Morgunblaðið - 27.12.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 15
!
"
# $
$
% ! "
&!
'
( ""
")* #"%
& "
$
"""
++
!
# &
,
%"
"
- "&" %! *
.
") ( / & !
0
& &!
""
1 !
# !
"
2! *
"0 !"
3
&"4
"
5 # # !
"
" * %
+6 ""
"
#
7 ( )()
""&!
8
8
3. &
.
"/+ ""$
&
7# %
! ! (1( ""
".%# & "
!
"!
" " 4
& # "935#
1)6
!
61$
"
:" *
# "
""% "
3& %
*
# % "
" #$%$&&'()*
$+',*
-./01+'*
2$0**3,*
'4(&5*%*
'6,+&,*
YFIR 2.000 manns hafa látið lífið af
völdum sprenginga og elda í bensín-
leiðslum í Nígeríu á tæpum áratug.
Mikið manntjón varð í gær af
völdum slíks elds í bensínleiðslu í
Lagos, stærstu borg landsins.
Sjónarvottar sögðu að þjófar
hefðu gert gat á bensínleiðsluna í því
skyni að stela bensíni. Algengt er að
þjófar beiti þessari aðferð til að
verða sér úti um bensín vegna elds-
neytisskorts í landinu.
Nígería er mesti olíuframleiðandi
Afríku en þarf að flytja inn bensín.
Algengt er að bensínstöðvar verði
uppiskroppa með eldsneyti í bíla eða
til eldunar. Fólk hefur þurft að bíða
klukkustundum saman við bensín-
stöðvar í Lagos síðustu daga vegna
eldsneytisskorts.
Er ástandið einkum rakið til spill-
ingar, óstjórnar og vandkvæða við
að koma upp fullnægjandi aðstöðu til
að hreinsa olíu.
Ólga vegna bensínskorts
Bensínleiðslurnar liggja oft um
hverfi og bæi fátækra Nígeríu-
manna sem bora göt á þær til að
stela bensíni.
Adenyinka Adewunmi, blaðamað-
ur í Lagos, sagði að í sumum hverf-
um borgarinnar hefði ekki verið
hægt að kaupa bensín í rúma viku.
„Þetta hefur vakið ólgu meðal fólks-
ins og sumir fátækir íbúar voru stað-
ráðnir í að beita öllum ráðum til að
verða sér úti um eldsneyti, meðal
annars að gera göt í leiðslurnar,“
hafði fréttavefur breska ríkis-
útvarpsins, BBC, eftir Adewunmi.
Yfir 150 manns biðu bana í slíkri
sprengingu í bensínleiðslu í Lagos í
maí síðastliðnum. Yfir 1.000 létu lífið
í sprengingu í bænum Jesse í sunn-
anverðri Nígeríu í október 1998 og
300 manns í bænum Warri í júlí
2000.
Reuters
Stórbruni Slökkviliðsmaður dælir vatni á eld sem blossaði upp í bensínleiðslu í Lagos í Nígeríu í gær.
Yfir 2.000 hafa farist í
eldum í bensínleiðslum
Ashgabat. AFP. | Forsetakosn-
ingar eiga að fara fram í
Túrkmenistan 11. febrúar og
kosinn verður þá eftirmaður
Saparmurats Niyazovs, sem
lést í vikunni sem leið og var
einráður í landinu í 21 ár.
Svonefnt Alþýðuráð, sem er
skipað 2.500 embættismönn-
um, ákvað kjördaginn á fundi í
gær. Ráðið valdi einnig sex
frambjóðendur og þeirra á
meðal er Gurbanguly Berdy-
mukhammedov, bráðabirgða-
forseti landsins, þótt stjórnar-
skrá Túrkmenistans kveði á
um að sá sem gegni forseta-
embætti til bráðabirgða geti
ekki boðið sig fram í forseta-
kosningum. Ráðið breytti
stjórnarskrárákvæðinu.
Verður þetta í fyrsta skipti
sem Túrkmenar fá að kjósa á
milli frambjóðenda í forseta-
kosningum en líklegt þykir þó
að úrslitin verði ákveðin fyrir-
fram.
Khudaiberdy Orazov, fyrr-
verandi aðstoðarforsætisráð-
herra Túrkmenistans og leiðtogi út-
lægs stjórnarandstöðuflokks, ætlar
að bjóða sig fram í kosningunum.
Sérfræðingar í málefnum landsins
segja þó að stjórnarandstaðan eigi
nánast enga möguleika á sigri í kosn-
ingunum.
Boða óbreytta stjórnarhætti
Berdymukhammedov bráða-
birgðaforseti og fleiri embættismenn
hafa sagt að hvergi verði hvikað frá
stefnu og stjórnarháttum Niyazovs
sem var nefndur Turkmenbashi, eða
„Faðir allra Túrkmena“.
Niyazov var borinn til grafar á að-
fangadag í heimaþorpi sínu, Kiptsjak,
við stærstu mosku í Asíu, sem hann
lét reisa þar og nefnd er eftir honum.
Fyrr um daginn gengu tugir þúsunda
manna framhjá kistu hans sem var til
sýnis í fordyri forsetahallarinnar í
höfuðborginni Ashgabat.
Meðal erlendra gesta við útförina
voru Míkhaíl Fradkov, forsætisráð-
herra Rússlands, Recep Tayyip Erd-
ogan, forsætisráðherra Tyrklands,
Hamid Karzai, forseti Afganistans,
og Richard Boucher, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna.
Eftir fráfall Niyazovs hafa útlægir
stjórnmálaleiðtogar snúið aftur heim
til Túrkmenistans. Þá virðist í upp-
siglingu mikið kapphlaup milli Rússa,
Kínverja og vesturveldanna um að ná
áhrifum í Túrkmenistan sem býr yfir
miklum olíulindum.
Niyazov komst til valda í Túrkm-
enistan árið 1985 og stýrði ríkinu með
harðri hendi. Túrkmenistan fékk
sjálfstæði árið 1991 og árið 1999 var
Niyazov skipaður forseti til lífstíðar.
Eftirmaður
Turkmenbashi
kosinn í febrúar
Reuters
Leiðtoginn syrgður Túrkmenar fara með
bænir við útför Saparmurats Niyazovs í
heimaþorpi hans Kiptsjak, um 15 km frá
Ashgabad, höfuðborg Túrkmenistans.
Teheran. AFP, AP. | Írönsk stjórn-
völd sögðust í gær ætla að hefja
auðgun úrans að nýju eftir að ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti refsiaðgerðir gegn þeim
fyrir að fara ekki að ályktunum
þess um að hætta slíkri starfsemi.
Aðstoðarutanríkisráðherra Írans
sagði í gær að ráðstafanir til að
hefja framleiðslu auðgaðs úrans í
miklum mæli yrðu tilkynntar á
föstudaginn kemur þegar haldið
verður upp á 28 ára afmæli ísl-
ömsku byltingarinnar í Íran.
Þing Írans hóf í gær umræðu
um lagafrumvarp sem myndi
heimila stjórninni að draga úr
samstarfinu við Alþjóðakjarnorku-
málastofnunina, IAEA.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti
Írans, sagði að öryggisráðið myndi
fljótlega sjá eftir að hafa sam-
þykkt refsiaðgerðirnar.
Ali Larijani, aðalsamningamað-
ur Írana í kjarnorkumálum, sagði
að Íranar myndu halda áfram að
setja upp 3.000 skilvindur í kjarn-
orkuverinu í Natanz. Verinu var
lokað árið 2003 en opnað að nýju
og sagt að til stæði að stækka það.
Refsiaðgerðir samþykktar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti einróma ályktun um
refsiaðgerðir
gegn Írönum á
laugardaginn
var. Ályktunin
er afrakstur
tveggja mánaða
samningavið-
ræðna sem miða
að því að fá Ír-
ana aftur að
samningaborð-
inu og til þess að
fá skýringar á kjarnorkuáætlun
þeirra. Í ályktuninni er lagt bann
við allri sölu á efni og tækni sem
Íranar geta notað til að framleiða
vopn. Þá hafa eignir vissra fyr-
irtækja og einstaklinga erlendis
verið frystar.
Í ályktuninni er einnig varað við
því að gripið verði til enn frekari
aðgerða ef Íranar hlýði ekki álykt-
un SÞ um að láta af auðgun úrans.
Óvissa ríkti um hvort allar þjóð-
irnar sem eiga sæti í öryggis-
ráðinu myndu greiða atkvæði með
tillögunni. Rússar og Kínverjar
hafa hvatt til hófsamra aðgerða
gegn Írönum, en stjórnvöld í Qat-
ar styðja friðsamlega kjarnorku-
áætlun Írana. Bandaríkjamenn
hafa hins vegar hvatt til þess að
gripið verði til harðra aðgerða til
að stöðva kjarnorkuáætlunina.
Íranar ætla að
auðga úran í
miklum mæli
Mahmoud
Ahmadinejad