Morgunblaðið - 24.12.2006, Qupperneq 68
68 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
STARFSFÓLK
BORGARLEIKHÚSSINS
ÓSKAR YKKUR
GLEÐILEGRA JÓLA
OG
FARSÆLDAR
Á
KOMANDI ÁRI
Gleðilega hátíð!
LA óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu
Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning!
Svartur köttur – forsala hafin
Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT
Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT
Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin!
www.leikfelag.is
4 600 200
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og
kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00,
kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
Kúlan
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus,
lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1
kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1
kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti
laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus.
BAKKYNJUR eftir Evripídes
Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti
laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá
sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1.
Stóra sviðið kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
óskar landsmönnum öllum
gleðilegra jóla!
! "
!
"
!
# $ %
&'# ( )
!
###
$
"!( *++ $,--
.#
# +/#-- ! )00" 1 ' ! !
/#
# ,-#-- !
& # ,#--- 1 2
( , +
3 4
# 5# # # ,- 1
6 % & %
37889: 398&"2 1 ;'9<=
#"
12
4
>>>#
' ( & % ) & % 389 "?2:289
;9@A0 BC9&:A8 ";98D E 1 ,*
*-F ! *+
+
&
,-. / 0 1
2
Hátíðarhljómar
við áramót
Flytjendur:
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari
Ásgeir H. Steingrímsson trompet
Eiríkur Örn Pálsson trompet
Hörður Áskelsson orgel
Á efnisskránni eru ma:
bassaaríur úr Messíasi og Jólaóratóríunni
auk verka eftir Albinoni, Scarlatti o.fl.
Miðasala í Hallgrímskirkju - sími 510 1000
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 3.-31. des. 2006
Listvinafélag Hallgrímskirkju - 25. starfsár
31. desember 2006, gamlárskvöld kl. 17.00
Þ
að er enga þreytu að sjá
á Kim Larsen; kominn á
sjötugsaldur er hann
enn að gefa út plötur
og enn að fá fína dóma
eins og nýjasta skífa hans sannar.
Gammel hankat heitir hún og kom
út fyrir rétt rúmum mánuði. Á plöt-
unni er hann samur við sig, hrærir
saman ýmsum tónlistarstefnum,
poppi, rokki og svo hefðbundnu
larsensku glensi – sjötta plata hans
á innan við sex árum, en alls eru
þær komnar á þriðja tug skífurnar
sem hann hefur sent frá sér í gegn-
um tíðina. Fyrir stuttu var sýnd
hér á landi heimildarmynd um
dönsku rokksveitina Gasolin’ sem
lagði upp laupana fyrir rúmum ald-
arfjórðungi. Þó hún hafi á sinni tíð
verið helsta rokksveit Danmerkur
og hætt á hátindinum er hennar
helst minnst fyrir það í dag að Kim
Larsen var í henni. Upp frá því hef-
ur hann verið í miklu uppáhaldi hjá
löndum sínum, svo miklu dálæti
reyndar að erfitt er fyrir aðra að
skilja oft á tíðum.
Aldönsk hljómsveit og einstök
Framan af var Gasolin’ nokkuð
hefðbundin rokksveit sem sótti inn-
blástur vestur um haf, en eftir
nokkra togstreitu innan sveit-
arinnar náði Kim Larsen yfirhönd-
inni og eftir það varð til aldönsk
hljómsveit og einstök. Hann varð
síðar þreyttur á félögum sínum og
lagði sveitina niður til að hefja
sólóferil, gerði meðal annars at-
lögu að Bandaríkjamarkaði, en síð-
ustu árin hefur hann starfað með
hljómsveitum, gaf út fjórar plötur
með Bellami og stofnaði síðan
Kjukken 1995 og hefur unnið með
henni upp frá því. Segja má að
hann hafi haldið vinsældum sínum
alla tíð og meðal annars selt á
fjórðu milljón eintaka af plötum
sem verður að teljast gott í ekki
fjölmennara landi en Danmörk er.
Sum laganna á Gammel Hankat
hafa víst lifað með Larsen og Kjuk-
ken-félögum í langan tíma, lög sem
þeir grípa í þegar stund gefst milli
stríða á tónleikaferðum, rútubíla-
söngvar, en rata nú loks á plast, en
önnur hefur hann spilað á tón-
leikum, hugsanlega hér á landi
líka. Heyra má í textum á skífunni
að bókin sem Larsen gerði með
Klaus Rifbjerg og kom út í haust,
Så mange var ordene, hefur orðið
honum tilefni pælinga um liðna tíð,
enginn tregi en angurværð yfir því
að árunum fækki.
Migið utaní runna
Titillagið er svo dæmigert fyrir
lagasmíðar Kims Larsens – eitt
sinn er hann var á leið heim eftir
skrall í Óðinsvéum, staldraði hann
við til að kasta af sér vatni utaní
runna eins og hvert annað fress.
Þar sem hann stóð og skvetti úr
skinnsokknum varð honum litið til
himins og þegar hann sá að það var
fullt tungl vitraðist honum lagið í
heilu lagi og hann hljóp heim með
buxurnar á hælunum til að ná að
koma því inn á band áður en það
rynni af honum.
Þó Kim Larsen sé mesta stjarna
þeirra Dana er hann fyrst og
fremst alþýðuhetja, heldur sig á
jörðinni og er lítið gefinn fyrir ríki-
dæmi og titlatog. Hann afþakkaði
til að mynda heiðurslaun lista-
manna sem honum voru boðin fyrir
nokkrum árum og ekki vildi hann
taka við riddarakrossi Danne-
brogs, þó hann hafi sagt í viðtali
varðandi það að hann gæti vel
hugsað sér að fá sér smók með
drottningunni, en ekki nennti hann
að taka við orðuglingri. Hann er
eins og kötturinn sem fer sínar eig-
in leiðir, neitaði til að mynda að
veita fríblöðunum dönsku viðtal
vegna plötunnar nýju vegna þess
að þau væru ekkert nema papp-
írsmengun og til ama fyrir venju-
legt fólk. Eins og hann syngur
sjálfur á skífunni: „Jeg er en af de
få, som der er mange af.“
Gamla fressið
Enginn hefur selt
fleiri plötur í Dan-
mörku en Kim Larsen
og ekkert lát á. Fyrir
stuttu kom út sjötta
plata hans á sex árum,
Gammel Hankat.
Fress Kim Larsen er hress þó hann sé skriðinn á sjötugsaldurinn.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Milljarðamæringurinn og at-hafnamaðurinn Donald
Trump og Rosie O’Donnell, spjall-
þáttastjórnandi
og háðfugl, ausa
nú svívirðingum
hvort yfir annað
vegna fegurðar-
drottningarinnar
Töru Conner.
Conner er
ungfrú Bandarík-
in sem stóð til að
svipta titli vegna
kærulauss lifn-
aðar en Trump
veitti henni ann-
að tækifæri.
O’Donnell sagði í
spjallþætti sínum
að Trump teldi
sig „áttavita sið-
ferðis tvítugra
Bandaríkja-
manna“ þó svo hann hefði sjálfur
yfirgefið tvær eiginkonur sínar og
haldið framhjá þeim. Þá gerði
O’Donnell einnig grín að hár-
greiðslu Trumps með leikrænu lát-
bragði. Trump er meðeigandi fyr-
irtækis sem stendur á bak við
fegurðarsamkeppnirnar Ungfrú
Bandaríkin og Ungfrú bandarísk
táningsstúlka. Trump svaraði fyrir
sig i þættinum Entertainment To-
night og sagðist líklega fara í mál
við O’Donnell út af þessum um-
mælum þar sem þau væru lygi.
Hann svívirti O’Donnell svo í viðtali
við sjónvarpsstöðina Fox News og
sagðist ætla að hafa af henni pen-
inga.
„Rosie er að tala um áttavita sið-
ferðisins en hvaða áttavita siðferðis
hefur hún? Sjáið hana bara, sjáið
andlitið á henni. Getið þið ímyndað
ykkur vesalings kærustuna hennar
að þurfa að kyssa hana á hverju
kvöldi? Hún má bara eiga hana,“
sagði Trump. Hann lét ekki þar við
sitja heldur sagði í viðtali við New
York Daily News að O’Donnell yrði
að vara sig á honum, hann gæti
sent einn vina sinna til hennar og
látið hann hirða kærustuna. Það
ætti að vera auðvelt því O’Donnell
væri „feitur sóði“ og „auvirðileg“.
O’Donnell kann að svara fyrir sig
því í næsta þætti The View, sem
hún stýrir, sagði hún: „Sjáið hver
er hérna,“ og benti á kærustu sína
Kelly. „Ég þorði ekki að skilja
Kelly eftir heima þar sem einhver
með yfirgreiðslu gæti komið og
stolið henni.“
Fólk folk@mbl.is
Fréttir í tölvupósti