Morgunblaðið - 24.12.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 24.12.2006, Síða 56
Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Starfsfólk Eignamiðlunar 56 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Á DÖGUNUM voru kynntar niðurstöður fyrsta hluta hag- kvæmniathuganna vegna hugs- anlegrar byggingar 250 þúsund tonna álvers við Bakka á Húsavík. Niðurstöðurnar voru afar góðar, þótt ekki sé dýpra í árina tekið, fyrir Húsvíkinga, Ey- firðinga og lands- menn alla. Í stuttu máli sagt er staðan sú að engar tæknilegar hindranir standa í vegi fyrir því að álver geti risið við Bakka. Þessu ber að fagna. Það merkilegasta við hugsanlegt álver er að það verður knúið raforku frá háhitasvæðum í nágrenni Húsavíkur, en nýting jarðvarma á þennan hátt er í senn afskaplega náttúruvæn og nýlunda, ekki bara hér á Íslandi heldur eru engin dæmi þess að þetta stór og orku- frek stóriðja nýti jarðvarma á þennan hátt. Það var því sérlega ánægjulegt að rannsóknir við Þeistareyki leiddu í ljós að há- hitasvæðið þar er tvöfalt stærra en áður var talið, eða um 45 fer- kílómetrar að stærð. Góðu frétt- irnar voru fleiri, því botnhiti nýrr- ar rannsóknarholu á Þeistareykjum er 360 gráður sem er næst mesti hiti sem mælst hef- ur í íslenskri borholu. Orkan er því næg. Hola sem boruð var vegna verkefnisins í Bjarnarflagi í Mývatnssveit reyndist einnig mjög öflug og rafmagnsfram- leiðslugeta hennar er 12MW en meðal orkugeta íslenskra bor- holna er um 5 MW. Það er því ljóst að gríðarleg verðmæti eru fólgin í jarðvarmanum og nauðsynlegt fyrir okkur að nýta þessa auðlind á jákvæðan og uppbyggjandi hátt fyrir atvinnulíf og byggðarþróun á Norðurlandi. Í almennri umræðu um stórframkvæmdir á Íslandi hefur mikil verið rætt um þenslu- áhrif fram- kvæmdanna og slæm tímabundin áhrif á efnahagslífið. Þessi rök gilda engan veginn við uppbyggingu álversins við Bakka. Uppbygging álvers sem knúið er jarðorku lýtur öðrum lögmálum en við eigum að venjast, t.d. frá núverandi framkvæmdum á Aust- urlandi. Álver sem nýtir jarð- varma er byggt upp á lengri tíma og í áföngum í samræmi við orkuna sem afgreidd er til fyr- irtækisins. Uppbygging virkj- ananna tekur einnig lengri tíma en gerð vatnsaflsvirkjana. Þessar framkvæmdir kollvarpa því ekki hagkerfinu á einni nóttu og kalla ekki á innflutning erlends vinnu- afls í stórum stíl, eins og fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka og í Reyðarfirði. En það allra besta við þessar framkvæmdir er að þær eru að fullu afturkræfar. Álver við Bakka tryggir stöð- ugleika og verður sú kjölfesta í atvinnumálum og byggðarþróun sem nauðsynleg er fyrir íbúa og byggð á Norðausturlandi. Áhrif álversins munu hafa góð og já- kvæð áhrif á allt Norðurland og áhrifa þess mun reyndar gæta á landinu öllu. Álverið sjálft kallar á um 300 störf, samkvæmt skýrslu sem unnin var um samfélagsleg áhrif hugsanlegs álvers á Bakka. Afleidd störf versins verða hins vegar mun fleiri og á mjög stóru svæði. Í skýrslunni kemur fram að í heildina skapar álverið að minnsta kosti 1000 störf á lands- vísu, þar af um 450 til 500 í Þing- eyjarsýslu. Á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu yrðu þau um 200. Þessi nýju atvinnutækifæri sporna gegn fólksflótta og kalla á fleiri störf og bætta þjónustu. Af fyrri störfum mínum er ég viss um verulegan ávinning fyrir okkur Eyfirðinga verði af fram- kvæmdum við Bakka. Ljóst er að aukin eftirspurn verður eftir margvíslegri sérhæfðri þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og fleiri sér- fræðinga. Almenn verslun eykst, hótel og gististaðir munu njóta góðs af hugsanlegum álvers- framkvæmdum. Álverið mun flýta fyrir samgöngubótum á svæðinu enda kallar það á jarðgöng gegn- um Vaðlaheiðina, en þau stytta ferðatímann milli Akureyrar og Húsavíkur um 20 mínútur. Göngin gera Eyjafjörð og Húsavík að einu atvinnu- og þjónustusvæði og íbúar munu njóta fjölbreyttara mannlífs í sterkari byggð- arkjörnum bæði í Eyjafirði og í nágrenni Húsavíkur. Fram- kvæmdirnar styrkja Norðurland til mikilla muna og gera það að áhugaverðum valkosti í sam- anburði við höfuðborgarsvæðið. Við þurfum á skynsamlegri nýt- ingu jarðorkunnar að halda, við verðum að nýta auðlindina til heilla fyrir íbúana og þá er álver á Bakka við Húsavík besti kost- urinn. Íbúar í Eyjafirði þurfa álver á Bakka Jón Björnsson fjallar um at- vinnumál og fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík » Álver við Bakkatryggir stöðugleika og verður sú kjölfesta í atvinnumálum og byggðarþróun sem nauðsynleg er fyrir íbúa og byggð á Norðaust- urlandi. Jón Björnsson Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Ak- ureyri. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Eldri borgarar Hafnarfirði Miðvikudaginn 20 des. var síðasti spiladagur fyrir jól. Þá var spilað á 13 borðum 12 umferðir. Meðalskorin var 264. Úrslit urðu þessi í N/S Ólafur Ingvarss.– Sigutberg Elentínuss. 354 Oddur Jónsson – Oddur Halldórsson 322 Rafn Kristjánsson – Oliver Kristóferss. 295 Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 283 A/V Sverrir Jónsson – Skarphéðinn Lýðsson 323 Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 305 Guðm. Bjarnason – Jón Ól. Bjarnason 291 Kristján Þorláksson – Jón Sævaldsson 285 Næst verður spilað 9. janúar 2007. FEBH sendir öllum sem hafa spil- að með okkur, sem og öðrum lands- mönnum, okkar bestu jóla- og nýár- skveðjur og þökkum samstarfið á árinu 2006. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.