. Þeir þóttust eiga fótum fjör að launa og báðu blaðamann að gæta sín vel.                            !"  #$%&     %&   !   Morgunblaðið/Kristján Jónsson Örlög Maður sem slasaðist af völdum jarðsprengju á hernumdu svæðunum. „Þetta eru örlög mín,“ svaraði maðurinn þegar honum var tjáð samúð. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Biluð blokk Mikið er af Landrover-jeppum í búðunum enda vegirnir víða slæmir. Hér lagfærir snillingur mótorblokk við fátæklegar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.