Morgunblaðið - 27.12.2006, Síða 22
daglegt líf
22 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
B
yrjunina má rekja til 23.
nóvember 1996, þá
komum við fyrst fram,“
segir barnalæknirinn
Viðar Eðvarðsson sem
er ásamt nokkrum félögum í hljóm-
sveitinni Bambínós, sem er verulega
viðeigandi nafn, ef litið er til starfs
Viðars. Meðlimirnir í sveitinni koma
þó úr fleiri stéttum þjóðfélagsins þó
að barnalæknarnir séu tveir. „Það
var í fimmtugsafmæli Gests Páls-
sonar barnalæknis,“ heldur nú Við-
ar áfram sögunni. „Gestur hafði
komið að máli við Þórólf Guðnason
[barnalækni] og spurt hvort ekki
væri möguleiki að stofna blúsband
fyrir afmælið sitt. Þá gerist það að
Þórólfur biður Ársæl Másson
[stærðfræðikennara í Kvennaskól-
anum] og mig að spila með sér við
þetta tækifæri. Þá voru komnir
þarna tveir gítarar og saxófónn.
Þórólfur hringdi síðan í Gest og
spurði hvort ekki væri í lagi að spil-
aður yrði djass í stað blús og Gestur
hélt það nú.“ Úr varð að þeir fé-
lagar mættu í afmælið og spiluðu
fimm lög, voru þá búnir að æfa í
tvær vikur saman. „Allir höfðu þó
komið eitthvað nálægt tónlist áður,“
segir Viðar þó að sameiginlegur æf-
ingatími hafi verið stuttur.
Kraftur fyrir Léttsveitina
Hafsteinn Guðfinnsson [sjávarlíf-
fræðingur] gekk til liðs við bandið
haustið 2000. „Á þessum árum var
þetta meira þannig að liðinu var hó-
að saman þegar tilefni gáfust,“ segir
hann. „Um veturinn 2000–2001 vor-
um við svona að gutla við þetta, en
seinnipart árs 2001 tókum við þetta
föstum tökum, fórum að æfa einu
sinni í viku, nánast allt árið.“ Viðar
og Þórólfur sjá um sönginn að
mestu og … „ég gaula svona með,“
segir Hafsteinn og Viðar grípur
orðið hlæjandi: „Það heitir að
syngja bakraddir. Hann gerir það
vel, enda vanur maður.“ Hafsteinn
hafði líka komið eitthvað nálægt því
að útsetja og slíkt. „Og það setti
svona meira form t.d. í sönginn hjá
okkur. Allt í einu voru gerðar meiri
kröfur í hljómsveitinni,“ segir Við-
ar.
Í framhaldi af komu Hafsteins í
sveitina fóru félagarnir að koma
meira fram. „Já, þetta svona vatt
upp á sig,“ segir Hafsteinn. „Samt
spiluðum við mest í afmælum og á
árshátíðum kannski aðeins, vorum
sko ekkert að spila á dansleikjum,
höfum lítið gert af því í rauninni.“
Fyrsta árshátíðin sem Bambínós
var fengin til að spila á fyrir dansi
var hjá kvennakórnum Léttsveit-
inni. „Þá settum við rosa kraft í
þetta og æfðum upp 40–50 lög,“
segir Hafsteinn. „Þá vorum við ekki
með dansprógramm,“ segir Viðar.
„Þetta setti þess vegna þrýstinginn
á okkur að bæta við prógrammið,“
bætir hann við og heldur svo áfram.
„Árið 2004 ákváðum við að halda
fyrsta árlega stórdansleik hljóm-
sveitarinnar,“ segir hann og þessi
orð vekja hlátur Hafsteins. „Það
þýddi ekkert annað en að setja
markið hátt en þessi böll fara þann-
ig fram að á þau koma eingöngu
boðsgestir, þ.e. við bjóðum vinum
og vandamönnum,“ segir Viðar.
„Það hefur verið ótrúlega góð mæt-
ing,“ segir nú Hafsteinn, „250–270
manns í þessi þrjú skipti sem við
höfum haldið ballið,“ bætir hann
við. „Tilgangurinn í upphafi var og
er enn að gera eina góða skemmtun
fyrir okkur og vini okkar, með sem
minnstum kostnaði … og það bara
lukkaðist svona líka vel,“ segir hann
og dregur seiminn. „Þá vorum við
reyndar trommuleikaralausir,“ seg-
ir Viðar, „fyrsta árið. Þegar annar
árlegi stórdansleikurinn var svo
haldinn fengum við Odd Sig-
urbjörnsson [rafvirkja] til liðs við
okkur og hann hefur verið viðloð-
andi starfið síðan.“ Áður en Haf-
steinn gekk til liðs við sveitina hafði
Kristín Leifsdóttir [barnalæknir]
sungið með henni og Leifur Geir
Hafsteinsson [vinnusálfræðingur]
leikið á bassa en þau urðu að hætta
í sveitinni þegar þau héldu utan til
framhaldsnáms.
Pípan þekkta
Þegar Bambínós koma fram spila
þeir bæði tökulög og frumsamið
efni. „Ég slysaðist á að semja eitt
lag,“ segir Hafsteinn um frum-
samda efnið, „og við erum með það
á okkar dansprógrammi. Svo hefur
Viðar líka verið að semja,“ segir
Hafsteinn og bandar hendinni í átt
að Viðari. Nefnt lag Hafsteins má
telja að langflestir landsmenn
þekki, það heitir Ástarljóð en geng-
ur undir nafninu Pípan og Viðar
hefur upp raust sína: „Ég sá hana
fyrst á æskuárum …“.“ Hljóm-
sveitin Sjöund frá Vestmannaeyjum
gaf lagið út á sínum tíma við miklar
vinsældir.
Viðar segist svo hafa sett saman
tvö lög nú í haust sem menn útsetja
í sameiningu og allir hafa til-
lögurétt. „Þar af leiðandi aðlagast
hljómsveitin vel tónlistinni,“ segir
hann. „Ársæll hjálpaði mér að
hljómsetja, hann er mjög útsjón-
arsamur músíkant. Oddur hefur líka
verið í annarri hljómsveit og á sæg
af lögum. Við höfum líka tekið ein-
hver af hans lögum og útsett þau í
djassstíl.“
Félagarnir í Bambínós hafa allir
einhvern tónlistarlegan bakgrunn.
„Ársæll fór í gegnum gítarnám í
FÍH og er slyngastur okkar,“ segir
Hafsteinn og Viðar bætir við að
hann hafi trúlega mesta innsæið í
sambandi við djassútsetningar.
Oddur lærði upphaflega trommuleik
hjá Reyni Sigurðssyni og seinna var
hann einn vetur í FÍH-skólanum.
Góður félagsskapur í
saumaklúbbnum
Markmið sitt með spilamennsk-
unni segja þeir vera langt frá því að
slá í gegn. „Við erum eiginlega skít-
hræddir við það,“ segir Hafsteinn
og hlær, þeir vilji bara skemmta sér
með þessu, fyrst og fremst, þó að
skemmtilegt geti verið að koma
fram líka. „Það má eiginlega segja
að þetta sé okkar saumaklúbbur, en
fyrst og fremst er þetta bara góður
félagsskapur.“
Að lokum segir Viðar söguna af
nafninu Bambínós. „Gestur Pálsson
nánast skírði hljómsveitina. Þegar
hann var unglingur spilaði hann
með hljómsveit á Akureyri sem hét
Bambino. Og hann bara gaf okkur
nafnið. Við höfðum eiginlega ekkert
val. Þetta var komið á okkur strax í
upphafi.“
sia@mbl.is
Skíthræddir við að slá í gegn
Morgunblaðið/Eggert
Gasalegt stuð Ólafur Skúli Indriðason nýrnalæknir og Helga Ágústsdóttir, doktor í tannlækningum, kunna réttu sporin og beita þeim svikalaust á dansgólfinu á árlegum stórdansleik Bambínós.
Morgunblaðið/Eggert
Eintóm gleði Sjúkraþjálfararnir í Taumlausum teygjum voru með atriði á
hinum árlega stórdansleik Bambínós nú í haust. En með því voru þær að
endurgjalda spilamennsku félaganna.
Morgunblaðið/Eggert
Bambínós Hafsteinn Guðfinnsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofn-
uninni, Ársæll Másson, stærðfræðikennari við Kvennaskólann, Viðar Eð-
varðsson barnalæknir og Þórólfur Guðnason barnalæknir. Sitjandi er
trommarinn Oddur Sigurbjörnsson rafvirki.
Nafnið var komið á þá strax í upphafi og verður
nafngiftin að teljast sérlega viðeigandi í ljósi þess að
tveir hljómsveitarmeðlimanna eru barnalæknar.
Sigrún Ásmundar setti á sig dansskóna og ræddi
við liðsmenn hljómsveitarinnar Bambínós.
» Þessi böll fara
þannig fram að á
þau koma eingöngu
boðsgestir, þ.e. við
bjóðum vinum og
vandamönnum.