Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 70

Morgunblaðið - 24.12.2006, Side 70
70 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Kalvin & Hobbes MANNLEGA SKORDÝRIÐ, KALVIN, LABBAR RÓLEGA UM ELDHÚSBORÐIÐ... MEÐ STYRK, SEM EINUNGIS SKORDÝR BÚA YFIR, TEKST HONUM AÐ KOMA RISAVAXINNI BAUN FYRIR Á ENDA SKEIÐAR SÍÐAN KLIFRAR HANN FIMLEGA UPP Á HINN ENDANN... OG MEÐ LITLU STÖKKI SKÝTUR... KALVIN! HÆTTU ÞESSU! Kalvin & Hobbes VEGNA ÞESS HVE KALVIN ER LÍTILL ÞÁ TEKUR ÞAÐ HANN TÍU MÍNÚTUR AÐ LABBA YFIR EINA BLAÐSÍÐU ÞEGAR HANN ER KOMINN Á ENDANN ÞÁ LYFTIR HANN HORNINU Á SÍÐUNNI SÍÐAN TEKUR ÞAÐ HANN AÐRAR TÍU MÍNÚTUR AÐ FLETTA YFIR Á NÆSTU SÍÐU VÁ! KRAKKINN ER BÚINN AÐ ÞEGJA Í NÆSTUM TUTTUGU MÍNÚTUR... HANN ER AÐ LÆRA HEIMA Kalvin & Hobbes HÉRNA ER MYND SEM VIÐ ÆTTUM AÐ SJÁ HVER ER Í HENNI? ÞAÐ STENDUR, JAPANSKIR LEIKARAR... MYNDIN FJALLAR UM TVÖ GRÆN SKRÍMSLI SEM ERU AÐ SLÁST Í STÓRBORG... Í BARÁTTU SINNI FYRIR HEIMSYFIRRÁÐUM HJÓMAR VEL, EKKI SATT? OG HVER SAGÐI AÐ ERLENDAR MYNDIR VÆRU SLÆMAR? Litli Svalur © DUPUIS JÆJA, BLEIKU KOLKRABBAR, Í DAG ÆTLA ÉG AÐ KENNA YKKUR VIRÐULEGUSTU OG KARLMANNLEGUSTU VATNSÍÞRÓTTI SEM TIL ER VATNAPÓLÓ? NEI FÁVITAR! VEIÐI! TAKIÐ EFTIR! SÝNIKENNSLA! ALVÖRU ÍÞRÓTTAMAÐUR STENDUR SEM FASTAST Í ÞURRUM STÍGVÉLUNUM. HANN KASTAR KRÖFTUGLEGA, MEÐ GÓÐRI SVEIFLU, EINS LANGT OG HANN GETUR. ALVÖRU ÍÞRÓTTAMAÐUR LEITAR EFTIR STÆRSTU BRÁÐINNI ÁRANGURINN ER ÞESS VIRÐI AÐ LEGGA SVOLÍTIÐ Á SIG SJÁIÐ BARA. BEINT Í MARK ORRUSTAN ER BYRJUÐ. HVER MUN VINNA BARDAGANN? VILLIDÝRIÐ EÐA ÞRAUTSEIGUR VEIÐIMAÐURINN NIÐURSTAÐAN... ...ER... PFFF.... ER ....ÓVTÍRÆÐ... NÚ ÞEGAR... PFFF... VILLIDÝRIÐ ER AÐ ÞREYTAST... RAAAAA... SÍÐUSTU ÁTÖK DÝRSINS ERU MERKI UM UPPGJÖF OG AÐ LOKUM... MEÐ RÉTTRI SVEIFLU TAKIÐ UPP MÁLBAND OG MÆLIÐ ÓFRESKJUNA KRAKKAORMAR OF STÓR BITI KENNARI... ÞÚ ÆTTIR AÐ LÁTA HANN AFTUR ÚT Í HVAÐ ÞYKIST ÞÚ VERA.. Við erum við símann,reiðubúin að hjálpa öllumsem hringja inn,“ segirElfa Dögg. S. Leifsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717. „Fólk hringir til okk- ar ef því líður illa, vill leita upplýs- inga um hvert hægt er að leita til að fá aðstoð við ýmsum vandamálum, eða vantar sálrænan stuðning af ein- hverju tagi. Fólk á öllum aldri – frá 10 til 90 – hringir í Hjálparsímann 1717, og oft er símtal til okkar fyrsta skrefið sem fólk tekur til að leita sér hjálpar. Oft er þetta fólk sem byrjað er að átta sig á að eitthvað amar að, s.s. þunglyndi eða geðraskanir, hjá þeim sjálfum eða þeirra nánustu.“ Hjálparsími Rauða krossins varð til við sameiningu Vinalínunnar og Trúnaðarsíma unglinga. Auk þess að veita almenna aðstoð við hverskyns vandamálum gegnir Hjálparsíminn 1717 mikilvægu hlutverki í almanna- varnakerfinu við upplýsingagjöf í neyðartilvikum. Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins, einn- ig á jólum og áramótum. Þá er ókeypis að hringja í 1717 úr öllum símum, líka farsímum, þökk sé sam- komulagi við íslensk símfyrirtæki. Fullrar nafnleyndar og trúnaðar er gætt, og birtast símtöl í Hjálparsím- ann ekki á símreikningum. Hlusta og leiðbeina Að jafnaði tekur Hjálparsíminn 1717 við 50 símtölum á sólarhring: „Greinilegt er að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu, og verðum við vör við að innhringingum fer fjölgandi, hægt en örugglega,“ segir Elfa Dögg. „Mörgum þykir óþægilegt að tala um sín innstu mál við ættingja eða vini, og þykir gott að geta rætt í trúnaði við hlutlausa manneskju á hinum enda línunnar. Yfir hátíðirnar er sérstaklega algengt að fólk hringi vegna einmanaleika. Þetta er fjöl- skylduhátíð, margt í umhverfinu sem minnir fólk á einsemdina, og margir sem finna sig í erfiðri að- stöðu þessa daga. Marga vantar jafnvel einfaldlega félagsskap, og eru sjálfboðaliðar Hjálparsímans 1717 allir af vilja gerðir að veita fólki þá aðstoð sem það þarf á að halda. Sjálfboðaliðar Hjálparsímans hafa gengist undir vandaða þjálfun, en við gefum okkur þó ekki út fyrir að vera fagaðilar, heldur vísum fólki áfram ef þörf er á sérfræðiaðstoð. Eins getur Hjálparsíminn 1717 sent alvarlegri símtöl áfram, bæði til 112 og til geðsviðs Landspítalans.“ Hjálparsíminn 1717 býr að ein- valaliði sjálfboðaliða sem með fórn- fúsu starfi sínu gera kleift að starf- rækja þjónustuna: „Fimm launaðir starfsmenn eru við verkefnið, en starfsemin byggist á hátt í áttatíu sjálfboðaliðum sem gefa tíma sinn, allan ársins hring, og þykir mér allt- af jafneinstakt hversu vel hefur gengið að fá fólk til að standa vakt- ina yfir hátíðirnar,“ segir Elfa Dögg. „Það er þó alltaf pláss fyrir fleira gott fólk og tökum við vel á móti þeim sem vilja leggja Hjálp- arsímanum til krafta sína.“ Að endingu vill Elfa Dögg hvetja alla þá sem þurfa á aðstoð að halda til þess að hika ekki við að hringja í Hjálparsímann 1717. Aðstoð | Ókeypis aðstoð í fullum trúnaði hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 Til staðar allan sólarhringinn  Elfa Dögg S. Leifsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 1995 og B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Ís- lands 2000. Elfa Dögg starfaði sem rekstrarstjóri hjá Samtökum aug- lýsenda um nokkurt skeið, en hóf störf hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins árið 2004, fyrst sem um- sjónarmaður sjálfboðaliða Hjálp- arsímans 1717, og sem verkefn- isstjóri frá 2006. Elfa Dögg er gift Ómari Erni Jónssyni viðskiptafræð- ingi og eiga þau tvö börn. SJÁLFBOÐALIÐAR í jólasveina- búningum sjást hér halda á blöðr- um á góðgerðarsamkomu í Seúl í Suður-Kóreu fyrr í vikunni. Sam- koman var haldin til að safna fé til handa fjölskyldum fyrirbura. Á næstu dögum munu um 160 sjálf- boðaliðar í gervi jólasveina heim- sækja fjölskyldur fyrirbura og færa þeim jólagjafir. Reuters Sannur jólaandi í Seúl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.