Morgunblaðið - 27.12.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.12.2006, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KVALINN, langreiður og hler- aður og það allt á einum degi? Í kjarna hvers brandara er falin lítils- háttar helför og þessi helför er hafin. Þann 1. janúar 2007 munu bætur 1200 manns (19%) falla niður og 1100 manns (17%) verða lækkaðar hjá 14 lífeyrissjóðum sem eru í LL. Sparn- aður 4–600 milljónir króna. Bara 2% starfs- endurhæfing skilar þessum 600 milljóna króna sparnaði. Árið 2003 var hlutfall starfs- endurhæfingar bara 4,4% á Íslandi, í Noregi var hún 39%, í Finn- landi 22,3% og í Dan- mörku 19,2%. (Pró- sentur úr skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors.) Hvers vegna er svo til engin end- urhæfing öryrkja á Íslandi? Hér er hún bara 10% miðað við Noreg. Í tillögu fyrir ársfund ASÍ 26.–27. okt. s.l. skoraði ég á þá 14 lífeyr- issjóði sem boðað hafa skerðingu á örorkubótum frá og með 1. janúar 2007, að falla frá þeim áformum. Því miður var ekki kosið um tillöguna, heldur var henni vísað til mið- stjórnar ASÍ. Í miðstjórn ASÍ eru stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum, þ.e.a.s. sumir af þeim mönnum sem tóku ákvörðun um eignaupptöku á örorkulífeyrisbótum. Á ársfundi ASÍ var í umræðunni um skerðingu bótanna talað um að á bótum væru svikarar og það væru þeir sem mundu missa bæturnar að fullu. Ég hef sagt það áður og segi það einu sinni enn, að þeir sem svíkja sig inn í örorkubótakerfið eru ekki, ég endurtek, eru ekki heil- brigðir og eiga því fullan og óskor- aðan rétt á að vera í kerfinu. Í þessu stórgallaða og ómannúðlega kerfi er enginn nema að vera veikur eða slas- aður. Heilbrigður maður getur ekki lifað í þessu kerfi, það er útilokað. Fyrst er niðurlægingin við að kom- ast inn og svo er það niðurlægingin við að hanga inni. Þetta gerir enginn nema nauðugur og að hann eigi engra ann- arra kosta völ til að tóra á smánarbótunum. Mundir þú, lesandi góður, svindla þér inn sem öryrki? Inn í kerfi þar sem þú verður að gefa eftir stjórn- arskrárbundinn rétt þinn til sjálfstæðis. T.d. ef öryrki giftir sig verð- ur hann að samþykkja að vera á framfærslu maka síns. Kona mín fékk kynjabundna leið- réttingu launa frá Reykjavíkurborg og því kaup- hækkun. Kauphækkun sem á að vera gleðiefni, en er það ekki. Nei, kauphækkun hennar var nær öll tek- in af mér með tekjutengingu. Fyrr- um ráðherrar og þingmenn á laun- um og eftirlaunum án skerðingar settu lög með öðrum þingmönnum um þessa grófu mismunun, sem er ekkert annað en stjórnarskrárbrot. Ekki eru laun maka þessara útvöldu hálaunamanna skert um krónu. Nei, bara hjá öryrkjunum, á þeim má brjóta stjórnaskrána með ólögum. Á maður að vera langreiður á því óréttlæti sem við öryrkjar verðum fyrir? Nei, það er tilgangslaust og gefur ekkert nema vanlíðan. Stönd- um saman og stöðvum ranglætið strax með fjöldamótmælum til þing- manna, t.d. með tölvupósti, bréfa- skrifum, símtölum og mótmælum fyrir framan Alþingi. Nú er lag til að hafa áhrif á þingmenn og kjósum eftir því. Látum þingmennina hlera okkar málstað og sendum þeim og öðrum skýr skilaboð um að við ör- yrkjar erum fólk, en ekki vara upp- reiknuð með neysluvísitölu. Starfs- menn ríkis og sveitarfélaga sem fara á örorku er uppreiknaðir með launa- vísitölu eins og fólk. Að uppreikna okkur öryrkjana sem erum ekki á ríkis- og sveitarfélagajötunni, með kálhausum, kjötskrokkum og öðrum vörum, sem eru í vísitölu neyslu- verðs er fáránlegt og öllum sem ábyrgð á því bera til skammar. Er nú lag fyrir vinnuveitendur að upp- reikna alla launamenn með úrvals- vísitölu og draga mismuninn frá launum fólks? Bara gera nýjar regl- ur til að sleppa við að borga? Gera bara eins og hinir 14 lífeyrissjóðir gera við öryrkjana. Nýjar reglur úti í miðri á og taka bara af þeim björg- unarhringinn. Fjárhagslegan hring sem þau eiga fullan og löglegan rétt á að hafa? Verða þetta jóla- og ára- mótakveðjurnar frá 14 lífeyr- issjóðum til örorkulífeyrisfélaga þeirra? Kaldar kveðjur eru það og sýna að þessum aðilum er sama um allt nema að græða, sama hvað það kostar. Láta þau bara drukkna, því þetta eru bara öryrkjar sem eru fyr- ir þeim og það þrátt fyrir að ríkið hafi nýlega aukið bætur til lífeyr- issjóðanna til að mæta hækkun á ör- orkuútgjöldum þeirra. Kvalinn, langreiður og hleraður Guðmundur Ingi Kristinsson fjallar um málefni öryrkja » Stöndum saman ogstöðvum ranglætið strax með fjöldamót- mælum til þingmanna, t.d. með tölvupósti, bréfaskrifum, símtölum og mótmælum fyrir framan Alþingi. Guðmundur Ingi Kristjánsson Höfundur er öryrki. ÁSGEIR Pétursson: Haustlitir – Minningaþættir. Almenna Bókafélagið 2006. Minningaþættir Ás- geirs Péturssonar, Haustlitir, eru í senn skemmtileg persónu- saga af fjölbreyttum lífsferli á miklum um- brotatímum og frá- sögn hans úr nálægð áhugaverðra þátta stjórnmálasögunnar. Ásgeir fæddist 1922 en umhverfi æsku- og unglingsára þriðja og fjórða áratugarins í Vesturbæ Reykjavíkur og í sveit í Borgarfirði, sem hann lýsir svo vel, tilheyrir veröld sem nú er horfin með öllu. Okkur, sem munum árin fyrir heim- styrjöldina, verður víst á að hugsa við slíka upprifjun að Stór- Reykja- víkurborgin okkar í dag eða þá Borgarfjörður, hið mikla svæði sumarbústaða, eigi lítið sammerkt með þessari, að okkur finnst, ný- liðnu fortíð. En við geymum og segjum ekki skilið við söguna og þakkir skulu þeim sem halda henni til haga. Fjölskylda og ætt Péturs Magnússonar á Hólavöllum við Suð- urgötu og þá einkum heimilisfað- irinn sjálfur, ráðherra og banka- stjóri, eru hér til verðugrar umfjöllunar. Pétur Magnússon var í far- arbroddi í stjórnmálum þegar hann lést óvænt árið 1948 sextugur að aldri í skurðaðgerð í Bandaríkj- unum. Hann hafði verið fjár- málaráðherra, jafnframt landbún- aðar- og viðskiptaráðherra Nýsköpunarstjórnarinnar, og var varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var nánasti samstarfsmaður foringjans Ólafs Thors en þeir voru æskuvinir. Vitað er með vissu að það var vilji Ólafs að Pétri yrði falið að leiða nýja ríkisstjórn 1948 og ennfremur að hann hefði verið líklegur til stefnubreytingar í efnahagsmálum. Það hefði getað leitt til tímabærrar gengisfell- ingar sem dr. Benja- mín Eiríksson lagði til. Þetta eru að sjálfsögðu aðeins bollaleggingar um liðna tíð en þær fela í sér staðfestingu á þeirri afar lofsam- legu umsögn um Pétur Magnússon sem hans nánustu samstarfs- menn veita honum. Pétur, sem var manna síst fyrir það gefinn að trana sér fram eða halda eigin verðleikum á lofti, naut óvenjulegs almenns trausts og trúnaðar. Það fær óvænta staðfestingu við þá sögu- legu birtingu Ásgeirs á trún- aðarlegu minnisblaði til Péturs Magnússonar frá Sveini Björnssyni forseta frá því í september 1946 er fjallar um svokallað synjunarvald forsetans. Þar kemur fram sú túlk- un Sveins Björnssonar á stjórn- arskránni að forseti geti aðeins gert tillögur til Alþingis í samræmi við vilja ráðuneytis og aðeins veitt þeim samþykktum Alþingis gildi sem ráðherrar bera ábyrgð á. Þessar æviminningar Ásgeirs fylla nokkuð upp í það tómarúm sem verið hefur um stjórnmálasög- una frá áhrifatíma föður hans og er það vel. En þetta er saga Ásgeirs, stjórnmálaafskipta hans og langs og farsæls embættisferils. Úr vöndu er að ráða ef nefna skal dæmi af at- hyglisverðum umfjöllunum. Sjálfum fannst mér einkar markvert að lesa frásögn hans af viðbrögðum innsta hrings sjálfstæðismanna við þeirri miklu herkju sem aðild Íslands að NATO mætti og hápunkti náði 30. mars 1949. Það er með þá viðburði, eins og svo margt sem skeði fyrir hálfri öld eða svo, að það virðist okkur fjarlægt. En Ásgeir nær að draga fram þá miklu þjóðfélags- spennu sem ríkti og var upphaf klofnings og átaka. En hann segir líka frá fjölmörgu í léttari dúr og lesandanum verður skemmt við frá- sögnina af samskiptum þeirra Jó- hannesar Kjarval og málverkinu góða af Snæfellsjökli sem óvænt fór til Winnipeg. Þá eru skemmtilegar frásagnir af samskiptum og ferða- lögum þeirra vinanna Ásgeirs og Geirs Hallgrímssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar – Eykons. Öll er frásögn Ásgeirs vönduð og mál- far hans og framsetning með ágæt- um. Nöfn þeirra Ásgeirs og Sigrúnar heitinnar tengjast ekki hvað síst við þau sem sköruleg sýslumannshjón í Borgarnesi. Við erum mörg sem er- um þakklát fyrir góðar stundir þar sem og annars staðar á þeirra fögru heimilum. Haustlitir – Minningaþættir Einar Benediktsson skrifar um bók Ásgeirs Péturssonar, Haustlitir – Minningaþættir » Þessar æviminn-ingar Ásgeirs fylla nokkuð upp í það tóma- rúm sem verið hefur um stjórnmálasöguna frá áhrifatíma föður hans og er það vel. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrv. sendiherra. ÞAÐ er margt á floti sem snýr að íslenskri náttúru þessa dagana. Þar á meðal er Náttúrufræðistofnun Ís- lands sem hefur reyndar ekki haft fast land undir fótum í mörg ár. Landvernd hefur látið þetta ástand stofnunarinnar til sín taka og sett fram hugmynd um hvernig Nátt- úruminjasafn getur orðið þátttakandi í samstarfi, með ferðaþjónustunni, Landvernd o.fl., um að sýna og skýra íslenska náttúru og stuðla að sjálfbærri þróun. Ferðaþjónustan - afl til að leggja gott til Umhverfi ferðaþjón- ustunnar getur orðið einstaklega frjór jarð- vegur fyrir Nátt- úruminjasafn. Í fyrsta lagi vegna áhugans sem ferðamenn sýna íslenskri náttúru (samkv. könnunum koma 80–90% erlendra ferðamanna hingað fyrst og fremst vegna náttúrunnar), í öðru lagi vegna skyldu okk- ar sem gestgjafa til að skilja og varðveita um- hverfið og í þriðja lagi vegna sambúðar safns- ins við viðskiptalífið og fjölmenna starfstétt sem á svo ríkra hagsmuna að gæta í ferðaþjónustu og náttúru. Hlutverk safnsins er að varðveita, sýna og skýra íslenska náttúru og því er ná- lægð og snerting við samfélagið lyk- ilatriði fyrir árangur þess. Landvernd, samtök um umhverfis- og náttúruvernd, hefur komið auga á að ferðaþjónusta er þýðingarmikill farvegur fyrir fræðslu og er í sér- stakri aðstöðu til að greiða fyrir sjálf- bærri þróun almennt í samfélaginu. Á þetta er bent í ítarlegum gögnum frá Umhverfisstofnun SÞ og Alþjóðlegu ferðamálasamtökunum (WTO). Slík áskorun liggur vel við greininni vegna grósku ferðaþjónustunnar og kraftsins sem hún getur blásið í efna- hag ferðamannastaða og heilla þjóða. Reyndar sérstaklega vegna þess að ferðaþjónusta snýst um einstakt sam- band milli neytenda (gesta), fyr- irtækja í ferðaþjónustu, umhverfisins og heimafólks (gestgjafa). Lykilorð í þessu sambandi er gagnkvæm áhrif, virðing og hagur þessara aðila. Íslandsgátt - farvegur og rammi fyrir samstarf Landvernd hefur notið stuðnings stjórnvalda síðasta árið til að standa fyrir samráði hagsmunaaðila, sem eru fjölmargir, um leiðir til að mæta betur þörfum erlendra og innlendra ferðamanna fyrir fræðslu um ís- lenska náttúru og umgengni við hana. Styrkurinn var veittur í framhaldi af samráði við kunnáttufólk á sviðinu sem hvatti Landvernd til áframhald- andi vinnu við verkefnið. Samráðs- lotan er nú að baki og liggur nið- urstaða hennar fyrir í skýrslu (sjá http://landvernd.is ). Náttúru- fræðistofnun hefur verið þátttakandi í þessu samráði. ÍslandsGátt (vinnuheiti) er nið- urstaðan og hvílir á þeirri meginhug- mynd að samstarf sé leið til að auka tækifæri og skilvirkni. Gáttin gæti verið Náttúruhús sem hýsti nátt- úruminjasafn og Náttúrufræðistofn- un og einnig t.d. orkugátt, hellagátt, landgræðslugátt, sportveiðigátt og húsdýragátt. Samstarfið gæti verið enn víðtækara enda þótt starfsemin þurfi ekki að vera öll undir sama þaki. Aðrar megingáttir sem hafa verið nefndar innan þessa ramma eru fræðsla og afþreying, vefgátt, Norðurskautið og landshlutagátt. ÍslandsGátt er vissu- lega ætlað að kveikja áhuga og löngun ferða- fólks til að skoða náttúr- una með eigin augum, svipað og gestastofur þjóðgarðanna eiga að gera. Þegar ferðamenn hafa ákveðið sína áfanga- staði þá er þess vænst að náttúrustofur og upplýs- ingamiðstöðvar lands- hlutanna verði eðlilegar heimahafnir þeirra með- an á dvölinni stendur. Ís- landsGátt er ætlað að vera:  Leið til að ná mark- miðum stjórnvalda um að byggja upp sjálfbæra ferðaþjón- ustu.  Sameiginlegt anddyri ferða- manna að íslenskri náttúru.  Vettvangur þar sem hags- munaaðilar í ferðaþjónustu koma sér saman um það sem á mest erindi við ferðamenn. Sameiginlegt þjónustuborð og upp- lýsingaveita ferðaþjónustuaðila sem uppfylla lágmarkskröfur um sjálf- bæra ferðaþjónustu. Hvernig og hvar á að landa Náttúrufræðistofnun? Verkefninu um ÍslandsGátt er einnig ætlað að leiða í ljós við- skiptatækifæri og vinna við- skiptaáætlun, út frá fyrirliggjandi hugmyndum, fyrir sameiginlega mót- töku þar sem íslensk náttúra er í önd- vegi. Það er s.s. ætlunin að finna hug- myndunum um þátttöku Náttúrufræðistofnunar raunhæfan rekstrargrundvöll í samrekstri Ís- landsGáttar. Til að hægt sé að ljúka þeirri vinnu þarf Landvernd að reiða sig á áframhaldandi stuðning stjórn- valda. Þegar Landvernd lagði af stað með þetta verkefni fyrir u.þ.b. tveim árum var það borið undir fjölmarga fag- aðila innan ferðaþjónustu og nátt- úruverndar. Undirtektir þeirra sýndi að samtökin njóta trausts vegna þess að:  Landvernd er í stöðu til að vinna hugmyndum fylgi neðan frá og upp – í stað ofan frá og niður.  Landvernd hefur gott orðspor sem byggist á hefð fyrir víðtæku samráð hagsmunaaðila.  Landvernd hefur langa reynslu af umhverfismennt og af að leiða upp- lýsandi umræðu.  Landvernd hefur góð tengsl við fræðasamfélög, stjórnvöld, atvinnulíf og almenning. Það er mikilvægt að stjórnvöld nýti sér þennan mikla áhuga og kraft, sem búið er að leggja í verkefnið, til að leysa Náttúrufræðistofnun úr álög- um. Við erum í brýnni þörf fyrir glæsilega móttöku sem dregur fram sérstöðu landsins og metnað okkar til að ganga vel um það. Umræðuvettvang- ur umhverfis- og náttúruverndar Jón Jóel Einarsson fjallar um Náttúruhús Íslandsgátt, Land- vernd og ferðaþjónustuna »Umhverfiferðaþjón- ustunnar getur orðið ein- staklega frjór jarðvegur fyrir Náttúruminja- safn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Landvernd. Jón Jóel Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.