Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 53 við manninn mælt Þegar þú lest þessi orð, lesandi góður, er væntanlega skammt í að jólahátíðin gangi loks í garð. Margvíslegum undirbúningi og umstangi er senn lokið og allt er því sem næst tilbúið. En hvers minnumst við annars um jólin? Hvað snýst þetta um, allt saman? Ónefnt skáld orti svo í æsku á nýliðinni öld: Fyrir tæpum tvö þúsund árum fæddist einn góður maður langt, langt í burtu. Þessa einstæða atburðar minnumst við ár hvert æ síðan Þetta er vissulega eitt svar við spurning- unum hér að ofan. Annað svar er auðvitað á þá leið að um jólin minnumst við fæðingar Jesú í fjárhúsinu í Betlehem. Það er auðvit- að í sjálfu sér rétt. Jólin eru samt ekki venjuleg afmælisveisla, eða minningarhátíð, enda Jesú ekki venjulegur maður. Það er jafnvel umdeilt hvort hann var maður og reyndar hvort hann var yfirleitt til eða ekki. En sagan af lágstéttarbarninu sem fædd- ist við þessar frumstæðu aðstæður þarna suðurfrá, lá saklaust og fullkomið í heyinu handa skepnunum og var samt miðpunktur alheimsins, höfðar til okkar allra með ein- hverjum hætti, hvort sem við teljum okkur trúuð, eða ekki. Kannski er það vegna þess að hún gefur okkur tækifæri til að minnast stærstu gjaf- arinnar sem unnt er að hljóta og sem er samt þess eðlis að við höfum öll þegar feng- ið hana. Sú gjöf er lífið sjálft. Við, mann- anna börn, hljótum öll lífið að gjöf, án þess að hafa nokkuð til þeirrar gjafar unnið, án þess meira að segja að hafa óskað eftir henni. Vonandi endist okkur þó lífið til að læra að meta þessa óverðskulduðu gjöf og jafn- vel að endurgjalda hana með einhverjum hætti. Ætli megi ekki segja að þar sé kom- inn hinn marg-eftirspurði tilgangur lífsins. Þessi gjöf er auðvitað ólík þeim gjöfum sem okkur finnst svo gaman að fá – og enn meira gaman að gefa – um jólin. Ef til vill má þó líta á jólagjafir okkar sem viðleitni í þá veru að endurgjalda lífgjöfina. Víst er að við leggjum töluvert á okkur við það. Og hvaða leið er vænlegri til að endurgjalda líf- ið sjálft en að gleðja aðra og láta gott af sér leiða? Jólagjafirnar eru jú tákn. Tákn um væntumþykju, hlýhug og kærleika sem við berum til annarra. Þess vegna hafa þær gildi, meira að segja í því allsnægta- samfélagi sem við erum flest hluti af, þar sem allir eiga allt sem þeir þurfa og meira til. Það eru ekki verðmiðarnir eða stærðin sem skiptir máli. Það er hugarþelið, kær- leikurinn sem að baki býr. Kannski ættum við að prófa að gera þetta í bókstaflegri skilningi næst, fremur en á táknrænan hátt. Að nýta næsta ár og þá kannski sérstaklega tímann og orkuna sem fer í jólagjafakaupin til að setja einhver hlý- leg orð á blað um tilfinningar okkar til viðtakendenna sem okkur langar til að gleðja, fremur en að kaupa handa þeim hluti sem vitum ekki hvort þeim líkar við, en getum verið nokkurn veginn viss um að þau bráðvantar ekki. Að ekki sé nú minnst á þann möguleika að tjá hug okkar beint, augliti til auglitis. En fyrst skulum við samt njóta þess af heilum hug að halda hátíð sem snýst um vinarþel, hlýhug, kærleika og þakkir fyrir lífsundrið sjálft og líta á gjafirnar sem til- efni til að minnast þakkarskuldar okkar allra. Gleðileg jól. Stærsta gjöfin er ávallt óverðskulduð HUGSAÐ UPPHÁTT Sveinbjörn I. Baldvinsson Þ að er rólegt hjá Helga Guðmunds- syni úrsmiði tveim dögum fyrir jól. Hann situr við vinnuborð bak- við skilrúm; vinnuborðið hátt og stóllinn lágur, – þannig vinna há- vaxnir úrsmiðir. Það heyrist lágvært tif í veggklukku og stöðugur niður í seigfljótandi umferðinni á Laugavegi. – Það koma fáir með úr fyrir jólin. Fólk má ekkert vera að því, ekki frekar en að fara til læknis, segir Helgi sallarólegur. Verslunin var stofnuð árið 1965 og fasta- kúnnarnir eru orðnir margir. – Einhvern veginn er það þannig með úr- smiði að fólk kemur aftur og aftur. – Og það rekur enginn svona búð án þess að eiga konu, – góða, segir Nína Björg Krist- insdóttir, eiginkona Helga, og brosir. Það þarf að hlaupa eftir trekkjara og guð má vita …! Á veggjum eru teikningar og listaverk, þar sem áður voru klukkur; þær hafa verið seldar. Teikningarnar eru margar persónulegar, urðu jafnvel til í versluninni sjálfri, – í horninu þar sem blaðamaður skrifar viðtalið. Þar hreiðraði Örlygur Sigurðsson um sig. Á veggnum er teikning af Nínu og yfirskriftin: „Bros Nínu Lísu“. – Þetta er auðvitað tilvitnun í Mónu Lísu, segir Nína og brosir eins og fyrirmyndin. Örlygur teiknaði einnig mynd af Helga „stór-úrmakara“ með áletruninni „Tikk-takk fyrir drykkinn!“ Helgi virðir það fyrir sér: – Hann lét eyrað vera klukku, enda hlustar það oft eftir ganginum í úrinu. Ég kynntist Örlygi upp úr 1960 og áratug síðar fór hann að venja komur sínar í búðina. Þá rak konan hans Storkinn, prjónaverslun í Kjörgarði, – hann kynnti sig alltaf sem stjórnarformann. Stundum sat hann í horninu og teiknaði myndir af kunningjum mínum, sem honum líkaði við, en þær voru ekki margar. Ég tók ljósrit af þeim og hengdi upp. Þegar einhver kom inn í búðina hallaði hann sér fram í stóln- um, virti viðkomandi fyrir sér og kallaði: „Hverra manna ert þú?“ Þegar hann teiknaði Guðmund Árnason fórum við yfir í næsta hús til að ljósrita myndina. Ég var spurður í hvaða stærð hún ætti að vera og svaraði: „Það er ekki hægt að minnka Guðmund!“ Þá varð hann ánægður. Þetta var skemmtilegur tími þegar Örlygur var upp á sitt besta. Það kemur maður inn í búðina með rauðan trefil, kvartar yfir kolvitlausri umferð og spyr: – Ertu ennþá með hringinn? Þennan dag eru allir með trefla í Reykjavík. Helgi hellir upp á lútsterkt kaffi og sest aftur í stólinn; hæglátur maður Helgi. Á þeirri hlið skilrúmsins sem vísar frá viðskiptavinum eru ótal portrett eftir Örlyg af fastagestum, svo sem Oddi Ólafssyni blaðamanni, séra Einari Jónssyni á Kálfafellsstað, Tryggva Ólafssyni „kunstmaler í Köbenhavn“ og Sigurði Boga Stefánssyni geðlækni. „Það verður að hafa einn geðlækni með,“ segir Helgi, sem er kaup- maður af gamla skólanum, spjallar kump- ánlega við alla, þekkir flesta með nafni, – leyndarmálin vel geymd. Það þarf nefnilega að fara gætilega með úrverkið þegar maður opnar klukkuna. „Þetta er viðkvæmt, maður þarf að fara varlega, vera nákvæmur,“ segir hann. Á skilrúminu eru líka ljósmyndir, s.s. af Helga ásamt Alfreð Flóka, Braga Kristjóns- syni fornbókasala og Ólafi Magnússyni skák- meistara. Þeir standa við Chevrolet, bíl Krist- jóns, föður Braga og forstjóra Regins. – Bragi hafði aðgang að forstjórabílnum á kvöldin og um helgar, segir Helgi og hikar fullur eftirsjár, eigum við nokkuð að segja það … jæja, hann lætur nú annað eins út úr sér Bragi. – Það var glans yfir þessum gæjum, skýtur Nína inn í. Það hefur gefið lífinu gildi að fá þessa gáfuðu og skemmtilegu menn hingað. Þeir hafa farið með ljóð og einu sinni kom Kjartan Ólafsson víðförli hlaupandi með smá- sögu eftir Tsjekov sem hann hafði þýtt, af því að hann vissi að ég hélt svo mikið upp á Tsje- kov. – Hann bjó hér í næsta húsi og ég hafði það embætti að sækja dökkan bjór fyrir hann síð- ustu árin og sat þá á indverskum fílsfæti, seg- ir Helgi. – Það eru fyrst og fremst kynnin við fólk sem hafa veitt okkur ánægju, ekki endilega það sem kemur upp úr kassanum, klykkir Nína út með. Helgi hefur rekið verslun á þremur stöðum á Laugavegi og við sömu götu rak faðir hans rammaverkstæði í tæp 40 ár. – Það komu oft málarar á vinnustofuna og ég var að sniglast þar sem strákur. Ég man náttúrlega best eftir Kjarval. Hann var með aðstöðu hjá Kidda í Kiddabúð, kom oft til pabba og þeir skeggræddu um náttúruna. – Sagði Helgi þér frá því þegar hann af- hjúpaði ljósmynd af Flóka á alræmdustu búll- unni í Kaupmannahöfn, spyr Nína. Það voru kallaðir til ljósmyndarar og sett drulluskítugt viskustykki yfir myndina; þá héldu brenni- vínspúkarnir úr Flóka svo fast í stykkið að það náðist ekki af. – Eigum við nokkuð að orða þetta þannig, skýtur Helgi inn í – varfærnislega. Ég myndi segja af mystískum ástæðum. – Þetta gat ekki gengið ósmurt, heldur Nína ótrauð áfram. Svo kom mynd í Mogg- anum þar sem við vorum ógurlega glöð, búin að tosa stykkin af. Helgi hugsar meira um tímann en aðrir, segist hafa gaman af sögu og rifjar upp. – Einu sinni var Jökull Jakobsson með út- varpsþátt um tímann og spurði nokkra hvað tíminn væri, þar á meðal mig. Þá var hann svo snjall að trekkja upp tíu vekjaraklukkur til að fá kliðinn frá klukkunum. Ég var með stysta svarið, eina setningu: „Tíminn er bilið frá upp- hafi til endis.“ Það er alltaf tif í klukku undir samræðum á Laugavegi 82. – Það tikkar bara ein núna, segir Nína, sem stofnaði verslunina með Helga. – Hvernig kynntust þið? spyr blaðamaður frakkur. – Ja … Helgi brosir sposkur á svip. – Hún var að afgreiða í úrabúð. – Vann hún í úrabúð? Þá hefur hún strax hrifist af úrsmiðnum! segir blaðamaður. – Ætli það ekki, þú verður að spyrja hana. – Hvernig pikkar maður upp stúlku í úra- búð? spyr blaðamaður enn frakkari en áður. Helgi er farinn að ókyrrast, en lætur sig hafa það að svara: – Maður verður náttúrlega að fara inn í búðina. Nína var ekkja með þrjú börn þegar þau tóku saman og hafa þau eignast einn son. Að- spurð um fyrstu kynni við Helga segir hún hógvær: – Ég þurfti að láta laga eitthvað. Dyrnar opnast á versluninni. – Helgi, hvaðan er þetta armband, spyr kona með fjólubláan trefil. – Þetta er svissneskt ál. – Það má ekki vera fínna, segir hún og belj- andi jólakösin svelgir hana aftur í sig. Helgi fær sér ítalskt kaffi og segir: – Það kom maður hér í morgun og keypti úr, vildi endilega kaupa af mér áður en ég hætti. Hann keypti kvenúr og sagðist eiga svo margar dætur að það hlyti að passa einhverri. – Var hann með trefil? – Ég veit það ekki. Getum við ekki bara sett trefil á hann? Helgi brosir. – Hann fær þá ekki kvef. – En þú ert að setjast í helgan stein? – Já, ætli ég hætti ekki daginn sem blaðið kemur út. Það er sá síðasti, aðfangadagur. – Hættirðu að morgni aðfangadags? – Eigum við ekki að segja á hádegi? Bilið frá upphafi til endis Morgunblaðið/Kristinn Um fornbóksalann „...jæja, hann lætur nú annað eins út úr sér Bragi,“ segir Helgi. Pétur Blöndal ræðir við HELGA GUÐMUNDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.